Leita í fréttum mbl.is

Öngstræti Ögmundar

Helsti vandi Ögmundar er ekki gjammið í Þráni Bertelssyni, heldur að hann hefur gengið algerlega þvert gegn þeim öflum i Vg sem áður studdu Ögmund.  Ögmundur andæfði í; Icesave, AGS og Evrópusambandsæfingum formanns Vg og uppskar innanríkisráðherrann nokkurn stuðning hjá róttækum öflum innan Vg og þeim sem einlæglega vilja raunverulegar breytingar í samfélaginu.  Með stuðningi sínum við þingmál formanns Sjálfstæðisflokksins sem ætlað er að koma í veg fyrir að fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins, svari fyrir gjörðir sínar í aðdraganda hrunsins hefur Ögmundur algerlega glatað öllu trausti. 

Í viðtali á Bylgjunni í morgun var málflutningur Ögmundar ámótlegur en þar vitnaði hann til samvisku sinnar og kallaði mögulega eftir sannleiksnefnd, nú nokkrum árum eftir hrun - Ansi seint i rassinn gripinn. 

Nú má spyrja Ögmund hvar samviska hans og félaga hans þeirra Jóns Bjarnasonar og Atla Gíslasonar hefur verið í málefnum þeirra sjómanna sem að þeir þóttust ætla að bæta mannréttindabrot íslenskra stjórnvalda og fluttu um það sérstakt þingmál fyrir nokkrum árum. 

Varnarlið íslensks verkalýðs á Alþingi, þeirra Ögmundar og félaga hefur greinilega metið það svo að í ljósi þess að sumir séu jafnari en aðrir, að eðlilegt sé að halda áfram að traðka á mannréttindum sjómannanna, á meðan samviskan bindur þá illilega í Landsdómsmálinu.    

 


mbl.is Hart sótt að Ögmundi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Það var ekkert siðlegt né réttlátt við þessa málsmeðferð í Landsdómsmálinu.

Ögmundur hefur risið upp gegn óhæfum og gjörspilltum vinnubrögðum á alþingi. Og almenningur hefur ekki það innsæi, vit, réttsýni og samvisku að standa með honum, heldur lætur blekkjast af heiftarlegum áróðri banka-klíkunnar og hennar stuðningsmanna.

Ég styð Ögmund í sinni afstöðu og sannfæringu. Hann hefur ekki leyfi til að svíkja þá sannfæringu, þótt sumum finnist eðlilegt að ætlast til þess.

Almenningur á ekki neitt gott skilið ef hann stendur ekki með þeim sem þora að rísa gegn óréttlætinu. Það er búið að kúga heilbrigða sjálfstæða hugsun fólks í skólum Íslands.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 23.1.2012 kl. 09:48

2 identicon

Ég tek málstað Ögmundar. Tel hann hafa sýnt mikinn karakter. Nú situr hann undir miklum ásökunum, sem ég tel hann ekki eiga skilið, því hann gerir hið rétta. Það á enginn maður að vera settur fyrir rétt, án þess að hann hafi gert eitthvað af sér, sem telst til ólöglegra athafna.

Geir hefur unnið vinnuna sína með meiri sóma en t.d. núverandi ríkisstjórn. Það eru allt aðrir menn sem komu hruninu á, svo einfalt er það. Við vitum öll hvaða menn það eru, en heilu útgáfurnar eru kostaðar af mönnum sem sjá sér hag í að hafa jábræður til að bera þá uppi og halda fram ásökunum á allt annað fólk, svo þeirra eigin verk séu ekki í sviðsljósinu. Þetta brenglar allt réttarfar í landinu.

Sigurður Herlufsen (IP-tala skráð) 23.1.2012 kl. 10:21

3 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Hvaða óréttlæti felst í því að menn svari til saka sem bornar eru á þá í Rannsóknarskýrslu Alþingis?

Samviskan  og sannfæring Ögmundar virðist nú vega mjög léttvæg þegar komið er að mannréttindabrotum gagnvart sjómönnum.

Sigurjón Þórðarson, 23.1.2012 kl. 10:27

4 identicon

Mâlið er það Sigurjón, að við viljum sjá fleiri en Geir þarna. Að Geir sé einn þarna segir bara eitt: Þetta er pólitískt og hann á einn að taka alla sökin.

Þú hlítur að vilja sjá fleiri þarna Sigurjón. Þú veist það líka sjálfur að ef Geir er einn þarna þá eru miklu meiri líkur á því að hinnir sleppi.

Rúnar (IP-tala skráð) 23.1.2012 kl. 12:14

5 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Sigurjón. Það sem er óréttlátt í þessu máli er hvernig því var stillt upp og afgreitt á alþingi. Fyrst voru greidd atkvæði um Geir, svo hina koll af kolli. Þannig gat fólk reiknað út hvort einhver af þeim efstu yrðu kosnir sekir. Þessi vinnubrögð myndu þykja forkastanleg í Afríku í dag, en eru notuð á Íslandi í dag.

Það hefur ekki komið skýring á hvers vegna ekki var kosið um alla samtímis, til að koma í veg fyrir svona svikavinnubrögð!!!

Lögin gilda ekki frá 1-10 heldur gilda þau fyrir alla sem hafa brotið af sér. Með því að sleppa sínum flokks-klíkuliðum og kæra Geir, þá voru þessi lög gerð að engu. Ég er ekki að segja að Geir sé saklaus og það er ekki í mínum verkahring að meta það.

Það gengur ekki lengur í íslensku réttarkerfi að taka bara einn til að friða almenning, og senda hina afbrotamennina/konurnar í feit embætti erlendis og sleppa þeim við Landsdóm. Þar með voru lögin gerð ógild, því þau eiga að virka jafnt fyrir alla.

Það voru ekki saklausir einstaklingar sem greiddu atkvæði á alþingi, og það eitt og sér samræmist engu sem telst réttlátt. Mér finnst það vera augljóst.

Það hefur verið hefð og lenska spilltra afla á Íslandi í rúma hálfa öld, að taka bara einn eða einhverja til að friða almenning, og sleppa jafnvel höfuðpaurunum. Slík vinnubrögð samræmast ekki Nýja Íslandi sem krafist er.

Sekur getur ekki kosið rétt í þessu máli né nokkrum öðrum.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 23.1.2012 kl. 13:02

6 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Sigurjón.

Mistök Alþingis í þessu máli eru alger, varðandi það atriði að draga einn mann til ábyrgðar en sleppa hinum, það sér hver maður. Afstaða Ögmundar og fleiri á því samhljóm hjá þjóðinni.

kv.Guðrún Maria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 24.1.2012 kl. 00:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband