Leita í fréttum mbl.is

Vinkonan Ingibjörg Sólrún og Skagfirđingar

Skagfirđingar sem og margir íbúar landsbyggđarinnar eru í áfalli eftir ađ fjárlagafrumvarp Steingríms J. Sigfússonar var lagt fyrir ţingiđ. Niđurskurđi ríkisins á heilbrigđisţjónustu er einkum ćtlađ ađ bitna á starfsemi í hinum dreifđu byggđum og ţá sérstaklega mikilvćgri heilbrigđisţjónustu. Hér í Skagafirđinum er ćtlunin ađ minnka fjárframlög nćsta árs um 30% ţrátt fyrir ađ stofnunin hafi mátt ţola umtalsverđa skerđingu í ár. Svipađa sögu er ađ segja af sambćrilegum stofnunum hringinn í kringum landiđ; heilbrigđisstofnuninni á Húsavík er ćtlađ ađ skera niđur um 40%, heilbrigđisstofnuninni á Ísafirđi um 18% og Húnvetningar mega ţola umtalsverđan niđurskurđ ţriđja áriđ í röđ.  

Međ fjárlagafrumvarpinu birtist ný stefnumótun stjórnvalda sem felur í sér ađ íbúar hinna dreifđu byggđa fá stórskerta heilbrigđisţjónustu. Ný stefna stjórnarflokkanna hefur hvergi veriđ rćdd eđa ţá fariđ í gegnum hvort sparnađur á t.d. Blönduósi eđa Sauđárkróki verđi ekki einungis til ţess ađ kostnađur aukist á öđrum stađ í heilbrigđiskerfinu. Sömuleiđis hefur ekki veriđ fariđ málefnalega yfir ţađ hvernig ćtlađur sparnađur muni fćrast á sjúklinga og verđi ţá mögulega til aukins samfélagslegs kostnađar ţegar heildardćmiđ er gert upp.

Ég er viss um ađ mörgum Skagfirđingum leikur, líkt og mér, forvitni á ađ vita um afstöđu stjórnarţingmanna landsbyggđarinnar til ţeirrar nýju stefnu Guđbjarts Hannessonar ađ grafa sérstaklega undan heilbrigđisţjónustu í hérađi. Ţađ var ţví međ ákveđinni eftirvćntingu sem ég opnađi grein Ólínu Ţorvarđardóttur í hérađsvefnum Feykir.is undir fyrirsögninni Ţverbrestur ţingsins og vćnti ţess ađ fá fram afstöđu ţingmannsins til ţess máls sem brennur á Skagfirđingum. Ekki var ţví ađ heilsa ađ Ólína greindi frá sínum sjónarmiđum í blóđugum niđurskurđi, heldur taldi hún sig eiga ţađ brýnasta erindi viđ íbúa Norđurlands vestra ađ skýra í löngu máli frá ţví hvers vegna hún vildi koma vinkonu sinni Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur hjá ţví ađ standa reikningsskil gjörđa sinna fyrir landsdómi.
Löng og vandrćđaleg varnargrein Ólínu á ţessum tímapunkti sýnir svo ekki verđur um villst hversu sjálfmiđađir  ţingmenn Samfylkingarinnar eru og eiga erfitt međ taka á málum vegna vafasamrar fortíđar forystunnar, hvort sem ţađ er skuldavandi heimila eđa til ađ sýna sanngirni og skynsemi viđ niđurskurđ á ríkisútgjöldum.  

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband