Leita í fréttum mbl.is

Ákæra Alþingis á hendur Geirs Haarde er í samræmi við stefnu Sjálfstæðisflokksins

Helsta niðurstaða endurreisnarstarfs landsfundar Sjálfstæðisflokksins í ársbyrjun 2009 var á þá leið að stjórnmálalegt og efnahagslegt hrun landsins hefði orðið vegna þess að fólkið hefði brugðist en alls ekki stefna Sjálfstæðisflokksins.

Í samræmi við þá niðurstöðu landsfundar ætti Sjálfstæðisflokkurinn að vera sáttur og í raun ákafur í  að láta Geir Haarde sæta ábyrgð. Satt best að segja þá finnst mér ýmsir aðrir bera meiri sök á því að það fór sem fór s.s. sá öflugi sölumaður Halldór Ásgrímsson sem náði því afreki að selja sér nákomnum ríkisbanka með hæfisstimpli frá sjálfum ríkisendurskoðanda.

Í umfjöllun um þessi þungbæru mál sem snúa að ákærum á hendur fyrrverandi ráðherrum, þá gladdi það mitt litla hjarta að sjá hve forystumönnum Sjálfstæðisflokksins og fylgifiskum þeirra er skyndilega orðið annt um mannréttindi. Ekki hefur borið á því í umræðum áður að sömu aðilar sem nú æmta og skræmta yfir því að niðurstaða Landsdóms sé endanleg og ekki í samræmi við nútímalegt réttarfar, hafi einhverju sinni haft orð á því að nokkur þörf sé á því að bæta þeim sjómönnum sem sóttu mál sitt til Mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna í samræmi við álitið sem féll þeim í vil og hvað þá hefur nokkur af nýbökuðum baráttumönnum mannréttinda í Sjálfstæðisflokknum léði máls á því að breyta kvótakerfinu þannig að hætt verði að brjóta mannréttindi.

Það má vissulega líta á gagnrýni Sjálfstæðisflokksins á dómstólinn Landsdóm út frá mannréttindasjónarmiðum sem ákveðna og óvægna sjálfsgagnrýni þar sem dómsmálaráðherrar landsins hafa lengstum komið úr röðum flokksins. Nú verður fróðlegt að fylgjast með hvort að aukin vægi mannréttindasjónarmiða munu einnig eiga við um fleiri s.s. sjómenn en ekki eiga einungis við um fyrrum formann Sjálfstæðisflokksins.


mbl.is Mistök gerð við einkavæðinguna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Skrambarnir í sjálfstæðisflokknum hafna firningu aflaheimilda en dásama firninguna þegar kemur að eigin myrkraverkum.   Get ekki séð að þessi veruleikafirrti klúbbur hafi neitt með stjórnmál að gera.

LÁ 

lydurarnason (IP-tala skráð) 14.9.2010 kl. 04:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband