Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2010
27.2.2010 | 00:09
Rannsóknarnefndin vill vanda sig - hefur eflaust samviskubit
Karlpeningurinn í Rannsóknarnefnd Alþingis vill eflaust vanda sig vel og rækilega við gerð rannsóknarskýrslunnar um hrunið. Ástæðan er án nokkurs efa sú að rannsóknarnefndin ber þungar sakir á ráðamenn sem áður töldust til helstu máttarstólpa samfélagsins og vill ekki slá nein vindhögg. Önnur ástæða er sú að þeir Páll og Tryggvi hafa eflaust samviskubit yfir því að hafa ekki staðið vaktina betur í aðdraganda hrunsins. Páll samdi leikreglur stjórnsýslunnar þ.e. lagafrumvörp um stjórnsýslulög og upplýsingalög og sat m.a. í úrskurðarnefnd um upplýsingamál sem á stundum stóð vörð um leynd og spillingu.
Tryggvi hefur um árabil haft þann starfa að hafa eftirlit með stjórnsýslunni sem brást algerleg hlutverki sínu í aðdraganda hrunsins. Því verður ekki á móti mælt að Tryggvi hefur í gegnum tíðina reynt að spyrna við ruglinu s.s. vafasamri skipan dómara í Hæstarétti og ótrúlega þvælu í tengslum við úthlutun á aflaheimildum. Hann uppskar m.a. reiðilestur Davíð Oddssonar símleiðis. Úrskurðir Umboðsmanns um vafasama stjórnsýslu leiddust út í það að verða langir og á stundum óskýrir og komu svo seint fram að þeir gögnuðust ekki þeim sem báru upp kvartanir.
Nú er að vona að það verði eitthvað hald í skýrslunni og hún komi ekki svo seint fram að einu nytin af henni verði sagnfræðileg en ekki verkfæri í að gera bragabót á kerfi sem brást algerlega. Annars er vert til þess að líta að flest í kringum spillinguna í kringum einkavinavæðingu Davíðs og Halldórs er búið að vera almenningi ljóst frá árinu 2005 eða síðan Sigríður Dögg skrifað verðlaunaða greinargerð í Fréttablaðið sem fór inn á hvert heimili í landinu. Umfjöllunin hafði ekki aðrar afleiðingar en þá, að Þorsteinn Pálsson fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins var ráðinn sem yfirfrakki inn á blaðið og gagnrýnin umfjöllun dó út. Glæpsamlegir gerningar í viðskiptalífinu fengu ekki einungis frið fyrir gagnrýnni umfjöllun heldur voru mærðir í svokölluðum viðskiptasíðum.
Skýrslunni enn frestað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.2.2010 | 23:31
Hverju hefur ríkisstjórnin áorkað?
Ég velti því fyrir mér í þegar ég fór í laugina hér á Króknum hverju þessi ríkisstjórn hefði komið í verk.
Ríkisstjórnin hefur:
1) Sótt um aðild að Evrópusambandinu.
2) Samþykkt tvo Icesavesamninga.
3) Einkavætt banka til ótilgreindra aðila.
4) Sett af stað sérkennilega 20/20 áætlun.
5) Þegið tvö málverk.
6) Skorið fyrst niður hjá öldruðum og öryrkjum.
7) Stofnað Bankasýslu ríkisins.
8) Fjölgað aðstoðarmönnum.
9) Hert gjaldeyrishöft.
10) Katrín Jakobs fór í bíó til Kanada.
11) Haldið áfram með byggingu Tónlistarhúss.
Hver segir svo að Jóhanna okkar Sigurðardóttir hafi ekki lyft grettistaki þótt hún hafi tekið sér ágæt frí inn á milli?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
21.2.2010 | 23:41
Einföld og skemmtileg tillaga á fundi Frjálslynda flokksins
Stefnumótunarvinna Frjálslynda flokksins fyrir komandi landsþing sem haldið verður 19. og 20 mars, er komin á fulla ferð. Í kvöld var skemmtilegur fundur um stjórnskipan og stjórnsýslu á Sægreifanum þar sem ýmislegt bar á góma s.s. á nauðsyn skýrleika á milli pólitískra ráðninga og ráðningu annarra embættismanna hjá hinu opinbera.
Ein tillaga á fundinum var á þá leið að allir sem fara erlendis á kostnað almennings, geri stuttlega grein fyrir því á heimasíðu viðkomandi stofnunar hvert hafi verið farið, tilgangi og árangri ferðar. Það mætti segja mér að þetta gæti sparað nokkrar evrur og skapaði þar að auki á skilning á nauðsynlegum störfum og ferðalögum.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
20.2.2010 | 13:02
Baktjaldamakk Steingríms J. Sigfússonar og Breta
Steingrímur J. hefur nánast svikið nánast allt sem hann lofaði kjósendum fyrir síðustu kosningar s.s. í: ESB- málum, kvótamálum, gagnsæi og aðstoð við heimilin.
Ég er samt sem áður mjög efins um að eitthvað sé til í því sem stjórnarandstaðan ber á borð í Mogganum í dag um að Steingrímur og aðstoðarmaðurinn Indriði standi í baktjaldamakki með Bretum sem hefur þann tilgang að koma í veg fyrir sanngjarnari og hagfelldari samning en þann sem þjóðin mun kjósa um.
Það er ákveðin hætta á upplausn vegna þess að fáum dylst ráða- og dugleysi Fjórflokksins sem sameinast um að gefa frá sér á víxl digurbarkalegar yfirlýsingar um hvernig eigi að ná til lands. Alvitur greina þau Steingrímur J., Sigmundur Davíð, Björn Valur og Jóhanna Sig. hver eina leiðin sé út úr ógöngum, en það er helst að það séu einhverjir vafningar á Bjarna Ben hvert skuli halda. Á meðan gerist lítið nema hvað óljósar fréttir herma að grunaðir glæpamenn og fjárglæframenn sem settu landið á hausinn séu að fá umráð á ný yfir fyrirtækjunum sem þeir ráku í þrot.
Ég rakst á áhugaverða grein um Icesavemálið á Eyjuvefnum eftir Eyjólf Ármannsson lögfræðing, en hann rökstyður það rækilega að Íslendingar ættu ekki að vera í samningaviðræðum í London heldur í Brussel sem ber ábyrgð á ónýtu regluverki. Sömuleiðis sýnir Eyjólfur fram á að fyrir þá sem endilega vilja borga Icesave þá er fráleitt að ætla að greiða 20.887 evrur, þar sem þjóðréttarleg skuldbinding nær eingöngu til 20.000 evra
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
18.2.2010 | 22:51
Stefnumótunarvinna á Sægreifanum - Landsþing Frjálslynda flokksins
Nokkrir punktar sem fram komu á fundi um stjórnsýslu og stjórnskipan á Sægreifanum 16. febrúar 2010.
1) Þjóðaratkvæðagreiðsla færa valdið til þjóðarinnar frá stjórnmálastétt sem bundin er á klafa þröngra sérhagsmunasamtaka.
a) Minnihluti þings, 2/5, geti vísað málum í þjóðaratkvæðagreiðslu ákvæðið leiðir til þess að leiðtogar stjórnarflokka sem ráða sínu þingliði verði ekki einráðir við lagasetningu.
b) 10% atkvæðisbærra manna geti með undirskrift hjá opinberu embætti, s.s. sýslumanni eða ráðhúsi, látið fara fram þjóðaratkvæðagreiðslur um einstök mál.
c) Halda málskotsrétti forseta Íslands.
2) Festa í sessi að stjórnlagaþing verði kallað saman á 25 ára fresti tryggja að grundvallarlög lýðveldisins verði tekin til endurskoðunar fjórum sinnum á öld.
3) Skipan hæstaréttardómara 3/5 hlutar þings þurfi að samþykkja tilnefningu dómsmálaráðherra.
4) Nefndarfundir Alþingis verði í heyranda hljóði tryggir opin og lýðræðisleg vinnubrögð.
5) Háskóli Íslands þiggi ekki stöður eða styrki til einstakra embætta, heldur verði styrkjum veitt í einn pott sem úthlutað verði til rannsókna. Ætlað að tryggja að sérhagsmunaöfl, s.s. LÍÚ, geti ekki búið áróður í fræðilegan búning og gengisfellt háskólastarf.
6) Frjálslyndi flokkurinn setji sér siða- og umgengnisreglur sem fela m.a. í sér að frambjóðendur undirriti drengskaparheit um að láta af trúnaðarstörfum fyrir flokkinn ef viðkomandi verður viðskila við flokkinn.
Nú er bara að leggja í púkkið og mæta á Sægreifann sunnudaginn 21. febrúar kl. 20 eða þá að senda mér línu.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
15.2.2010 | 23:22
Frjálslyndi flokkurinn - Almannahagsmunir í öndvegi
Undirbúningur að landsþingi Frjálslynda flokksins í mars er hafinn með málefnavinnu. Ég fékk það ánægjulega hlutverk að leiða vinnuhóp sem fjallar um stjórnsýslu, stjórnskipan og siðbót stjórnmála.
Fyrsti fundur verður haldinn í vinnuhópnum á þeim heimsfræga veitingastað Sægreifanum í Reykjavík þriðjudaginn 16. febrúar kl. 20. Öllum áhugasömum er velkomið að mæta og taka þátt í að móta tillögur um bætta stjórnsýslu og stjórnskipan sem setur hag almennings í öndvegi.
Tímabært er að staldra við og móta tillögur um hvernig þörf er á að breyta leikreglum lýðræðisins til þess að komast upp úr fari sérhagsmuna og búa þjóðinni bjartari framtíð.
13.2.2010 | 16:47
Maður er manns gaman 20/20 áætlunin
Ég varð þess heiðurs aðnjótandi að fá að taka þátt í þjóðfundi á Sauðárkróki um nýja sóknaráætlun til þess að Ísland skipi sér í allra fremstu röð. Fundurinn var skemmtilegur og spunnust áhugaverðar umræður fólks sem kom úr ólikum geirum atvinnulífsins og hafði því mismunandi sjónarhorn á metnaðarfullu viðfangsefni 20/20 áætlunarinnar.
Sjálfur viðskiptaráðherra heiðraði samkomuna með ávarpi þar sem varaði var við bölmóði þó svo að þjóðin hefði farið örlítið út af sporinu og mátti skilja á honum að hrunið væri lítið annað en kvef sem þjóðin jafnaði sig skjótt á með réttu hugarfari. Gylfi benti réttilega á að lífskjör nú, hefðu sjaldan verið betri en einmitt síðustu árin, ef litið væri til ellefuhundrað ára sögu þjóðarinnar!
Ég náði ekki að sitja fundinn til enda en mér fannst engu að síður forskriftin sem lagt var upp með ýmsum takmörkunum háð s.s. að vinnuhópum væri sett fyrir finna eitthvað sérstakt fyrir Norðurland vestra sem ekki væri að finna annars staðar og erfitt væri að líkja eftir. Forskriftin varð til þess að góðar hugmyndir um að gera betur í hefðbundnum atvinnugreinum s.s. nýta vannýtt fiskimið í Skagafirði og Húnaflóa eða fullvinna sjávarafurðir voru slegnar út af borðinu.
Mér finnst eiginleg tímabært að við Íslendingar förum að leggja áherslu á það venjuleg en ekki það sem er mjög sérstakt s.s. afhenda helstu fyrirtæki þjóðarinnar á ný til þeirra sem eru grunaðir glæpamenn og hafa sannarlega staðið í stórfelldum blekkingum.
Ég er líka nokkuð viss um að það sé ekki síður vit í að einbeita sér að nýsköpun í hefðbundnum atvinnugreinum í stað þess að einblína stöðugt á eitthvað nýtt og alveg sérstakt s.s. útrásinni margmærðu á sínum tíma.
10.2.2010 | 15:39
Þegar síminn „bilaði“ á Útvarpi Sögu
Rétt áðan hlustaði ég með öðru eyranu á byltingarmanninn Guðmund Franklín ræða gagnrýnislaust um og beinlínis draga taum hinna stórskuldugu kvótagreifa. Guðmundur virðist ekki vel heima í sjávarútvegsmálum Íslands sem er vel skiljanlegt þar sem hann hefur lengi alið manninn erlendis. Hann leyfði útgerðarmönnunum að flytja hverja rangfærsluna og hálfsannleikann á fætur öðrum um ömurlegt fiskveiðistjórnunarkerfi þar sem dregin var upp fölsk glansmynd af einu mesta óréttlæti Íslandssögunnar sem mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna hefur úrskurðað óréttlátt og íslensk stjórnvöld hafa skuldbundið sig til að hlíta.
Staðreyndir um gagnsleysi kerfisins tala sínu máli. Þorskaflinn er núna þriðjungurinn af því sem hann var fyrir daga kvótakerfisins og útgerðirnar eru svo stórskuldugar að forsvarsmenn þeirra eru í biðröðum í bönkunum að biðja um afskriftir skulda. Á sama tíma og þeir fara fram á að þjóðin axli skuldirnar vilja þeir halda áfram einokunaraðstöðu á nýtingu sameiginlegra auðlinda landsmanna.
Það gengur auðvitað ekki upp.
Mér fannst eftir öðru við þáttastjórnunina að síminn skyldi bila þegar hleypa átti að öðrum skoðunum, sérstaklega fyrir þær sakir að Útvarp Saga gengur meira og minna allan daginn á því að hleypa útvarpshlustendum í útsendingu.
Ég hef ekki trú á öðru en að Arnþrúður láti laga símkerfið áður en Guðmundur Franklín fer næst í loftið.
10.2.2010 | 00:30
Við erum góðir menn - Sigmundur Ernir og Bjarni Karlsson
Ég hef reynt að átta mig á stefnu Samfylkingarinnar að undanförnu en mér hefur reynst snúið að skilja það hvers vegna "jafnaðarmenn" vilja endilega koma fyrirtækjum á ný til grunaðra glæpamanna sem orsökuðu hrunið. Sömuleiðis hefur mér skringilegt að heyra fyrrum formann Samfylkingarinnar og núverandi utanríkisráðherra tala um 30 milljónir sem einhverja skitna upphæð sem engu skipti í raun - Og það í harðnandi kreppu.
Til þess að öðlast skilning á undarlegum hugsanagangi Samfylkingarinnar kveikti ég nokkuð spenntur á ÍNN sjónvarpsstöðinni þar sem tveir forystumenn jafnaðarmanna, þeir Sigmundur Ernir og Bjarni Karlsson ræddu landsins gagns og nauðsynjar.
Ég verð að segja eins og er að ég var engu nær um hvað leiðir og hvaða stefnu þeir ætluðu marka við stjórnun samfélagsins. Þeir upplýstu hins vegar áhorfendur um að þeir hefðu kynnst þjóð sinni betur en aðrir í gegnum störf sín, annars vegar í gegnum prestskap og hins vegar í geysilegu fréttanávígi og þeim fannst það í kjölfarið samfélagsleg skylda sín að fórna sín í þágu þeirra sem standa höllum fæti.
Ég varð hins vegar eins og áður segir engu nær um hvað kapparnir ætluðu að gera - Ef til vill ætla þeir að halda áfram að innleysa tugmilljóna gróða rétt eins og fyrirmyndin Össur og jú að láta þá sem styrktu Samfylkinguna svo ríkulega um leið og þeir settu þjóðfélagið á hausinn, fá helstu fyrirtæki á silfurfati..
8.2.2010 | 23:42
Sóley Tómasdóttir harðari en Bingi
Þetta var virkilega góð febrúarbyrjun hjá femínistum suður í henni Reykjavík. Femínistarnir Oddný Sturludóttir hjá Samfylkingu og Sóley Tómasdóttir hjá VG náðu að gjörsigra andstæðinga sína, þá Dofra og Þorleif.
Sóley virðist hafa farið í framsóknarfötin í kosningabaráttunni, tekið upp og eitthvað lært af áralöngu R-lista samstarfi við Framsókn. Dæmi voru um að skæðir smalar Framsóknar s.s. Björn Ingi, gæfu bjór, pítsur og bíómiða til þess að lokka fólk á kjörstað. Fylgismenn Sóleyjar virðist hafa verið harðskeyttari og sótt inn á heimili fólks til þess að láta það kjósa rétt.
Bloggvinir
- Helga Þórðardóttir
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Jens Guð
- Hallgrímur Guðmundsson
- Ásta Hafberg S.
- Jóhann Elíasson
- Aðalheiður Ámundadóttir
- Óskar Helgi Helgason
- Georg Eiður Arnarson
- Óskar Þorkelsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Baldvin Jónsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Ragnheiður Ólafsdóttir
- Hallur Magnússon
- Sigurður Þórðarson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Katrín
- Þarfagreinir
- Samtök sjálfstæðra í sjávarútvegi
- Frjálslyndi flokkurinn í Eyjafirði
- Hallgrímur Óli Helgason
- Jón Kristjánsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Jón Valur Jensson
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Kjartan Eggertsson
- Halla Rut
- Ingólfur Þór Guðmundsson
- Grétar Pétur Geirsson
- Guðrún Þóra Hjaltadóttir
- J. Einar Valur Bjarnason Maack
- ragnar bergsson
- Bjarni Harðarson
- Rannveig Þorvaldsdóttir
- Sigurður Sigurðsson
- Eiríkur Guðmundsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- erlahlyns.blogspot.com
- Agný
- Guðjón Ólafsson
- Einar Ben
- Jón Aðalsteinn Jónsson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Gunnar Freyr Hafsteinsson
- Ólafur Ragnarsson
- Guðrún Magnea Helgadóttir
- Ólafur Björn Ólafsson
- Halldór Jónsson
- Elvar Atli Konráðsson
- Kristján H Theódórsson
- Guðjón Sigþór Jensson
- Helgi Már Barðason
- Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir
- Víðir Benediktsson
- Valgerður Sigurðardóttir
- Jens Sigurjónsson
- Vestfirðir
- Sigurður Ásbjörnsson
- Jón Magnússon
- Viðar Friðgeirsson
- Axel Jóhannes Yngvason
- Svava S. Steinars
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Quackmore
- Árni "Gamli" Einarsson
- Haukur Már Helgason
- Þóra Guðmundsdóttir
- Heiða Þórðar
- Steingrímur Ólafsson
- Vefritid
- Ársæll Níelsson
- S. Einar Sigurðsson
- Rannveig H
- Gísli Gíslason
- Bjarni Kjartansson
- Steingrímur Helgason
- Fiðrildi
- Baldur Fjölnisson
- Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
- Linda Lea Bogadóttir
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Hanna
- Sverrir Stormsker
- Ottó Marvin Gunnarsson
- gudni.is
- Einar Vignir Einarsson
- Hákon Unnar Seljan Jóhannsson
- Valgerður Halldórsdóttir
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Fríða Björk Einarsdóttir
- Jóhann Kristjánsson
- Oddur Helgi Halldórsson
- Guðrún Jóna Gunnarsdóttir
- María Harðardóttir og Þorsteinn Narfason
- Grétar Rögnvarsson
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Róbert Guðmundur Schmidt
- Steinn Hafliðason
- Landssamband ungra frjálslyndra
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Þórir Aðalsteinsson
- Vilborg Traustadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Sævar Einarsson
- Ketilás
- Ómar Pétursson
- Eyþór Grétar Grétarsson
- FF
- Jón Þór Bjarnason
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Vilhjálmur Árnason
- Alexander Kristófer Gústafsson
- Róbert Tómasson
- Landvernd
- ThoR-E
- Haraldur Baldursson
- Sigurður Jón Hreinsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- busblog.is
- Sigríður Inga Sigurjónsdóttir
- Himmalingur
- Svanhildur Karlsdóttir
- Gísli Birgir Ómarsson
- Árni Árnason
- Grétar Mar Jónsson
- Perla
- Ingunn Guðnadóttir
- Irma Þöll
- Skattborgari
- Gulli litli
- Jón Snæbjörnsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Sigríður Elfa Eyjólfsdóttir
- Mál 214
- Bullukolla
- kreppukallinn
- hreinsamviska
- Arinbjörn Kúld
- Orgar
- Guðjón Baldursson
- Gunnar Þór Gunnarsson
- Hörður B Hjartarson
- Gunnar Björn Björnsson
- Haraldur Hansson
- Þórólfur S. Finnsson
- Birna Steingrímsdóttir
- Gestur Guðjónsson
- Jónas Rafnar Ingason
- Stríða
- Götusmiðjan
- Brynja skordal
- Haraldur Bjarnason
- Guðmundur Óli Scheving
- Ásta
- Markús frá Djúpalæk
- Jörundur Garðarsson
- MIS
- Þorsteinn H. Gunnarsson
- Björn Júlíus Grímsson
- S Kristján Ingimarsson
- Bryndís Haraldsdóttir
- Þórður Björn Sigurðsson
- Magnús Kristjánsson
- Bergur Sigurðsson
- Guðrún Ólafía Brynleifsdóttir
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Ólafía Herborg Jóhannsdóttir
- Heimssýn
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Óskar Arnórsson
- Sigurbjörn Svavarsson
- Árni Davíðsson
- Lúðvík Lúðvíksson
- Árelíus Örn Þórðarson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Jakob Þór Haraldsson
- Guðrún Katrín Árnadóttir
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- L.i.ú.
- Rafn Gíslason
- Vilhjálmur Sveinn Björnsson
- Samtök Fullveldissinna
- Vaktin
- Arnar Guðmundsson
- Lárus Baldursson
- Sveinn Elías Hansson
- Þórarinn Baldursson
- Kjartan Magnússon
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Berglind Steinsdóttir
- Bjarney Vigdís Ingimundardóttir
- BJÖRK
- Björn Emilsson
- Dagný
- Dominus Sanctus.
- Friðgeir Sveinsson
- Guðmundur Ásgeirsson
- Guðmundur Pálsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Högni Snær Hauksson
- Inga Sæland Ástvaldsdóttir
- Jón Þórhallsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Ragnar Stefán Rögnvaldsson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Samstaða þjóðar
- Sigurður Ingólfsson
- Stefán Júlíusson
- Sumarliði Einar Daðason
- Sveinn Björnsson
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Úrsúla Jünemann
- Valdimar H Jóhannesson
Tenglar
Mínir tenglar
- Losnað við pestina Þetta hefur reynst mér vel við að losna við allar pestir þá 5 mánuði sem ég hef reynt immiflexið
- Ginseng Hér fæ ég kraftinn
- Frjálslyndi flokkurinn Vill breyta kvótakerfinu
- Ungmennasamband Skagafjarðar Ég er formaður
- Hér kaupi ég tölvudótið Ódýrt og gott
Sjávarútvegsmál
- Hafró Stofnunin þar sem ákveðið er hversu mikið má veiða
- Landssamband íslenskra útvegsmanna LÍÚ
- Landssamband smábátaeigenda LS
- Jörgen Niclasen Formaður Fólkaflokksins í Færeyjum
- Helgi Áss Grétarsson Sérfræðingur í HÍ á vegum LÍÚ
Fréttamiðlar
- Al Jazeera Gefur Bandaríkjamönnum engin grið
- BBC BBC
- Börsen Dönsk fjármálasíða
- Seðlabankinn Musteri Davíðs
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.12.): 3
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 32
- Frá upphafi: 1014398
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 28
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Myndaalbúm
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Janúar 2024
- Apríl 2023
- Október 2022
- Október 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Janúar 2019
- Apríl 2018
- Desember 2017
- Október 2016
- Ágúst 2016
- Janúar 2016
- Nóvember 2015
- Nóvember 2014
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Desember 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007