Leita í fréttum mbl.is

Mikilvæg mæliskekkja fundin - Verða veiðiheimildir auknar?

Margir hafa furðað sig á þeirri hróplegu mótsögn, að á sama tíma og verið er að loka veiðisvæðum í gríð og erg vegna þess hversu hátt hlutfall smáfiskur er í veiðinni, að þá skuli Hafró mæla litla nýliðun í togararalli.  Nýliðun er yngsti og minnsti fiskurinn sem er að koma inn í veiðina, en markmið skyndilokanna er einmitt að vernda minnsta fiskinn.  Það að búið sé að setja Íslandsmet í skyndilokunum bendir eindregið til þess að nóg sé af smáfiski á Íslandsmiðum.

Ný og áhugaverð rannsókn vísindamannsins Haraldar Einarssonar gefa sterklega til kynna að eftir því sem þorskurinn er minni þeim mun minni líkur er á því að hann lendi í botnvörpunni,  en orðrétt segir í frétt af rannsókninni.

Atferli þorsks er greinilega stærðarháð þar sem smáþorskur sleppur undir í mun meira mæli en stærri þorskur. Þorskur sem er rétt rúmlega 50 sm virðist hafa 50% líkur á því að sleppa undir eða lenda inn í vörpuna

Rannsóknin er gríðarlega mikilvæg, þar sem hún bendir eindregið til þess að togararallið sem notað er við stofnstærðarmat, vanmeti nýliðunina stórlega.  

Fyrir stuttu staðfesti Hafró að við endurmat á síldarstofninum að þá stækkaði stofnmatið hressilega, eða um 25% . Það er rökrétt að ætla að framangreindar veiðarfærarannsóknir Hafró geti skýrt útskýrt framangreindar mótsagnir og verði til þess að veiðiheimildir verði stórlega auknar.  Ekki veitir af. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Þetta eru vatnsheld rök að mínu mati og ættu að vera öllum augljós. En um útreikning Hafró á niðurstöðunum er ég nú hóflega bjartsýnn.

Árni Gunnarsson, 13.11.2009 kl. 18:22

2 Smámynd: Kristinn Pétursson

Aðferðarfræðin "árlegt endurmat"  sem notuð er til að meta frávik innifelur 18% dánarstuðul sem FASTA - og það er það sem ruglar alla útreikninga árlega.

Þá eru stofnstærðir fyrri ára "afskrifaðar" í stað þess að viðurkenna að dánarstuðull þorsks hækki við of mikla friðun.....

Bara ef þessi villa er löguð - þá er þó umræðan alla vega komin  úr vitlausum farveg í réttan - og svo er þá að finna allar villurnar sem þetta hefur valdið - keðjuverkandi

Kristinn Pétursson, 14.11.2009 kl. 16:57

3 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Við erum sammála um það að vera með náttúrulegandauða sem 18% fasta sé tóm þvæla og vera síðan að laga til og endurreikna mat á stofni aftur í tímann til þess að fá dæmið til þess að ganga upp út frá vafasömum forsendum.

Sigurjón Þórðarson, 15.11.2009 kl. 12:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband