Leita í fréttum mbl.is

Steingrímur J. nú er ekki tími til að velta vöngum skoða eða ræða málin

Nú er tími raunverulegra aðgerða en ekki innihaldslausra kaffiboða með stjórnarandstöðunni eða einhvers meiningarlauss tals um samráð. 

Vandi Steingríms J. og Jóhönnu Sigurðardóttur er að þau hafa lofað Alþjóðagjaldeyrissjóðnum að gera ekkert frekar til aðstoðar skuldsettum heimilum eða minni fyrirtækjum.  Steingrímur hefur reynt að kjafta sig út úr loforðinu og sagt að um sé að ræða misskilning en hefur ekki skýrt það frekar í hverju sá misskilningur sé fólgin.

Á Næstu klukkustundum þarf stjórnin að gera það upp við sig hvort að hún ætli að efna loforðið við AGS og senda stóran hluta af íslenskum heimilum í þrot eða þá koma fram með raunverulegar aðgerðir íslenskum heimilum til bjargar.

Ef að ríkisstjórnarflokkarnir velja þá ófæru að efna sín heit við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn  þá mun örugglega fjölga á Austurvellinum með tilheyrandi látum.


mbl.is Heldur fjölgar á Austurvelli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Skil ekki hvernig þú ætlast til að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn sé að setja einhver skilyrði gagnvart einstaklingum fremur en stórbröskurunum sem settu allt á hvolf.

Við verðum að gera okkur fyllilega grein fyrir því að bönkunum er stýrt af últra hægrimönnum. Þeir vilja gjarnan fá frjálsari hendur og að koma vinstri stjórninni sem fyrst frá. Verð að dást að þessu mikla úthaldi Steingríms og Jóhönnu að láta ekki duglitla stjórnarandstöðu setja sig út af laginu.

Mótmælin sem þarna voru í gær einkenndust meir af skrílslátum en friðsamlegum mótmælum eins og tíðkuðust undir frábærri stjórn Harðar Torfasonar. Hann átti mikinn þátt í því að halda aftur af reiðinni enda segir Jón Vídalín í postullu sinni reiður maður er vitlaus. Enda á reiður maður sem ekki getur stjórnað sér lengur ekkert erindi hvorki í ræðustól né Austurvöll. Hann er líklegur að verða sér til skammar og vansa.

Í gær var n.k. „herútboð“ meðal Heimdellinga. Þeir vildu m.a. mótmæla „aðförinni“ að Geir Haarde og boðuðu um 1400 þátttöku á Fésbók. Voru það ekki þeir sem komu klyfjaðir matvælum að kasta í þinghúsið? Ekki gerir svangur maður það, svo er víst. Og fyrrum klámbúllueigandi við Austurvöll? Hann léði magnara- og hátalarakerfi til að baula betur á Alþingi. Telst þetta normalt ástand?

Mosi

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 5.10.2010 kl. 22:43

3 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Sæll Sigurjón

Auðvitað met eg Ögmund mikils en hver stjórnar fjölmiðlunum? Og hverjir stjórna bönkunum?

Mér fannst það móðgun við útsendingu á stefnuræðu forsætisráðherra að brugðið var mjög oft myndum frá mótmælendum á Austurvelli, forsætisráðherra og aðrir þingmenn í ræðustól jafnvel sýndir í smáramma meðan  brugðið var myndum af reiðum mótmælendum sem létu hátt. Ljóst er, að þessi mótmæli snérust upp í skrílslæti. Segir það ekki mikið þegar fjöldinn allur af rúðum voru brotnar í þinghúsinu, ráðist að ráðherrabílum og öðru? Þetta gerðist ekki eins gróft í fyrri mótmælum en þá beindist reiðin að þeim ráðmönnum sem áttu þátt í hvernig fór.

Umræðunum var lokið fyrir kvöldfréttatíma sjónvarps og hefði þá auðvitað verið rétti tíminn og vettvangurinn að greina frá þessum mótmælum.

Hægri menn eru greinilega mjög umhugað að grafa undan ríkisstjórninni. Þeir vilja auka sem mest glundroðann í samfélaginu. Þeir vilja steypa þjóðinni út í nýjar kosningar og hver skyldi valmöguleikinn vera? Erum við lslendingar ekki ansi nálægt því að sitja uppi með ástand sem var ríkjandi í Þýskalandi kringum og eftir 1930? Þá var gríðarleg ólga í samfélaginu, sannkölluð gróðrarstía fyrir lýðskrumara og öfgamenn einkum á hægri væng stjórnmálanna sem á fólskulegan hátt náðu að sölsa völdin í samfélaginu á vafasaman hátt undir sig.

Hver kandídatinn er fyrir hinn íslenska Adolf sem býðst þá til að leiða þjóðina út úr vandanum eða öllu heldur fara með hana til andskotans, skal ósagt látið.

Sá sem hyggst kasta grjóti í þinghúsið, ætti að svara fyrir: er þinghúsið ekki meira virði í þágu lýðræðís en það þinghús sem nasistar brenndu á sínum tíma? Alla vega er sá sem kastar grjóti ekki mikill karl í mínum augum, hann er aumkunarverður.

Vonandi átta sig sem flestir á hættunni sem nú steðjar að þjóðinni - hættunni frá hægri!

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 5.10.2010 kl. 23:37

4 identicon

Hafið það hugfast að ef að vinstri-stjórnin fær að koma frumvarpi sínu   umfjölmiðlastofu í gegn má leggja alla fjölmiðla niður þar sem ríkið verður komið með"ritskoðunarskrifstofu"...

Ögmundur ersíðan ekkimerkilegtplagg endagerirhannlítið annaðenaðgagnrýnaþá erhéldusömustefnu oghannkeyrði í   opinberum lífeyrissjóði semvarVERRI íbruðli ogyfirbyggingu enallirhinir tilsamans.

Hörmungur sagði svo af sér í Heilbrigðisráðuneytinu þar sem hann stóð frammi fyrir pólitísku sjálfsmorði (uppsögnum ríkisstarfsmanna) og bar  fyrir sig Ice-Save.                                                            Endurkoma hans, n.b. án nokkurra breytinga né funda í Ice-Save deilunni kemur hann aftur inn....

Ekki er það merkilegt kerti sem að felur sig í skjóli ef einhverju spáir öðru en logni.....

Óskar Guðmundsson (IP-tala skráð) 6.10.2010 kl. 00:02

5 Smámynd: Kjartan Sigurgeirsson

Ég vona Guðjón að þér hafi ekki verið svona illt þegar skríllinn gargaði á Geir Haarde.  Sá var munurinn að núna er fólk farið að finna fyrir aðgerðarleysi stjórnvalda og veit jafnvel ekki hvar fjölskyldan á að sofa næstu nótt.  Að mínu viti hefði aldrei átt að hleypa Jóhönnu Sigurðardóttur í ræðustól til að æla eina ferðina enn meiningar- og ráðaleysi sínu yfir þjóðina.

Það er rétt Sigurjón þjóðin hefur engan tíma til að bíða eftir því að þau Jóhanna og Steingrímur klári úr kaffibollunum

Kjartan Sigurgeirsson, 6.10.2010 kl. 00:05

6 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Ef einhver er lýðskrumari þá er það Steingrímur sem lofaði andstöðu við AGS og Evrópusambandið, gagnsæi, slá skjaldborg um heimilin, standa vörð um velferðina, taka á spillingunni og bankaspilinu.......................

Allir vita hverjar efndir Steingríms hafa verið.

Sigurjón Þórðarson, 6.10.2010 kl. 00:05

7 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Það skilur himinn og haf mótmælin fyrir tveim árum og nú. Í dag er það ekki eingöngu þeir sem eru að mótmæla siðleysi bankanna heldur einnig grjótharðir íhaldsmenn sem mæta á jeppunum með fullt af grjóti.

Því miður er það ekki mikil skynsemi að fara húsavillt. Af hverju er ekki mótmælt í bönkunum? Þar er rétti vettvangurinn ekki þar sem þingið er.

Í dag vinnur ríkisstjórn markvisst eftir aðgerðaáætlun. Fyrir tveim árum var ekkert gert fyrr en allt var orðið of seint.

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 6.10.2010 kl. 00:36

8 Smámynd: Magnús Ágústsson

Guðjón Sigþór Jensson,

 skoðaðu þetta

http://mbl.is/mm/frettir/sjonvarp/?play=1;media_id=51871&ref=fprenningur

ég sé bara venjuleg reiða Íslendinga sem eru að gefast upp á aðgerðarleisinu 

ég var bara svo heppin að eiga fyrir farinu út 

Magnús Ágústsson, 6.10.2010 kl. 01:56

9 Smámynd: Kjartan Sigurgeirsson

 Getur ekki verið Guðjón að þessir "grjóthörðu íhaldsmenn" sem þú talar um séu komnir í þrot og við það að missa allt sitt ásamt mannorðinu vegna aðgerðarleysis þessa duglitla flokks sem þú virðist þurfa að verja, Það er nokkuð hetjulegt af þér, þið eruð ekki margir.

Alveg dæmigert að benda á bankana, það er alveg saklaust þetta lið sem afhenti bankana án nokkurra kvaða um að það þurfi að leysa vanda heimilanna.  Það er að vísu rétt, manni verður flökurt að horfa á fulltrúa bankanna koma fram í fjölmiðlum og fullyrða að þeir séu boðnir og búnir til að taka á hvers manns vanda.  Það er bara þannig að þegar á hólminn er komið var þinn vandi bara þessi sem fellur utan við mjög rúma björgunaráætlun bankans.

Fyrst þú veist svona mikið um hjálpræði ríkisstjórnarinnar, þá getur þú eflaust frætt mig og allan fáfróðan almúgann um af hverju svona fáir hafa notfært sér þessi úrræði.  Ég er verulega hissa á því.  Miðað við fjöldann sem hefur mætt á mótmælin undanfarna daga er ekkert samræmi í  því.

Kjartan Sigurgeirsson, 6.10.2010 kl. 08:39

10 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Auðvitað var stórslys að afhenda bankana kröfuhöfum. En með Neyðarlögunum haustið 2008 var þessi stefna tekin, því miður. Megintilgangur þeirra var að koma í veg fyrir að bankakerfið hryndi algjörlega og reyna að bjarga því sem bjargað var.

Eðlilegra hefði verið að bankarnir væru gerðir gjaldþrota eins og líklega hefði verið æskilegra. En ríkisstjórn Geirs Haarde mat ástandið að þessi leið væri betri. Við erum bundnir henni og ríkisstjórnin er bundin henni.

Í ljós hefur komið að ofurlaunin tíðkast enn í bönkunum þar hefur ekkert breyst. Bankarnir sýna viðskiptavinum sínum ótrúlegt misrétti. Af hverju er verið að afskrifa gríðarlega háar fjárhæðir hjá auðmönnum en gengið óvenjuhart gegn þeim sem minna mega sín?

Kjartan: verð því miður að vísa þér beint á Umboðsmann skuldara sem þekkir þessi mál manna best. Það á aldrei að fara í milliliði ef maður veit að betri upplýsingar fást annars staðar.

Góðar stundir

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 7.10.2010 kl. 12:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband