Leita í fréttum mbl.is

Vita ráðamenn almennt ekki á hverju þjóðin lifir?

Vitleysan veður of oft uppi í almennri umræðu og virðist sem æðstu ráðamenn þjóðarinnar telji það í sínum verkahring að halda hálfsannleik að almenningi. Ráðherra og þingmenn, s.s. formaður iðnaðarnefndar Skúli Helgason, hafa stigið fram og kynnt glænýja skýrslu sem á að sýna að svokallaðar skapandi greinar velti meira en sjávarútvegur og landbúnaður samanlagt.

Í skýrslunni er sagt að umræddar skapandi atvinnugreinar hafi í fyrra velt 191 milljarði króna. Í gögnum Hagstofunnar kemur fram að fluttar hafi verið út sjávarafurðir fyrir rúmlega 200 milljarða króna. Ef ég man rétt verja íslensk heimli að meðaltali um 5% af tekjum sínum í kaup á innlendum landbúnaðarvörum. Allir ættu að sjá hversu vafasöm sú fullyrðing er að umræddar atvinnugreinar velti meiru en sjávarútvegur og landbúnaður. Í sjálfu sér eru þessar vangaveltur einnig algerlega tilgangslausar.

Mér finnst það nálgast geggjun að þjóð sem glímir við skort á gjaldeyri skuli ekki skoða það af meiri alvöru að sækja meira í endurnýjanlega fiskveiðiauðlind, sérstaklega í ljósi þess að ekki þarf að auka fjárfestingu að neinu marki og greinin nýtir innlenda framleiðsluþætti í miklu meira mæli en t.d. stóriðjan.

Ekki svo að skilja að ég amist við list og hönnun, ég óttast bara að menn vanmeti ferðamenn og frumframleiðslugreinarnar. Eitt þarf ekki að útiloka annað - VEIÐUM MEIRA.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Aðalsteinn Agnarsson

Þjóðarhagur kallar á frjálsar handfæra veiðar, sem leysa

fátæktar og atvinnu vanda Íslendinga, mætum á Austurvöll,

alla fimmtudaga kl.14.00, biðjum Alþingi að efna loforð

um frjálsar handfæraveiðar.

Aðalsteinn Agnarsson, 2.12.2010 kl. 00:05

2 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Er ekki eitthvað rangt við þessa hagfræði? Ég fæ þetta ekki til að ganga upp. Er ekki verið að margfalda veltu þeirra tekna sem koma vegna útflutningstekna þjóðarbúsins? Hvað er hægt að eyða sömu krónunni oft?

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 2.12.2010 kl. 00:09

3 Smámynd: Jón Valur Jensson

Góður Aðalsteinn. Mæta kl. 2 í dag! – Og góður Sigurjón!

Og ekki er ég fyrr farinn að slá þessu inn en Aðalsteinn sjálfur birtist hér sem bakrödd, í beinni útsendingu á Útvarpi Sögu og hvetur enn til þess sama.

En sannarlega tek ég undir með ykkur Jóhannesi, Sigurjón, að það er eitthvað gruggugt við þessa hagfræði. En allt er þarna eflaust til tínt, ekki bara listir og bókmenntir, heldur og útgáfa ósannindasnepla eins og ESB-fréttablaðsins, einnig DéVaffsins með sín furðulega mörgu kattalíf, ennfremur allar bíóferðir manna, eins og þær eru nú gjaldeyrissparandi, o.s.frv.

Jón Valur Jensson, 2.12.2010 kl. 10:03

4 Smámynd: Sigurður Grétar Guðmundsson

Þið virðist ekki skeyta um hvað er rétt og rangt í umfjöllun ykkar um framlag skapandi atvinnuvega. Í samanburðinum við sjávarútveg og landbúnað var skýrt tekið fram að þar var borið saman við veiðar á fiski og framlag búskapar, þar inni var ekki virðisaukinn sem skapast í vinnslustöðvunum og sölu afurðanna. En Sigurjón hikar ekki við a skrumskæla þetta  og segir að út hafi verið fluttar sjávarafurðir fyrir rúmlega 200 milljarða króna. Ég rengi það ekki en þessi samanburður var engan veginn við útflutningsverðmæti sjávarafurða  eða smásöluverð landbúnaðarafurða.

Og jábræður þínir Sigurjón eru ekki vandaðri að virðingu sinni en þú, fljótir að bíta á agnið. Fátt finnst mér eins ömurlegra við bloggið sem   þið sem skrumskælið umræðuna og látið rök lönd og leið.

Sigurður Grétar Guðmundsson, 2.12.2010 kl. 11:02

5 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Sigurður Grétar, skrumskæling mín felst ekki í öðru en að vitna beint í gögn Hagstofu Íslands.

Annars er þessi samanburður eins og ég bendi á um veltu skapandi greina og þeirra sem eru þá líklegast minna skapandi, algerlega tilgangslaus.

Sigurjón Þórðarson, 2.12.2010 kl. 11:16

6 identicon

Heilir og sælir; Sigurjón - og aðrir gestir þínir, jafnan !

En; þar sem Sigurður Grétar Lagnafrömuðurinn knái, úr Þorláks höfn, hefir svo góðar tengingar, inn í Stjórnarráð Íslands, ætti hann að geta gefið okkur upp, raunverulega ástæðu fyrir því, hvers vegna þau Jóhanna og Steingrímur, og hirð þeirra, gera allt; sem þau geta, til þess að drabba niður atvinnulífið, í landinu.

Fyrir skömmu; ákváðu forvígismenn Auðbjargar ehf - og Atlants humars ehf, í heima byggð Sigurðar Grétars, að segja upp 40 manns, til lands og sjávar, uppsögn; hver óþörf hefði verið, næðu útvegsmenn og fiskverkendur, að standa saman, gegn reglugerða grautum Hafrannsóknastofnunar, á landsvísu - og iðka veiðar og vinnzlu, upp á þann máta, sem tíðkast hafði, fyrir upptöku fisk veiðikvótans, á sínum tíma.

Það er; með ólíkindum, að annar eins dugnaðarforkur, sem Sigurð ur Grétar, skuli hengja sinn klakk, á kviktré dusilmennanna, suður í Reykjavík, með þeim hætti, sem alkunnur er.

Mætti halda; að sá ágæti drengur, Sigurður Lagnafrömuður, hafi gengið í björg úrræða leysisins, algjörlega - hver svo sem; ástæð an geti verið, fyrir því. 

Með beztu kveðjum; sem áður og fyrri, úr Árnesþingi /

Óskar Helgi   

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 2.12.2010 kl. 12:42

7 Smámynd: Sindri Karl Sigurðsson

Fyrir utan að setja fram tekjur eingöngu en ekki niðurstöðu kredit og debit. Það er líka alveg hægt að efast um að "hinar skapandi greinar" geti staðið einar og sér.

Hjákátlegt og sorglegt að fletta textavarpinu núna og sjá frétt þar sem listamenn eru að fara fram á að komast á fjárlög (undir rós) og síðan næsta frétt á eftir: "Heimahjúkrun barna hætt"!

Held að lagnirnar hans Sigurðar, eins og ég hef gaman af því að lesa pistlana um þær, séu stíflaðar á æðstu stöðum.

Sindri Karl Sigurðsson, 2.12.2010 kl. 19:37

8 Smámynd: Hreinn Sigurðsson

Þessi flökkusaga eða brandari sem ég hef stundum rekist á útskýrir líklega að einhverju leyti hvernig menn fá það út að skapandi greinar velti svona miklu.

Það kom forríkur maður í lítið sveitaþorp í Englandi bókaði svítuna á sveitahótelinu í viku. Hann borgaði 1000 pund í fyrirframgreiðslu.

Hóteleigandinn varð mjög ánægður og borgaði húsgagnasmiðnum 1000 pund sem hann skuldaði honum.

Húsgagnasmiðurinn varð mjög ánægður og borgaði kaupmanninum 1000 pund sem hann skuldaði honum.

Kaupmaðurinn varð mjög ánægður og borgaði píparanum 1000 pund sem hann skuldaði honum.

Píparinn varð mjög feginn og borgaði þorpshórunni 1000 pund sem hann skuldaði henni (hún var búin að hóta að rukka konuna hans) Þorps hóran varð mjög ánægð og borgaði hóteleigandum 1000 pund sem hún skuldaði honum fyrir herbergi til að stunda sína vinnu.

Svo kom Ameríkaninn niður í lobbíið og sagðist vera hættur við að vera í þorpinu og hóteleigandinn endurgreiddi honum 1000 pund.

Allir voru nú skuldlausir og ánægðir.

Hreinn Sigurðsson, 2.12.2010 kl. 20:08

9 identicon

Skemmtilegar umræður hér á síðunni, eins og vænta mátti. Ég er nú ekki háskólagenginn og þess utan lífeyrisþegi og því ætti ég nú varla að leyfa mér að opna skoltinn um þetta eða annað af málefnum stundarinnar. Hitt er annað mál, að inn í mitt ferkantaða höfuð er svolítið erfitt að koma því heim og saman að þessar greinar, sem frú Kolbrún Halldórsdóttir er í forsvari fyrir afli svo mikilla tekna fyrir þjóðarbúið, sem hún vill meina að þær geri. Mér sýnist að mest af þeirri veltu, sem þessar greinar skapa, séu til komnar frá skattpeningum þjóðarinnar. Reyndar krafðist hún þess í kvöldfréttum RÚV að þau framlög yrðu aukin stórlega og stýring þess hvernig þeim er varið yrði færð frá stjórnmálunum yfir til listafólksins sjálfs, sem er mál út af fyrir sig. En til þess að einhverjir peningar séu á ferðinni í þjóðfélaginu þarf að framleiða eitthvað sem einhver vill kaupa, þ.e. við þurfum að flytja út verðmæti, sem við fáum greitt fyrir inn í landið. Frú Kolbrún vildi gera sem minnst úr þeim verðmætum, sem t.d. sjávarútvegur skapar á móti því sem hún telur hinar skapandi greinar framleiða. Eftir því sem ég best veit og skil tölur Hagstofunnar, er útflutningur hinna skapandi greina ekki verulegur á móti t.d. sjávarafurðum. Annars er stór hættulegt að blanda sér í þessi mál, þar er nefnilega talsvert mikið til af heilögum kúm.

Þorkell Guðbrandsson (IP-tala skráð) 2.12.2010 kl. 21:24

10 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Lagiðst í smá rannsókn í dag þessi skyrsla verður ekki gefin út fyrr en í mars 2011 en þá verður hún skyldulesning til að geta fagnað því að við séum að bæta í undirstöður þjóðfélagsins. Skilst þó án þess að ég geti fullyrt að þetta sú meðal annars hringitónar síma sem leið til þess að 5% af veltu símans sé þarna inni síðan framlög ríkis og sveita til þessara greina sem sagt skattarnir okkar. Fer þá að skilja betur hagfræðina á bak við að skatta okkur út úr kreppunni. En skyrslan er ekki komin út enn og ekki á vef ráðuneytisins því miður

Jón Aðalsteinn Jónsson, 2.12.2010 kl. 21:25

11 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Þetta var ansi góð dellusaga en það er talsverður sannleikur í henni. 

Já þetta með heilögu beljurnar og furður textavarpsins þá er nauðsynlegt að taka þessi mál til umræðu og vera tilbúinn að taka á sig skvettur en umræðan er fyrir löngu farin út í algjöra vitleysu og vitleysan búin í fræðilegan búning. Það sem mér finnst undarlegast er að margir sem hafðir eru í hávegum í ráðandi fjölmiðlum, komast upp með að tala niður til framleiðslugreinanna.

Það verður spennandi að fylgjast með útkomu skýrslunnar en mér segir svo hugur að útkoma hennar muni frestast þar til að Tónlistarhúsið í höfninni verði opnað með mikilli viðhöfn.

Sigurjón Þórðarson, 2.12.2010 kl. 23:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband