Leita í fréttum mbl.is

Baktjaldamakk Steingríms J. Sigfússonar og Breta

Steingrímur J. hefur nánast svikið nánast allt sem hann lofaði kjósendum fyrir síðustu kosningar s.s. í: ESB- málum, kvótamálum, gagnsæi og aðstoð við heimilin.

Ég er samt sem áður mjög efins um að eitthvað sé til í því sem stjórnarandstaðan ber á borð  í Mogganum í dag um að Steingrímur og aðstoðarmaðurinn Indriði standi í baktjaldamakki með Bretum sem hefur þann tilgang að koma í veg fyrir sanngjarnari og hagfelldari samning en þann sem þjóðin mun kjósa um. 

Það er ákveðin hætta á upplausn vegna þess að fáum dylst ráða- og dugleysi Fjórflokksins sem sameinast um að gefa frá sér á víxl digurbarkalegar yfirlýsingar um hvernig eigi að ná til lands. Alvitur greina þau Steingrímur J., Sigmundur Davíð, Björn Valur og Jóhanna Sig. hver eina leiðin sé út úr ógöngum, en það er helst að það séu einhverjir vafningar á Bjarna Ben hvert skuli halda.  Á meðan gerist lítið nema hvað óljósar fréttir herma að grunaðir glæpamenn og fjárglæframenn sem settu landið á hausinn séu að fá umráð á ný yfir fyrirtækjunum sem þeir ráku í þrot.

Ég rakst á áhugaverða grein um Icesavemálið á Eyjuvefnum eftir Eyjólf Ármannsson lögfræðing, en hann rökstyður það rækilega að Íslendingar ættu ekki að vera í samningaviðræðum í London heldur í Brussel sem ber ábyrgð á ónýtu regluverki.  Sömuleiðis sýnir Eyjólfur fram á að fyrir þá sem endilega vilja borga Icesave þá er fráleitt að ætla að greiða 20.887 evrur, þar sem þjóðréttarleg skuldbinding nær eingöngu til 20.000 evra



« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Auðvita hefði átt að vera búið að þjarma aðeins að þeim í Brusel í þeim tilgangi að pressa úr þeim annað hvort lygi eða sannleik.  Hvort heldur sem er hefði verið okkur að gagni.

Hrólfur Þ Hraundal, 20.2.2010 kl. 22:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband