Leita í fréttum mbl.is

Steingrímur J. gaf fólki falskar vonir

Það var aumt að horfa upp á Steingrím J. í Kastljósinu sem gat engan veginn gefið skýringar á viðsnúningi sínum. Það lítur út sem hann hafi lyppast niður. Samningsstaðan er nákvæmlega sú sama núna og var fyrir kosningar og sömuleiðis áður en hann komst í ríkisstjórn og þess vegna er hann mjög ótrúverðugur. Helsti veikleiki Íslands í Icesave-stöðunni er að ríkisstjórn Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks tryggði allar innistæður Íslendinga í fjársvikabönkunum og þess vegna er harla erfitt lagalega séð í ljósi EES-samnings að meðhöndla sparifjáreigendur útibúa sömu banka ólíkt eftir löndum.

Íslensk stjórnvöld hafa hegðað sér ákafalega óskynsamlega á umliðnum mánuðum. Í stað þess að útskýra gaumgæfilega fyrir umheiminum þá þröngu stöðu sem þjóðarbúið er í og að við getum aldrei staðið við skuldbindingar hafa íslensk stjórnvöld í og með látið eins og að ekkert hafi gerst, haldið áfram með tónlistarhúsið fyrir tugi milljarða og ekki lokað einu einasta sendiráði í útlöndum. Lánardrottnum Íslands er alls enginn hagur í því að Íslendingar skrifi undir samninga sem þeir geta alls ekki staðið við.

Flóttaleið Steingríms í málinu var helst að vísa til þess sem hann áður gagnrýndi harkalega og að öllum pappírum yrði vísað til þremenninganna í Skeifunni sem Alþingi réð til að yfirheyra sjálfa sig fyrir luktum dyrum þar sem valdir kaflar verða mögulega sendir til lögreglunnar. Ég er sannfærður um að það væri miklu nær að þær yfirheyrslur hefðu farið fram fyrir opnum tjöldum - með fullri virðingu fyrir þremenningunum og þeirra störfum - en það er nauðsynlegt til þess að sátt ríki í samfélaginu að fólk skynji að unnið sé að réttlæti.

Það lítur ekki vel út fyrir fólk sem stendur á Austurvelli með mótmælaspjöld að arkitektar hrunsins, s.s. Björgvin G. Sigurðsson, Tryggvi Þór Herbertsson og Jóhanna Sigurðardóttir, séu á fullum launum við að greiða úr málum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Baldursson

Það er sorglegt til að vita að óreyndur Bull-Shit-Artist eins og Svavar Gestsson sé sendur í ginið á hörðnuðum samningasérfræðingum UK og Hollands, líka með þau takmörk að mega ekki labba frá borðinu.

Haraldur Baldursson, 8.6.2009 kl. 21:44

2 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Haraldur, leyndin og þvælan í kringum "samninginn" er með ólíkindum "- hagkerfið komið í skjól næstu 7 árin og frábær árangur-"

Sigurjón Þórðarson, 8.6.2009 kl. 22:23

3 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Steingrímur telur í lagi að opinbera gögnin í málinu í haust, þ.e. eftir að Alþingi samþykkir þrælasamningana.

Ragnhildur Kolka, 8.6.2009 kl. 22:56

4 identicon

Já það er mikil fnikur af þessari stöðu sem þessi Ríkisstjórn er að koma okkur í.Við hljótum að fá þjóðaratkvæði um þessi mál,þannig á lýðræði virka.

Guðrún Hlín (IP-tala skráð) 8.6.2009 kl. 23:12

5 Smámynd: Guðmundur Óli Scheving

Sæll Sigurjón.

Ertu ekki að misskilja þetta eitthvað.

Hann hefur aldrei gefið neinar vonir hann hefur alltaf talað hlutina niður.

Verið á móti öllu.... eða þannig

Guðmundur Óli Scheving, 8.6.2009 kl. 23:18

6 Smámynd: Helga Þórðardóttir

Þetta er mjög góð færsla hjá þér.Það er svo hrikalega mikilvægt að opna augu almennings fyrir óréttlætinu sem er í gangi í þjóðfélaginu. Stjórnvöld breiða yfir með því að reyna að láta hlutina ganga sinn vana gang svo fólk geti haldið áfram að trúa á vitleysuna ,það er hluti af plottinu. Almenningur trúir að allt sé í lagi ef við höldum áfram að byggja tónlistarhús osfrv.þó það sé á lánum Það er það sem við kunnum þ.e. að taka lán. Þannig halda stjórnvöld lýðnum góðum. Við erum með stjórnvöld sem eru föst í gömlum vana og kunna ekki að horfa út fyrir rammann.

Helga Þórðardóttir, 8.6.2009 kl. 23:27

7 Smámynd: Gunnar Skúli Ármannsson

Sæll Sigurjón,

mjög góð færsla. Hvar var Jóhanna í dag. Var Steingrímur að tala um eitthvert smámál í dag. Hvers vegna erum við svona rosalegir aular? Eru ráðherrar algjörlega vanhæfir, hringja í gamlan vin og senda hann til London. Samfylkingafjölmiðlarnir skauta svo framhjá allri góðri blaðamennsku. Það er ekki gott útlitið.

Gunnar Skúli Ármannsson, 8.6.2009 kl. 23:45

8 Smámynd: Jón Baldur Lorange

Sæll Sigurjón, 

,,Falskar vonir" eru orðin sem sennilega ná best utan um gjörning Vinstri grænna og öll þeirra verk eftir kosningar. Þar hittirðu naglann á höfuðið. Sama má segja um stjórnmálamenn á undanförnum árum - þeir hafa gefið fólkinu ,,falskar vonir". Hrollkaldur sannleikurinn er að koma í ljós.

Jón Baldur Lorange, 9.6.2009 kl. 00:10

9 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Ragnhildur, það er allt eins líklegt þ.e. ef Steingrímur heldur áfram umpólunarferlinu að hann verði afhuga því opinbera gögnin í haust og telji það þá alls ekki tímabært.

Guðrún Hlín, Vg var á sínum tíma þ.e. fyrir örfáum vikum mikið fyrir þjóðaratkvæðagreiðslur m.a. um hvort ætti að sækja um aðild að ESB en nú er öldin önnur.

Guðmundur Óli, ég tók reynda eftir því að hann er farinn að skamma menn fyrir að vera ekki nógu jákvæða og bjartsýna á skuldafenið sem hann vill að þjóðin fari út í.

Helga, það eru mjög margir að átta sig og ýmsir að huga að því hvernig hægt er að forða sér og sínum héðan. Það er meira helvítið að hafa eingöngu stjórnmálamenn á þingi sem eru óhræddir við að slá risalán út um allar heimsins koppa grundir á sama tíma og þeir þora ekki að gefa fólkinu frelsi til þess að veiða með öngli.

Gunnar Skúli, já flokksþrælarnir eru viða og það mátti sjá á Smugunni að þeim leið hálfpartinn illa að fjalla um Icesavemótmælin en Æsseifið var jú eitur í beinum rétttrúaðra Vg-liða áður en vinirnir Svavar og Steingrímur J blessuðu dæmið.  Það var því mikil "himnasending" að fá hústökufólk að Fríkirkjuvegi 11.

Hvar er annars heilög Jóhanna ? 

Sigurjón Þórðarson, 9.6.2009 kl. 00:32

10 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Jón Baldur, það kæmi mér ekki á óvart ef að Vg liðaðist í sundur og þá kemur fleira til en ASG og falsið heldur einnig ESB umræðan sem er eitur í beinum margra.

Sigurjón Þórðarson, 9.6.2009 kl. 00:36

11 identicon

Datt einhverjum í hug að Steingrímur gæti valdið þessu djobbi... maðurinn er bara kjaftaskur, og Jóhanna erkiengill er heldur ekki hæf.
Í svona djobbi er einfaldlega ekki nóg að vera bara heiðarlegur

DoctorE (IP-tala skráð) 9.6.2009 kl. 09:12

12 Smámynd: Haraldur Baldursson

Það sem er einkennilegt, eins og þú bendir á Sigurjón, er það að bíða þurfi til hausts. Er það gert til að tryggja viðræðum um ESB aðild enn frekara skjól en orðið er. Mjög svo litaðir fjölmiðlar nægja sem sagt ekki lengur. Dæmið um að fríverslunarsamningur EFTA við Kanada var samþykktur 30.apríl á Kanada-þingi hefur enn ekki verið fjallað um í íslenskum fjölmiðlum.
Það er bókstaflega allt reynt og gert til að halda lýðnum einbeittum að því að ESB aðild sé eina lausnin. Þetta er skelfileg atburðarás sem Steingrímur J. Sigfússon er ábyrgur fyrir.

Haraldur Baldursson, 9.6.2009 kl. 10:06

13 Smámynd: Kjartan Magnússon

Ég held að þetta eigi alveg við:

http://pressan.is/Gulapressan/Mynd/fortidarvandinn/

Kjartan Magnússon, 11.6.2009 kl. 08:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband