Leita í fréttum mbl.is

Jóhanna Sigurðardóttir kennir fjölmiðlum um

Jóhanna Sigurðardóttir virðist standa í þeirri meiningu að óvinsældir ríkisstjórnarinnar sé fjölmiðlum um að kenna en ekki því að hún er að gera það nákvæmlega það sama og spilltar ríkisstjórnir Framsóknar og Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks.  Sama leyndin ræður ríkjum, sama dekrið við spillt sérhagsmunaöfl og auðmenn. Ríkisstjórnin vill festa á  í sessi kerfi sem hafa komið þjóðinni um koll s.s. kvótakerfið í sjávarútvegi. Í ofan á lagt greiðir ríkisstjórnin veg þeirra sem settu landið á hausinn með afskriftum á meðan íslensk heimili eru sett á hausinn. 

Í kvöld þurfti Jóhanna Sigðurðardóttir að gefa þjóðinni vítamín þar sem greint yrði frá framtíðarsýn og beinum tillögum um hvað skuli gera en því var ekki að heilsa. Jóhanna setti gamla og þreytta plötu á fóninn, rétt eins og Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins.

 

 


mbl.is Vík til hliðar ef það hjálpar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Vanhæfar druslur!

Sigurður Haraldsson, 5.10.2010 kl. 00:39

2 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Ef það er hægt að væna fjölmiðla um eitthvað er það frekar undirlægjuháttur við stjórnvöld. Fjölmiðlar hafa staðið sig einstaklega illa í málefnalegri umfjöllun um störf og getuleysi stjórnvalda. Oftar en ekki hafa mikilvægar upplýsingar um störf stjórnarinnar komið fyrst fram á bloggsíðum og jafn vel verið til umfjöllunar þar um nokkurn tíma áður en fjölmiðlar hafa tekið við sér. Má þar til dæmis nefna samskipti stjórnvalda við AGS og ýmis vafasöm loforð sem stjórnvöld hafa gefið þeirri stofnun án samráðs við þingið!

Gunnar Heiðarsson, 5.10.2010 kl. 19:56

3 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Annað dæmi má nefna. Þegar dómur hæstaréttar um lögmæti gengistryggðra lána féll í vor, átu fjölmiðlar allar upplýsingar stjórnvalda hráar, án allra athugasemda og byrtu, án þess að skoða málið frekar. Eftir dóm Hæstaréttar í haust, um vexti þessara lána, byrtust sama daginn tvær fréttir um hve stór hluti lánasafnanna væri vegna einstaklinga. Tvær misnundi tölur komu fram í þessum fréttum og munaði ekki nema um 40 miljörðum á milli þeirra. Allir fjölmiðlar byrtu þessar fréttir án nokkurra athugasemda!!

Gunnar Heiðarsson, 5.10.2010 kl. 20:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband