Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2010

Nauðsynlegt að taka á fjárglæframönnunum

Það er vaxandi skilningur á málstað og stöðu Íslands eftir að forsetinn hefur flutt mál sitt óhikað og af festu. Ástæðan fyrir því að ríkisstjórnin hefur haldið svo illa á málum er sú að margir innanbúðarmenn tengjast málum með beinum hætti, blekkingarleik stjórnvalda á fyrri stigum þar sem verið er að breiða yfir stöðuna, og svo að margir áhrifamenn í stjórnmálum hafa verið á fóðrum hjá fjárglæframönnunum.

Við þurfum að fara yfir veikleikana í okkar stöðu sem eru augljóslega að ef umheimurinn á að sýna okkur skilning verðum við að taka á fjárglæframönnunum sem hafa komið þjóðinni í koll, hvort sem það eru Björgólfur Thor með Icesave, Illugi Gunnarsson með Sjóð 9, þeir sem fóru með tryggingasjóð Sjóvár og Milestone svo einhver dæmi séu nefnd.

Það gengur ekki heldur upp að Samfylkingin ætli að halda áfram að skipa í áhrifastöður innan bankakerfisins fólk sem hefur óhreint mjög í pokahorninu, s.s. nýr forstjóri Bankasýslunnar og nýr stjórnarformaður Íslandsbanka

Ég hef aldrei verið talsmaður harðra refsinga en það gengur ekki að ætlast til þess að okkur verði sýndur einhver skilningur ef hér er ekki augljóst réttarríki.


mbl.is Gylfi: Stjórnin frá ef Icesave fellur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mun Össur Skarphéðinsson segja sig úr breska Verkamannaflokknum?

Í dag bar það til tíðinda að breskir ráðherrar Verkamannaflokksins hótuðu íslensku þjóðinni í kjölfar þess að Ólafur Ragnar Grímsson, forseti lýðveldisins, ákvað að leyfa þjóðinni að ákveða hvort hún undirgengist afarskilmála Breta í Icesave-málinu. Össur Skarphéðinsson, félagi í breska Verkamannaflokknum, deildi réttlátri reiði samflokksmanna sinna í Bretlandi í garð forsetans og neitaði að fara með honum í fyrirhugaða heimsókn til Indlands eftir nokkra daga.

Hingað til hefur Össur ekki vílað fyrir sér að leggja land undir fót þótt ferðafélagarnir hafi verið ótíndir fjárglæframenn, s.s. ferðalög með auðrónunum til Indónesíu og Arabíu - en núna er Össur kallinn orðinn of fínn fyrir forsetann okkar.

Ríkisstjórnin hafði í dag einstakt tækifæri til þess að íhuga að fara yfir stefnu sína í Icesave-málinu, breyta um kúrs og ganga í takt við þjóðina sem hefur m.a. ofboðið að ríkisstjórnin skuli veita þeim sem stofnuðu til Icesave-reikninganna sérstakan skattaafslátt til atvinnuuppbyggingar á sama tíma og mörg hundruð milljóna króna álögur eru lagðar á íslensku þjóðina.

Össur hefði getað notað tækifærið og skilað inn flokksskírteininu í breska Verkamannaflokknum.  Aldrei er að vita nema fýlan renni af honum og hann sjái sitt óvænna á morgun.


mbl.is Fundur hafinn í Ráðherrabústaðnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dramadrottningar ríkisstjórnarinnar

Leiðtogar ríkisstjórnarflokkanna hafa verið duglegir að láta í veðri vaka að von sé á pólitísku gjörningaveðri ef forsetinn vill ekki skrifa upp á óútfylltan Icesave-víxil Breta. Þetta hafa innyflin úr Samfylkingunni búið í fræðilegan búning í háskólanum og í formi fréttaskýringa á fjölmiðlunum.

Hvað er það sem breytist raunverulega við það að forsetinn neiti að skrifa undir? Það er ekki annað en það að lögin frá því í lok ágúst taka gildi og þau eru að því leytinu frábrugðin að þau eru með greiðsluþak upp á að mig minnir 350 milljarða kr. Mér fannst sú ábyrgð sem Ísland tók á sig þar gríðarlega rausnarleg ef tekið er mið af stærð þjóðarinnar, ábyrgð Breta á reikningunum og að peningarnir komu að öllum líkindum aldrei til landsins heldur fóru að stórum hluta í misviturlegar fjárfestingar í Bretlandi.

Nú er Dagur, sem hefur verið á framfæri útrásarliðsins, að kvarta yfir því að forsetinn afgreiði ekki í hvelli það að afnema alla öryggisventla á því að ábyrgðin verði ekki meiri en 350 milljarðar kr. Ef eitthvað hefur skaðað hina svokölluðu endurreisn Íslands er það það hvað Samfylkingin er flækt í spillinguna og á bágt með að sjá aðalatriðin. Hún getur þess vegna ekki gengið hreint til verks.


mbl.is Kann að hafa skaðað Ísland
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sigríður Ingibjörg vonbrigði þingsins

Ég batt á sínum tíma ákveðnar vonir við Sigríði Ingibjörgu Ingadóttur eftir að hún sagði af sér í bankaráði Seðlabanka Íslands í október 2008 og sagðist í prófkjöri standa fyrir hugrekki og heiðarleika. Í prófkjörsbaráttu lýsti hún yfir miklum stuðningi við Evu Joly og krafðist þess að glæponarnir í útrásinni þyrftu að svara fyrir gjörðir sínar og skila ránsfengnum áður en lífskjör þjóðarinnar yrðu skert.

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir.

Eftir að Sigríður Ingibjörg er sest á þing vill hún endilega greiða upp Icesave-skuldbindingar glæponanna með skattfé komandi kynslóða - og það löngu áður en gengið er eftir fé glæponanna, enda er ekki byrjað á því. Ekki er nóg með það, heldur vill hún líka, rétt eins og restin af Samfylkingunni, veita þeim sérstakan skattaafslátt til nýrrar atvinnusóknar á Keflavíkurflugvelli.

Sigríður er varaformaður félags- og tryggingamálanefndar og sem slík mælti hún með samþykkt frumvarps um sérstakar afskriftir kúlulána undir því yfirvarpi að þar með væri tekið á skuldavanda heimilanna. Í ofanálag innihélt frumvarpið þá karamellu að þau sem nutu afskriftanna fengu sérstakan skattaafslátt. Þór Saari náði að koma í veg fyrir óbreytt frumvarp með því að láta afturkalla afsláttinn og uppskar mikla óánægju ójafnaðarmanna á þinginu, s.s. Ólínu Þorvarðardóttur og Unnar Brár Konráðsdóttur.

Í kvöld fer hin heiðarlega Sigríður fram á það við forseta lýðveldisins að hann verði sama afgreiðslumaskínan og hún sjálf er orðin eftir skamma dvöl á þingi og afgreiði án umhugsunar lög sem hæglega geta svipt Íslendinga efnahagslegu sjálfstæði sínu.


Fleiri en Svavar sem nenna ekki

Ólíkt nokkrum þingmönnum stjónarliðsins s.s. Ólínu Þorvarðardóttur, þá hefur Björn Valur Gíslason aldrei haft fyrir því eða nennt að kynna sér ólík sjónarmið við stjórn fiskveiða. Þetta áhugaleysi skipstjórans kom mér nokkuð á óvart þar sem að hann kemur úr byggðalagi sem hefur orðið illa úti vegna niðurskurðar á aflaheimildum. Það kom mér því ekkert sérstaklega á óvart hann nennti ekkert frekar en Svavar Gestsson að liggja of lengi yfir Icesave-málinu sl. sumar og drifi sig þess í stað á sjóinn. 

Ég hef því mikinn skilning á því að Björn Valur Gíslason varaformaður fjárlaganefndar Alþingis botni ekkert í því að forsetinn vilji fara vel yfir mál sem getur svipt þjóðina efnahagslegu sjálfstæði.


mbl.is Segir forsetann taka undarlegan pól í hæðina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband