Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2010
28.4.2010 | 20:53
Siðlaus Sjálfstæðisflokkur
Í dag lét þingmaður Sjálfstæðisflokksins í ljós þá skoðun sína að þingið væri á hálli braut vegna þess að það legði siðferðilega mælistiku á menn og málefni. Var það gert í umræðu um ákvörðun Iðnaðarnefndar, að veita fjárglæframönnum sérstaka ívilnun við að reisa gagnver á Suðurnesjum.
Jón Gunnarsson lét þessa skoðun sína í ljós af mikilli sannfæringu og þannig að áheyrendur skynjuðu vandlætingu þingmannsins á þeirri óhæfu að siðferðilegir mælkvarðar væru settir við gerð reglna og samninga sem í samfélaginu.
Vart getur Sjálfstæðisflokkurinn fundið sér betra mál og tímapunkt til þess að afhjúpa algerlega siðlausa afstöðu til lagasetningar. Stór hluti þingflokks Sjálfstæðisflokksins glímir við þann vanda að hafa í farteskinu kúlulán eða þá afar sérstaka kostun á þing. Sömuleiðis er Björgólfur Thor sá sem Alþingi vill gera betur við en aðra atvinnurekendur, grunaður um stórfellda efnahagsglæpi. Hingað til hefur hvorki íslenskur almenningur né sparifjáreigendur í nágrannríkjum riðið feitum hesti eftir viðskipti við fyrrum bankastjóra sem nú vill gerast gagnabankastjóri.
Það er rétt að fólk velti því fyrir sér hvar annars staðar í heiminum lýðræðiskjörinn þingmaður skuli hneykslast á því að samningar og lagasetning byggi á góðu siðferði sem endurspeglar hvernig breytni og samskipti er rétt að viðhafa í samfélaginu.
Það er eitthvað meira en lítið að í Sjálfstæðisflokknum.
Þingið kveður upp siðferðisdóm | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
27.4.2010 | 17:33
Burt með Halldór Ásgrímsson
Það er blettur á íslenskum stjórnmálum að Halldór Ásgrímsson skuli enn gegna starfi framkvæmdastjóra Norrænu ráðherranefndarinnar. Stafið fékk hann fyrir atbeina samtakamátts Fjórflokksins sem fékk hann kjörinn í starfið. Fáir íslenskir stjórnmálamenn hafa unnið þjóð sinni jafn mikið ógagn en Halldór beitti sér fyrir: illræmdu kvótakerfi, stuðningi við innrásina í Írak og einkavinavæðingu á ríkiseignum sem hann hagnaðist sjálfur á.
Halldór dró íslenska stjórnsýslu með sér í svaðið með því að fá Ríkisendurskoðun til þess að kvitta upp á lögleysuna, með gerð sérstakrar aflátsskýrslu um hæfi sitt. Í skýrslu Ríkisendurskoðunar var Halldór sagður hæfur til að selja sjálfum sér Búnaðarbankann á þeim forsendum að ráherranefndin um einkavæðingu sem hann sat í hefði verið stefnumótandi en hefði ekki tekið beinan þátt í sölunni. Í skýrslunni er því haldið fram framkvæmdanefnd um einkavæðingu hefði gert það sem heyrði stjórnsýslulega undir Valgerði Sverrisdóttur.
Nú hefur heldur betur komið í ljós að Halldór var sjálfur með puttana í ráðstöfun Búnaðarbankans til sín, vina og vandamanna.
Það hlýtur að vera skýlaus krafa almennings sem glímir við erfiðleika kreppunnar að íslensk stjórnvöld sjái til þess að Halldór láti strax af störfum á alþjóða vettvangi. Fátt sýnir skýrar hversu spillingin er samofinn inn í vina og hagsmunanet Fjórflokksins og lítið hefur breyst frá hruni, að Halldór Ásgrímsson skuli enn baða sig í sviðsljósinu í stað þess að svara til saka.
26.4.2010 | 22:44
Framsóknarflokkurinn algerlega niðurbrotinn vegna atvinnufrelsis
Stjórnarskrá Íslands virðist vera mjög framandi plagg fyrir Nýja Framsóknarflokkinn á þingi. Nýi þingflokksformaðurinn Gunnar Bragi Sveinsson gat vart á heilum sér tekið vegna þess að strandveiðifrumvarpið opnaði örlitla glufu á gjaldþrota kvótakerfið. Andstaða framsóknarmanna við atvinnufrelsið sem á að vera tryggt í 75 grein stjórnarskrárinnar virðist ekki einungis ná til sjávarútvegs, eins margsinnis kom fram í ræðu þingmannsins heldur hafa víðtækari skírskotun.
Leiðtogi Framsóknarflokksins á þingi lagði t.d. fram eftirfarandi spurningu í umræðunni um strandveiðar:
Á það að vera eðlilegt að ef þann sem hér stendur langar að búa með 30 eða 50 eða 100 kindur eða hvað það er að bara gert það og eiga allir að geta gert það sem það vilja og slíkt?
21.4.2010 | 17:13
Ben-Yami í DV
Það er furðuleg þöggun fjölmiðla um brotalamir í reikningsfiskifræðinni sem notuð hefur verið á umliðnum árum við að stjórna fiskveiðum. Það er helst að Útvarp Saga og DV opni á vitræna umræðu um stjórn fiskveiða sem byggir á líffræði og vistfræði hafsins.
Í DV í dag er góð umfjöllun um sjónarmið Ísraelsmannsins Menakhems Ben-Yami, þar sem að hann greinir frá gloppum í reiknilíkönum sem Hafró byggir á.
19.4.2010 | 19:34
Forstjóri Brims tekur undir málflutning Frjálslynda flokksins
Gleðilegt var að heyra í kvöldfréttum RÚV, í forstjóri Brims Guðmundi Kristjánssyni. Ekki bar á öðru en að útgerðarmaðurinn endurómaði málflutning Frjálslynda flokksins til margra ára og fleiri gagnrýnanda um að rétt væri að veiða meiri þorsk. Óskandi væri að útgerðarmenn kynntu sér til hlítar þau líffræðilegu rök sem liggja að baki gagnrýni á núverandi fiskveiðistefnu.
Nú virðist vera að renna upp fyrir mörgum útgerðarmanninum að stefna Frjálslynda flokksins í sjávarútvegsmálum sé helsta leiðin út úr þeirri kreppu sem útvegurinn er í. Ýmislegt kemur til s.s. er ekki lengur hægt að fá nýtt og hærra kúlulán til þess að greiða gömlu kúlulánin. Sömuleiðis eru fleiri að átta sig á því að þó svo að frelsi ríki til handfæraveiða á inn á fjörðum, þá tekur það ekkert frá togurunum.
Það er engin tilviljun að eftir því sem veiðiheimildir eru skornar niður þá mælast fiskistofnarnir minni. Venjan er að mæla fiskveiðadánartölu og stofnstærð út frá fækkun fiska í árgangi á milli ára. Í reiknilíkaninu er ætíð reiknað með því að náttúrulegur dauði s.s. afrán annarra dýra og sjúkdómar sé einhver fasti og eina sem getur breyst sé af völdum fiskveiða. Það er auðvitað fáheyrð vitleysa að ætla fiskveiðar sé eini þátturinn sem ráði sveiflum í stærð fiskistofna en út á það ganga módelin.
Gott er að eiga samherja í LÍÚ.
19.4.2010 | 11:55
Slaufur Jóns Bjarnasonar
Oft getur verið snúið að reyna að átta sig á því hvert í ósköpunum sjávarútvegsráðherra er að fara en hann greiddi t.d. atkvæði með Icesave lögunum þingi en á móti þeim í þjóðaratkvæðagreiðslu. Af verkum sínum er hann stoltastur af skötuselsmálinu og strandveiðunum en samt eru breytingarnar til bráðbirgða og falla sjálfkrafa niður. Reyndar er það svo að strandveiðifrumvarpið er ekki enn farið í gegnum þingið en leiðin þar í gegn er torsótt vegna andstöðu einkum Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks. Við úthlutun makrílkvótans sá græninginn Jón Bjarnason einhverra hluta vegna ástæðu til þess að veita þeim útgerðum sérréttindi sem hann ásakaði um óábyrgar veiðar.
Nýjasta slaufan hjá Jóni Bjarnasyni er að banna það sem hann leyfði hróðugur fyrir nokkrum dögum þ.e. makrílveiðar í reknet. Ástæðan fyrir sinnaskiptum Jóns er að einhverjir laxabændur hringdu í ráðherra og pöntuðu bannið á þeim forsendum að mögulega gætu laxar fests í reknetunum. Bannið er byggð miklum misskilningi þar möskvar rekneta eru minni en svo að göngulax geti ánetjast í netunum. Kjörhæfni makrílneta er allt önnur en laxanetanna og rétt er að spyrja hvað sé í gangi í ráðuneytinu. Ef að sérstök laxaverndarsjónarmið ættu að ráða við makrílveiðar þá væri miklu nær að banna flottrollsveiðar en reknetin þar sem meiri líkur eru á því að laxinn veiðist í flottrollið sem meðafli en í reknetin.
18.4.2010 | 22:30
Varaformaður Frjálslyndra stendur vaktina
Ásta Hafberg varaformaður Frjálslynda flokksins hefur kynnt sér viljayfirlýsingu AGS og ríkisstjórnar Steingríms J og Samfylkingarinnar. Viljayfirlýsingin felur í sér að ekki verði farið í frekari aðgerðir til aðstoðar heimilum og minni fyrirtækja. Það má ráða það af loðnu orðalagi að frysting lána renni út næsta haust. Stjórnin sem boðaði skjaldborg er greinilega að boða fjöldagjaldþrot heimilanna.
Þjóðinni ætti að vera það ljóst að hafa varan á sér gagnvart Steingrími J. Sigfússyni formanni Vg. en hann hefur svikið öll kosningaloforð sem hann gaf kjósendum s.s. um Icesave, AGS, Evrópusambandið og um að slá skjaldborg um heimilin. Það ber ekki á öðru en að Steingrímur J. ætli að hunsa algerlega þjóðaratkvæðagreiðsluna um Icesave og fara í einu og öllu að ósanngjörnum kröfum Breta og Hollendinga.
17.4.2010 | 17:51
Engin gagnrýnin umræða fjölmiðla um ein alvarlegustu tíðindi vikunnar
Það má stundum furða sig á því hvað er sett í forgang í samfélagsumræðunni. Hver man ekki eftir hundinum Lúkasi sem var mörgum harmdauði en fannst síðan endurborinn en illa á sig kominn, þjóðinni til mikils léttis.
Núna fjalla fjölmiðlar eðlilega í gríð og erg um skýrsluna, eldgosið og jú um að einn kúlulánaþeginn á þingi skuli víkja sæti tímabundið fyrir öðrum. Það hefur hins vegar ekki orðið nein gagnrýnin umfjöllun fölmiðla um niðurstöðu togararallsins. Morgunblaðið fjallaði að vísu eitthvað um rallið en sú umfjöllun var í ætt við það sem kallast kranablaðamennska.
Fiskileysisguðirnir á Hafró boða enn og aftur niðurskurð á aflaheimildum í þeirri von að hægt sé að geyma fiskinn og veiða meira seinna. Hafró finnur ekki þorskinn frekar en fyrri daginn og hefur þar að auki týnt ýsunni. Ef að farið verður í blindni að ráðgjöf Hafró þá þýðir það milljarðar tap fyrir þjóðarbúið.
Er ekki orðið löngu tímabært að setja spurningamerki við ráðgjöf sem aldrei hefur gengið eftir?
16.4.2010 | 14:25
Ýsustofninn að hverfa á gjörgæsludeild Hafró
Niðurstaða rallsins er að ekkert hafi gengið við að byggja upp þorskstofninn, árgangur 2008 sem mældist stór í fyrra er týndur í dag. Nú mælist víst árgangur 2009 stór í ár en allar líkur er á því að hann týnist fljótlega ef ekkert verður veitt.
Óvæntustu fréttirnar fyrir þá, sem enn trúa á aðferðarfræði Hafró, hljóta að vera þær að ýsustofninn er að hverfa, þrátt fyrir að vera á gjörgæsludeild Hafró.Niðurstaða rallsins segir mér það eitt að sú tilraun Hafró að geyma ýsuna í sjónum til þess að veiða meira seinna hafi ekki gengið eftir frekar en fyrri daginn.
Hvað á að halda áfram lengi að berja hausnum við steininn í miðri kreppu - aðferðir Hafró eru ekki að ganga upp?
Stór þorskur en lítið af ýsu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
15.4.2010 | 17:17
Björgvin G. Sigurðsson setur gríðarlega pressu á Sjálfstæðisflokkinn
Með brottför sinni setur Björgvin gríðarlega pressu á afsögn Bjarna Benediktssonar, Þorgerðar K. Gunnarsdóttur, Tryggva Þórs Herbertssonar og Illuga Gunnarssonar.
Það er ljóst að formlega ber Björgvin mikla ábyrgð á hruninu en hálfur þingflokkur Sjálfstæðisflokksins sat við spilaborðið og var beinn þátttakandi í fjárhættuspilinu. Spilið gekk út á að taka glæfralega áhættu með fjárhag almennings og landsins en vera síðan með allt sitt á þurru.
Almenningi er misboðið hvernig kjörnir fulltrúar misfóru með það traust sem þeim var veitt og margir efast um að þeir séu færir um annað en að reyna að bjarga eigin skinni.
Það kæmi mér ekki á óvart að Sunnlendingar kynnu að meta útgöngu Björgvins og hann ætti afturkvæmt á þingið eftir einhver ár, ef marka má vinsældir og traust félaga Björgvins, Árna Johnsen.
Björgvin víkur af þingi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Bloggvinir
- Helga Þórðardóttir
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Jens Guð
- Hallgrímur Guðmundsson
- Ásta Hafberg S.
- Jóhann Elíasson
- Aðalheiður Ámundadóttir
- Óskar Helgi Helgason
- Georg Eiður Arnarson
- Óskar Þorkelsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Baldvin Jónsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Ragnheiður Ólafsdóttir
- Hallur Magnússon
- Sigurður Þórðarson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Katrín
- Þarfagreinir
- Samtök sjálfstæðra í sjávarútvegi
- Frjálslyndi flokkurinn í Eyjafirði
- Hallgrímur Óli Helgason
- Jón Kristjánsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Jón Valur Jensson
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Kjartan Eggertsson
- Halla Rut
- Ingólfur Þór Guðmundsson
- Grétar Pétur Geirsson
- Guðrún Þóra Hjaltadóttir
- J. Einar Valur Bjarnason Maack
- ragnar bergsson
- Bjarni Harðarson
- Rannveig Þorvaldsdóttir
- Sigurður Sigurðsson
- Eiríkur Guðmundsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- erlahlyns.blogspot.com
- Agný
- Guðjón Ólafsson
- Einar Ben
- Jón Aðalsteinn Jónsson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Gunnar Freyr Hafsteinsson
- Ólafur Ragnarsson
- Guðrún Magnea Helgadóttir
- Ólafur Björn Ólafsson
- Halldór Jónsson
- Elvar Atli Konráðsson
- Kristján H Theódórsson
- Guðjón Sigþór Jensson
- Helgi Már Barðason
- Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir
- Víðir Benediktsson
- Valgerður Sigurðardóttir
- Jens Sigurjónsson
- Vestfirðir
- Sigurður Ásbjörnsson
- Jón Magnússon
- Viðar Friðgeirsson
- Axel Jóhannes Yngvason
- Svava S. Steinars
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Quackmore
- Árni "Gamli" Einarsson
- Haukur Már Helgason
- Þóra Guðmundsdóttir
- Heiða Þórðar
- Steingrímur Ólafsson
- Vefritid
- Ársæll Níelsson
- S. Einar Sigurðsson
- Rannveig H
- Gísli Gíslason
- Bjarni Kjartansson
- Steingrímur Helgason
- Fiðrildi
- Baldur Fjölnisson
- Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
- Linda Lea Bogadóttir
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Hanna
- Sverrir Stormsker
- Ottó Marvin Gunnarsson
- gudni.is
- Einar Vignir Einarsson
- Hákon Unnar Seljan Jóhannsson
- Valgerður Halldórsdóttir
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Fríða Björk Einarsdóttir
- Jóhann Kristjánsson
- Oddur Helgi Halldórsson
- Guðrún Jóna Gunnarsdóttir
- María Harðardóttir og Þorsteinn Narfason
- Grétar Rögnvarsson
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Róbert Guðmundur Schmidt
- Steinn Hafliðason
- Landssamband ungra frjálslyndra
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Þórir Aðalsteinsson
- Vilborg Traustadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Sævar Einarsson
- Ketilás
- Ómar Pétursson
- Eyþór Grétar Grétarsson
- FF
- Jón Þór Bjarnason
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Vilhjálmur Árnason
- Alexander Kristófer Gústafsson
- Róbert Tómasson
- Landvernd
- ThoR-E
- Haraldur Baldursson
- Sigurður Jón Hreinsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- busblog.is
- Sigríður Inga Sigurjónsdóttir
- Himmalingur
- Svanhildur Karlsdóttir
- Gísli Birgir Ómarsson
- Árni Árnason
- Grétar Mar Jónsson
- Perla
- Ingunn Guðnadóttir
- Irma Þöll
- Skattborgari
- Gulli litli
- Jón Snæbjörnsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Sigríður Elfa Eyjólfsdóttir
- Mál 214
- Bullukolla
- kreppukallinn
- hreinsamviska
- Arinbjörn Kúld
- Orgar
- Guðjón Baldursson
- Gunnar Þór Gunnarsson
- Hörður B Hjartarson
- Gunnar Björn Björnsson
- Haraldur Hansson
- Þórólfur S. Finnsson
- Birna Steingrímsdóttir
- Gestur Guðjónsson
- Jónas Rafnar Ingason
- Stríða
- Götusmiðjan
- Brynja skordal
- Haraldur Bjarnason
- Guðmundur Óli Scheving
- Ásta
- Markús frá Djúpalæk
- Jörundur Garðarsson
- MIS
- Þorsteinn H. Gunnarsson
- Björn Júlíus Grímsson
- S Kristján Ingimarsson
- Bryndís Haraldsdóttir
- Þórður Björn Sigurðsson
- Magnús Kristjánsson
- Bergur Sigurðsson
- Guðrún Ólafía Brynleifsdóttir
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Ólafía Herborg Jóhannsdóttir
- Heimssýn
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Óskar Arnórsson
- Sigurbjörn Svavarsson
- Árni Davíðsson
- Lúðvík Lúðvíksson
- Árelíus Örn Þórðarson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Jakob Þór Haraldsson
- Guðrún Katrín Árnadóttir
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- L.i.ú.
- Rafn Gíslason
- Vilhjálmur Sveinn Björnsson
- Samtök Fullveldissinna
- Vaktin
- Arnar Guðmundsson
- Lárus Baldursson
- Sveinn Elías Hansson
- Þórarinn Baldursson
- Kjartan Magnússon
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Berglind Steinsdóttir
- Bjarney Vigdís Ingimundardóttir
- BJÖRK
- Björn Emilsson
- Dagný
- Dominus Sanctus.
- Friðgeir Sveinsson
- Guðmundur Ásgeirsson
- Guðmundur Pálsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Högni Snær Hauksson
- Inga Sæland Ástvaldsdóttir
- Jón Þórhallsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Ragnar Stefán Rögnvaldsson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Samstaða þjóðar
- Sigurður Ingólfsson
- Stefán Júlíusson
- Sumarliði Einar Daðason
- Sveinn Björnsson
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Úrsúla Jünemann
- Valdimar H Jóhannesson
Tenglar
Mínir tenglar
- Losnað við pestina Þetta hefur reynst mér vel við að losna við allar pestir þá 5 mánuði sem ég hef reynt immiflexið
- Ginseng Hér fæ ég kraftinn
- Frjálslyndi flokkurinn Vill breyta kvótakerfinu
- Ungmennasamband Skagafjarðar Ég er formaður
- Hér kaupi ég tölvudótið Ódýrt og gott
Sjávarútvegsmál
- Hafró Stofnunin þar sem ákveðið er hversu mikið má veiða
- Landssamband íslenskra útvegsmanna LÍÚ
- Landssamband smábátaeigenda LS
- Jörgen Niclasen Formaður Fólkaflokksins í Færeyjum
- Helgi Áss Grétarsson Sérfræðingur í HÍ á vegum LÍÚ
Fréttamiðlar
- Al Jazeera Gefur Bandaríkjamönnum engin grið
- BBC BBC
- Börsen Dönsk fjármálasíða
- Seðlabankinn Musteri Davíðs
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.12.): 8
- Sl. sólarhring: 8
- Sl. viku: 37
- Frá upphafi: 1014403
Annað
- Innlit í dag: 6
- Innlit sl. viku: 32
- Gestir í dag: 6
- IP-tölur í dag: 5
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Myndaalbúm
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Janúar 2024
- Apríl 2023
- Október 2022
- Október 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Janúar 2019
- Apríl 2018
- Desember 2017
- Október 2016
- Ágúst 2016
- Janúar 2016
- Nóvember 2015
- Nóvember 2014
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Desember 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007