Leita í fréttum mbl.is

Burt með Halldór Ásgrímsson

Það er blettur á íslenskum stjórnmálum að Halldór Ásgrímsson skuli enn gegna starfi framkvæmdastjóra Norrænu ráðherranefndarinnar.  Stafið fékk hann fyrir atbeina samtakamátts Fjórflokksins sem fékk hann kjörinn í starfið.  Fáir íslenskir stjórnmálamenn hafa unnið þjóð sinni jafn mikið ógagn en Halldór beitti sér fyrir: illræmdu kvótakerfi, stuðningi við innrásina í Írak og einkavinavæðingu á ríkiseignum sem hann hagnaðist sjálfur á. 

Halldór dró íslenska stjórnsýslu með sér í svaðið með því að fá Ríkisendurskoðun til þess að kvitta upp á lögleysuna,  með gerð sérstakrar aflátsskýrslu um hæfi sitt.  Í skýrslu Ríkisendurskoðunar var Halldór sagður hæfur til að selja sjálfum sér Búnaðarbankann á þeim forsendum að ráherranefndin um einkavæðingu sem hann sat í hefði verið stefnumótandi en hefði ekki tekið beinan þátt í sölunni. Í skýrslunni er því haldið fram framkvæmdanefnd um einkavæðingu hefði gert það sem heyrði stjórnsýslulega undir Valgerði Sverrisdóttur.

Nú hefur heldur betur komið í ljós að Halldór var sjálfur með puttana í ráðstöfun Búnaðarbankans til sín, vina og vandamanna.

Það hlýtur að vera skýlaus krafa almennings sem glímir við erfiðleika kreppunnar að íslensk stjórnvöld sjái til þess að Halldór láti strax af störfum á alþjóða vettvangi.  Fátt sýnir skýrar hversu spillingin er samofinn inn í vina og hagsmunanet Fjórflokksins og lítið hefur breyst frá hruni, að Halldór Ásgrímsson skuli enn baða sig í sviðsljósinu í stað þess að svara til saka.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Baldursson

Fræg er frásögn Steingríms Hermannssonar af Halldóri, þegar Halldór skellti hurðum á eftir sér þegar hann fékk því ekki framgengt að kvótinn yrði eign útgerðarinnar um aldur og ævi.

Ég tek undir það að nýju Íslandi er harla lítill sómi af honum í stjórnunarstörfum í Norrænu ráðherranefndinni.

Hreinsum kerfið af klíkum og tilheyrandi durtum.

Haraldur Baldursson, 27.4.2010 kl. 18:05

2 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Það væri fróðlegt að heyra í Sigmundi Davíð hvort að hann taki ekki undir þá sjálfsögðu kröfu að Halldór taki pokann sinn.

Sigurjón Þórðarson, 27.4.2010 kl. 18:08

3 identicon

Innilega sammála þér Sigurjón eins og oft áður.

Gína (IP-tala skráð) 27.4.2010 kl. 18:08

4 identicon

Einn af óhugnalegustu alþingismönnum í gegnum tíðina.

nelly (IP-tala skráð) 27.4.2010 kl. 18:10

5 Smámynd: Haraldur Baldursson

Vilji Sigmundur setja sjálfan sig og núverandi flokksmenn hinu megin striksins við gamla tímann, verður hann að taka afgerandi afstöðu gegn karlinum.....það mun hann hins vegar næstum örugglega ekki gera. Raunverulegur tiltektarvilji er ekki til staðar hjá fjórflokknum...annars hefði enginn þurft að bíða eftir rannsóknarskýrslunni.

Haraldur Baldursson, 27.4.2010 kl. 18:13

6 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Skjaldborg Fjórflokksins um Halldór er merkileg en Þingið er að vísu nánast óstarfhæft þar sem fjöldi þingmanna veit upp á sig skömmina og veit sem að þjóðin mun ekki sætta sig við setu keyptra ráðamanna og kúlulánaþega á sama tíma og heimilin eru látin brenna upp.

Sigurjón Þórðarson, 27.4.2010 kl. 18:29

7 identicon

Kvótakerfið var sett á í tíð Alþíðuflokks og Alþíðubandalagsins. Hvar eru þessir flokkar staðsettir nú.

Sigurbjörg Jónsdóttir (IP-tala skráð) 27.4.2010 kl. 18:52

8 Smámynd: Haraldur Baldursson

Það fyndna er að keyptir alþingismenn gátu nýtt tíma sinn í að gagnrýna lækna fyrir það að þiggja kostun lyfjafyrirtækja á ráðstefnur. Þeir vísuðu til þess að þar með væru læknarnir orðnir skuldbundnir lyfjafyrirtækjunum.
Þessir snillingar ættu að vita það.

Haraldur Baldursson, 27.4.2010 kl. 20:00

9 Smámynd: Guðrún Magnea Helgadóttir

Sæll Sigurjón.

Spurning frá mér.

Var ekki

Guðjóni Arngrímssyni lofað, af þér að hann yrði SJÁVARÚTVEGSRÁÐHERRA í ríkisstjórn Frjálslyndaflokksins á næsta kjörtímabili?...Þ.E A.S. Ef Frjálslyndi flokkurinn næði mönnum inn á Alþingi?... Guðjón er sagður einn eiganda í aflakvóta í sjávarútvegsfyrirtæki..Eða hvað?

Ég minni á linkinn-http://þjóðareign.is

Guðrún Magnea Helgadóttir, 27.4.2010 kl. 21:01

10 identicon

Halldór er úlfur í sauðargæru. Maður sem setti alltaf upp saklausa aulasvipinn í viðtölum, og byrjaði svör sín jafnan á fullyrðingunni "Það liggur fyrir, að..."  Fréttamenn sáu aldrei við þessu. Enginn spurði hann út í AF HVERJU hann fullyrti þetta hann sló alltaf vopnin úr höndum þeirra.

Halldór hefur reynst þjóðinni dýrkeyptur. Jafnvel spilltari inn við beinið en Davíð.

Rex (IP-tala skráð) 27.4.2010 kl. 21:09

11 identicon

Sammála.

Mikið hreinsunarstarf er framundan, þar sem varhugaverðir stjórnmálamenn hafa á síðustu árum miskunarlaust skipað vini, fjölskyldumeðlimi og flokksgæðinga í vel borguð störf í stjórnsýslunni og opinbera geiranum.

Maður getur ekki annað en velt fyrir sér hvenær farið verður í þann útmokstur hér á "Nýja Íslandi".

Kannski um svipað leyti og farið verður í skjaldborgina um heimilin?

Maður bíður spenntur.

Einar (IP-tala skráð) 27.4.2010 kl. 21:17

12 identicon

Til skammar að borga þessum manni meira.hvað þá að láta hann sjást utanlands.

guðrún Gísladóttir (IP-tala skráð) 27.4.2010 kl. 21:23

13 identicon

Sammála. Hann er þjóðarskömm.

 Hitt er annars á hreinu, að Ransóknarnefndin ætti að taka núna, tímabilið aftur fyrir kvóta og bankagjöf. Það þarf að skoða ásamt öllum framlögum fyrirtækja til 4flokksins á þessu tímabili.

Og síðan tíma þessarar Ríkisstjórnar og Alþingis frá hruni því ekkert hefur breytst.

Arnór Valdimarsson (IP-tala skráð) 27.4.2010 kl. 22:07

14 identicon

Hef einmitt oft hugsað til þess hversu ömurlegt það er að hafa Halldór durg Ásgrímsson í forsvari fyrir ráðherranefndinni.  Hef vorkennt starfsfólkinu þarna að hafa hann sem yfirmann, jesús þvílík hörmung

Lára (IP-tala skráð) 27.4.2010 kl. 22:24

15 identicon

Gaman að sjá að fólk sé að lifna við, eða opna sig í málfrelsinu á íslandi.

Kristján Loftur Bjarnason (IP-tala skráð) 27.4.2010 kl. 23:46

16 Smámynd: Ástþór Magnússon Wium

Já svo sannarlega er Halldór Ásgrímsson smánarblettur á sögu Íslands. Tek undir það heilshugar að við eigum mað krefjast þess að hann víki burt úr öllum opinberum embættum. Góð hugmynd að spyrja strengjabrúðuna sem nú spilar með Framsóknarliðið.

Ástþór Magnússon Wium, 28.4.2010 kl. 00:02

17 identicon

Halldór og Davíð eiga að fá að dúsa á Sogni það sem eftir er.  Þeir eru þvílíkir siðleysingjar að annað hefur ekki sért síðan BUSH yngri var forseti.    

Rúnar (IP-tala skráð) 28.4.2010 kl. 00:36

18 Smámynd: Guðrún Magnea Helgadóttir

Hafa einhverjir von um að kraftaverk eigi sér stað ???

Að blindir fái sýn og siðblindir sjái sannleikann?

Guðrún Magnea Helgadóttir, 28.4.2010 kl. 01:01

19 identicon

Halldór Ásgrímsson er kapítuli útaf fyrir sig í íslenskum stjórnmálum, hann, Finnur Ingólfs, Valgerður og Alfreð Þorsteins hafa gert íslenskri þjóð svo gífurlega óleiki trekk í trekk að ég er steinhissa á að fólk sé sátt við uppgjör þessa spilltu stjórnmálamanna.

En overall virðist vera að íslensk pólitík sé svo gjörspillt að fólki fallast hendur og finns það máttvana að takast á við þessa glæpamafíu.  Því er ég ekki hissa á að grínframboð fái hljómgrunn í komandi kosningun, þeir geta ekki verið verri en þeir sam hafa staðið vaktinu.

Eiginlega er ég kominn með ógeð á öllu sem heitir fjármála og stjórnmálalíf því það líður ekki sá dagur að ekki komi upp eitthvað misjanfnt frá þessum geirum þjóðfélagsins. Möo. Ég er farinnn að HATA stjórnmálafólk 

Magnus Jónsson (IP-tala skráð) 28.4.2010 kl. 07:54

20 identicon

Eitt ágætt Íslenskt máltæki segir svo:" Líkur sækir líkan heim " átti það vel við, þegar Magðalen Allbrigt heimsótti Dóra um árið (sú skaust uppá stjörnuhimin USA eftir að hafa varið Clinton forseta með klóm og kjafti fyrir að hafa kennt Móníku á forsetavindlana og meika kwick blow meðan hann talaði í símann) Clinton fór í Kosovo stríð, til að reyna að breiða yfir skandalann, lautinant Dóri plantaði sér strax inn þar. Svo kom kerlingarherfan, Magðalen (kölluð halfbrighth í USA) til fundar við Dóra. Blaðamaður hér, spurð Dóra hvað þeim hefði farið á milli á fundinum, menn þóttust vita að þau hefðu rætt Kosovo stríðsmál. Dóri svaraði af yfirvegun, við Magðalen fórum yfir stóðuna.

Kerlingin var svo fljótlega látin hverfa af sviðinu í USA, en Dóri er enn að leika eitthvað merkilegt apparat.

Robert (IP-tala skráð) 28.4.2010 kl. 07:54

21 Smámynd: Flosi Kristjánsson

Bloggari veit eflaust um einhverjar þær ávirðingar Halldórs Ásgrímssonar er nægi að koma honum bak við lás og slá. Ég hvet Sigurjón eindregið til að höfða sakamál gegn manninum er tryggi fjarveru hans úr mannlegu samfélagi um nokkurt skeið, til dæmis fangavist á Kvíabryggju eða Bitru. Með því móti mundi uppfyllast ósk þingmannsins fyrrverandi sem felst í fyrirsögninni.

Margir mættu taka til sín hina engilsaxnesku hvatningu: "Put your money where your mouth is!" Eða með orðum þjóðvísunnar góðkunnu, Roy Roggers: "Þú getur nú ekkert nema rifið kjaft"

Flosi Kristjánsson, 28.4.2010 kl. 10:47

22 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Flosi, samkvæmt lögum um ráðherraábyrgð 14. gr. eru lögbrotin fyrnd en þar með er ekki sagt að stjórnvöld og almenningur geti látið það líðast að Halldór Ásgrímsson baði sig í alþjóðlegu sviðsljósi eins og ekkert hafi í skorist.

Sigurjón Þórðarson, 28.4.2010 kl. 13:49

23 identicon

Vinnir Dabba og  Dóra fundu sér nýja vinni, hverjir skildu það vera jú engir aðrir en Jóhanna og Steingrímur J.

Sigurbjörg Jónsdóttir (IP-tala skráð) 28.4.2010 kl. 17:07

24 identicon

Smellid á: Sigurbjörg Jónsdóttir

Er ekki haegt ad breyta thessum lögum um rádherraábyrgd?

Aumingja fólkid kaus Davíd Oddsson og Halldór Ásgrímsson.  

Ég tek undir ord Gúdrúnar Magneu Helgadóttur:

"Hafa einhverjir von um að kraftaverk eigi sér stað ???

blindir fái sýn og siðblindir sjái sannleikann?"

Drulluhalar bádir tveir (IP-tala skráð) 29.4.2010 kl. 08:36

25 identicon

Sammála Rex.  Halldór hegdadi sér alltaf eins og hann vaeri óréttlátlega sakadur um eitthvad í vidtölum.  Aulalegur á svip og hálf vaelandi. 

Fréttafólk á Íslandi er ALGERLEGA metnadarlaust hyski í launaáskrift.

Kannski ad einn eda annar fréttamadur/kona hafi einhvern metnad til ad sinna starfi sínu á sómasamlegan hátt en faer engu áorkad vegna heimsku og óheidarleika starfsbraedra/systra sinna.

df (IP-tala skráð) 29.4.2010 kl. 08:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband