24.11.2015 | 23:17
NATO ætti að lægja öldur
Ekki er það gæfulegt að framkvæmdastjóri NATO standi þétt á bak við árás Tyrkja á Rússa og það áður en búið er að fara yfir málsatvik.
Tyrklandi er stjórnað af Réttlætis- og þróunarflokknum (AKP), sem byggir fyrst og fremst á trúarlegum gildum. Tyrkir ásamt Sádum hafa grafið undan stjórn Sýrlands og dregið lappirnar í báráttunni gegn ISIS. Það kom berlega fram í umsátri ISIS um Kobane og rökstuddur grunur hefur lengi verið uppi um að vistir og olía ISIS fljóti fram og aftur yfir landamæri Tyrklands og Sýrlands.
Tyrkir hafa hins vega ekkert dregið við sig að ráðast á þá sem hafa verið hve harðastir í baráttunni gegn ISIS þ.e. Kúrda og Rússa.
Hyggilegast væri að NATO lími ekki örlög bandalagsþjóða við vafasöm uppátæki Erdogan.
Mikil samstaða innan NATO | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
28.11.2014 | 09:23
Ríkisbankinn
Landsbankinn er í eigu ríksins og á ábyrgð Bjarna Benediktssonar. Harkalegar uppsagnir á konunum í Ólafsvík eru rökrétt framhald af uppsögnum Bjarna, á starfsfólki í ræstingu í stjórnarrárðinu.
Gert að hætta samstundis | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
6.4.2013 | 22:38
Vg úr meirihlutasamstarfi í Skagafirði?
Ný staða virðist vera komin upp í meirihlutasamstarfi Sveitarfélagsins Skagafjarðar sem fulltrúar Vg og Framsóknarflokkas stofnuðu til - hér um árið. Efstu menn á lista Vg þeir Gísli Árnason og Bjarni Jónsson hafa gengið til liðs við J-lista Jóns Bjarnasonar og verður sá fyrrnefndi í 4. sæti á lista Jóns í Norðvesturkjördæminu.
Um þessa stöðu hafa framsóknarmenn ekki tjáð sig en þögn þeirra um hinn nýjan samstarfsaðila gefur til kynna að þeir hafi lagt blessun sína yfir Jónsflokk.
5.4.2013 | 10:46
Ekki auknar þorskveiðar - fjölgar á elliheimilinu
Útreikningar Hafró á þorskstofninum sýna að hann er heldur minni en í fyrra! Það blasir við að ef fylgt verður núverandi nýtingarstefnu, að þá munu þorskveiðar ekki verða auknar heldur standa í stað og verða áfram innan við helmingur af því sem þorskveiðin var, fyrir daga kvótakerfisins.
Það sem veldur mér áhyggjum er að mælingar sýna að það er fækkun í öllum aldurshópum frá því í fyrra, nema þeim elstu. Mjög er áberandi hvað það er mikil fækkun á milli ára í hópi tveggja ára fiska og nýliðun helst áfram léleg.
Það þarf ekki mikinn sérfræðing til að spá fyrir um framvindu stofnsins þegar eina fjölgunin er í elsta aldurhópnum - elliheimilinu.
Kvótinn verði aukinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
20.3.2013 | 22:35
Verður Ingibjörg Sólrún á vaktinni?
þær Þórhildur Þorleifsdóttir og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir hafa lengi fylgst að í stjórnmálunum - í Kvennalistanum og síðan fóru þær stöllur saman í Samfylkinguna. Báðar fóru þær þaðan út vegna Landsdómsmálsins sem var að lokum einungis höfðað gegn Geir Haarde einum en ekki samverkafólki hans.
Nú hlýtur sú spurning að vakna hvort að Ingibjörg Sólrún geri hlé á leiðangri sínum í Afganistan til þess að komast á vaktina með Þorvaldi og Þórhildi.
Þórhildur Þorleifsdóttir í 1. sæti Lýðræðisvaktar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
15.3.2013 | 15:37
Páfanum óskað heilla
Hvað getur verið rangt við að óska nýjum páfa heilla í störfum sínum?
Vissulega hefur kirkjan í gegnum aldirnar borið ábyrgð á ýmsu misjöfnu sem of langt mál er að tala um. Ýmsar skoðanir Frans eru umdeildar og hafa valdið úlfúð og á það ekki einungis við um viðhorf hans til kynferðismála heldur einnig ýmis ummæli um Falklandseyjastríðið.
Er nú ekki um að gera að óska honum heilla í að stýra gömlu fleyi með úr sér gengnum kompás.
Ekki í nafni allrar íslensku þjóðarinnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
3.2.2013 | 17:04
Smábátasjómenn á Snæfellsnesi mega ekki veiða síldina
Á sama tíma og síldin leitar hvað eftir annað inn í Kolgrafarfjörð og drepst þar í tugþúsunda tonna tali og hvalir háma síldina í sig inn á Grundarfirði, þá mega heimamenn ekki veiða síldina.
Steingrímur J. Sigfússon skar niður veiðiheimildir smábáta í lagnet en heimilt er að leyfa 2.000 tonna veiði en atvinnuvegaráðherrann gaf einungis út 500 tonna kvóta. Landssamband Smábátasjómann reyndi að hnekkja þeirri ákvörðun með því að óska efir 1.000 tonna viðbót við leyfilegan afla smábáta. Niðurstaðan var að bátarnir fengu 300 tonna aukningu við 500 tonna upphafskvóta.
Greinilegt er að hagsmunir minni útgerða og sjávarbyggðanna er algert aukaatriði hjá núverandi valdhöfum. Frekar er síldin látin fara forgörðum en að hún sé nýtt af heimamönnum! Reyndar endurspeglar nýtt frumvarp ríkisstjórnarinnar "um stjórn fiskveiða" þetta viðhorf en mesta púðrið í því fer í að takmarka veiðar handfærabáta, á sama tíma og sérréttindum er úthlutað til annarra til tveggja áratuga.
Það sem mér finnst áhugavert sem líffræðingi er hvort að síld sé ekki víðar að finna víðar í miklum mæli en í Breiðafirðinum og hvort að það sé yfirleitt verið leita að vetrarstöðvum síldar inn á öðrum fjörðum. Margir muna enn eftir Hvalfjarðarsíldinni hér um árið.
Enn drepst síld í Kolgrafafirði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
27.12.2012 | 20:13
Þorrablót og Landsþing Frjálslynda flokksins
Þorrablót Frjálslynda flokksins verður haldið laugardagskvöldið 26. janúar nk. og daginn eftir eða sunnudaginn 27. janúar verður landsþing Frjálslynda flokksins sett kl. 13 að Brautarholti 4 í Reykjavík.
Dagskrá landsþings:
Kosning fundarstjóra, fundarritara og annarra starfsmanna.Skýrsla framkvæmdastjórnar.
Grein gerð fyrir reikningum flokksins.
Skipan í málefnanefndir.
Kosningar í embætti.
Umræður um nefndarálit.
Stjórnmálaályktun.
Alþingiskosningar 2013.
Önnur mál.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
25.8.2012 | 14:15
Forsætisráðherra talaði niðrandi um mikilvæg störf drengja
Jóhönna Sigurðardóttur forsætisráðherra verður án efa helst minnst fyrir það að hafa í stjórnartíð sinni endurreist óbreytt bankakerfi með ærnum tilkostnaði fyrir skattborgara framtíðarinnar.
Sömuleiðis verður hennar minnst fyrir að hafa beitt kröftum sínum af alefli fyrir því að slá skjaldborg um verðtrygginguna og illræmtt kvótakerfi í sjávarútvegi. Svo rammt hefur kveðið að þjónkun Jóhönnu Sigurðardóttur við spillt fjármálkerfið, að stjórnvöld hafa hvatt til þess að ekki verði farið að gjaldeyrislánadómi Hæstaréttar fyrr en mögulega eftir einhver ár.
Samfylkingin og Vg boðuðu fyrir síðustu kosningar breytingar á kvótakerfinu í átt til jafnræðis. Efndirnar voru hins vegar í formi frumvarps, sem miðaði að því að festa braskið og kerfið í sessi út 21. öldina. Ekki nóg með það heldur setti ríkisstjórnin nýja fisktegund á Íslandsmiðum, makrílinn, inn í kvótakerfið, þar sem ekkert jafnræði ríkir um réttinn til veiða. Er hægt að toppa hræsni og ómerkilegheit Vg og Samfylkingarinnar?
Vandamálið er að Samfyllkingin og Vg eru að stjórna landinu með mjög svipuðum hætti og Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur hefðu að öllum líkindum gert. Það að Jóhanna þenji sig og líki störfum talsmanna Sjálfstæðis- og Framsóknarmanna við störf þeirra sem gegndu mikilvægum störfum við að gæta búsmala sem hélt lífinu í landanum, finnst mér vera mjög niðrandi fyrir smalana.
Ekki þarf Jóhanna að fara út úr innsta kjarna Samfylkingarinnar og útmála smaladrengi til þess að finna nákvæmlega sömu vinnubrögð spuna og óheiðarleika sem hún gagnrýnir sem orðagjálfur.
Vörn velferðar stærsti sigurinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
19.7.2012 | 17:14
Forsetinn ætti að biðja Grænlendinga afsökunar fyrir hönd þjóðarinnar
Þvinganir íslenskra stjórnvalda gagnvart Grænlendingum sem hugðust landa makríl á Íslandi eru með öllu óskiljanlegar og mjög ruddalegar. Að beita nágranna okkar Grænlendinga viðskiptaþvingunum vegna makrílveiða á sama tíma og því er mótmælt harðlega að ESB sé að íhuga slíkar aðgerðir gagnvart Íslendingum er vægast sagt stórundarlegt.
Grænlenska skipið Erika sem vísað var frá höfn á Íslandi var á rannsóknarveiðum í grænlenskri efnahagslögsögu. Vandséð er hvaða tilgangi það þjónar að leggja stein í götu rannsókna á göngumynstri makrílsins - Það ætti miklu frekar að styrkja málstað Íslendinga að fá að veiða í eigin lögsögu að geta sýnt fram á að fiskurinn er ekki einhver séreign ESB og að mestu bundin við hafsvæði sambandsins.
Ráðslag Steingríms J. Sigfússonar allsherjarráðherra má eflaust skýra út frá ESB-þjónkun þ.e. að vilja ekki styggja Evrópusambanið í miðju aðlögunarferli og svo má mögulega vera að hann finni til sín, að geta sýnt góðum grönnum í vestri vald sitt.
Forsetinn ætti að íhuga að biðja Grænlendinga afsökunar fyrir hönd íslensku þjóðarinnar á verkum ríkisstjórnarinnar en það gæti lágmarkað skaðann á samstarfi þjóðanna, til framtíðar litið.
Bloggvinir
- Helga Þórðardóttir
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Jens Guð
- Hallgrímur Guðmundsson
- Ásta Hafberg S.
- Jóhann Elíasson
- Aðalheiður Ámundadóttir
- Óskar Helgi Helgason
- Georg Eiður Arnarson
- Óskar Þorkelsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Baldvin Jónsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Ragnheiður Ólafsdóttir
- Hallur Magnússon
- Sigurður Þórðarson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Katrín
- Þarfagreinir
- Samtök sjálfstæðra í sjávarútvegi
- Frjálslyndi flokkurinn í Eyjafirði
- Hallgrímur Óli Helgason
- Jón Kristjánsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Jón Valur Jensson
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Kjartan Eggertsson
- Halla Rut
- Ingólfur Þór Guðmundsson
- Grétar Pétur Geirsson
- Guðrún Þóra Hjaltadóttir
- J. Einar Valur Bjarnason Maack
- ragnar bergsson
- Bjarni Harðarson
- Rannveig Þorvaldsdóttir
- Sigurður Sigurðsson
- Eiríkur Guðmundsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- erlahlyns.blogspot.com
- Agný
- Guðjón Ólafsson
- Einar Ben
- Jón Aðalsteinn Jónsson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Gunnar Freyr Hafsteinsson
- Ólafur Ragnarsson
- Guðrún Magnea Helgadóttir
- Ólafur Björn Ólafsson
- Halldór Jónsson
- Elvar Atli Konráðsson
- Kristján H Theódórsson
- Guðjón Sigþór Jensson
- Helgi Már Barðason
- Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir
- Víðir Benediktsson
- Valgerður Sigurðardóttir
- Jens Sigurjónsson
- Vestfirðir
- Sigurður Ásbjörnsson
- Jón Magnússon
- Viðar Friðgeirsson
- Axel Jóhannes Yngvason
- Svava S. Steinars
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Quackmore
- Árni "Gamli" Einarsson
- Haukur Már Helgason
- Þóra Guðmundsdóttir
- Heiða Þórðar
- Steingrímur Ólafsson
- Vefritid
- Ársæll Níelsson
- S. Einar Sigurðsson
- Rannveig H
- Gísli Gíslason
- Bjarni Kjartansson
- Steingrímur Helgason
- Fiðrildi
- Baldur Fjölnisson
- Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
- Linda Lea Bogadóttir
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Hanna
- Sverrir Stormsker
- Ottó Marvin Gunnarsson
- gudni.is
- Einar Vignir Einarsson
- Hákon Unnar Seljan Jóhannsson
- Valgerður Halldórsdóttir
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Fríða Björk Einarsdóttir
- Jóhann Kristjánsson
- Oddur Helgi Halldórsson
- Guðrún Jóna Gunnarsdóttir
- María Harðardóttir og Þorsteinn Narfason
- Grétar Rögnvarsson
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Róbert Guðmundur Schmidt
- Steinn Hafliðason
- Landssamband ungra frjálslyndra
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Þórir Aðalsteinsson
- Vilborg Traustadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Sævar Einarsson
- Ketilás
- Ómar Pétursson
- Eyþór Grétar Grétarsson
- FF
- Jón Þór Bjarnason
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Vilhjálmur Árnason
- Alexander Kristófer Gústafsson
- Róbert Tómasson
- Landvernd
- ThoR-E
- Haraldur Baldursson
- Sigurður Jón Hreinsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- busblog.is
- Sigríður Inga Sigurjónsdóttir
- Himmalingur
- Svanhildur Karlsdóttir
- Gísli Birgir Ómarsson
- Árni Árnason
- Grétar Mar Jónsson
- Perla
- Ingunn Guðnadóttir
- Irma Þöll
- Skattborgari
- Gulli litli
- Jón Snæbjörnsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Sigríður Elfa Eyjólfsdóttir
- Mál 214
- Bullukolla
- kreppukallinn
- hreinsamviska
- Arinbjörn Kúld
- Orgar
- Guðjón Baldursson
- Gunnar Þór Gunnarsson
- Hörður B Hjartarson
- Gunnar Björn Björnsson
- Haraldur Hansson
- Þórólfur S. Finnsson
- Birna Steingrímsdóttir
- Gestur Guðjónsson
- Jónas Rafnar Ingason
- Stríða
- Götusmiðjan
- Brynja skordal
- Haraldur Bjarnason
- Guðmundur Óli Scheving
- Ásta
- Markús frá Djúpalæk
- Jörundur Garðarsson
- MIS
- Þorsteinn H. Gunnarsson
- Björn Júlíus Grímsson
- S Kristján Ingimarsson
- Bryndís Haraldsdóttir
- Þórður Björn Sigurðsson
- Magnús Kristjánsson
- Bergur Sigurðsson
- Guðrún Ólafía Brynleifsdóttir
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Ólafía Herborg Jóhannsdóttir
- Heimssýn
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Óskar Arnórsson
- Sigurbjörn Svavarsson
- Árni Davíðsson
- Lúðvík Lúðvíksson
- Árelíus Örn Þórðarson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Jakob Þór Haraldsson
- Guðrún Katrín Árnadóttir
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- L.i.ú.
- Rafn Gíslason
- Vilhjálmur Sveinn Björnsson
- Samtök Fullveldissinna
- Vaktin
- Arnar Guðmundsson
- Lárus Baldursson
- Sveinn Elías Hansson
- Þórarinn Baldursson
- Kjartan Magnússon
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Berglind Steinsdóttir
- Bjarney Vigdís Ingimundardóttir
- BJÖRK
- Björn Emilsson
- Dagný
- Dominus Sanctus.
- Friðgeir Sveinsson
- Guðmundur Ásgeirsson
- Guðmundur Pálsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Högni Snær Hauksson
- Inga Sæland Ástvaldsdóttir
- Jón Þórhallsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Ragnar Stefán Rögnvaldsson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Samstaða þjóðar
- Sigurður Ingólfsson
- Stefán Júlíusson
- Sumarliði Einar Daðason
- Sveinn Björnsson
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Úrsúla Jünemann
- Valdimar H Jóhannesson
Tenglar
Mínir tenglar
- Losnað við pestina Þetta hefur reynst mér vel við að losna við allar pestir þá 5 mánuði sem ég hef reynt immiflexið
- Ginseng Hér fæ ég kraftinn
- Frjálslyndi flokkurinn Vill breyta kvótakerfinu
- Ungmennasamband Skagafjarðar Ég er formaður
- Hér kaupi ég tölvudótið Ódýrt og gott
Sjávarútvegsmál
- Hafró Stofnunin þar sem ákveðið er hversu mikið má veiða
- Landssamband íslenskra útvegsmanna LÍÚ
- Landssamband smábátaeigenda LS
- Jörgen Niclasen Formaður Fólkaflokksins í Færeyjum
- Helgi Áss Grétarsson Sérfræðingur í HÍ á vegum LÍÚ
Fréttamiðlar
- Al Jazeera Gefur Bandaríkjamönnum engin grið
- BBC BBC
- Börsen Dönsk fjármálasíða
- Seðlabankinn Musteri Davíðs
Nýjustu athugasemdir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 410
- Sl. sólarhring: 411
- Sl. viku: 506
- Frá upphafi: 1013637
Annað
- Innlit í dag: 371
- Innlit sl. viku: 421
- Gestir í dag: 360
- IP-tölur í dag: 352
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Myndaalbúm
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Janúar 2024
- Apríl 2023
- Október 2022
- Október 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Janúar 2019
- Apríl 2018
- Desember 2017
- Október 2016
- Ágúst 2016
- Janúar 2016
- Nóvember 2015
- Nóvember 2014
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Desember 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Af mbl.is
Fólk
- Lítil spenna fyrir nýjustu þáttum Harry og Meghan
- Kom aðdáendum í opna skjöldu
- McGregor mætti fyrir rétt
- Ætlar að gera dagatal eins og slökkviðsliðsmennirnir
- David Walliams þurfti að bæta öðrum viðburði við
- Sagður eiga í ástarsambandi við mun yngri konu
- Sjónvarpsverðlaun afhent í fyrsta sinn
- Herra Hnetusmjör fagnar átta árum edrú
- Katrín prinsessa laumaðist á fund í Windsor-kastala
- Endurgerði þekkt kvikmyndaveggspjald buxnalaus