Leita í fréttum mbl.is

Slaufur Jóns Bjarnasonar

Oft getur verið snúið að reyna að átta sig á því hvert í ósköpunum sjávarútvegsráðherra er að fara en hann greiddi t.d. atkvæði með Icesave lögunum þingi en á móti þeim í þjóðaratkvæðagreiðslu.  Af verkum sínum er hann stoltastur af skötuselsmálinu og strandveiðunum en samt eru breytingarnar til bráðbirgða og falla sjálfkrafa niður.  Reyndar er það svo að strandveiðifrumvarpið er ekki enn farið í gegnum þingið en leiðin þar í gegn er torsótt vegna andstöðu einkum Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks.   Við úthlutun makrílkvótans sá græninginn Jón Bjarnason einhverra hluta vegna ástæðu til þess að veita þeim útgerðum sérréttindi sem hann ásakaði um óábyrgar veiðar.

Nýjasta slaufan hjá Jóni Bjarnasyni er að banna það sem hann leyfði hróðugur fyrir nokkrum dögum þ.e. makrílveiðar í reknet.  Ástæðan fyrir sinnaskiptum Jóns er að einhverjir laxabændur hringdu í ráðherra og pöntuðu bannið á þeim forsendum að mögulega gætu laxar fests í reknetunum.  Bannið er byggð miklum misskilningi þar möskvar rekneta eru minni en svo að göngulax geti ánetjast í netunum.  Kjörhæfni makrílneta er allt önnur en laxanetanna og rétt er að  spyrja hvað sé í gangi í ráðuneytinu. Ef að sérstök laxaverndarsjónarmið ættu að ráða við makrílveiðar þá væri miklu nær að banna flottrollsveiðar en reknetin þar sem meiri líkur eru á því að laxinn veiðist í flottrollið sem meðafli en í reknetin. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

semsagt vingull með slaufu og baskahúfu!

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 19.4.2010 kl. 12:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband