Leita í fréttum mbl.is

Endanleg lausn á Skagfirđingavandamálinu?

Fyrir dyrum stendur stórfelldur niđurskurđur á fjárframlögum til heilbrigđisţjónustu á landsbyggđinni. Hringinn í kringum landiđ hafa forráđamenn og velunnarar heilbrigđisstofnana leitađ eftir röksemdum fyrir vanhugsuđum niđurskurđartillögum ríkisstjórnarinnar en sterk rök hníga til ţess ađ ţau muni leiđa til kostnađarauka annars stađar í heilbrigđiskerfinu.  

Fátt hefur veriđ um svör hjá stjórnvöldum en Guđbjartur Hannesson heilbrigđisráđherra Samfylkingarinnar hafđi sig ţó í ţađ ađ skrifa Hollvinasamtökum Heilbrigđisstofnunarinnar á Sauđárkróki stórundarleg skilabođ ţar sem ekki ađeins birtast rangfćrslur heldur má einnig sjá glitta í hótanir í garđ Skagfirđinga.    

Ráđherrann fullyrđir ranglega ađ á umliđnum árum hafi veriđ fariđ í flatan niđurskurđ á heilbrigđiskerfinu og ađ ekki hafi komiđ fram neinar tillögur eđa hugmyndir ađ niđurskurđi frá Heilbrigđisstofnuninni á Sauđárkróki. Stađreyndin er sú ađ Heilbrigđisstofnunin á Sauđárkróki mátti ţola tvöfalt meiri niđurskurđ á yfirstandandi ári en almennt var hjá heilbrigđisstofnunum landsins. Framkvćmdastjóri Heilbrigđisstofnunarinnar hefur ţegar gert grein fyrir sínum sparnađartillögum. Sömuleiđis óskađi sveitarstjórn Skagafjarđar ţann 4. október eftir fundi međ ráđherra ţar sem fariđ yrđi yfir málefni Heilbrigđisstofnunarinnar á Sauđárkróki. Ráđherra hefur ekki enn séđ sér fćrt ađ hitta sveitarstjórnina ţrátt fyrir ađ hann kvarti ţegar fćri gefst yfir ţví ađ fá engar tillögur og ráđ!

Í skrifum ráđherra til Hollvinasamtakanna eru orđ sem verđa vart skilin međ öđrum hćtti en sem hótanir en ţar spyr Guđbjartur eftirfarandi spurninga ţegar hann auglýsir eftir tillögum sem hann hefur ţegar fengiđ:  

Á ég ađ líta svo á ađ engar nýjar tillögur séu stađfesting á ađ ţetta megi vera eins og fjárlög gera ráđ fyrir???? Er hin endanlega og varanlega lausn fundin í Skagafirđi, einum stađa? 

Ţađ er rétt ađ taka ţađ fram ađ sú „lausn“ sem Guđbjartur er ađ tala um fyrir Skagfirđinga er ađ rústa stofnuninni međ 30% niđurskurđi.

Mér finnst vinnubrögđ og svör ţingmannsins og ráđherra ekki sćmandi gagnvart umbjóđendum sínum sérstaklega í ljósi ţess ađ í ađdraganda síđustu Alţingiskosninga  gaf hann út hátíđleg loforđ um ađ gćta sérstaklega ađ jafnvćgis á milli Höfuđborgar og landsbyggđar. 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Ţórđardóttir

Ţessi niđurskurđur er til vansćmdar Guđbjarti og allri ríkisstjórn "velferđar" og "jafnađar" VIđ skulum aldrei láta ţetta gerast, annađ hvort ţarf ađ bera út vanhćfa ríkisstjórn, eđa ţvinga hana til ađ fara ađ standa viđ kosningaloforđ sín.  Ţađ er komiđ nóg af ţessu djöf.... pakki. Svei mér ţá. Manni svellur móđur bara viđ tilhugsunina.

Ásthildur Cesil Ţórđardóttir, 16.11.2010 kl. 09:57

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband