Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2009
29.11.2009 | 23:31
Almenningur grípur til varna fyrir íslenska hagsmuni þegar Jóhanna og Steingrímur bregðast
Það var aldeilis uppi á þeim typpið, samstarfsmönnunum, í kosningabaráttunni í vor en eftir að þau voru komin í stjórn féll þeim allur ketill í eld. Þau hafa lyppast niður og eru tilbúin að taka á sig allar þær skuldbindingar sem útlendingar krefjast af framtíð Íslands. Þá er gott að vita til þess að fólk á götunni grípur til varna og skrifar Alþjóðagjaldeyrissjóðnum bréf til að útskýra þrönga stöðu landsins.
Ég vek athygli lesenda á síðu Láru Hönnu sem birtir bréf frá almennum borgurum til framkvæmdastjóra Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Ég vona að litlu þingmennirnir í Samfylkingu og Vinstri grænum fari nú betur yfir málið og spyrji sig þeirrar spurningar hvort leið þeirra Jóhönnu og Steingríms sé ekki algerlega ófær.
Það er ekki hægt að samþykkja Icesave-frumvarpið. Það er ekki flóknara en það.
28.11.2009 | 23:34
Forsetinn vill bæta fyrir gamalt slugs
Það er erfitt að átta sig á því hvers vegna Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir forseti Alþingis leggur ofuráherslu á að funda á kvöldin og um helgar til þess að koma Icesave-málinu í gegnum þingið. Sérstaklega þegar haft er í hugað að ekki á að fara að greiða af okurláninu fyrr en eftir nokkur ár og að sjálf Jóhanna Sigurðadóttir forsætisráðherra hefur fullyrt að landsmönnum beri ekki lagalega að taka á sig byrðarnar. Sömuleiðis hafa virtir fræðimenn greint frá því að nær útilokað sé að þjóðin standi undir því að greiða af skuldunum.
Ég hallast frekast að því að Ásta Ragnheiður sé að bæta upp fyrir gamalt slugs þegar hún gaf sér ekki nokkurn tíma til að pæla í skuldum heimilanna þar sem að hún var í góðu og skemmtilegu fríi.
Það er í sjálfu sér gott að vilja bæta fyrir gamlan slóðaskap en það verður þó að vera með einhverri forsjá.
Deildu um þingsköp | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
24.11.2009 | 15:41
Augljós árangur en samt spurning um líf eða dauða
Það var nokkuð mótsagnakennt viðtalið við forstjóra Hafró í gær á Stöð 2, en þar fullyrti stjórinn að uppbyggingastefnan hefði skilað árangri en samt mátti skilja á honum að allt færi í voða ef veiðar yrðu auknar eitthvað!
Nú er rétt fyrir þjóð sem stendur illa að fara yfir meintan árangur en hann hlýtur að mælast í magni aflans sem berst á land. Fyrir daga kvótakerfisins var aflinn að meðaltali ríflega 400 þúsund tonn.
Árið 1992 var aflinn kominn niður í 268 þúsund tonn.
Árið 2003 var aflinn kominn niður í 207 þúsund tonn.
Árið 2008 var aflinn kominn niður í 147 þúsund tonn.
Ef að ofangreindar tölur eru til vitnis um mikinn árangur - hvað eru þá mistök?
Í viðtalinu var sömuleiðis fullyrt að fiskurinn væri þyngri en áður en það stangast verulega á við nýjustu ástandsskýrslu Hafró en þar segir orðrétt:
2.1.2. Meðalþyngd og holdafar
Meðalþyngd þorsks eftir aldri hefur lækkað
verulega á síðustu árum og er undir meðaltali í
öllum aldursflokkum (töflur 3.1.2 og 3.1.3). Meðalþyngd
eftir aldri í afla hækkaði hinsvegar nokkuð
árið 2008 miðað við sögulega lága þyngd árið 2007.
23.11.2009 | 13:36
Femínistar fara offari
Ég er nýkominn af formannafundi ÍSÍ, þar sem aðalumræðan snérist um að hvernig ætti að standa standa vörð um æskulýðs- og ungmennastarf þegar þjóðin horfir fram á síharðnandi kreppu. Til upplýsingar þá eru skráðir iðkendur innan íþróttahreyfingarinnar 109 þúsund og flestir eru börn og unglingar, en skráðir félagsmenn eru tvöfalt fleiri. Vinnuframlag innan hreyfingarinnar er að stórum hluta unnið í sjálfboðavinnu. Hreyfingin á nú undir högg að sækja við að halda í fjárframlög frá hinu opinbera m.a. að tryggja fjárframlög í ferðasjóð sem nýtist fyrst og fremst börnum og ungmennum á landsbyggðinni.
Á fundinum kom einnig til umræðu 4 ára gömul heimsókn fjármálastjóra KSÍ á súlustað og þörf á að setja siðareglur í framhaldinu.
Ég vonast til þess að femínistar ætli ekki að notfæra sér súlumálið til þess að sverta íþróttahreyfinguna en með því væru þeir að grafa undan mikilvægu æskulýðsstarfi í landinu. Miklu nær væri fyrir femínista að bjóða ÍSÍ fram aðstoð við að semja siðareglur.
Femínistafélagið og samtök um Kvennaathvarf virðast vera mjög upptekin af því að tengja súlustaði við mansal þó svo að þær tengingar séu ekki alltaf mjög ljósar. Hitt er þó ljósara að eitthvað er um að íslenskar fjölskyldur hafi farið mjög illa út úr heimsóknum á súlustaði, þar sem að rænulitlir eiginmenn hafi misst kortin sín á flug og farið með fjárhag fjölskyldunnar. Þessar heimsóknir hafa orðið miklu hærri en reikningurinn sjálfur hefur hljóðað upp á, þar sem þær hafa leitt til skilnaða.
Ég vonast til þess að femínistar sjái að sér baráttu sinni og beini spjótum sínum í aðrar áttir en að barnastarfi.
Fordæma niðurstöðu stjórnar KSÍ | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (72)
18.11.2009 | 16:51
Guðfaðir hrunsins gefur Evrópusambandinu föðurleg ráð
Fyrrum forsætisráðherra Halldór Ásgrímsson - sá sem einkavinavæddi bankana og fiskimiðin, stóð fyrir umtalsverðri spillingu sem nú er til rannsóknar og hefur nánast komið þjóðinni á hausinn ásamt því að skaða orðspor þjóðarinnar þegar hann lýsti því yfir við annan mann að lýðveldið Ísland styddi innrásina í Írak - sér ástæðu til að vaða fram á ritvöllinn í blaði pólitísks bandamanns síns um árabil. Halldór kvótapabbi vill gefa Evrópusambandinu ráð um hvernig eigi að breyta fiskveiðistefnunni frá og með árinu 2013, og þá eigi að leita í smiðju norrænnar fiskveiðistjórnunar.
Í greininni er m.a. gefið í skyn að stefna Íslendinga og Færeyinga byggi á sömu grunngildum. Það er vitaskuld alrangt en ég er mest hissa á því að íslenska stjórnmálastéttin skuli ekki sjá til þess að fulltrúi nýja Framsóknarflokksins í norrænni samvinnu skuli ekki hafa hægt um sig.
15.11.2009 | 23:24
Hvar voru fjölmiðlarnir fyrir hrun?
Í Sprengisandi, þætti Sigurjóns M. Egilssonar, mátti í morgun heyra nokkra fjölmiðlamenn ræða um það hversu mjög fjölmiðlunum hefði hnignað frá hruninu, störfum hefði fækkað, blöð orðið þynnri og minna púður í fréttaskýringunum.
Ekki get ég verið sammála þessu þar sem umfjöllun fjölmiðla um skuldasöfnun, einkavinavæðingu, vafasama viðskiptahætti og spillinguna fyrir hrun einkenndist af andvaraleysi og meðvirkni, og margur fjölmiðlamaðurinn var nánast í klappliði. Á það sérstaklega við um blaðamenn viðskiptakálfanna.
Engin gagnrýnin umræða fékkst um kvótakerfið, sjávarútveginn eins og hann lagði sig og stöðugan samdrátt í veiðiheimildum, niðurskurð í aflaheimildum sem átti að skila sér í meiri afla seinna - en þetta seinna hefur aldrei komið.
Það er merkilegt að nú eftir hrunið skuli sumar fréttastöðvar, s.s. Stöð 2 og leiðari Moggans, halda áfram að rangtúlka og gera tortryggilegar örlitlar breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu í átt til þess að virða jafnræði borgaranna til að nýta sameiginlega auðlind.
Maður hefur vissan skilning á því að blekið skuli leka í þessa átt sérhagsmuna frá Davíð Oddssyni. Hann hefur sjálfur bent á að eigendur fjölmiðlanna hafi áhrif á efnistök og hann þarf sjálfur vafalaust að þjóna hagsmunum hins skulduga útgerðaraðals sem á blaðið sem hann stýrir, Morgunblaðið.
13.11.2009 | 17:33
Mikilvæg mæliskekkja fundin - Verða veiðiheimildir auknar?
Margir hafa furðað sig á þeirri hróplegu mótsögn, að á sama tíma og verið er að loka veiðisvæðum í gríð og erg vegna þess hversu hátt hlutfall smáfiskur er í veiðinni, að þá skuli Hafró mæla litla nýliðun í togararalli. Nýliðun er yngsti og minnsti fiskurinn sem er að koma inn í veiðina, en markmið skyndilokanna er einmitt að vernda minnsta fiskinn. Það að búið sé að setja Íslandsmet í skyndilokunum bendir eindregið til þess að nóg sé af smáfiski á Íslandsmiðum.
Ný og áhugaverð rannsókn vísindamannsins Haraldar Einarssonar gefa sterklega til kynna að eftir því sem þorskurinn er minni þeim mun minni líkur er á því að hann lendi í botnvörpunni, en orðrétt segir í frétt af rannsókninni.
Atferli þorsks er greinilega stærðarháð þar sem smáþorskur sleppur undir í mun meira mæli en stærri þorskur. Þorskur sem er rétt rúmlega 50 sm virðist hafa 50% líkur á því að sleppa undir eða lenda inn í vörpuna
Rannsóknin er gríðarlega mikilvæg, þar sem hún bendir eindregið til þess að togararallið sem notað er við stofnstærðarmat, vanmeti nýliðunina stórlega.
Fyrir stuttu staðfesti Hafró að við endurmat á síldarstofninum að þá stækkaði stofnmatið hressilega, eða um 25% . Það er rökrétt að ætla að framangreindar veiðarfærarannsóknir Hafró geti skýrt útskýrt framangreindar mótsagnir og verði til þess að veiðiheimildir verði stórlega auknar. Ekki veitir af.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
11.11.2009 | 22:56
Var Stöð 2 sigað af LÍÚ
Í kvöld var vægast sagt furðuleg umfjöllun í fréttum Stöðvar 2, um frumvarp sem felur í sér smávægilegar breytingar á fiskveiðilöggjöfinni. Fiskveiðilöggjöfin hefur verið afar umdeild og deilur staðið annars vegar um eignarétt á auðlindinni og hins vegar um vafasama fiskveiðiráðgjöf. Í stað þess að fréttamaður Stöðvar 2 setti málið í samhengi við hvort að málið kæmi á móts við jafnræði þegnanna og álit Mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna um brot á á atvinnuréttindum sjómanna, þá var lagabreytingin sett í samhengi við að Grétar nokkur Mar hefði keypt sér bát!
LÍÚ hefur tekið þá óskiljanlegu afstöðu að vera móti frumvarpinu þó svo að það feli ekki í sér að það sé verið að skerða nýtingarétt nokkurs félagsmanns LÍÚ. Útbreiðsla skötuselsins hefur breyst frá því að hann var illu heilli settur í kvóta en þá veiddist hann einungis fyrir Suðurlandi. Nú veiðist fiskurinn í miklum mæli fyrir norðan og vestan og er 1.000 tonna aukning aflaheimilda ætlað að mæta breyttu veiðimynstri. Með andstöðu sinni afhjúpast berlega að LÍÚ er að taka afstöðu með afar þröngum sérhagsmunum og á móti þjóðarhagsmunum. Tekjur þjóðarinnar af aflaaukningunni sem barist er gegn er vel á annan milljarð króna árlega og beinar tekjur ríkisins 240 milljónir. LÍÚ ætti að hafa ríkan skilning á að nauðsynlegt er að auka framleiðslu og tekjur ríkisins - nú þegar kúlulánaþegar bíða í röðum eftir afskriftum lána sinna.
Sjónarhorn Stöðvar 2 á þessu litla frumvarpi sem skilar þó dágóðri summu í þjóðarbúið er svo furðulegt að maður hlýtur að spyrja hvort að ágætur fréttamaður Stöðvar 2 hafi orðið fórnarlamb þess að vera sigað af þröngum sérhagsmunasamtökum.
Eitt er víst að ekki var um mjög gagnrýna og hvað þá upplýsandi fréttamennsku að ræða.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (21)
10.11.2009 | 23:48
Jákvæð maríuhænufet Jóns Bjarnasonar
Ég hef rennt í gegnum nýtt frumvarp sjávarútvegsráðherra um breytingu á stjórn fiskveiða. Þau örskref sem þar á að taka eru í jákvæða átt en þau eru ekki stór og ekki í nokkru samræmi við gleiðar yfirlýsingar sem Samfylking og Vinstri græn gáfu fyrir kosningar. Ef skrefin verða ekki stærri en þetta frumvarp gefur til kynna tekur það hundruð ára, jafnvel árþúsund, að leiðrétta óstjórn síðustu tveggja áratuga.
Þó svo að frumvarpið sé lítið í sniðum skilar það samt ríkissjóði 250 milljónum á ári og þjóðarbúinu ríflega milljarði. Þessi aukning er ekki á kostnað nokkurs eins og Friðrik Jón Arngrímsson virðist misskilja, heldur er um aukningu á veiðiheimildum að ræða.
Skrefið er, eins og þar stendur, örsmátt og getur varla talist til hænufets heldur miklu frekar maríuhænufets. Lítil þúfa veltir þó þungu hlassi.
8.11.2009 | 13:21
Dónakarlarnir og bankaþjófarnir
Í fréttatímum kalla almannasamtök á borð við femínistafélagið og áhrifamenn Vg s.s. Kolbrún Halldórsdóttir eftir ábyrgð og breyttri forgangsröðun lögreglu vegna kaupa kynlífsþjónustu. Það sem hefur hefur valdið miklu uppnámi er annars vegar að upp komst að starfsmaður KSÍ heimsótti strippbúllu fyrir 5 árum og hins vegar að nú hálfu ári eftir að kaup á vændi hafi verið gerð refsiverð að þá hafi enginn verið ákærður.
Í sömu fréttatímum er greint frá því að stjórnendur Glitnis hafi skotið undan að færa til bókar 140 milljarða skuld bankans og látið í veðri vaka að þeim hafi orðið á einhver óheppileg mistök á skráningu skulda bankans, svipað eðlis og óheppileg mistök sem urðu á skráningu á kaupum Birnu Einarsdóttur á hlutabréfum í Glitni. Lánið sem um ræðir og skotið var undan í bókhaldi bankans er ekki nein smá upphæð en ef henni væri deilt niður á hvert mannsbarn í landinu þá samsvarar hún nálægt hálfri milljón á hvern landsmann og slagar vel upp í útflutningsverðmæti sjávarafurða á árinu 2008.
Það er umhugsunarvert að á sama tíma og hluti fjórflokksins kallar eftir refsingum dónakarlanna þá sér enginn úr stjórnmálastéttinni ástæðu til að krefjast þess að þeir sem settu landið á hausinn með blekkingum og fjárglæfrum verði látnir sæta ábyrgð. Þeir sem lánuðu sjálfum sér án trygginga, stunduðu markaðsmisnotkun, bókhaldsblekkingar og misnotuðu lífeyris - og tryggingasjóði eru ekki settir í gæsluvarðhald heldur kallaðir í hugguleg viðtöl annað hvort í Kastljósinu eða rannsóknarnefndinni. Enginn veit hvað rannsóknarnefndin er að bauka enda frestaði hún útgáfu á boðaðri skýrslu nú í haust sem mögulega kemur út í febrúar.
Bloggvinir
- Helga Þórðardóttir
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Jens Guð
- Hallgrímur Guðmundsson
- Ásta Hafberg S.
- Jóhann Elíasson
- Aðalheiður Ámundadóttir
- Óskar Helgi Helgason
- Georg Eiður Arnarson
- Óskar Þorkelsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Baldvin Jónsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Ragnheiður Ólafsdóttir
- Hallur Magnússon
- Sigurður Þórðarson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Katrín
- Þarfagreinir
- Samtök sjálfstæðra í sjávarútvegi
- Frjálslyndi flokkurinn í Eyjafirði
- Hallgrímur Óli Helgason
- Jón Kristjánsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Jón Valur Jensson
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Kjartan Eggertsson
- Halla Rut
- Ingólfur Þór Guðmundsson
- Grétar Pétur Geirsson
- Guðrún Þóra Hjaltadóttir
- J. Einar Valur Bjarnason Maack
- ragnar bergsson
- Bjarni Harðarson
- Rannveig Þorvaldsdóttir
- Sigurður Sigurðsson
- Eiríkur Guðmundsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- erlahlyns.blogspot.com
- Agný
- Guðjón Ólafsson
- Einar Ben
- Jón Aðalsteinn Jónsson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Gunnar Freyr Hafsteinsson
- Ólafur Ragnarsson
- Guðrún Magnea Helgadóttir
- Ólafur Björn Ólafsson
- Halldór Jónsson
- Elvar Atli Konráðsson
- Kristján H Theódórsson
- Guðjón Sigþór Jensson
- Helgi Már Barðason
- Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir
- Víðir Benediktsson
- Valgerður Sigurðardóttir
- Jens Sigurjónsson
- Vestfirðir
- Sigurður Ásbjörnsson
- Jón Magnússon
- Viðar Friðgeirsson
- Axel Jóhannes Yngvason
- Svava S. Steinars
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Quackmore
- Árni "Gamli" Einarsson
- Haukur Már Helgason
- Þóra Guðmundsdóttir
- Heiða Þórðar
- Steingrímur Ólafsson
- Vefritid
- Ársæll Níelsson
- S. Einar Sigurðsson
- Rannveig H
- Gísli Gíslason
- Bjarni Kjartansson
- Steingrímur Helgason
- Fiðrildi
- Baldur Fjölnisson
- Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
- Linda Lea Bogadóttir
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Hanna
- Sverrir Stormsker
- Ottó Marvin Gunnarsson
- gudni.is
- Einar Vignir Einarsson
- Hákon Unnar Seljan Jóhannsson
- Valgerður Halldórsdóttir
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Fríða Björk Einarsdóttir
- Jóhann Kristjánsson
- Oddur Helgi Halldórsson
- Guðrún Jóna Gunnarsdóttir
- María Harðardóttir og Þorsteinn Narfason
- Grétar Rögnvarsson
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Róbert Guðmundur Schmidt
- Steinn Hafliðason
- Landssamband ungra frjálslyndra
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Þórir Aðalsteinsson
- Vilborg Traustadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Sævar Einarsson
- Ketilás
- Ómar Pétursson
- Eyþór Grétar Grétarsson
- FF
- Jón Þór Bjarnason
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Vilhjálmur Árnason
- Alexander Kristófer Gústafsson
- Róbert Tómasson
- Landvernd
- ThoR-E
- Haraldur Baldursson
- Sigurður Jón Hreinsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- busblog.is
- Sigríður Inga Sigurjónsdóttir
- Himmalingur
- Svanhildur Karlsdóttir
- Gísli Birgir Ómarsson
- Árni Árnason
- Grétar Mar Jónsson
- Perla
- Ingunn Guðnadóttir
- Irma Þöll
- Skattborgari
- Gulli litli
- Jón Snæbjörnsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Sigríður Elfa Eyjólfsdóttir
- Mál 214
- Bullukolla
- kreppukallinn
- hreinsamviska
- Arinbjörn Kúld
- Orgar
- Guðjón Baldursson
- Gunnar Þór Gunnarsson
- Hörður B Hjartarson
- Gunnar Björn Björnsson
- Haraldur Hansson
- Þórólfur S. Finnsson
- Birna Steingrímsdóttir
- Gestur Guðjónsson
- Jónas Rafnar Ingason
- Stríða
- Götusmiðjan
- Brynja skordal
- Haraldur Bjarnason
- Guðmundur Óli Scheving
- Ásta
- Markús frá Djúpalæk
- Jörundur Garðarsson
- MIS
- Þorsteinn H. Gunnarsson
- Björn Júlíus Grímsson
- S Kristján Ingimarsson
- Bryndís Haraldsdóttir
- Þórður Björn Sigurðsson
- Magnús Kristjánsson
- Bergur Sigurðsson
- Guðrún Ólafía Brynleifsdóttir
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Ólafía Herborg Jóhannsdóttir
- Heimssýn
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Óskar Arnórsson
- Sigurbjörn Svavarsson
- Árni Davíðsson
- Lúðvík Lúðvíksson
- Árelíus Örn Þórðarson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Jakob Þór Haraldsson
- Guðrún Katrín Árnadóttir
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- L.i.ú.
- Rafn Gíslason
- Vilhjálmur Sveinn Björnsson
- Samtök Fullveldissinna
- Vaktin
- Arnar Guðmundsson
- Lárus Baldursson
- Sveinn Elías Hansson
- Þórarinn Baldursson
- Kjartan Magnússon
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Berglind Steinsdóttir
- Bjarney Vigdís Ingimundardóttir
- BJÖRK
- Björn Emilsson
- Dagný
- Dominus Sanctus.
- Friðgeir Sveinsson
- Guðmundur Ásgeirsson
- Guðmundur Pálsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Högni Snær Hauksson
- Inga Sæland Ástvaldsdóttir
- Jón Þórhallsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Ragnar Stefán Rögnvaldsson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Samstaða þjóðar
- Sigurður Ingólfsson
- Stefán Júlíusson
- Sumarliði Einar Daðason
- Sveinn Björnsson
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Úrsúla Jünemann
- Valdimar H Jóhannesson
Tenglar
Mínir tenglar
- Losnað við pestina Þetta hefur reynst mér vel við að losna við allar pestir þá 5 mánuði sem ég hef reynt immiflexið
- Ginseng Hér fæ ég kraftinn
- Frjálslyndi flokkurinn Vill breyta kvótakerfinu
- Ungmennasamband Skagafjarðar Ég er formaður
- Hér kaupi ég tölvudótið Ódýrt og gott
Sjávarútvegsmál
- Hafró Stofnunin þar sem ákveðið er hversu mikið má veiða
- Landssamband íslenskra útvegsmanna LÍÚ
- Landssamband smábátaeigenda LS
- Jörgen Niclasen Formaður Fólkaflokksins í Færeyjum
- Helgi Áss Grétarsson Sérfræðingur í HÍ á vegum LÍÚ
Fréttamiðlar
- Al Jazeera Gefur Bandaríkjamönnum engin grið
- BBC BBC
- Börsen Dönsk fjármálasíða
- Seðlabankinn Musteri Davíðs
Nýjustu athugasemdir
- Bara ef það hentar mér: Hér má sjá ráðleggingar Hafró um afla hvers árs og það sem enda... 7.1.2025
- Bara ef það hentar mér: "Vagn" svei mér þá þú ert bara mun meiri "GRAUTARHAUS" en ég ha... 7.1.2025
- Bara ef það hentar mér: Jóhann, úthlutaður kvóti, veiðiheimildir, er ekki það sama og r... 7.1.2025
- Bara ef það hentar mér: Pálmi það skal tekið fram að ég fylgjandi auknum veiðiheimildum... 7.1.2025
- Bara ef það hentar mér: Sæll Sigurjón Þú ert bara ekki að bera saman epli og epli. Þú v... 7.1.2025
- Bara ef það hentar mér: Hvað er eiginlega á milli eyrnanna á þér "Vagn"???? Kvóti og v... 7.1.2025
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.1.): 4
- Sl. sólarhring: 9
- Sl. viku: 88
- Frá upphafi: 1019333
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 74
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Myndaalbúm
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Janúar 2024
- Apríl 2023
- Október 2022
- Október 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Janúar 2019
- Apríl 2018
- Desember 2017
- Október 2016
- Ágúst 2016
- Janúar 2016
- Nóvember 2015
- Nóvember 2014
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Desember 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Af mbl.is
Innlent
- Fjöldi staura brotnaði og línur slitnuðu
- Tveir bílar og rúta skullu saman: 16 um borð í rútunni
- Hljóp í útkall með slökkvitæki í hendi
- Við teljum dóminn í meginatriðum rangan
- Ekki góð áferð á þessu máli
- Hækka hættumat um mánaðamótin
- Hlaupi úr Grímsvötnum lokið
- Verklok við snjóflóðavarnir áætluð 2029
Fólk
- Írönsk poppstjarna dæmd til dauða
- Helgi hættir og óviss með framhaldið
- 100% frá hjartanu
- Þetta eru söngvar lífsins
- Jessica Alba biður um frið
- Gugga í Gúmmíbát og Patrekur Jaime deildu kossi
- Jörðin hvorki flöt né kringlótt
- Þessi lög taka þátt í Söngvakeppninni
- Justin Bieber skilur lítið eftir fyrir ímyndunaraflið
- Hávær orðrómur um framhjáhald og skilnað
- Þurfti ekki að nota kælihettu
- David Lynch vottuð virðing í erlendum fjölmiðlum
- Fylgjendur Katie Price með áhyggjur
- Adam Sandler kíkti til okkar með fjölskyldunni sinni
- Kona lagði út 121 milljón króna fyrir svindlara sem sagðist vera Brad Pitt