Leita í fréttum mbl.is

Háskólinn og hrunið

Í stjórnmálayfirlýsingu Frjálslynda flokksins er lögð áhersla á að háskólar og
fjölmiðlar ræki hlutverk sitt sem miðstöð og miðlun gagnrýninnar hugsunar. Í
aðdraganda hrunsins var áberandi að æðstu menntastofnanir landsins drógu miklu
frekar taum útrásarinnar sem keyrð var áfram á galinni erlendri skuldasöfnun.
Vissulega voru undantekningar á því og má nefna varnaðarorð Þorvaldar Gylfasonar
sem týndust innan um þykkar skýrslur Hagfræðistofnunar kostaðar af Verslunarráði.

Friðrik Már Baldursson og Tryggvi Þór Herbertsson sömdu skýrslur með fræðilegu
yfirbragði sem voru kostaðir af útrásarliðinu til að slá ryki í augu almennings.
Það fer ekki á milli mála en samt sinna þeir enn veigamiklum trúnaðarstörfum í
samfélaginu eins og ekkert hafi í skorist. Friðrik Már gegnir m.a. því mikilvæga
hlutverki að vera stjórnarformaður Hafró!

Háskóli Íslands og reyndar Háskóli Akureyrar einnig hafa átt í nánu samstarfi við
sérhagsmunasamtökin LÍÚ sem hafa kostað rannsóknir og stöður við háskólana.
Ragnar Árnason prófessor og Helgi Áss Grétarsson, sérfræðingu LÍÚ við
Lagastofnun HÍ, hafa verið óþreytandi við að búa áróður, óréttlæti og
þrönga
sérhagsmuni fárra í fræðilegan búning. Eitt af því sem Ragnar Árnason
undirstrikaði sem einn af meginkostum framseljanlegra fiskveiðikvóta fyrir hrun var
að aukin veðhæfni hefði losað úr læðingi fjármagn sem hefði verið forsenda
útrásarinnar.

Í stað þess að hugsa sinn gang í kjölfar hrunsins og endurskoða fyrri vinnubrögð
hafa háskólamennirnir sem getið er um hert á áróðri fyrir víðáttuvitlausu
fiskveiðistjórnunarkerfi. Um mitt ár 2007 lagði Ragnar Árnason þá fórn til að
þorskveiðum yrði hætt í tvö ár í ljósi þess að íslenska þjóðarbúið
stæði svo afskaplega vel. Að baki bjó það að framfylgja tilraun sem staðið hefur
í á annan áratug og ekki skilað neinum árangri fram á þennan dag, þ.e. að veiða
minna til að veiða meira seinna. Aðferðin stenst hins vegar ekki skoðun viðtekinnar
vistfræði og ég held að allur almenningur sé farinn að átta sig á því. Fulltrúi
Háskóla Íslands, Ragnar Árnason, er hins vegar enn á sömu glapstigum, rápar nú um
landið í slagtogi með LÍÚ og flytur erindi þar sem að hann dásamar kvótakerfið -
en neitar að svara spurningum. Málflutningurinn er slíkur að hann þolir ekki
gagnrýnar spurningar, t.d. um hvernig kerfið geti talist hagkvæmt og gott ef
fyrirtækin þurfa afskriftir upp á tugi ef ekki hundruð milljarða, þorskveiðin sé
þriðjungur af því sem hún var fyrir daga kerfisins og að heilu byggðarlögin séu
flakandi sár vegna þess að þau hafa misst atvinnuréttinn.

Helgi Áss Gétarsson lagasérfræðingur uppnefnir þá sófaspekinga sem leyfa sér að
setja ofan í við frekjugang LÍÚ, landssambandið sem greiðir honum launin. Háskóli
Íslands þarf sem æðasta menntastofnun landsins að vanda vinnubrögð og gera kröfur
til sín og þeirra sem starfa í nafni skólans og sömuleiðis samstarfsaðila. Ábyrgð
Háskóla Íslands á rekstri hlutafélagsins Keilis sem hann á stærstan hlut í hefur
óneitanlega vakið upp spurningar um útrásarhugmyndir Keilis við þjálfun
orustuflugmanna í samstarfi við einkafyrirtækið E.C.A. Í sjálfu sér er ekkert því
til fyrirstöðu að háskólinn fari í rannsóknir og samstarf á sviði öryggismála,
sérstaklega ef það snertir vestræna samvinnu, en vakir virkilega fyrir honum að vinna
með einhverju hollensku huldufyrirtæki sem enginn veit hver á eða hvaða verkefnum
sinnir? Er ekki rétt að Háskólinn sem stefnir á að verða meðal þeirra 100 bestu
staldri við?

Frjálslyndi flokkurinn leggur til að Háskóli Íslands þiggi ekki stöður eða styrki
til einstakra embætta, heldur verði styrkjum veitt í einn pott sem úthlutað verði
til rannsókna. Það yrði til þess að sérhagsmunaöfl eins og LÍÚ gætu ekki búið
áróður í fræðilegan búning og gengisfellt  háskólastarf


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Það er lítil reisn yfir háskólasamfélaginu eftir skýrslu rannsóknarnefdarinnar í dag frændi sæll.

Það er ekki þungavigtarstofnun þegar á reynir.

Árni Gunnarsson, 12.4.2010 kl. 14:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband