Leita í fréttum mbl.is

Óheppileg þjóðaratkvæðagreiðsla?

Hún er furðuleg flóttaleið ríkisstjórnarinnar út úr Icesavemálinu að segja að þjóðaratkvæðagreiðslan sé óheppileg og  marklaus þar sem aðstæður séu sérstakar í ljósi vonar um að það berist nýtt og betra tilboð frá  Bretum.  Ríkisstjórnin hefur jafnvel gefið í skyn að það sé ekki endilega ástæða til þess að virða stjórnarskrána og að kosningin fari fari alls ekki fram! Litlu fylgifiskarnir í flokkunum reyna hvað þeir geta við að enduróma þessa vitleysu og þeir sem skarta gráðum frá háskólum og gegna jafnvel stöðum við menntastofnanir sem eiga að hafa gagnrýna hugsun að leiðarljósi, reyna af veikum mætti að búa ólýðræðisleg viðhorf foringjanna í einhvern fræðilegan búning s.s. heimspekingurinn sem mætti í Kastljósið í kvöld. 

Það væri miklu nær að ríkisstjórnin bæði afsökunar m.a. á hótunum þingmanna í garð forsetans í aðdraganda þess að hann synjaði undirskrift laganna.  Ég er viss um meirihluti þjóðarinnar þætti vænt um einlæga afsökunarbeiðni og það væri vænlegri leið til vinsælda.


mbl.is Ekki formlegir fundir á næstunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Atvinnumál á Sægreifanum miðvikudag:

Það þarf að skoða það mjög vel hvort ráðherra ætti ekki

að setja í reglugerð að 10-20 tonn af makríl úr hverjum

farmi eigi ekki að fara á fiskmarkað, smá fyrirtæki hringin í kringum landið gætu þá boðið í þennan makríl og flutt hann til sín í frystigámum,og unnið til manneldis, reykt og soðið niður.Þetta gæti orðið mjög

atvinnuskapandi, á landinu öllu, en þetta skeður ekki nema makrílinn fari á fiskmarkaðþ

Jón Freyr (IP-tala skráð) 2.3.2010 kl. 20:48

2 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Það á auðvitað að setja allan fisk á markað - Mér finnst þessi sjávarútvegsráðherra vera grútmáttlaus en hann er ekki einu sinni búinn að koma þessu skötuselsmáli í gegn.

Sigurjón Þórðarson, 2.3.2010 kl. 21:31

3 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Það er um að gera að mæta á Sægreifan en þetta hafa verið mjög góðir fundir með Grétari Mar, þar sem komiið hafa fram raunhæfar tillögur um hvernig megi strax auka gjaldeyristekjur og atvinnu.

Sigurjón Þórðarson, 2.3.2010 kl. 21:34

4 Smámynd: Baldur Sigurðarson

Það get ég sagt þér Sigurjón minn kæri að ég er löngu búinn að fara niður í Laugardalshöll og kjósa um IceSave lögin. Ég tók sama pól í hæðina og Ólafur Ragnar, og merkti við "NEI".

Ef þjóðaratkvæðagreiðslan verður tekin af verður Stjórnarskráin brotin af þingmönnum í annað sinn. Það gerðist þegar fíflin Davíð Oddsson og Halldór Ásgrímsson drógu fjölmiðlafrumvarpið til baka og höfðu af okkur þjóðaratkvæðagreiðsluna.

Það er alveg skýrt í Stjórnarskránni að bera þarf lögin undir þjóðina... og þar er engin undanþága gefin.

Nú er staðan önnur að því leyti að nú er ég búinn að kjósa og ef þau brjóta minn stjórnarskrárbundna rétt til að kjósa og ómerkja mitt atkvæði mun ég kæra af fullum þunga. Ég mun hvetja alla sem ég kemst í tæri við til að gera slíkt hið sama.

Þessa dagana uppfæri ég status minn á FaceBook á u.þ.b. þriggja tíma fresti þar sem ég hvet fólk til að fara að kjósa. Því fleiri sem þangað fara... því sterkari málstað höfum við sem viljum að fólk fái að nota sinn stjórnarskrárbundna rétt.

Lifðu heill.

OfurBaldur.

Baldur Sigurðarson, 3.3.2010 kl. 10:24

5 identicon

Sæll Sigujón

Ég er búin að kjósa .Það kom alveg skýrt fram á atkvæðaseðlinum

um hvað var verið að kjósa.Fólk talar nú eins og það sé verið að kjósa um væntanlegan samning en ekki þann frá í Desember.

Enginn efast um mælsku Steingríms S í þessu máli.

Því miður er þessi mælska ekkert annað en froða og útursnúningar eins og hans er von og vísa.

Ég skora á fólk að skoða hvað hann og Indriði hafa látið hafa eftir sér í þessu máli áður en það fer á kjörstað.

Áfram Ísland

Guðrun Jonsdottir (IP-tala skráð) 3.3.2010 kl. 10:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband