Leita í fréttum mbl.is

Ólína og Guðbjartur hika ekki við að fara ofan í veski gamla fólksins

Ég hef fyrir mér raunverulegt dæmi um skerðingu á kjörum gamalla hjóna í sjávarþorpi sem sáu fram á bjartari daga með valdatöku norrænu velferðarstjórnarinnar sem hafði lofað að virða mannréttindi og halda hlífiskildi yfir þeim minna mega sín. Hjónin höfðu vonast til þess að líf
færðist yfir þorpið með því að opna fyrir fyrir veiðar en fjörðurinn er fullur af fiski.

Það hefur engin breyting orðið á illræmdu kvótakerfi í sjávarútvegi þrátt fyrir loforð Samfylkingar og Vg ef frá er talin örlítil opnun á strandveiðar. Ólína Þorvarðardóttir sem áður hafði uppi stór orð og mikil skrif um breytingar á kerfi mannréttindabrota í sjávarútvegi skrifar nú mikinn langhund í héraðsfréttablöð með aðstoð Guðbjarts Hannessonar þar sem fallið er frá boðaðri stefnu ríkisstjórnarinnar um að virða jafnræði til nýtingar sameiginlegra auðlinda næstu tvo áratugina eða þar til Ólína er hætt afskiptum af pólitík.

Svo virðist sem eitthvert hik hafi komið á Ólínu og Guðbjart við að framfylgja stefnunni sem þau lofuðu kjósendum að framfylgja. Það má vera að auglýsingar núverandi handhafa aflaheimilda hafi haft deyfandi áhrif. Skuldum vafnir talsmenn þröngra sérhagsmuna hafa haldið fundi, auglýst í gríð og erg í fjölmiðlum sem þeir eiga eða skulda sjálfir, á milli þess sem þeir hafa setið á biðstofum banka til að biðja um afskriftir á lánum sínum.

Það er umhugsunarvert að bera hik Samfylkingarinnnar í fiskveiðistjórnunarmálum við röggsemi stjórnar Vg og Samfylkingar strax eftir síðustu alþingiskosningar við að sækja aura í veski gamla fólksins.

Hjónin sem ég greindi frá hér í upphafi munu fá á annað hundrað þúsund krónum minna útborgað á árinu 2010 en í fyrra á sama tíma og verðlag á öllum nauðsynjum hefur hækkað mjög.

Það er greinilegt að Samfylkingin er ekki flokkur almannahagsmuna.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Allt er þetta til mikillar háðungar fyrir Ólínu og Samfylkinguna. En kemur ekki á óvart. Populisminn er innihaldslaus. Ólína stendur ekki fyrir neinu í sinni pólitík heldur stekkur á hugmyndir annarra sem hún telur líklegar til vinsælda. Nægir þar að nefna upphlaupið út af villifénu í Tálkna og síðan dellutillögunnar um "vísindaveiðar" Hugmynd sem hún eignaði sér en var upphaflega bryddað upp á af Kristni Péturssyni í Silfri Egils.

Núna vitnar hún í einhvern framkvæmdastjóra fisksölufyrirtækis og étur upp eftir honum að "Greinin verður að geta fjárfest og viðhaldið sér“ sagði framkvæmdastjóri FISK-Seafood á fundi sem LÍÚ hélt nýlega á Grand-Hotel í Reykjavík.

Er það virkilega satt sem LÍÚ hefur haldið fram að slagorðið um fyrninguna hafi verið sett fram án þess að menn hafi hugsað það til enda?  Skyldi þó aldrei vera. Ég var aldrei stuðningsmaður þessarar fyrningarleiðar því hún var galin og illa grunduð. Það skynsamlegasta sem hefur birst um innköllun veiðiheimilda eru tillögur Finnboga Vikars, sem hann hefur lagt fram sem sáttagrunn í Sáttanefndinni margumtöluðu. Ólína hefði betur kynnt sér þær og stutt þær jafnvel þó þær komi frá fulltrúa Hreyfingarinnar í nefndinni. 

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 12.3.2010 kl. 10:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband