Leita í fréttum mbl.is

Steingrímur er talvél kerfisins

Steingrímur J. Sigfússon hefur reynt að gefa þjóðinni þá mynd af sér að hann væri maður breytinga og endurskoðunar.  Annað hefur heldur betur reynst raunin, en sjálfur er hann óspar á að hæla sjálfum sér fyrir það afrek að hafa bjargað fjármálakerfinu, sem er nánast jafn spillt og fyrir hrun.   

Sama á við um kvótakerfið, sem að hann þóttist ætla að breyta, en lagði til að yrði fest í sessi út öldina.  Leiðtogi VG er þaulvanur að hafa endaskipti á hlutunum og það gerir hann þegar hann fer í blindni eftir ráðgjöf Hafró án þess að fara með gagnrýnum hætti yfir ráðgjöfina og er málflutningur ráðherrans nánast eins og um sjálfvirka talvél kerfisins sé að ræða.

Gallinn á málflutningi Steingríms J. Sigfússonar er sá að ef  farið er yfir aflatölur á Íslandsmiðum þá er augljóst að fiskveiðiráðgjöfin hefur alls ekki gengið upp, en upphaflegt markmið hennar var að skila 500 þúsund tonna jafnastöðuafla í þorski árlega.  Ráðamenn og sjómenn, sem sættust með semingi á að setja kvótakerfið á á sínum tíma, grunaði ekki að afrakstur kerfisins áratugum síðar yrði helmingi minni þorskafli en fyrir daga kerfisins! Örgglega hefði enginn trúað þeim fáránleika sem Steingrímur J. býður upp á að fagna ægilega að leyft verði að veiða tæplega 200 þúsund tonn af þorski á næsta ári. Staðan er sú að við erum að nálgast 200 þúsund tonna aflamarkið í annað sinn neðan frá,  frá því að kerfið var tekið upp og það eftir að hafa skorið aflaheimildir gríðarlega niður.

Fiskveiðiráðgjöfin byggir vel að merkja ekki á neinum líffræðilegum forsendum heldur aflareglu sem sett var á tíunda áratugnum. Aflareglan var endurskoðuð upp úr aldamótum þegar ráðgjöfin gekk augljóslega ekki upp. Endurskoðaða aflareglan gekk ekki heldur upp og voru fengnir hagfræðingar í Hagfræðistofnun Háskóla Íslands ásamt upphaflegum höfundum reglunnar til að yfirfara endurskoðaða ráðgjöf enn á ný.  

Núna segja Steingrímur og kerfið að það sé að nást einhver árangur, þrátt fyrir þá staðreynd að þorskafli verði áfram innan við 200 þúsund tonn!

Allir sem hafa gripsvit á líffræði vita að sá árangur er skammgóður þar sem að fiskistofnar halda áfram að sveiflast og það óháð reiknireglum Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands .


mbl.is Plúsarnir fleiri en mínusarnir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heill og sæll Sigurjón; æfinlega !

Steingrímur J.; er svona álíka hvimleið málpípa Brussel stjóranna - eins og þeir Ulbricht og Husak heitnir voru, gagnvart Sovétstjórn inni, í sínum löndum - Austur- Þýzkalandi og Tékkóslóvakíu, forðum.

Það er; FULLKOMINN luðruháttur íslenzkra Sjómanna- og útvegs, sem og Bænda, að taka mark á einhverju reglugerða fargani, frá þessu Andskotans skoffíni, úr Þingeyjarsýslum kynjuðu, Sigurjón minn.

Veiðar og vinnzla - sem og ræktun og búskaparhættir til landsins, eiga að vera á forsendum framleiðenda og kaupenda afurðanna, innan lands sem utan, ekki úrkynjaðra stjórnmála úrhraka, suður í Reykjavík, fornvinur góður.

Með beztu kveðjum; sem jafnan - úr Árnesþingi, norður yfir heiðar / 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 14.7.2012 kl. 13:44

2 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Sigurjón minn. Þú ættir að útiloka Hreyfinguna og Borgarahreyfinguna úr Dögun. Þegar þú ert búinn að því, þá skal ég styðja Dögun.

Sleppum öllum milliliðum og útúrsnúningum á sannleikanum. Það er eina leiðin út úr spillingunni.

Jakobi Fali hefði líkað slík afgrandi afstaða. Það veit ég þótt ég hafi aldrei hitt þann góða bloggvin í þessu lífi. Ég þurfti bara að koma þessu á prent.

Þetta er kannski eitt af mínum síðustu skilaboðunum, á blogg-samskiptum við almenning á Íslandi, sem ekki skilur hvað samtakamáttur lýðræðis þýðir í raun.

Jakob Falur er enn með sín síðustu heilræði á sinni bloggsíðu. Blessuð sé viska og minning þess drengs.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 14.7.2012 kl. 23:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband