Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2012
19.7.2012 | 17:14
Forsetinn ætti að biðja Grænlendinga afsökunar fyrir hönd þjóðarinnar
Þvinganir íslenskra stjórnvalda gagnvart Grænlendingum sem hugðust landa makríl á Íslandi eru með öllu óskiljanlegar og mjög ruddalegar. Að beita nágranna okkar Grænlendinga viðskiptaþvingunum vegna makrílveiða á sama tíma og því er mótmælt harðlega að ESB sé að íhuga slíkar aðgerðir gagnvart Íslendingum er vægast sagt stórundarlegt.
Grænlenska skipið Erika sem vísað var frá höfn á Íslandi var á rannsóknarveiðum í grænlenskri efnahagslögsögu. Vandséð er hvaða tilgangi það þjónar að leggja stein í götu rannsókna á göngumynstri makrílsins - Það ætti miklu frekar að styrkja málstað Íslendinga að fá að veiða í eigin lögsögu að geta sýnt fram á að fiskurinn er ekki einhver séreign ESB og að mestu bundin við hafsvæði sambandsins.
Ráðslag Steingríms J. Sigfússonar allsherjarráðherra má eflaust skýra út frá ESB-þjónkun þ.e. að vilja ekki styggja Evrópusambanið í miðju aðlögunarferli og svo má mögulega vera að hann finni til sín, að geta sýnt góðum grönnum í vestri vald sitt.
Forsetinn ætti að íhuga að biðja Grænlendinga afsökunar fyrir hönd íslensku þjóðarinnar á verkum ríkisstjórnarinnar en það gæti lágmarkað skaðann á samstarfi þjóðanna, til framtíðar litið.
17.7.2012 | 13:58
Ekkert gengur þrátt fyrir að farið sé nákvæmlega eftir ráðgjöfinni
"Fréttaskýringin" leitast ekki við að svara þeirri spurningu hvers vegna í ósköpunum það sé léleg nýliðun í ýsunni þrátt fyrir að það hafi verið farið nákvæmlega eftir ráðgjöf Hafró síðustu árin. Það eitt ætti að segja gagnrýnum blaðamanni að það sé eitthvað brogað við ráðgjöfina.
Þorskurinn
Stjórnvöld hafa fylgt þeirri stefnu árabil að veiða minna af þorski til að getað veitt meira seinna. Málið er bara að eins og í leikriti fáránleikans, þá kemur þetta seinna aldrei.
Fyrst fór að kveða verulega að þessari gríðarlegu niðurskurðarstefnu á tíunda áratugnum og fara í einu og öllu eftir reiknisfiskifræðilegri ráðgjöf. Í fyrstu þá sjá ráðamenn einhvern árangur af stefnunni þó svo að þorskaflinn hafi vissulega verið mjög lítill miðað við það sem áður var, en svo kom áfallið eins og vænta mátti. Hér er viðtal við Kristján Ragnarsson fyrrum formaður LÍÚ og Jóhann Sigurjónsson frá árinu 2001 þegar það var ljóst að það yrði einhver bið á þessu seinna. Í viðtalinu greinir forstjóri Hafró frá því að vænta megi þess að það taki nokkur ár að "rétta úr kútnum" ef rétt er á spilum haldið.
Farið var síðan á næstu árum nokkuð nákvæmlega eftir ráðgjöf Hafró og var talið að þetta seinna væri rétt handan við hornið en það lét bíða eftir sér. Til þess að flýta fyrir því að þetta seinna kæmi þá breytti Einark K. Guðfinnsson aflareglunni og skar aflann niður í 130 þúsund tonn og átti það að leiða til enn hraðari uppbyggingar þannig að þetta seinna yrði rétt innan seilingar.
Núna segir forstjóri Hafró í viðtali að von sé einhverri aukningu árið 2016 eða 250 þúsund tonn af þorski en það er minni þorskafli en árið 1922.
Það er vægast sagt meira en lítið undarlegt að engri gagnrýnni umræðu er hleypt að í stærri fjölmiðlum fiskveiðiþjóðarinnar stjórn fiskveiða, ef frá er talin ágæt umræða á Útvarpi Sögu.
Ýsustofninn gæti náð sögulegu lágmarki | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.7.2012 | 17:47
Vg elur á ótta gagnvart grunnatvinnuvegi þjóðarinnar
Í Fréttablaðinu í dag má lesa grein eftir umhverfisráðherra, þar sem meginstefið er, að standa eigi vörð um lífríki hafsins með því helst að hefta enn frekar en orðið er veiðar á nytjastofnun hafsins. Það er engu líkara en að stjórnvöld geri sér ekki neina grein fyrir því að við veiðum nú um 50 þúsund tonnum minna af þorski, en þegar útlendingar voru hér á miðunum, en þá kom í hlut landsmanna um 250 þúsund tonn. Við þá veiði bættist veiði útlendinga sem veiddu um það bil svipað magn og við erum að veiða núna af þorski .
Hvað er í gangi hjá ráðamönnu sem telja að það þurfi að hefta veiðar enn frekar?
Í þeirri viðleitni að ala á ótta gagnvart fiskveiðum er í grein ráðherra endurtekin draugasagan af því að ofveiði hafi verið helsta orsakavaldur þess að þorskstofninum við Nýfundnaland hafi hnignað og sömuleiðis er því haldið fram að áburður úr jökulvötnum sé mikilvægur fyrir vöxt þörunga og þar með fiskistofna.
Það er nokkuð ljóst að veiðar skiptu ekki höfuðmáli þegar fjaraði undan þorskstofninum við Kanada á tíunda áratug síðustu aldar, heldur var það kólnandi sjór sem kreppti mjög að lífsskilyrðum þorsksins. Sömuleiðis er það algerlega fráleitt að ætla jökluám að gegna mikilvægu hlutverki í að næra þörungavöxt en styrkur næringarefna í jökulám og ám er almennt á Íslandi lægri en í hafinu sjálfu. Telja verður frekar að skugginn af aur og sandi varpi skugga á sólarljósið, sem þörungar nýta sér til orkuöflunar og dragi þar með úr ljóstillífun.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.7.2012 | 11:46
ESB, ICESAVE og MAKRÍLL
Stjórnarliðar hafa undanfarna daga blásið það út að það verði að semja um veiðar á makríl við ESB og það ekki seinna en í haust.
Rökin sem stjórnarliðar hafa gefið upp sem ástæðu, er að um takmarkaða auðlind sé að ræða sem hætt er við að verði eyðilögð ef ekki verði gripið í taumana. Umræddar röksemdir stjórnarliða s.s. Árna Þórs Sigurðssonar ganga engan vegin upp, þar sem að fiskveiðiauðlindin er ekki takmörkuð heldur endurnýjanleg auðlind. Mælingar á hrygningarstofni makrílsins eru vægast sagt mjög ónákvæmar og byggja þær á mælingum á eggjum makrílsins í svifi, sem fram fara á á þriggja ára fresti á risastóru hafsvæði. Makrílstofninn er talinn hafa stækkað gríðarlega á því tímabili sem veitt hefur verið rækilega umfram ráðgjöf Alþjóðahafrannsóknarráðsins. Það eitt ætti að kasta rýrð á ráðgjöfina og forsendur hennar og nauðsyn þess að fara í einu og öllu eftir henni. Fleiri fullyrðingar í grein Árna Þórs Sigurðssonar ganga ekki upp s.s. um að kolmunninn hafi verið leikinn grátt af óheftri veiði en það fór fyrst að halla undan fæti í mældri stofnstærð einmitt þegar samningar voru gerðir um veiðarnar.
Ástæðan fyrir skyndilegum samningsvilja ríkisstjórnarinnar í makrílmálinu gegn ósanngjörnum kröfum ESB um stjórn veiða innan íslenskrar efnahagslögsögu er augljóslega að málið er þröskuldur í samningaviðræðum Íslands um inngöngu í sambandið.
Þjóðin er minnug þess þegar samningamenn ríkisstjórnarinnar beygðu sig í duftið í Icesave-málinu vegna þrýstings ESB - Sama virðist því miður upp á teningnum nú.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
14.7.2012 | 11:26
Steingrímur er talvél kerfisins
Steingrímur J. Sigfússon hefur reynt að gefa þjóðinni þá mynd af sér að hann væri maður breytinga og endurskoðunar. Annað hefur heldur betur reynst raunin, en sjálfur er hann óspar á að hæla sjálfum sér fyrir það afrek að hafa bjargað fjármálakerfinu, sem er nánast jafn spillt og fyrir hrun.
Sama á við um kvótakerfið, sem að hann þóttist ætla að breyta, en lagði til að yrði fest í sessi út öldina. Leiðtogi VG er þaulvanur að hafa endaskipti á hlutunum og það gerir hann þegar hann fer í blindni eftir ráðgjöf Hafró án þess að fara með gagnrýnum hætti yfir ráðgjöfina og er málflutningur ráðherrans nánast eins og um sjálfvirka talvél kerfisins sé að ræða.
Gallinn á málflutningi Steingríms J. Sigfússonar er sá að ef farið er yfir aflatölur á Íslandsmiðum þá er augljóst að fiskveiðiráðgjöfin hefur alls ekki gengið upp, en upphaflegt markmið hennar var að skila 500 þúsund tonna jafnastöðuafla í þorski árlega. Ráðamenn og sjómenn, sem sættust með semingi á að setja kvótakerfið á á sínum tíma, grunaði ekki að afrakstur kerfisins áratugum síðar yrði helmingi minni þorskafli en fyrir daga kerfisins! Örgglega hefði enginn trúað þeim fáránleika sem Steingrímur J. býður upp á að fagna ægilega að leyft verði að veiða tæplega 200 þúsund tonn af þorski á næsta ári. Staðan er sú að við erum að nálgast 200 þúsund tonna aflamarkið í annað sinn neðan frá, frá því að kerfið var tekið upp og það eftir að hafa skorið aflaheimildir gríðarlega niður.
Fiskveiðiráðgjöfin byggir vel að merkja ekki á neinum líffræðilegum forsendum heldur aflareglu sem sett var á tíunda áratugnum. Aflareglan var endurskoðuð upp úr aldamótum þegar ráðgjöfin gekk augljóslega ekki upp. Endurskoðaða aflareglan gekk ekki heldur upp og voru fengnir hagfræðingar í Hagfræðistofnun Háskóla Íslands ásamt upphaflegum höfundum reglunnar til að yfirfara endurskoðaða ráðgjöf enn á ný.
Núna segja Steingrímur og kerfið að það sé að nást einhver árangur, þrátt fyrir þá staðreynd að þorskafli verði áfram innan við 200 þúsund tonn!
Allir sem hafa gripsvit á líffræði vita að sá árangur er skammgóður þar sem að fiskistofnar halda áfram að sveiflast og það óháð reiknireglum Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands .
Plúsarnir fleiri en mínusarnir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Bloggvinir
- Helga Þórðardóttir
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Jens Guð
- Hallgrímur Guðmundsson
- Ásta Hafberg S.
- Jóhann Elíasson
- Aðalheiður Ámundadóttir
- Óskar Helgi Helgason
- Georg Eiður Arnarson
- Óskar Þorkelsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Baldvin Jónsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Ragnheiður Ólafsdóttir
- Hallur Magnússon
- Sigurður Þórðarson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Katrín
- Þarfagreinir
- Samtök sjálfstæðra í sjávarútvegi
- Frjálslyndi flokkurinn í Eyjafirði
- Hallgrímur Óli Helgason
- Jón Kristjánsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Jón Valur Jensson
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Kjartan Eggertsson
- Halla Rut
- Ingólfur Þór Guðmundsson
- Grétar Pétur Geirsson
- Guðrún Þóra Hjaltadóttir
- J. Einar Valur Bjarnason Maack
- ragnar bergsson
- Bjarni Harðarson
- Rannveig Þorvaldsdóttir
- Sigurður Sigurðsson
- Eiríkur Guðmundsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- erlahlyns.blogspot.com
- Agný
- Guðjón Ólafsson
- Einar Ben
- Jón Aðalsteinn Jónsson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Gunnar Freyr Hafsteinsson
- Ólafur Ragnarsson
- Guðrún Magnea Helgadóttir
- Ólafur Björn Ólafsson
- Halldór Jónsson
- Elvar Atli Konráðsson
- Kristján H Theódórsson
- Guðjón Sigþór Jensson
- Helgi Már Barðason
- Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir
- Víðir Benediktsson
- Valgerður Sigurðardóttir
- Jens Sigurjónsson
- Vestfirðir
- Sigurður Ásbjörnsson
- Jón Magnússon
- Viðar Friðgeirsson
- Axel Jóhannes Yngvason
- Svava S. Steinars
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Quackmore
- Árni "Gamli" Einarsson
- Haukur Már Helgason
- Þóra Guðmundsdóttir
- Heiða Þórðar
- Steingrímur Ólafsson
- Vefritid
- Ársæll Níelsson
- S. Einar Sigurðsson
- Rannveig H
- Gísli Gíslason
- Bjarni Kjartansson
- Steingrímur Helgason
- Fiðrildi
- Baldur Fjölnisson
- Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
- Linda Lea Bogadóttir
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Hanna
- Sverrir Stormsker
- Ottó Marvin Gunnarsson
- gudni.is
- Einar Vignir Einarsson
- Hákon Unnar Seljan Jóhannsson
- Valgerður Halldórsdóttir
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Fríða Björk Einarsdóttir
- Jóhann Kristjánsson
- Oddur Helgi Halldórsson
- Guðrún Jóna Gunnarsdóttir
- María Harðardóttir og Þorsteinn Narfason
- Grétar Rögnvarsson
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Róbert Guðmundur Schmidt
- Steinn Hafliðason
- Landssamband ungra frjálslyndra
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Þórir Aðalsteinsson
- Vilborg Traustadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Sævar Einarsson
- Ketilás
- Ómar Pétursson
- Eyþór Grétar Grétarsson
- FF
- Jón Þór Bjarnason
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Vilhjálmur Árnason
- Alexander Kristófer Gústafsson
- Róbert Tómasson
- Landvernd
- ThoR-E
- Haraldur Baldursson
- Sigurður Jón Hreinsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- busblog.is
- Sigríður Inga Sigurjónsdóttir
- Himmalingur
- Svanhildur Karlsdóttir
- Gísli Birgir Ómarsson
- Árni Árnason
- Grétar Mar Jónsson
- Perla
- Ingunn Guðnadóttir
- Irma Þöll
- Skattborgari
- Gulli litli
- Jón Snæbjörnsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Sigríður Elfa Eyjólfsdóttir
- Mál 214
- Bullukolla
- kreppukallinn
- hreinsamviska
- Arinbjörn Kúld
- Orgar
- Guðjón Baldursson
- Gunnar Þór Gunnarsson
- Hörður B Hjartarson
- Gunnar Björn Björnsson
- Haraldur Hansson
- Þórólfur S. Finnsson
- Birna Steingrímsdóttir
- Gestur Guðjónsson
- Jónas Rafnar Ingason
- Stríða
- Götusmiðjan
- Brynja skordal
- Haraldur Bjarnason
- Guðmundur Óli Scheving
- Ásta
- Markús frá Djúpalæk
- Jörundur Garðarsson
- MIS
- Þorsteinn H. Gunnarsson
- Björn Júlíus Grímsson
- S Kristján Ingimarsson
- Bryndís Haraldsdóttir
- Þórður Björn Sigurðsson
- Magnús Kristjánsson
- Bergur Sigurðsson
- Guðrún Ólafía Brynleifsdóttir
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Ólafía Herborg Jóhannsdóttir
- Heimssýn
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Óskar Arnórsson
- Sigurbjörn Svavarsson
- Árni Davíðsson
- Lúðvík Lúðvíksson
- Árelíus Örn Þórðarson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Jakob Þór Haraldsson
- Guðrún Katrín Árnadóttir
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- L.i.ú.
- Rafn Gíslason
- Vilhjálmur Sveinn Björnsson
- Samtök Fullveldissinna
- Vaktin
- Arnar Guðmundsson
- Lárus Baldursson
- Sveinn Elías Hansson
- Þórarinn Baldursson
- Kjartan Magnússon
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Berglind Steinsdóttir
- Bjarney Vigdís Ingimundardóttir
- BJÖRK
- Björn Emilsson
- Dagný
- Dominus Sanctus.
- Friðgeir Sveinsson
- Guðmundur Ásgeirsson
- Guðmundur Pálsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Högni Snær Hauksson
- Inga Sæland Ástvaldsdóttir
- Jón Þórhallsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Ragnar Stefán Rögnvaldsson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Samstaða þjóðar
- Sigurður Ingólfsson
- Stefán Júlíusson
- Sumarliði Einar Daðason
- Sveinn Björnsson
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Úrsúla Jünemann
- Valdimar H Jóhannesson
Tenglar
Mínir tenglar
- Losnað við pestina Þetta hefur reynst mér vel við að losna við allar pestir þá 5 mánuði sem ég hef reynt immiflexið
- Ginseng Hér fæ ég kraftinn
- Frjálslyndi flokkurinn Vill breyta kvótakerfinu
- Ungmennasamband Skagafjarðar Ég er formaður
- Hér kaupi ég tölvudótið Ódýrt og gott
Sjávarútvegsmál
- Hafró Stofnunin þar sem ákveðið er hversu mikið má veiða
- Landssamband íslenskra útvegsmanna LÍÚ
- Landssamband smábátaeigenda LS
- Jörgen Niclasen Formaður Fólkaflokksins í Færeyjum
- Helgi Áss Grétarsson Sérfræðingur í HÍ á vegum LÍÚ
Fréttamiðlar
- Al Jazeera Gefur Bandaríkjamönnum engin grið
- BBC BBC
- Börsen Dönsk fjármálasíða
- Seðlabankinn Musteri Davíðs
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 108
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 60
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Myndaalbúm
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Janúar 2024
- Apríl 2023
- Október 2022
- Október 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Janúar 2019
- Apríl 2018
- Desember 2017
- Október 2016
- Ágúst 2016
- Janúar 2016
- Nóvember 2015
- Nóvember 2014
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Desember 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007