Leita í fréttum mbl.is

Dramadrottningar ríkisstjórnarinnar

Leiðtogar ríkisstjórnarflokkanna hafa verið duglegir að láta í veðri vaka að von sé á pólitísku gjörningaveðri ef forsetinn vill ekki skrifa upp á óútfylltan Icesave-víxil Breta. Þetta hafa innyflin úr Samfylkingunni búið í fræðilegan búning í háskólanum og í formi fréttaskýringa á fjölmiðlunum.

Hvað er það sem breytist raunverulega við það að forsetinn neiti að skrifa undir? Það er ekki annað en það að lögin frá því í lok ágúst taka gildi og þau eru að því leytinu frábrugðin að þau eru með greiðsluþak upp á að mig minnir 350 milljarða kr. Mér fannst sú ábyrgð sem Ísland tók á sig þar gríðarlega rausnarleg ef tekið er mið af stærð þjóðarinnar, ábyrgð Breta á reikningunum og að peningarnir komu að öllum líkindum aldrei til landsins heldur fóru að stórum hluta í misviturlegar fjárfestingar í Bretlandi.

Nú er Dagur, sem hefur verið á framfæri útrásarliðsins, að kvarta yfir því að forsetinn afgreiði ekki í hvelli það að afnema alla öryggisventla á því að ábyrgðin verði ekki meiri en 350 milljarðar kr. Ef eitthvað hefur skaðað hina svokölluðu endurreisn Íslands er það það hvað Samfylkingin er flækt í spillinguna og á bágt með að sjá aðalatriðin. Hún getur þess vegna ekki gengið hreint til verks.


mbl.is Kann að hafa skaðað Ísland
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Baldursson

Ólafur hefur tekið sér völd sem eru langt umfram fyrri forseta. Þessi völd verða ekki af honum tekin, nema með breytingu á stjórnarskránni.

Næsta spurning snýr að bretum og hollendingum. Ætla þeir að semja í þriðja skiptið við stjórn sem, í þessu máli í það minnsta, er algerlega umboðslaus ? Hver sest niður í þriðja sinn til að semja um bílverð... hver sættir sig við það að tala við fulltrúa bíleiganda sem semur við kaupandann algerlega án umboðs ?

Haraldur Baldursson, 5.1.2010 kl. 13:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband