Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, mars 2010

Aflúsa þarf Alþingi

Í gær var haldinn skemmtilegur málefnafundur á Sægreifanum fyrir landsþing Frjálslynda flokksins sem verður 19.-20. mars nk. Spurningin sem átti að svara var um hvernig ætti að bæta siðferði í stjórnmálum. Til að svara þessari haldgóðu spurningu leitaði ég bæði til allsherjargoða og dómkirkjuprests en því miður voru þeir vant viðlátnir.

Niðurstaða fundarins var að nauðsynlegt væri að setja reglur sem hefðu einhver viðurlög í för með sér ef þær yrðu brotnar.

Vandamálið er að það er lítil von til þess að þessar reglur verði settar á kjörnu Alþingi vegna þess að þar eru alltof margir kúlulánaþegar og stjórnmálamenn sem hafa verið á framfæri hjá fjárglæframönnum og tekið beinan þátt í að sukka með ævisparnað fólks. Ég minni á Illuga og Sjóð 9.

Tregðulögmálið innan fjórflokksins vinnur gegn sjálfsagðri endurnýjun fyrir kosningar.  Hrunsstjórnmálamenn verður að sortera burtu ef við ætlum að gera okkur vonir um kerfisbreytingu. Það er brýnt að kallað verði saman stjórnlagaþing og að það verði ekki í því skötulíki sem núverandi stjórnarfrumvarp gerir ráð fyrir þar sem stjórnlagaþinginu er ætlað að verða eins konar ráðgjafarþing fyrir sitjandi þing.


« Fyrri síða

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband