Leita í fréttum mbl.is

Ályktun Frjálslynda flokksins um Landeyjarhöfn

Miðstjórn Frjálslynda flokksins harmar að samgöngur við Vestmanneyjar skuli nú vera í uppnámi eftir dýra hafnargerð byggða á útreikningum Siglingamálastofnunar. Miðstjórn Frjálslynda flokksins telur skynsamlegt að fá aðra aðila en Siglingamálastofnun til að endurmeta hvernig tryggja eigi traustar samgöngur við Vestmanneyjar, hvort sem það verði gert með hraðskreiðri ferju sem fer á milli Þorlákshafnar og Eyja á einum og hálfum tíma eða með miklum endurbótum á hafnarmannvirkjum og skipi sem ristir grynnra og hentar Landeyjarhöfn. Í ljósi nýfenginnar reynslu af siglingum til Landeyjarhafnar bendir allt til þess að Þorlákshöfn verði að minnsta kosti að vera til taks sem varahöfn.

Samþykkt á miðstjórnarfundi Frjálslynda flokssins,

Reykjavík 11. september 2010.


mbl.is Herjólfur siglir áfram til Þorlákshafnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Við Íslendingar svífumst einskis. nú erum við byrjaðir að dýpka Atlantshafið!  Skítt með náttúruöflin

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 12.9.2010 kl. 20:36

2 Smámynd: Steingrímur Helgason

~Já, hér zátum við fimm á fundi & okkur finnzt....~

Steingrímur Helgason, 12.9.2010 kl. 21:39

3 Smámynd: Helgi Þór Gunnarsson

Sæll Sigurjón, mér þykir miðstjórn flokksins okkar vera bjartsýn, hitt er annað mál að það er betra að vera bjartsýnn en svartsýnn. Ég held að ríkið eigi enga peninga til að leggja í þetta mannvirki, ein leið er að afhenda Vestmannaeyjabæ höfnina, eins og við eyjamenn vildum í upphafi, mesti skandallinn er að mínu mati er, þegar það var ákveðið að hætta öllum rannsóknum við göng, við vorum búin að leggja pening í það verkefni, upp úr stóð 60-70 milljónir til að bora þrjár tilraunaholur.

kær kveðja frá Eyjum.

Helgi Þór Gunnarsson, 12.9.2010 kl. 23:32

4 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Það er ekki nokkur spurning Helgi, það á að afskrifa þetta strax úr bókum þjóðarinnar og gefa Vestmannaeyingum, þeir geta svo haldið áfram að dýpka Atlandshafið um ókomna tíð.

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 13.9.2010 kl. 06:22

5 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Að mínu viti á ályktunin vel við burt séð hvað það er að finna í buddunni en það þarf að endurmeta samgöngukosti með öðrum en þeim sem hafa misreiknað sig hrapalega.

Sigurjón Þórðarson, 13.9.2010 kl. 09:29

6 Smámynd:  Grétar Rögnvarsson

Var það ekki vitað frá upphafi að þetta yrði svona, allavega held ég að þetta komi engum sjómanni sem stundað hefur fiskveiðar við suður ströndina á óvart. Hvað ætli hafi verið talað við marga skipstjórnarmenn með langa reynslu af fiskveiðum á þessu svæði áður en farið var í þessar framkvæmdir. Það sem gert er í tilrauna líkani getur aldrei sýnt nákvæmlega það sem nátturan gerir. Þetta á að skrifast á blýantsnagaran sem hönnuðu mannvirkið og enga aðra. Mér fannst allavega mjög fróðlegt að fylgjast með umræðunni á sínum tíma þegar verið var að hugsa þessa framkvæmd.

Grétar Rögnvarsson, 13.9.2010 kl. 11:50

7 Smámynd: Sigurður Ingólfsson

Ef höfnin verður ónothæf verður þetta reginhneyksli og öllum til minnkunar sem að þessu komu. Við skulum samt vona að svo verði ekki. Af því að minnst er á göng hér að ofan var sú hugmynd og krafa um rannsóknir gjörsamlega arfavitlaus. Síðan má segja að ráðamenn hafi viljað sussa á þingmanninn með því að bjóða Landeyjarhöfn í staðinn, kannski án þess að fara að ráðum kunnugra og eftir ónógar undirbúningsrannsóknir.

Sigurður Ingólfsson, 13.9.2010 kl. 12:48

8 Smámynd: Helgi Þór Gunnarsson

Sigurður! útsýrðu af hverju göng séu arfavitlaus?

Ég var nú með aðra kenningu um hvað var í gangi hjá embættismönnum og auðvaldinu, en það er að skipafélögin vildu höfn á suðurströndinni og Bakkafjara varð fyrir valinu.

Helgi Þór Gunnarsson, 13.9.2010 kl. 17:01

9 identicon

Göng til Eyja liggja um sprungusvæði þannig að það yrði að fara í sikk-sakk til að krækja fyrir. Framkvæmdin í stærð sinni er margföld á við höfnina. Eitthvað sem myndi standa í milljónaþjóðum.

Það var vitað að þarna yrði sandburður, og svo möguleg stopp út af brimi. Það sem undrar mig mest er að sumardagar og kvöld í stillu skyldu ekki vera nýtt til að halda dýpt, og svo af hverju átti að leggja Þorlákshafnarferðir niður að fullu.

Það er alveg hægt að opna höfnina og hafa dæluskip á staðnum, - það er ekkert nýtt að það sé dælt sandi úr mörgum höfnum og innsiglingum landsins, og þar sem þessi yrði sú sendnasta væri full ástæða til að hafa dallinn á staðnum.

Maður lærir margt af því að fljúga þarna yfir í góðri birtu og kyrrum sjó, og skoða svo loftmyndir. Alltaf sýndist mér gruggið leita vestur um þótt að aldan væri ekkert endilega í sömu stefnu.

En....menn læra á því að meiða sig...vonandi, - og ég held að það sé of snemmt að afskrifa höfnina. Hún verður dýrari í rekstri en þessir spekúlantar ætluðu, það verður kannski til sandrif austan við, það þarf að halda Þorlákshöfn inni sem valkosti, og kannski reyna að koma meira flugi í gang, - nú eða vera með "litla-Herjólf" fyrir Landeyjahöfn. 

En traffíkin hefur aldrei verið meiri til Eyja en í sumar.....

Jón Logi (IP-tala skráð) 14.9.2010 kl. 08:39

10 Smámynd: Sigurður Ingólfsson

 

Sigurður Ingólfsson, 14.9.2010 kl. 10:51

11 Smámynd: Sigurður Ingólfsson

Má til að svara þér Helgi. Enginn heilvita maður hefði látið sér detta í hug að grafa göng til Eyja. Göngin kosta of mikið fyrir fámenna þjóð.  Sjávardýpi er eflaust þarna  of mikið og eins og nefnt að ofan mundu göngin liggja um sprungusvæði. Síðan er Eldfell sem ekki er utkulnað innan seilingar.Það fóru a.m.k 5 milljarðar í Landeyjarhöfn sem ég vonast sannarlega til að nýtist til annars en að fjölga þjóðhátíðargestum sumarið 2010

Sigurður Ingólfsson, 14.9.2010 kl. 10:59

12 Smámynd: Helgi Þór Gunnarsson

Sælir Jón Logi og Sigurður, þetta verður skemmtilegra eftir sem líður á skrifin hér. En hvað um það þá get ég frætt ykkur á því að göng áttu ekki að fara um sprungu svæðið sem er BARA AUSTAN VIÐ EYJAR, göngin voru teiknuð vestan megin við Eyjar, í raun átti að fara inn í Hánna og svo niður undir Herjólfsdal og svo í sveig til norðurs til lands. þetta var rannsakað af jarðfræðingum á vegum "Ægisdyr"sem er áhugamannafélag um bættar samgöngur til Eyja. Það furðulegasta við það allt í sambandi við göng, var að ríkið vildi ekki veita fé í rannsóknarholur upp á 60-70 milljónir, ég hef það á tilfinningunni að skipafélöginn hafi pantað höfn við suðurströndina.

Þetta með dýpi Sigurður, þá var það ekki vandamál í umsögn jarðfræðinga og annarra verkfræðinga sem komu að hönnun gangana.

Jón Logi, ég get frætt þig á því að Perlan á víst að vera hérna í Eyjum og í Bakkafjöru í vetur.

Sigurður, kostnaðar áætlun hljóðaði upp á 4,5 miljarða, en tilboðin urðu bara 80% af því, þannig að ríkið sparaði talsverða upphæð, en við vitum að útrásavíkingarnir settu ríkið á hausinn, og það eru ekki til peningar hjáríkinu.

Kær kveðja frá Eyjum.

Helgi Þór Gunnarsson, 14.9.2010 kl. 20:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband