Bloggfærslur mánaðarins, september 2008
14.9.2008 | 15:09
Sökudólgur í viðtali
Það er ekki hægt annað en að hæla Agli fyrir málefnalegar og aðgangsharðar spurningar til forsætisráðherra í dag, mannsins sem vissulega ber mesta ábyrgð á stöðu efnahagsmála en hann hefur sýnt algjört ábyrgðar- og andvaraleysi í stjórnartíð sinni og reynt með ódýrum hætti að smeygja sér undan ábyrgð með því að benda á að ekkert sé sér að kenna heldur einhverjum aðstæðum í útlöndum.
Það sem er einna verst við viðbrögð Geirs nú er að hingað til hefur hann ekki verið tilbúinn til að skoða allar leiðir út úr vandanum, s.s. að ná meiru út úr fiskveiðiauðlindinni. Núna verður þjóðin að gera upp við sig hvort hún telji trúlegt að þeir sem komu þjóðinni í þessa stöðu séu réttu aðilarnir til að sigla skútunni út úr þessum ógöngum.
11.9.2008 | 18:12
Steingrímur J. greiddi illræmdum kvótalögum atkvæði sitt
Margur hefur undrað sig á vandræðalegri þögn stjórnarandstöðuflokksins Vinstri grænna yfir illræmdasta og óréttlátasta kerfi sem komið hefur verið á á Íslandi á síðari tímum, þ.e. framsali veiðiheimilda. Ég held að ég hafi fundið svarið, leiðtogi þeirra Steingrímur J. Sigfússon greiddi ólögunum atkvæði sitt í maí 1990.
Eflaust hefur Steingrímur greitt þessu máli leið af góðum hug og ekki séð fyrir hvers konar óáran hann væri að leiða yfir þjóðina. Að öllum líkindum hefur þetta þvælst fyrir VG í umræðum um kvótakerfið en þar á bæ láta menn annars gamminn geisa um hvað sem er.
7.9.2008 | 23:15
Ritstjóri Morgunblaðsins ræðst að Guðjóni með fáfræðina að vopni
Ritstjóri Morgunblaðsins fer mikinn í Staksteinum dagsins en þeim er að þessu sinni grýtt í Guðjón Arnar Kristjánsson formann Frjálslynda flokksins. Ritstjóra Morgunblaðsins líst greinilega ekki á þá ábyrgu tillögu Frjálslynda flokksins að afla aukins gjaldeyris með því að efla sókn í þorskinn í stað þess að fara leið Geirs Haarde að betla stór lán úti í heimi.
Flestir ættu að vera farnir að gera sér grein fyrir því að sú leið að veiða minna til að veiða meira seinna hefur ekki gengið eftir. Þar sem lítið hefur verið gert með sambærilega ráðgjöf og veitt margfalt umfram ráðgjöf reiknisfiskifræðinga, að þá hefur það síður en svo haft alvarlegar afleiðingar fyrir fiskistofna s.s. í Barentshafinu.
Ólafur Þ. Stephensen ritstjóri horfir í staksteinum dagsins algerlega fram hjá reynslunni í Barentshafi og vitnar í þess stað til þess að ofveiði í Kanada hafi leitt til varanlegrar þorskþurrðar. Þessar fullyrðingar ritstjórans um ofveiðina eru ekki réttar, en fyrir um ári síðan birtist grein í ritinu Science eftir þá Charles H. Green og Andrew J. Pershing sem sagði frá því að breytingar á umhverfisaðstæðum þ.e. kólnun sjávar, hefði orðið til þess að Nýfundnalands Labrador þorsksstofninn minnkaði mjög og nánast hvarf. Á sama tíma kólnaði við vesturströnd Grænlands með svipuðum afleiðingum fyrir þorskinn þar og við Kanada.
Á meðfylgjandi mynd má sjá þróun á holdafarsstuðli og lifrarþyngd þorsksins við Nýfundnaland en glöggir lesendur geta séð að þrif þorsksins minnkuðu mjög um það leyti sem sem hann var að hverfa af miðunum.
Nú þegar ritstjóri Morgunblaðsins veit það sem sannara er um minnkaða þorskveiði við Kanada í byrjun tíunda áratugarins er þess að vænta að hann verði jákvæðari í garð tillagna formanns Frjálslynda flokksins um aukna þorskveiði.
6.9.2008 | 23:08
Gloppótt gagnrýni á greiningardeildir
Greiningardeildir bankanna hafa gengið nokkuð harkalega fram í gagnrýni á Seðlabankann og halda því blákalt fram að bankinn kunni ekki að mæla viðskiptajöfnuðinn rétt. Ég efast stórlega um að gloppótt bókhald Seðlabankans í að gera grein fyrir greiðslujöfnuði sé stóra vandamálið í efnahagskerfi Íslendinga. Vandamálið er miklu frekar að hvorki Seðlabankinn né stjórnvöld stemmdu stigu við stórtækri erlendri lántöku íslensku viðskiptabankanna þegar hún bauðst á góðum kjörum.
Það er mitt mat að löngu sé orðið tímabært fyrir íslenska fjölmiðla að taka sig taki og skrúfa ekki gagnrýnislaust hvað eftir annað frá krana greiningardeilda bankanna sem buna út spádómum sem eru oftar en ekki undirleikur með hagsmunum eigenda bankanna.
Af þessu tilefni er rétt, þegar áreiðanleiki spádómanna er metinn, að rifja upp hver verðbólguspáin fyrir árið í ár var hjá þessum greiningardeildum. Ég tek undir með Dögg Pálsdóttur, það er meira en lítið skrýtið samfélag þegar helsta gagnrýnin á viðskiptalífið kemur úr nafnlausum myndböndum. Þetta eru mál sem snerta venjulegt fólk sem á nú í vaxandi erfiðleikum með að borga af lánunum sínum.
Í ábúðarmiklu viðtali undir fyrirsögninni Djarfur leikur raunsæismanna fer sagnfræðingurinn Björgvin Sigurðsson fjálglega yfir efnahagslega sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar og mikilvægi útfærslu landhelginnar sem grunns að efnahagslegu sjálfstæði þjóðarinnar. Í lok viðtalsins upplýsir Björgvin lesendur um að þjóðir heims eigi í eilífri baráttu við að styrkja hagsmuni sína. Ekki taldi Björgvin að neitt núverandi mála sem þjóðin stríðir við stæðist nákvæmlega samjöfnuð við þorskastríðin enda þótt mál dagsins væru stór og brýn.
Helsta málið sem hann nefndi var að verja þyrfti gjaldmiðil okkar og efnahagskerfi fyrir árásum óprúttinna spákaupmanna sem hafa heiminn undir, þ.e. vondu kallanna úti í heimi. Björgvini virðist ókunnugt um að einu aðilarnir sem hafa tekið sér stöðu gegn íslensku krónunni eru íslensku bankarnir og að helsti veikleiki íslensks efnahagslífs sé að miklu meira hefur verið flutt inn en út á síðustu árum og m.a. er hægt að kenna um óheillafiskveiðistjórnunarkerfi sem brýtur í bága við mannréttindi.
Björgvin vill ekki ræða um það, heldur óskilgreinda hættu af vondum köllum úti í heimi.
4.9.2008 | 16:44
Mun Solla lítilsvirða baráttu Guðmundar?
Í Mogganum í dag er mikill kálfur til minningar um að hálf öld er liðin frá útfærslu landhelginnar í 12 sjómílur. Þjóðin sameinaðist einarðlega í baráttu fyrir yfirráðum fiskveiðiauðlindarinnar enda var litið á baráttuna sem forsendu efnahagslegs sjálfstæðis nýfrjálsrar þjóðar. Helsti andstæðingur Íslendinga var Bretland sem hafði ráðið heimshöfunum um langt skeið. Þrátt fyrir að Íslendingar ættu við ofurefli að etja höfðu Íslendingar betur í þeirri skák sem ekki var síður leikin á tafli alþjóðlegra stjórnmála en á fiskimiðunum við strendur landsins.
Á þessum tímamótum er rétt að fara með gagnrýnum hætti yfir það hvað sigurinn í þorskastríðinu færði þjóðinni - sigurinn sem svo margir færðu fórnir til að vinna.
Árið 1958 var þorskafli sem kom í hlut Íslendinga liðlega tvöfalt meiri en það sem heimilt er að veiða á Íslandsmiðum nú. Heildarþorskafli á Íslandsmiðum árið 1958 var fjórfalt meiri en hann er í ár en það sem kom í hlut útlendinga einna var heldur minna magn en Íslendingar fiskuðu.
Árið 1958 var miklum mun meira atvinnufrelsi en nú fyrir Íslendinga til að stunda fiskveiðar. Lögreglan og Landhelgisgæslan voru þá ekki í þeim verkum að elta uppi öldunga sem vilja renna færi fyrir fisk eins og nú.
Nú 50 árum eftir að hetjur Íslands börðust um yfirráð yfir fiskimiðunum sitjum við uppi með kvótakerfi sem brýtur í bága við mannréttindi og býður upp á þann möguleika að sameiginleg auðlind verði seld úr landi ef opnað verður á erlenda fjárfestingu í sjávarútvegi en raddir þess efnis koma úr ólíklegustu áttum.
Helsta hetja Íslendinga, að þeim Gretti og Ólafi Stefánssyni meðtöldum, Guðmundur Kjærnested, lét hafa eftir sér í viðtali við sjávarútvegsritið Ægi fyrir nokkrum árum að hann hefði ekki staðið í baráttunni um landhelgina svo árum skipti ef hann hefði getað séð fyrir hvert þetta óheillafiskveiðistjórnunarkerfi hefði þróast.
Ábyrg stjórnvöld ættu auðvitað að heiðra minningu fjölmargra stjórnmálaskörunga, s.s. Lúðvíks Jósepssonar, Ólafs Jóhannessonar og Matthíasar Bjarnasonar, og frægra skipherra, s.s. Eiríks Kristóferssonar og Guðmundar Kjærnested.
Með því að halda áfram með óbreytt kvótakerfi er verið að sverta áralanga baráttu Íslendinga sem framangreindir sómamenn stóðu um skeið í fylkingarbrjósti fyrir.
Það væri gríðarlegur áfellisdómur yfir íslenskum stjórnmálamönnum, s.s. Þorsteini Pálssyni, Halldóri Ásgrímssyni, Einari Kristni Guðfinnssyni og Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, ef sagnfræðingar framtíðarinnar komast að því að viðkomandi stjórnmálamenn hafi gjörtapað þorskastríðinu eftir á.
Bloggvinir
- Helga Þórðardóttir
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Jens Guð
- Hallgrímur Guðmundsson
- Ásta Hafberg S.
- Jóhann Elíasson
- Aðalheiður Ámundadóttir
- Óskar Helgi Helgason
- Georg Eiður Arnarson
- Óskar Þorkelsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Baldvin Jónsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Ragnheiður Ólafsdóttir
- Hallur Magnússon
- Sigurður Þórðarson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Katrín
- Þarfagreinir
- Samtök sjálfstæðra í sjávarútvegi
- Frjálslyndi flokkurinn í Eyjafirði
- Hallgrímur Óli Helgason
- Jón Kristjánsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Jón Valur Jensson
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Kjartan Eggertsson
- Halla Rut
- Ingólfur Þór Guðmundsson
- Grétar Pétur Geirsson
- Guðrún Þóra Hjaltadóttir
- J. Einar Valur Bjarnason Maack
- ragnar bergsson
- Bjarni Harðarson
- Rannveig Þorvaldsdóttir
- Sigurður Sigurðsson
- Eiríkur Guðmundsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- erlahlyns.blogspot.com
- Agný
- Guðjón Ólafsson
- Einar Ben
- Jón Aðalsteinn Jónsson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Gunnar Freyr Hafsteinsson
- Ólafur Ragnarsson
- Guðrún Magnea Helgadóttir
- Ólafur Björn Ólafsson
- Halldór Jónsson
- Elvar Atli Konráðsson
- Kristján H Theódórsson
- Guðjón Sigþór Jensson
- Helgi Már Barðason
- Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir
- Víðir Benediktsson
- Valgerður Sigurðardóttir
- Jens Sigurjónsson
- Vestfirðir
- Sigurður Ásbjörnsson
- Jón Magnússon
- Viðar Friðgeirsson
- Axel Jóhannes Yngvason
- Svava S. Steinars
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Quackmore
- Árni "Gamli" Einarsson
- Haukur Már Helgason
- Þóra Guðmundsdóttir
- Heiða Þórðar
- Steingrímur Ólafsson
- Vefritid
- Ársæll Níelsson
- S. Einar Sigurðsson
- Rannveig H
- Gísli Gíslason
- Bjarni Kjartansson
- Steingrímur Helgason
- Fiðrildi
- Baldur Fjölnisson
- Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
- Linda Lea Bogadóttir
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Hanna
- Sverrir Stormsker
- Ottó Marvin Gunnarsson
- gudni.is
- Einar Vignir Einarsson
- Hákon Unnar Seljan Jóhannsson
- Valgerður Halldórsdóttir
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Fríða Björk Einarsdóttir
- Jóhann Kristjánsson
- Oddur Helgi Halldórsson
- Guðrún Jóna Gunnarsdóttir
- María Harðardóttir og Þorsteinn Narfason
- Grétar Rögnvarsson
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Róbert Guðmundur Schmidt
- Steinn Hafliðason
- Landssamband ungra frjálslyndra
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Þórir Aðalsteinsson
- Vilborg Traustadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Sævar Einarsson
- Ketilás
- Ómar Pétursson
- Eyþór Grétar Grétarsson
- FF
- Jón Þór Bjarnason
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Vilhjálmur Árnason
- Alexander Kristófer Gústafsson
- Róbert Tómasson
- Landvernd
- ThoR-E
- Haraldur Baldursson
- Sigurður Jón Hreinsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- busblog.is
- Sigríður Inga Sigurjónsdóttir
- Himmalingur
- Svanhildur Karlsdóttir
- Gísli Birgir Ómarsson
- Árni Árnason
- Grétar Mar Jónsson
- Perla
- Ingunn Guðnadóttir
- Irma Þöll
- Skattborgari
- Gulli litli
- Jón Snæbjörnsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Sigríður Elfa Eyjólfsdóttir
- Mál 214
- Bullukolla
- kreppukallinn
- hreinsamviska
- Arinbjörn Kúld
- Orgar
- Guðjón Baldursson
- Gunnar Þór Gunnarsson
- Hörður B Hjartarson
- Gunnar Björn Björnsson
- Haraldur Hansson
- Þórólfur S. Finnsson
- Birna Steingrímsdóttir
- Gestur Guðjónsson
- Jónas Rafnar Ingason
- Stríða
- Götusmiðjan
- Brynja skordal
- Haraldur Bjarnason
- Guðmundur Óli Scheving
- Ásta
- Markús frá Djúpalæk
- Jörundur Garðarsson
- MIS
- Þorsteinn H. Gunnarsson
- Björn Júlíus Grímsson
- S Kristján Ingimarsson
- Bryndís Haraldsdóttir
- Þórður Björn Sigurðsson
- Magnús Kristjánsson
- Bergur Sigurðsson
- Guðrún Ólafía Brynleifsdóttir
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Ólafía Herborg Jóhannsdóttir
- Heimssýn
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Óskar Arnórsson
- Sigurbjörn Svavarsson
- Árni Davíðsson
- Lúðvík Lúðvíksson
- Árelíus Örn Þórðarson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Jakob Þór Haraldsson
- Guðrún Katrín Árnadóttir
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- L.i.ú.
- Rafn Gíslason
- Vilhjálmur Sveinn Björnsson
- Samtök Fullveldissinna
- Vaktin
- Arnar Guðmundsson
- Lárus Baldursson
- Sveinn Elías Hansson
- Þórarinn Baldursson
- Kjartan Magnússon
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Berglind Steinsdóttir
- Bjarney Vigdís Ingimundardóttir
- BJÖRK
- Björn Emilsson
- Dagný
- Dominus Sanctus.
- Friðgeir Sveinsson
- Guðmundur Ásgeirsson
- Guðmundur Pálsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Högni Snær Hauksson
- Inga Sæland Ástvaldsdóttir
- Jón Þórhallsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Ragnar Stefán Rögnvaldsson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Samstaða þjóðar
- Sigurður Ingólfsson
- Stefán Júlíusson
- Sumarliði Einar Daðason
- Sveinn Björnsson
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Úrsúla Jünemann
- Valdimar H Jóhannesson
Tenglar
Mínir tenglar
- Losnað við pestina Þetta hefur reynst mér vel við að losna við allar pestir þá 5 mánuði sem ég hef reynt immiflexið
- Ginseng Hér fæ ég kraftinn
- Frjálslyndi flokkurinn Vill breyta kvótakerfinu
- Ungmennasamband Skagafjarðar Ég er formaður
- Hér kaupi ég tölvudótið Ódýrt og gott
Sjávarútvegsmál
- Hafró Stofnunin þar sem ákveðið er hversu mikið má veiða
- Landssamband íslenskra útvegsmanna LÍÚ
- Landssamband smábátaeigenda LS
- Jörgen Niclasen Formaður Fólkaflokksins í Færeyjum
- Helgi Áss Grétarsson Sérfræðingur í HÍ á vegum LÍÚ
Fréttamiðlar
- Al Jazeera Gefur Bandaríkjamönnum engin grið
- BBC BBC
- Börsen Dönsk fjármálasíða
- Seðlabankinn Musteri Davíðs
Nýjustu athugasemdir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.12.): 7
- Sl. sólarhring: 9
- Sl. viku: 115
- Frá upphafi: 1014245
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 61
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Myndaalbúm
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Janúar 2024
- Apríl 2023
- Október 2022
- Október 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Janúar 2019
- Apríl 2018
- Desember 2017
- Október 2016
- Ágúst 2016
- Janúar 2016
- Nóvember 2015
- Nóvember 2014
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Desember 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Af mbl.is
Viðskipti
- Hverjir eru fjárfestar?
- Verðbólguspá næstu mánaða hefur hækkað
- Markmið að vera fjárfestingarhæft
- Afgangur á viðskiptajöfnuði 45,7 milljarðar
- Skel hlýtur viðskiptaverðlaun
- Hagstofan og gervigreindin
- Heimilin vel í stakk búin
- Kaldbakur kaupir fyrir 400 milljónir í Högum
- Helmingur erlendrar netverslunar kemur frá Eistlandi
- Samræming hönnunargagna