Leita í fréttum mbl.is

Geir Haarde var dæmdur í Hæstarétti

Innvígðir Sjálfstæðismenn reka þann billega áróður þessa dagana að Geir Haarde hafi nánast verið heilagur embættismaður sem hafi bjargað Íslandi, þegar hrunið skall á landið utan úr heimi!

Þetta er auðvitað eins og hver önnur vitleysa og það veit almenningur sem greiðir reikninginn af hruninu en þar af auki hafa embættisfærslur Geirs Haarde við einkavinavæðingu ÍAV verið dæmdar ólögmætar í Hæstarétti Íslands.

Það er óneitanlega grátbroslegt að sumir þeir þingmanna Vg sem hneyksluðust mjög á einkavinavæðingu Geirs í aðdraganda hrunsins  og kröfðust ábyrgðar virðast nú vera búnir að kokgleypa  hráan áróður Sjálfstæðisflokksins.

Fjórflokkurinn lætur ekki að sér hæða. 


mbl.is Gagnrýni á röngum forsendum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er það þinn skilningur að  Landsdómur sé einhver ómun af Hæstarétti? Hvað kemur þessi rulla þín ákvörðun Alþingis um ákæru á hendur Geir við ? Alls ekki neitt. Hefurðu lesið ákæruna ????  Hvað þykist þú vita hvað almenningur veit. Átt þú einhvern almenning að kíkja oní þegar mikið liggur við, eða ertu bara að bulla. Ef þú veist ekki neitt um hvað þú bullar þá sýndu góðu fólki þá virðingu að steinhalda kjafti.

Með svona rugli sýnirðu sjálfum þér mesta óvirðingu, en það er þitt mál.

Lít ekki inná þetta blogg þitt framar. Aum pólitísk þarmaflóra.

Afréttarinn (IP-tala skráð) 19.1.2012 kl. 08:08

2 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Afréttari, Í Landsdómi sitja þeir dómarar í Hæstarétti sem hafa mestu reynsluna.

Ég hef kynnt mér málið og veit sem er að almenningur er látinn borga brúsann af hruninu.

Sigurjón Þórðarson, 19.1.2012 kl. 10:08

3 identicon

Heill og sæll Sigurjón; æfinlega !

Mennilegra hefði nú verið; af hálfu Afréttarans, að koma fram, undir fullu nafni, í stað þess að fela þetta bitlausa skenz, til þín, undir ómerku dulnefni.

Þú stendur jafnréttur eftir; Sigurjón minn.

Með beztu kveðjum; sem jafnan, úr Árnesþingi / 

 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 19.1.2012 kl. 11:40

4 identicon

Þetta sagðirðu 2008 "Einhverra hluta vegna hefur Geir Haarde komist algerlega hjá því að svara efnislega fyrir vægast sagt verulega vafasöm vinnubrögð sem hann ætti að bera alla pólitíska ábyrgð á."

Vel sagt og enn í fullu gildi.  ÞESS VEGNA þarf að draga Geir fyrir Landsdóm. Ef hefði átt að velja einhvern einn til að draga fyrir dóminn þá má vel vera að Geir sé réttasti maðurinn.  Hann var skipperinn í brúnni þegar allt fór í strand,hann hefur verið í stjórnmálalegu stúkusæti um margra ára bil í aðdraganda hrunsins og komið að ýmsum ákvörðunum sem höfðu áhrif. Ef einhver VEIT hvað gerðist þá er það hagfræðingurinn, sjálfstæðiðsmaðurinn,fyrrum fjármálaráðherrann og fyrrum forsætisráðherrann, Geir Haarde!

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 19.1.2012 kl. 17:00

5 Smámynd: Haraldur Baldursson

Ég vill endilega sjá Alþingismenn kjósa um brottvikningu málsins eður ei.

Sjaldan hefur þjóðin orðið vitni að jafn stórum hóps fólks vera jafn hrædd við eigin skugga. Annað hvort hafa menn sannfæringu eða ekki.

Burtséð frá skoðun á málinu, yrði frávísun málsins frá atkvæðagreiðslu a þingi stærsta gengisfelling þingsins.

Haraldur Baldursson, 20.1.2012 kl. 11:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband