Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, desember 2010

Icesave í þjóðaratkvæðgreiðslu

Enn á ný er komin á Icesavesamningur sem felur í sér að kreppuhrjáður íslenskur almenningur eigi að greiða ólögvarðar kröfur Breta og Hollendinga. Kröfur sem tilkomnar eru vegna fjárglæfra bankanna sem ekki víluðu fyrir sér að fegra bókhaldið út í hið óendanlega.
Óskiljanlegan vilja ríkisstjórnarinnar til að fallast á hvern afarkostinn á fætur öðrum um greiðslu Icesave, má helst skýra út frá þráhyggju Samfylkingarinnar við að koma þjóðinni inn í Evrópusambandið og gríðarlegs þrýstings frá Alþjóða gjaldeyrissjóðnum.
Evrópusinnar stóðu lengi í þeirri trú efnahagur landsins myndi taka mikinn kipp við það eitt að senda umsókn um aðild að Evrópusambandinu til Brussel. Ekki skorti heldur á að stjórnvöld vöruðu við hræðilegum afleiðingum þess að vísa fyrri Icesavesamningi í þjóðaratkvæðagreiðslu,en gefið var jafnvel í skyn að landinu yrði lokað ef samningum yrði hafnað. Allar hamfara og hrakspár stjórnarinnar hafa sýnt sig að vera skrum eitt og eiga ekki vð neinn raunveruleika að styðjast.
Allir vita nú af biturri reynslu Íra og Grikkja að aðild að ESB og Evra er ekki trygging gegn efnahagslegum áföllum. Sömuleiðis ber öllum saman um enn sem komið er að nýjasti Icesamningurinn sé skárri kostur en þeir fyrri, þó enn megi draga stórlega í efa réttmæti og lögmæti þess að láta þjóðina borga fyrir skuldir augljósra lögbrjóta í rekstri fyrirtækja sinna.
Ekki er hægt að búast við því að nokkur sátt verði um að stritandi almenningur greiði Icesave á meðan þeir sem eiga sök á bankaglæpunum sprangi um eins og fínir menn um í Amsterdam, London og Reykjavík.
Í stað þess að vera að semja við erlend ríki að greiða upp slóðina af skuldum þeirra sem fölsuðu og sviku ætti að vera forgangsverkefni hjá stjórnvöldum að sjá til þess að erlend ríki aðstoðuðu við að koma lögum yfir brotamennina og þýfi þeirra.
Við í Frjálslynda flokknum treystum dómgreind Íslendinga til þess að greiða atkvæði um nýja Icesavesamninginn, en fyrr á árinu sýndi þjóðin og forsetinn meiri skynsemi en ríkissjórnin og hefur það komið berlega í ljós að höfnun fyrri samnings var til góðs fyrir þessa þjóð.

Ásta Hafberg og Sigurjón Þórðarson

mbl.is Verið að deila sársaukanum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvers vegna er enginn handtekinn?

Í kvöld var nákvæm atvikalýsing í Kastljósinu á því hvernig hundruðum þúsunda milljóna var stolið úr Glitni og hvernig bankarnir fölsuðu bókhaldið.  Hvernig óskópunum má standa að enginn er fangelsaður en Nota Bene en skýrslan sem fjallað var um af Helga Seljan var unnin af viðurkenndu frönsku greiningarfyrirtæki að beiðni sérstaks saksóknara.  Ef þetta er niðurstaðan eftir hverju er þá verið að bíða?

Ég fór að velta því fyrir mér eftir að hafa horft á Kastljósið hvort að stjórnendur bankans kæmust upp með morð í beinni útsendingu?  Alla vega virðist vera að Glitnismenn komist upp með bókstaflega hvað sem er og helstu samverkamenn þeirra í bankanum eru ráðnir áfram í æðstu stöður í Íslandsbanka eftir hrun. Sömu sögu virðist vera að segja í hinum bönkunum einnig.

Endalaust dynur á fólki óskapnaður og ófyrirleitin málflutningur eins og Guðmund útgerðarmanns á Rifi sem talaði um 8 milljarða tap sem varð af hans völdum sem léttvæga froðu sem engu skipti máli og engum kæmi við.  Til samanburðar þá nemur þessu upphæð nálega tvöföldum heildarskuldum sveitarfélagsins Skagafjarðar sem komu til vegna byggingar skóla, hafna sundlauga félagsheimila íþróttahúsa og allt það sem sveitarfélagið nýtir til að þjóna á fimmta þúsund manns.

Allt venjulegt fólk hlýtur að fyllast viðbjóði þegar það horfir á algert aðgerðarleysi stjórnvalda og sjá að engin lög ná yfir þessa fjármála"elítu" Íslands.


mbl.is Segja að Landsbankinn hafi staðið mun verr en bókhald sagði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Meira verður ekki gert? Hvað ætlar ríkisstjórnin að gera

Viljayfirlýsing ríkisstjórnarinnar um skuldavanda heimilanna er nokkuð torlesið plagg og þess vegna ákváð ég að skræla utan af málskrúðinu.  Ég setti afraksturinn á nokkrar glærur sem voru til umræðu á fundi Frjálslynda flokksins á sunnudaginn var en hér er glærurnar að finna.


Skjaldborgin - Fólki sýnd nærgætni og virðing þegar því er hent út af heimilum

Það kemur úr allra hörðustu átt að heyra þingmenn Samfylkingarinnar saka aðra um lýðskrum og miður fallega hluti með því vekja óraunhæfar væntingar hjá fátæku fólki í skuldavanda.  Eru þingmenn Samfylkingarinnar búnir að gleyma því þegar þeir gengu á milli kjósenda og lofuðu velferðarbrú og skjaldborginni.

Ef frá er taldir þeir sex milljarðar sem settir verða í auknar vaxtabætur þá inniheldur viljayfirlýsing ríkisstjórnarinnar og fjármálafyrirtækjanna lítið eitt nema einhverja orðaleppa um nánast ekki neitt.  Það er þó helst í 6. tölulið að eitthvað sé bitastætt en þar segir að setja eigi verklagsreglur um að skuldari verði ekki borinn út nema með virðingu og nærgætni. 


Ríkisstjórnin lofar öldruðum og öryrkjum aðgerðum á næsta kjörtímabili

Loforð ríkisstjórnarinnar og lífeyrissjóða um að bæta kjör aldraðra á næsta kjörtímabili er grátbroslega ómerkilegt. 

Eflaust er þetta "loforð" liður í billegu spinni Samfylkingarinnar og lífeyrissjóðanna til að búa sér til jákvæða ímynd en hún er vægast sagt er orðin dökk í hugum margra.  Ég er viss um að þetta eigi eftir að springa framan í Guðbjart Hannesson og félaga að lofa aðgerðum loksins þegar umboð ríkisstjórnarinnar er runnið út.


mbl.is Afnema víxlverkun bóta og tekna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sértæk úrræði fyrir ónýtar kröfur

Greinilegt er að boðuð úrræði ríkisstjórnarinnar miða fyrst og fremst að afskrifa ónýtar kröfur sem munu hvort eð er aldrei innheimtast. Engar almennar aðgerðir eru boðaðar eða vaxtalækkanir á okurvöxtum.  Megnið af heimilum verður látin marra í skuldakafi en þau sem voru löngu sokkin verða örlítið rétt við. 

Ein helsta hættan við boðaðar sértækar aðgerðir er að þær ýta enn frekar undir jaðaráhrif vaxta skattkerfisins, svo mjög að beinlínis er hvatt til svartrar vinnu.  Sömuleiðis munu sértæk úrræði fyrir tugþúsunda heimila verða svifasein, kostnaðarsöm og matskennd.  Traustið á fjármálastofnunum er ekki mikið í ljósi glæpsamlegra afskriftamála sem leiðir til þess að enn erfiðara verður að skapa sátt um sértækar lausnir fyrir hvern og einn.

 


mbl.is Markvissar leiðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sættir hafa tekist - Þórarinn V. Þórarinsson semur fyrir hönd launþega

Skrípaleikur Jóhönnu í lausn á skuldavanda heimilanna er með ólíkindum og jafnvel svo að geimveran í ráðhúsinu gæti vart toppað delluna. Rétt í þessu var ég að horfa á kvöldfréttirnar á RÚV á tölvunni til að átta mig betur á "baráttu" heilagrar Jóhönnu við varðmenn lífeyris launþega.  Eins og kunnugt er þá hafa fulltrúar lífeyrissjóða launþega verið sagðir helsti Þrándur í Götu þess að hægt verði hægt að beita almennum aðgerðum fyrir skuldug heimili.  Þessi fyrirstaða lífeyrissjóðanna er illskiljanleg í ljósi þess að sjóðirnir hikuðu við að snara út tugum þúsunda milljóna  í gjaldþrota Vestia- fyrirtækin s.s. Húsasmiðjuna.

Í frétt RÚV var fátt nýtt nema myndskeiðið sem fylgdi fréttinni en það sýndi engan annan en Þórarin V. Þórarinsson fara á fund Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra og semja fyrir hönd launþega um lífeyrissparnað launamanna. Fyrir þá sem þekkja ekki Þórarinn þá er rétt að rifja það upp að hann er fyrrum framkvæmdastjóri Vinnuveitendasambandsins sáluga, lögmanns Impregilo og forstjóra Símans sem þurfti að segja af sér vegna hneykslismála.

Kannski skipti það ekki nokkru máli um útkomu einkennilegra "samningaviðræðna" ríkisstjórnarinnar við lífeyrissjóðina hvort að viðmælandinn væri Gylfi Arnbjörnsson eða Þórarinn V. Þórarinsson en mér fannst þetta engu að síður táknrænt um fáránleika endurreisnarstarfs Samfylkingarinnar og Steingríms J..


Vita ráðamenn almennt ekki á hverju þjóðin lifir?

Vitleysan veður of oft uppi í almennri umræðu og virðist sem æðstu ráðamenn þjóðarinnar telji það í sínum verkahring að halda hálfsannleik að almenningi. Ráðherra og þingmenn, s.s. formaður iðnaðarnefndar Skúli Helgason, hafa stigið fram og kynnt glænýja skýrslu sem á að sýna að svokallaðar skapandi greinar velti meira en sjávarútvegur og landbúnaður samanlagt.

Í skýrslunni er sagt að umræddar skapandi atvinnugreinar hafi í fyrra velt 191 milljarði króna. Í gögnum Hagstofunnar kemur fram að fluttar hafi verið út sjávarafurðir fyrir rúmlega 200 milljarða króna. Ef ég man rétt verja íslensk heimli að meðaltali um 5% af tekjum sínum í kaup á innlendum landbúnaðarvörum. Allir ættu að sjá hversu vafasöm sú fullyrðing er að umræddar atvinnugreinar velti meiru en sjávarútvegur og landbúnaður. Í sjálfu sér eru þessar vangaveltur einnig algerlega tilgangslausar.

Mér finnst það nálgast geggjun að þjóð sem glímir við skort á gjaldeyri skuli ekki skoða það af meiri alvöru að sækja meira í endurnýjanlega fiskveiðiauðlind, sérstaklega í ljósi þess að ekki þarf að auka fjárfestingu að neinu marki og greinin nýtir innlenda framleiðsluþætti í miklu meira mæli en t.d. stóriðjan.

Ekki svo að skilja að ég amist við list og hönnun, ég óttast bara að menn vanmeti ferðamenn og frumframleiðslugreinarnar. Eitt þarf ekki að útiloka annað - VEIÐUM MEIRA.


« Fyrri síða

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband