Bloggfærslur mánaðarins, október 2010
31.10.2010 | 21:55
Bjarni Benediktsson illur
Afar lítið hefur farið fyrir formanni Sjálfstæðisflokksins síðustu mánuðina og ef ekki væri fyrir hnyttna Staksteina fyrrum formanns í Morgunblaðinu væri flokkurinn algerlega forystulaus.
Mér þótti því sæta miklum tíðindum að heyra Bjarna Benediktsson illan í skapi í kvöldfréttum RÚV yfir því að ráðalaus ríkisstjórn vildi eitthvað trufla hann og ráðfæra sig við hann. Reiði formanns Sjálfstæðisflokksins má eflaust rekja til þess að Bjarni hefur þegar á hólminn er komið engar tillögur í farteskinu aðra en þá að hengja sig á tillögur SA og ASÍ. Hann er jafn ráðalaus og ríkisstjórnin. Tillögur Bjarna og aðila vinnumarkaðarins ganga víst meira og minna út á það að sömu aðilar geri nákvæmlega það sama og fyrir hrun, þ.e. viðhalda óbreyttu fjármálakerfi, kvótakerfi og fari í stóriðjuframkvæmdir.
Vandinn er bara að þessi kerfi eru hrunin og ekki er á lausu fjármagn til þess að fara í stóriðjuna.
20.10.2010 | 09:11
ASÍ vill að sægreifarnir haldi áfram að braska ótruflaðir
Sjómannasamband ASÍ undir forystu Sævars Gunnarssonar er farið að láta til sín taka. Ekki er ASÍ að taka á því að sjómenn á smábátum séu án kjarasamnings - Nei nú beitir ASÍ sér alfarið gegn auknum veiðum sjómanna vegna þess að þær geta mögulega skert hagsmuni sægreifanna sem leigja frá sér sameiginlega auðlind þjóðarinnar.
ASÍ hefur verið sátt við leigu sægreifanna á aflaheimildum og að afrakstur af vinnu sjómanna fari meira og minna í að greiða vexti af kaupum á aflaheimildum. Núna er ASÍ hins vegar afar ósátt við að ríkið þ.e. eigandinn sjálfur leigi frá sér heimildir og hyggst beita sér af hörku gegn því.
Aðalatriðið fyrir þjóðina er að gefið verði stóraukið frelsi til fiskveiða en því fylgir aukin verðmætasköpun og mætti með því koma í veg fyrir hrynu uppsagna m..a. heilbrigðiskerfinu.
Er nema von að spurt sé hvers konar rugl sé í gangi þanra í ASÍ?
Ráðherra í stríð við sjómenn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
17.10.2010 | 22:53
Stríð sem byggir á þvælu
Evrópusambandið hefur haft í hótunum við Íslendinga vegna deilna um veiðar makríl. María Damanaki sjávarútvegsstjóri hefur haft í hótunum við Íslendinga og sagt þá ásamt Færeyingum bera ábyrgð á því að veiðin fari fram úr vísindaráðgjöf Alþjóða Hafrannsóknarráðsins (ICES) með meintri hættu fyrir makrílstofninn.
Evrópusambandið byggir málflutning sinn og röksemdir algerlega á ráðgjöf ICES. Nú er það svo að Evrópusambandið og sérstaklega Bretar ættu að vita manna best að ráðgjöf ICES er ekki upp á marga fiska enda gengur hún í berhögg við viðtekna vistfræði. Það er auðvitað fáheyrð vitleysa hjá ICES að horfa á hverja fisktegund fyrir sig og halda því fram að hún lifi sjálfstæðu lífi í samræmi við Excel útreikninga og það án þess að nokkuð tillit sé tekið til annarra fisktegunda sem hún er í samkeppni við um fæðu eða þá fæðuframboðs.Ráðgjöf ICES gengur meira og minna út á að veiða minna til að geta veitt meira seinna en gallinn er að þetta seinna kemur ekki og meintur ofveiðivandi vex eftir því sem fiskveiðiflotinn minnkar!
Það ætti að vera algerlega augljóst að ráðgjöf ICES við nýtingu á uppsjávarstofnum í Atlantshafinu hefur reynst kolröng. Á síðustu árum hefur verið farið eftir ráðgjöf ICES við nýtingu á loðnustofninum, kolmunastofninum og norsk íslenska síldarstofninum. Allir þessir stofnar þar sem farið hefur verið í einu og öllu eftir ráðgjöfinni eru í mikilli lægð. Makríllinn er hins vegar í gríðarlegri uppsveiflu þrátt fyrir að veitt hafi verið vel ríflega umfram ráðgjöf ICES. Þetta segir í raun allt sem segja þarf um áreiðanleika aðferða ICES.
Stofnstæðrarmælingar fiskistofna eru almennt mörgum óvissuþáttum háðar s.s. ákvörðun náttúrulegs dauða og eðlilegt að efast um áreiðanleika niðurstöður stofnmælinga. Reyndar er það svo að stofnstærðarmælingar á makríl eru enn meiri óvissu háðar en á öðrum uppsjávarfiskum þar sem að hann hefur ekki sundmaga og sést mjög illa á bergmálsleitartækjum. Stofnstærðarmælingar á makríl byggja meira og minna á vafasömum mælingum á hrygningarstofni makrílsins út frá fjölda eggja fisksins í svifi sem gerðar eru vel að merkja á þriggja ára fresti!
Umræða þingmanna um makrílinn hefur verið mjög kúnstug en Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra gaf fiskinum nýlega íslenskan ríkisborgarétt á meðan einn af reyndari þingmönnum þjóðarinnar lýsti því yfir að fiskurinn væri rotta hafsins. Almenn trú virðist vera á því að nauðsynlegt sé að veiða verði makrílinn í miklum mæli vegna þess að hann éti í gríð og erg frá og lundanum öðrum nytjastofnum. Séð er ofsjónum yfir öllu því sem makríllinn hámar í sig á sama tíma og almenn gleði ríkir yfir því þegar þorskurinn og ýsan kemst í nákvæmlega sama æti s,s, sandsílið. Sú spurning er verðug hvers vegna makrílrökin gilda ekki þegar ákveða þarf að auka þorskveiðar eða ýsuveiðar við strendur landsins? Íslensk stjórnvöld eru í þeirri stöðu að ekki er með nokkru móti verjanlegt að halda áfram í blindni með veiðiráðgjöf sem byggir á einfaldri reiknisfiskifræði og hvað þá að standa í deilum við Evrópusambandið sem grundvallast meira og minna á algjöri þvælu.
17.10.2010 | 22:47
A battle built on bullshit - Grein í Fishing News
Influential Conservative MEP Struan Stevenson has built himself a strong reputation for taking up arms on behalf of the fishing industry and British fishermen. As part of his support for British fishermen, he has fought a tough battle against allowing Iceland and our neighbours in the Faroe Islands to exploit stocks of mackerel that are present in our waters in huge amounts.
Struan Stevenson bases his arguments entirely on ICES advice. British fishermen should know better than anyone else that ICES advice isnt worth much, especially as it breaks all the rules of accepted ecological principles.
It is entirely ridiculous that ICES should treat each species as a separate entity, as if each species lives a life separate that fits comfortably onto an Excel spreadsheet, without taking into consideration that each species competes with others either for fed or as feed for other species.
ICES advice is based on the dogma that we should catch less so as to be able to catch more later. The problem is later never comes and the overfishing myth becomes more pressing as the fishing fleet becomes smaller.
It should be obvious to any thinking fisherman that ICES advice on the exploitation of pelagic species in the North Atlantic is entirely wrong.
In recent years, ICES advice on fishing for capelin, blue whiting and Atlanto-Scandian herring have been followed. All
of these stocks that have been fished according to the advice are now at a low point
On the other hand, mackerel is showing a vigorous growth, in spite of having been fished significantly beyond ICES
recommendations. This tells us everything we need to know about the reliability of the methodology used by ICES.
The stock assessment methods used by fisheries directorates are generally subject to considerable margins of error,
such as the difficulties of establishing a true rate of natural mortality. This means that there should be significant doubts about the validity of stock assessment results.
In fact, assessment of mackerel is even less reliable than other species as it has no swim bladder and therefore is
extremely difficult to locate using acoustic methods.
Stock assessment of mackerel is based largely on doubtful surveys of the mackerel spawning stock, made on the basis of
a survey every three years to examine the amount of drifting mackerel eggs.
If Struan Stevenson wants to see some real progress on behalf of Scottish fishermen, then he might be better off
demanding a thorough audit of ICES recommendations and put aside, at least for the moment, the dispute that is based on complete bullshit from ICES.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.10.2010 | 11:01
Höfuðborgarblaðið gefur út Reykjavíkurblað
Fréttablaðið ber þess augljós merki að vera orðið nokkurs konar héraðsfréttablað Höfuðborgarsvæðisins og skipar sér þar í flokk með ekki ómerkari blöðum en Feyki á Sauðárkróki og Hellunni á Siglufirði. Héraðsfréttablöð hafa þann háttinn á að fjalla nær eingöngu um atburði sem eiga sér stað innan héraðs og svo þá sem snerta héraðsbúa sem beinum hætti. Við þessu er í sjálfu sér ekkert að segja, Fréttablaðið er eins og það er.
Ólíkt kollegum sínum á Feyki og Hellunni hefur Ólafur Þ. Stephensen ritstjóri Fréttablaðsins í Reykjavík ákveðið að fara í stríð gagnvart utanhéraðsmönnum. Í leiðara helgarblaðsins hvetur ritstjórinn Guðbjart Hannesson til þess að fara í algerlega vanhugsaðan niðurskurð á heilbrigðisþjónustu utan Reykjavíkur. Ég man satt best að segja ekki til þess að hafa heyrt þess getið að ritstjórarnir á Hellunni eða Feyki þau Albert og Guðný, hafi hvatt til þess að hætt yrði við glæpsamlega dýrt tónlistarhús í Reykjavík eða þá að vel á annað þúsund heilbrigðisstarfsmönnum verði sagt um í Reykjavík en það er sá fjöldi sem samsvarar hlutfallslega fækkun starfsmanna á Heilbrigðisstofnuninni Sauðárkróki, ef fjárlagafrumvarpið verður samþykkt.
Svo undarlegt sem það nú er, þá er gefið út vikulega sérstakt Reykjavíkurblað með Fréttablaðinu en það sem þar bar hæst var að borgarstjórinn okkar Jón Gnarr væri maður vonarinnar hygðist beita sínum kröftum að því að jafna aðstöðu katta og hundaeigenda!
Það væri óskandi að ritstjóri Fréttablaðsins liti nú aðeins út fyrir túnfótinn og áttaði sig á því að helsta vonin til gjaldeyrissköpunar þjóðarinnar sé að veita meira atvinnufrelsi út í hinar dreifðu byggðir og stórauka með því sókn í nytjastofna Íslendinga.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
8.10.2010 | 21:36
Opinn fundur Frjálslyndra í Húsinu - laugardaginn 9. október
Opinn Fundur verður haldin á vegum Frjálslynda flokksins nk. laugardag þann 9. október kl. 13, í Húsinu að Höfðatúni 12, Reykjavík.
1. Sigurjón Þórðarson formaður Frjálslynda flokksins mun ræða um stjórnmálaástandið og leiðir út úr kreppunni.
2. Ásta Hafberg varaformaður Frjálslynda flokksins mun ræða um hversu gríðarlega mikilvægt sé að mótmæla þeirri ætlan stjórnvalda að setja heimilinn á hausinn.
3. Finnbogi Vikar Guðmundsson mun fjalla um sjávarútvegsmál - sáttanefndina, skuldir og afskriftir útgerðarinnar.
3. Almennar umræður
Allir velkomnir
Frjálslyndi snýr aftur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
6.10.2010 | 10:49
Vinkonan Ingibjörg Sólrún og Skagfirðingar
Með fjárlagafrumvarpinu birtist ný stefnumótun stjórnvalda sem felur í sér að íbúar hinna dreifðu byggða fá stórskerta heilbrigðisþjónustu. Ný stefna stjórnarflokkanna hefur hvergi verið rædd eða þá farið í gegnum hvort sparnaður á t.d. Blönduósi eða Sauðárkróki verði ekki einungis til þess að kostnaður aukist á öðrum stað í heilbrigðiskerfinu. Sömuleiðis hefur ekki verið farið málefnalega yfir það hvernig ætlaður sparnaður muni færast á sjúklinga og verði þá mögulega til aukins samfélagslegs kostnaðar þegar heildardæmið er gert upp.
Ég er viss um að mörgum Skagfirðingum leikur, líkt og mér, forvitni á að vita um afstöðu stjórnarþingmanna landsbyggðarinnar til þeirrar nýju stefnu Guðbjarts Hannessonar að grafa sérstaklega undan heilbrigðisþjónustu í héraði. Það var því með ákveðinni eftirvæntingu sem ég opnaði grein Ólínu Þorvarðardóttur í héraðsvefnum Feykir.is undir fyrirsögninni Þverbrestur þingsins og vænti þess að fá fram afstöðu þingmannsins til þess máls sem brennur á Skagfirðingum. Ekki var því að heilsa að Ólína greindi frá sínum sjónarmiðum í blóðugum niðurskurði, heldur taldi hún sig eiga það brýnasta erindi við íbúa Norðurlands vestra að skýra í löngu máli frá því hvers vegna hún vildi koma vinkonu sinni Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur hjá því að standa reikningsskil gjörða sinna fyrir landsdómi.
Löng og vandræðaleg varnargrein Ólínu á þessum tímapunkti sýnir svo ekki verður um villst hversu sjálfmiðaðir þingmenn Samfylkingarinnar eru og eiga erfitt með taka á málum vegna vafasamrar fortíðar forystunnar, hvort sem það er skuldavandi heimila eða til að sýna sanngirni og skynsemi við niðurskurð á ríkisútgjöldum.
5.10.2010 | 22:14
Steingrímur J. nú er ekki tími til að velta vöngum skoða eða ræða málin
Nú er tími raunverulegra aðgerða en ekki innihaldslausra kaffiboða með stjórnarandstöðunni eða einhvers meiningarlauss tals um samráð.
Vandi Steingríms J. og Jóhönnu Sigurðardóttur er að þau hafa lofað Alþjóðagjaldeyrissjóðnum að gera ekkert frekar til aðstoðar skuldsettum heimilum eða minni fyrirtækjum. Steingrímur hefur reynt að kjafta sig út úr loforðinu og sagt að um sé að ræða misskilning en hefur ekki skýrt það frekar í hverju sá misskilningur sé fólgin.
Á Næstu klukkustundum þarf stjórnin að gera það upp við sig hvort að hún ætli að efna loforðið við AGS og senda stóran hluta af íslenskum heimilum í þrot eða þá koma fram með raunverulegar aðgerðir íslenskum heimilum til bjargar.
Ef að ríkisstjórnarflokkarnir velja þá ófæru að efna sín heit við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn þá mun örugglega fjölga á Austurvellinum með tilheyrandi látum.
Heldur fjölgar á Austurvelli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
4.10.2010 | 20:36
Jóhanna Sigurðardóttir kennir fjölmiðlum um
Jóhanna Sigurðardóttir virðist standa í þeirri meiningu að óvinsældir ríkisstjórnarinnar sé fjölmiðlum um að kenna en ekki því að hún er að gera það nákvæmlega það sama og spilltar ríkisstjórnir Framsóknar og Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks. Sama leyndin ræður ríkjum, sama dekrið við spillt sérhagsmunaöfl og auðmenn. Ríkisstjórnin vill festa á í sessi kerfi sem hafa komið þjóðinni um koll s.s. kvótakerfið í sjávarútvegi. Í ofan á lagt greiðir ríkisstjórnin veg þeirra sem settu landið á hausinn með afskriftum á meðan íslensk heimili eru sett á hausinn.
Í kvöld þurfti Jóhanna Sigðurðardóttir að gefa þjóðinni vítamín þar sem greint yrði frá framtíðarsýn og beinum tillögum um hvað skuli gera en því var ekki að heilsa. Jóhanna setti gamla og þreytta plötu á fóninn, rétt eins og Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins.
Vík til hliðar ef það hjálpar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggvinir
- Helga Þórðardóttir
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Jens Guð
- Hallgrímur Guðmundsson
- Ásta Hafberg S.
- Jóhann Elíasson
- Aðalheiður Ámundadóttir
- Óskar Helgi Helgason
- Georg Eiður Arnarson
- Óskar Þorkelsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Baldvin Jónsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Ragnheiður Ólafsdóttir
- Hallur Magnússon
- Sigurður Þórðarson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Katrín
- Þarfagreinir
- Samtök sjálfstæðra í sjávarútvegi
- Frjálslyndi flokkurinn í Eyjafirði
- Hallgrímur Óli Helgason
- Jón Kristjánsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Jón Valur Jensson
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Kjartan Eggertsson
- Halla Rut
- Ingólfur Þór Guðmundsson
- Grétar Pétur Geirsson
- Guðrún Þóra Hjaltadóttir
- J. Einar Valur Bjarnason Maack
- ragnar bergsson
- Bjarni Harðarson
- Rannveig Þorvaldsdóttir
- Sigurður Sigurðsson
- Eiríkur Guðmundsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- erlahlyns.blogspot.com
- Agný
- Guðjón Ólafsson
- Einar Ben
- Jón Aðalsteinn Jónsson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Gunnar Freyr Hafsteinsson
- Ólafur Ragnarsson
- Guðrún Magnea Helgadóttir
- Ólafur Björn Ólafsson
- Halldór Jónsson
- Elvar Atli Konráðsson
- Kristján H Theódórsson
- Guðjón Sigþór Jensson
- Helgi Már Barðason
- Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir
- Víðir Benediktsson
- Valgerður Sigurðardóttir
- Jens Sigurjónsson
- Vestfirðir
- Sigurður Ásbjörnsson
- Jón Magnússon
- Viðar Friðgeirsson
- Axel Jóhannes Yngvason
- Svava S. Steinars
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Quackmore
- Árni "Gamli" Einarsson
- Haukur Már Helgason
- Þóra Guðmundsdóttir
- Heiða Þórðar
- Steingrímur Ólafsson
- Vefritid
- Ársæll Níelsson
- S. Einar Sigurðsson
- Rannveig H
- Gísli Gíslason
- Bjarni Kjartansson
- Steingrímur Helgason
- Fiðrildi
- Baldur Fjölnisson
- Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
- Linda Lea Bogadóttir
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Hanna
- Sverrir Stormsker
- Ottó Marvin Gunnarsson
- gudni.is
- Einar Vignir Einarsson
- Hákon Unnar Seljan Jóhannsson
- Valgerður Halldórsdóttir
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Fríða Björk Einarsdóttir
- Jóhann Kristjánsson
- Oddur Helgi Halldórsson
- Guðrún Jóna Gunnarsdóttir
- María Harðardóttir og Þorsteinn Narfason
- Grétar Rögnvarsson
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Róbert Guðmundur Schmidt
- Steinn Hafliðason
- Landssamband ungra frjálslyndra
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Þórir Aðalsteinsson
- Vilborg Traustadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Sævar Einarsson
- Ketilás
- Ómar Pétursson
- Eyþór Grétar Grétarsson
- FF
- Jón Þór Bjarnason
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Vilhjálmur Árnason
- Alexander Kristófer Gústafsson
- Róbert Tómasson
- Landvernd
- ThoR-E
- Haraldur Baldursson
- Sigurður Jón Hreinsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- busblog.is
- Sigríður Inga Sigurjónsdóttir
- Himmalingur
- Svanhildur Karlsdóttir
- Gísli Birgir Ómarsson
- Árni Árnason
- Grétar Mar Jónsson
- Perla
- Ingunn Guðnadóttir
- Irma Þöll
- Skattborgari
- Gulli litli
- Jón Snæbjörnsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Sigríður Elfa Eyjólfsdóttir
- Mál 214
- Bullukolla
- kreppukallinn
- hreinsamviska
- Arinbjörn Kúld
- Orgar
- Guðjón Baldursson
- Gunnar Þór Gunnarsson
- Hörður B Hjartarson
- Gunnar Björn Björnsson
- Haraldur Hansson
- Þórólfur S. Finnsson
- Birna Steingrímsdóttir
- Gestur Guðjónsson
- Jónas Rafnar Ingason
- Stríða
- Götusmiðjan
- Brynja skordal
- Haraldur Bjarnason
- Guðmundur Óli Scheving
- Ásta
- Markús frá Djúpalæk
- Jörundur Garðarsson
- MIS
- Þorsteinn H. Gunnarsson
- Björn Júlíus Grímsson
- S Kristján Ingimarsson
- Bryndís Haraldsdóttir
- Þórður Björn Sigurðsson
- Magnús Kristjánsson
- Bergur Sigurðsson
- Guðrún Ólafía Brynleifsdóttir
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Ólafía Herborg Jóhannsdóttir
- Heimssýn
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Óskar Arnórsson
- Sigurbjörn Svavarsson
- Árni Davíðsson
- Lúðvík Lúðvíksson
- Árelíus Örn Þórðarson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Jakob Þór Haraldsson
- Guðrún Katrín Árnadóttir
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- L.i.ú.
- Rafn Gíslason
- Vilhjálmur Sveinn Björnsson
- Samtök Fullveldissinna
- Vaktin
- Arnar Guðmundsson
- Lárus Baldursson
- Sveinn Elías Hansson
- Þórarinn Baldursson
- Kjartan Magnússon
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Berglind Steinsdóttir
- Bjarney Vigdís Ingimundardóttir
- BJÖRK
- Björn Emilsson
- Dagný
- Dominus Sanctus.
- Friðgeir Sveinsson
- Guðmundur Ásgeirsson
- Guðmundur Pálsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Högni Snær Hauksson
- Inga Sæland Ástvaldsdóttir
- Jón Þórhallsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Ragnar Stefán Rögnvaldsson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Samstaða þjóðar
- Sigurður Ingólfsson
- Stefán Júlíusson
- Sumarliði Einar Daðason
- Sveinn Björnsson
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Úrsúla Jünemann
- Valdimar H Jóhannesson
Tenglar
Mínir tenglar
- Losnað við pestina Þetta hefur reynst mér vel við að losna við allar pestir þá 5 mánuði sem ég hef reynt immiflexið
- Ginseng Hér fæ ég kraftinn
- Frjálslyndi flokkurinn Vill breyta kvótakerfinu
- Ungmennasamband Skagafjarðar Ég er formaður
- Hér kaupi ég tölvudótið Ódýrt og gott
Sjávarútvegsmál
- Hafró Stofnunin þar sem ákveðið er hversu mikið má veiða
- Landssamband íslenskra útvegsmanna LÍÚ
- Landssamband smábátaeigenda LS
- Jörgen Niclasen Formaður Fólkaflokksins í Færeyjum
- Helgi Áss Grétarsson Sérfræðingur í HÍ á vegum LÍÚ
Fréttamiðlar
- Al Jazeera Gefur Bandaríkjamönnum engin grið
- BBC BBC
- Börsen Dönsk fjármálasíða
- Seðlabankinn Musteri Davíðs
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 108
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 60
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Myndaalbúm
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Janúar 2024
- Apríl 2023
- Október 2022
- Október 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Janúar 2019
- Apríl 2018
- Desember 2017
- Október 2016
- Ágúst 2016
- Janúar 2016
- Nóvember 2015
- Nóvember 2014
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Desember 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007