Leita í fréttum mbl.is

Guðbjartur Hannesson kvartar

Guðbjartur Hannesson heilbrigðisráðherra kvartar sáran á heimasíðu heilbrigðisráðuneytisins undan málefnalegri umræðu sem studd er vönduðum útreikningum, sem sýna berlega fram á hve algerlega vanhugsaðar niðurskurðartillögur ríkisstjórnarinnar eru. 

Ráðherra segir að vel rökstudd umræða sé á misskilningi byggð og á villigötum!  Ef eitthvað væri til í áburði ráðherra, þá hefði verið auðhlaupið fyrir ráðherra að boða viðkomandi aðila á fund sem hann sakar um villu og misskilning.  Heilbrigðisráðherra hefur ekki enn treyst sér til þess og hefur í ofan á lagt sjálfur orðið uppvís að vægast sagt mjög vafasömum málflutningi.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Þetta ráðherraval Samfylkingarinnar sýnir hversu lélegur verkstjóri Jóhanna er. Guðbjartur er ekki beittasti hnífurinn í skúffunni. Frammistaða hans í kvótanefndinni olli mörgum vonbrigðum.

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 16.11.2010 kl. 12:39

2 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Já það er óhætt að segja að það sé vægast sagt lélegt hjá heilbrigðisráðherra að kynna sér ekki málin og ræða við fólk sem hann sakar um að rugla saman hugtökum og valda misskilningi s.s. þann sérfræðing sem vann skýrslu um Kragasjúkrahúsin.

Það er ekki eins og að stjórnvöld hafi ekki haft tækifæri til þess en umrædd skýrsla sem gerð er athugasemd við kom út í júní. 

Ódýr vinnubrögð sem þessi sýna að ráðherrann hefur ekki rökin sín meginn.

Sigurjón Þórðarson, 16.11.2010 kl. 13:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband