Leita í fréttum mbl.is

Fundurinn með Ingibjörgu þungbær skuggi á annars miklum gleðidegi Samfylkingarinnar

Samfylkingin og Steingrímsarmurinn í  Vg fengu þann dóm í Hæstarétti um gengistryggðu lánin sem  pantaður var fyrr í sumar.  Ráðamenn Samfylkingarinnar hvort sem er í ríkisstjórn eða verkalýðsforystu gátu í dag ekki farið dult með mikla gleði sína með dóminn.  Með dómnum tókst a.m.k. í bili að rétta af nýlega endurreist bankakerfi með því að ganga rækilega á höfuðstól heimilanna. 

Öllu þyngra var yfir sama hópi Samfylkingarliða þegar leið á kvöldi en þá tók við erfiður fundur með sjálfri Ingibjörgu Sólrúnu Gíslandóttur um það hvort að hún eigi að svara til saka fyrir þátt sinn í hruninu.  Hún myndaði jú ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum sem hafði það helsta markmið að greiða götu útrásarvíkinganna sem veittu vel og ríkulega í kosningasjóði viðkomandi flokka.  Aðstoðin var svo ríkulega  veitt að vildarvinunum í aðdraganda hrunsins að ekki gafst nokkur tími í að pæla í þjóðarhag.  Ekki var látið af neyðaraðstoð við útrásarliðið eftir hrun heldur haldið áfram við að tryggja að snillingarnir gætu haldið sem mest af fyrirtækjum sem þeir misstu tímabundið tangarhald á til bankanna og á það við um skipafélög, lyfsölu, fjölmiðla, fjarskiptafyrirtæki, verslanir, flugfélög ofl. Þeim er jafnvel veittur sérstakur skattaafsláttur til þess að koma á fót nýjum fyrirtækjum s.s. gagnaverum.

En  sá böggull fylgir skammrifi að einhver þarf að borga veisluna og óráðsíu fjárglæframannanna og á því fengu heimiln að kenna í dag.


mbl.is Fundað með Ingibjörgu Sólrúnu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steingrímur Helgason

Heyr, heyr...

Steingrímur Helgason, 16.9.2010 kl. 23:32

2 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

heyr, heyr.

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 16.9.2010 kl. 23:57

3 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Alltaf góður

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 17.9.2010 kl. 19:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband