Leita í fréttum mbl.is

Sigríður Ingibjörg vonbrigði þingsins

Ég batt á sínum tíma ákveðnar vonir við Sigríði Ingibjörgu Ingadóttur eftir að hún sagði af sér í bankaráði Seðlabanka Íslands í október 2008 og sagðist í prófkjöri standa fyrir hugrekki og heiðarleika. Í prófkjörsbaráttu lýsti hún yfir miklum stuðningi við Evu Joly og krafðist þess að glæponarnir í útrásinni þyrftu að svara fyrir gjörðir sínar og skila ránsfengnum áður en lífskjör þjóðarinnar yrðu skert.

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir.

Eftir að Sigríður Ingibjörg er sest á þing vill hún endilega greiða upp Icesave-skuldbindingar glæponanna með skattfé komandi kynslóða - og það löngu áður en gengið er eftir fé glæponanna, enda er ekki byrjað á því. Ekki er nóg með það, heldur vill hún líka, rétt eins og restin af Samfylkingunni, veita þeim sérstakan skattaafslátt til nýrrar atvinnusóknar á Keflavíkurflugvelli.

Sigríður er varaformaður félags- og tryggingamálanefndar og sem slík mælti hún með samþykkt frumvarps um sérstakar afskriftir kúlulána undir því yfirvarpi að þar með væri tekið á skuldavanda heimilanna. Í ofanálag innihélt frumvarpið þá karamellu að þau sem nutu afskriftanna fengu sérstakan skattaafslátt. Þór Saari náði að koma í veg fyrir óbreytt frumvarp með því að láta afturkalla afsláttinn og uppskar mikla óánægju ójafnaðarmanna á þinginu, s.s. Ólínu Þorvarðardóttur og Unnar Brár Konráðsdóttur.

Í kvöld fer hin heiðarlega Sigríður fram á það við forseta lýðveldisins að hann verði sama afgreiðslumaskínan og hún sjálf er orðin eftir skamma dvöl á þingi og afgreiði án umhugsunar lög sem hæglega geta svipt Íslendinga efnahagslegu sjálfstæði sínu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Ef þetta er skærasta ljósið  í jólatréseríu  Samfylkingarinnar ætti að fá rafvirkja til að yfirfara hana.

Sigurður Þórðarson, 3.1.2010 kl. 23:03

2 identicon

Heill og sæll Sigurjón, æfinlega !

Um leið; og ég vil þakka þér, fyrir að fletta ofan af þessarri konu, á svo myndrænan hátt, vil ég taka undir, með Sigurði bróður þínum, einnig.

Langt er um liðið; síðan ég sá Sigríði Ingibjörgu þessa út - og er ég þó ekki, sá manngleggsti, svo sem.

Með beztu kveðjum /

Óskar Helgi Helgason

 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 4.1.2010 kl. 00:01

3 Smámynd: Gunnar Skúli Ármannsson

Sæll Sigurjón,

í raun finnst mörgum frammistaða stjórnarinnar á svipuðum nótum. Það er nokkuð ljóst að töluverð vonbrigði eru með núverandi ríkisstjórn. Hugsanlegt er að væntingar þjóðarinnar hafi verið allt of miklar. Það var mikill hugur í þjóðinni og von um nýtt Ísland s.l. vor. Kannski lofuðu frambjóðendur of miklu fyrir kosningarnar eða kannski á bara að efna kosningaloforðin í lok kjörtímabilsins.

Ég tel að núverandi ríkisstjórn eigi sér von ef hún snýr sér að kosningaloforðunum. Sérstaklega ef Samfylkingin áttar sig á því að það var eingöngu lítil póstkosning á sínum tíma sem koma þeim í þessa ESB vegferð.

Gunnar Skúli Ármannsson, 4.1.2010 kl. 10:52

4 Smámynd: Fannar frá Rifi

Elítan innan Samfylkingarinnar vill í ESB. Það er búið að heilaþvo margan flokksmanninn um ESB. Flokkurinn hefur lagt allt kapp, alla von og öll loforð á það að ESB bjargi hér öllu. því fyrr sem menn gera sér grein fyrir því að Samfylkingin er flokkur sem gerir allt fyrir ESB aðild, því fyrr geriði ykkur grein fyrir að allt tal þingmanna og annara flokksfélaga innan samfylkingarinnar í öllum öðrum málum er bull.

tökum dæmi: til hvers að breyta stjórnarskránni á þá veru að fiskurinn í sjónum sé sameign þjóðarinnar þegar lög esb eru henni æðri og fella úr gildi sameignar ákvæðið?  Eina sem gæti haldið kvótanum í íslenskum höndum innan ESB væri að gera hann að einkaeign með sama hætti og jarðnæði er. sorry að ég segi þetta en einhver þarf að opna fyrir ykkur augun svo þið áttið ykkur á því hvaða sori þetta er sem þið hrósið oft á tíðum í tengslum við umræðu um sjávarútvegsmál. 

Fannar frá Rifi, 4.1.2010 kl. 11:23

5 Smámynd: Árni Gunnarsson

Hvað sem þessari tilteknu ljóstýru líður Siggi þá er full þörf á afvirkja til að glæða ljósin í seríunni allri. Undarlegt þegar það er vitað að minn ágæti vinur Birgir Dýrfjörð fyrrv. þinglóðs Alþýðuflokksins og varaþingmaður er rafvirkjameistari.

Árni Gunnarsson, 4.1.2010 kl. 15:35

6 Smámynd: Baldur Hermannsson

Vinstri menn valda alltaf vonbrigðum. Við skulum ekki flækja einföld mál að óþörfu. Reglan er þessi:

Vinstri menn valda alltaf vonbrigðum.

Baldur Hermannsson, 4.1.2010 kl. 16:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband