Leita í fréttum mbl.is

Steingrímur er talvél kerfisins

Steingrímur J. Sigfússon hefur reynt ađ gefa ţjóđinni ţá mynd af sér ađ hann vćri mađur breytinga og endurskođunar.  Annađ hefur heldur betur reynst raunin, en sjálfur er hann óspar á ađ hćla sjálfum sér fyrir ţađ afrek ađ hafa bjargađ fjármálakerfinu, sem er nánast jafn spillt og fyrir hrun.   

Sama á viđ um kvótakerfiđ, sem ađ hann ţóttist ćtla ađ breyta, en lagđi til ađ yrđi fest í sessi út öldina.  Leiđtogi VG er ţaulvanur ađ hafa endaskipti á hlutunum og ţađ gerir hann ţegar hann fer í blindni eftir ráđgjöf Hafró án ţess ađ fara međ gagnrýnum hćtti yfir ráđgjöfina og er málflutningur ráđherrans nánast eins og um sjálfvirka talvél kerfisins sé ađ rćđa.

Gallinn á málflutningi Steingríms J. Sigfússonar er sá ađ ef  fariđ er yfir aflatölur á Íslandsmiđum ţá er augljóst ađ fiskveiđiráđgjöfin hefur alls ekki gengiđ upp, en upphaflegt markmiđ hennar var ađ skila 500 ţúsund tonna jafnastöđuafla í ţorski árlega.  Ráđamenn og sjómenn, sem sćttust međ semingi á ađ setja kvótakerfiđ á á sínum tíma, grunađi ekki ađ afrakstur kerfisins áratugum síđar yrđi helmingi minni ţorskafli en fyrir daga kerfisins! Örgglega hefđi enginn trúađ ţeim fáránleika sem Steingrímur J. býđur upp á ađ fagna ćgilega ađ leyft verđi ađ veiđa tćplega 200 ţúsund tonn af ţorski á nćsta ári. Stađan er sú ađ viđ erum ađ nálgast 200 ţúsund tonna aflamarkiđ í annađ sinn neđan frá,  frá ţví ađ kerfiđ var tekiđ upp og ţađ eftir ađ hafa skoriđ aflaheimildir gríđarlega niđur.

Fiskveiđiráđgjöfin byggir vel ađ merkja ekki á neinum líffrćđilegum forsendum heldur aflareglu sem sett var á tíunda áratugnum. Aflareglan var endurskođuđ upp úr aldamótum ţegar ráđgjöfin gekk augljóslega ekki upp. Endurskođađa aflareglan gekk ekki heldur upp og voru fengnir hagfrćđingar í Hagfrćđistofnun Háskóla Íslands ásamt upphaflegum höfundum reglunnar til ađ yfirfara endurskođađa ráđgjöf enn á ný.  

Núna segja Steingrímur og kerfiđ ađ ţađ sé ađ nást einhver árangur, ţrátt fyrir ţá stađreynd ađ ţorskafli verđi áfram innan viđ 200 ţúsund tonn!

Allir sem hafa gripsvit á líffrćđi vita ađ sá árangur er skammgóđur ţar sem ađ fiskistofnar halda áfram ađ sveiflast og ţađ óháđ reiknireglum Hagfrćđistofnunar Háskóla Íslands .


mbl.is Plúsarnir fleiri en mínusarnir
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heill og sćll Sigurjón; ćfinlega !

Steingrímur J.; er svona álíka hvimleiđ málpípa Brussel stjóranna - eins og ţeir Ulbricht og Husak heitnir voru, gagnvart Sovétstjórn inni, í sínum löndum - Austur- Ţýzkalandi og Tékkóslóvakíu, forđum.

Ţađ er; FULLKOMINN luđruháttur íslenzkra Sjómanna- og útvegs, sem og Bćnda, ađ taka mark á einhverju reglugerđa fargani, frá ţessu Andskotans skoffíni, úr Ţingeyjarsýslum kynjuđu, Sigurjón minn.

Veiđar og vinnzla - sem og rćktun og búskaparhćttir til landsins, eiga ađ vera á forsendum framleiđenda og kaupenda afurđanna, innan lands sem utan, ekki úrkynjađra stjórnmála úrhraka, suđur í Reykjavík, fornvinur góđur.

Međ beztu kveđjum; sem jafnan - úr Árnesţingi, norđur yfir heiđar / 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráđ) 14.7.2012 kl. 13:44

2 Smámynd: Anna Sigríđur Guđmundsdóttir

Sigurjón minn. Ţú ćttir ađ útiloka Hreyfinguna og Borgarahreyfinguna úr Dögun. Ţegar ţú ert búinn ađ ţví, ţá skal ég styđja Dögun.

Sleppum öllum milliliđum og útúrsnúningum á sannleikanum. Ţađ er eina leiđin út úr spillingunni.

Jakobi Fali hefđi líkađ slík afgrandi afstađa. Ţađ veit ég ţótt ég hafi aldrei hitt ţann góđa bloggvin í ţessu lífi. Ég ţurfti bara ađ koma ţessu á prent.

Ţetta er kannski eitt af mínum síđustu skilabođunum, á blogg-samskiptum viđ almenning á Íslandi, sem ekki skilur hvađ samtakamáttur lýđrćđis ţýđir í raun.

Jakob Falur er enn međ sín síđustu heilrćđi á sinni bloggsíđu. Blessuđ sé viska og minning ţess drengs.

M.b.kv.

Anna Sigríđur Guđmundsdóttir, 14.7.2012 kl. 23:06

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband