Leita í fréttum mbl.is

Bloggfćrslur mánađarins, september 2008

Sökudólgur í viđtali

Ţađ er ekki hćgt annađ en ađ hćla Agli fyrir málefnalegar og ađgangsharđar spurningar til forsćtisráđherra í dag, mannsins sem vissulega ber mesta ábyrgđ á stöđu efnahagsmála en hann hefur sýnt algjört ábyrgđar- og andvaraleysi í stjórnartíđ sinni og reynt međ ódýrum hćtti ađ smeygja sér undan ábyrgđ međ ţví ađ benda á ađ ekkert sé sér ađ kenna heldur einhverjum ađstćđum í útlöndum.

Ţađ sem er einna verst viđ viđbrögđ Geirs nú er ađ hingađ til hefur hann ekki veriđ tilbúinn til ađ skođa allar leiđir út úr vandanum, s.s. ađ ná meiru út úr fiskveiđiauđlindinni. Núna verđur ţjóđin ađ gera upp viđ sig hvort hún telji trúlegt ađ ţeir sem komu ţjóđinni í ţessa stöđu séu réttu ađilarnir til ađ sigla skútunni út úr ţessum ógöngum.


Steingrímur J. greiddi illrćmdum kvótalögum atkvćđi sitt

Margur hefur undrađ sig á vandrćđalegri ţögn stjórnarandstöđuflokksins Vinstri grćnna yfir illrćmdasta og óréttlátasta kerfi sem komiđ hefur veriđ á á Íslandi á síđari tímum, ţ.e. framsali veiđiheimilda. Ég held ađ ég hafi fundiđ svariđ, leiđtogi ţeirra Steingrímur J. Sigfússon greiddi ólögunum atkvćđi sitt í maí 1990.

Eflaust hefur Steingrímur greitt ţessu máli leiđ af góđum hug og ekki séđ fyrir hvers konar óáran hann vćri ađ leiđa yfir ţjóđina. Ađ öllum líkindum hefur ţetta ţvćlst fyrir VG í umrćđum um kvótakerfiđ en ţar á bć láta menn annars gamminn geisa um hvađ sem er.


Ritstjóri Morgunblađsins rćđst ađ Guđjóni međ fáfrćđina ađ vopni

Ritstjóri Morgunblađsins fer mikinn í Staksteinum dagsins en ţeim er ađ ţessu sinni grýtt í Guđjón Arnar Kristjánsson formann Frjálslynda flokksins.  Ritstjóra Morgunblađsins líst greinilega ekki á ţá ábyrgu tillögu Frjálslynda flokksins ađ afla aukins gjaldeyris međ ţví ađ efla sókn í ţorskinn í stađ ţess ađ fara leiđ Geirs Haarde ađ betla stór lán úti í heimi. 

Flestir ćttu ađ vera farnir ađ gera sér grein fyrir ţví ađ sú leiđ ađ veiđa minna til ađ veiđa meira seinna hefur ekki gengiđ eftir. Ţar sem lítiđ hefur veriđ gert međ sambćrilega ráđgjöf og veitt margfalt umfram ráđgjöf reiknisfiskifrćđinga, ađ ţá hefur ţađ síđur en svo haft alvarlegar afleiđingar fyrir fiskistofna s.s. í Barentshafinu.

Ólafur Ţ. Stephensen ritstjóri horfir í staksteinum dagsins algerlega fram hjá reynslunni í Barentshafi og vitnar í ţess stađ til ţess ađ ofveiđi í Kanada hafi leitt til varanlegrar ţorskţurrđar.  Ţessar fullyrđingar ritstjórans um ofveiđina eru  ekki réttar, en fyrir um ári síđan birtist grein í ritinu Science  eftir ţá Charles H. Green og Andrew J. Pershing sem sagđi frá ţví ađ breytingar á umhverfisađstćđum ţ.e. kólnun sjávar, hefđi orđiđ til ţess ađ Nýfundnalands Labrador ţorsksstofninn minnkađi mjög og nánast hvarf.  Á sama tíma kólnađi viđ vesturströnd Grćnlands međ svipuđum afleiđingum fyrir ţorskinn ţar og viđ Kanada.

Mynd_ţyngd og lifrarţyngd Á međfylgjandi mynd má sjá ţróun á holdafarsstuđli og lifrarţyngd ţorsksins viđ Nýfundnaland en glöggir lesendur geta séđ ađ ţrif ţorsksins minnkuđu mjög um ţađ leyti sem sem hann var ađ hverfa af miđunum. 

Nú ţegar ritstjóri Morgunblađsins veit ţađ sem sannara er um minnkađa ţorskveiđi viđ Kanada í byrjun tíunda áratugarins er ţess ađ vćnta ađ hann verđi jákvćđari í garđ tillagna formanns Frjálslynda flokksins um aukna ţorskveiđi. 


Gloppótt gagnrýni á greiningardeildir

Greiningardeildir bankanna hafa gengiđ nokkuđ harkalega fram í gagnrýni á Seđlabankann og halda ţví blákalt fram ađ bankinn kunni ekki ađ mćla viđskiptajöfnuđinn rétt. Ég efast stórlega um ađ gloppótt bókhald Seđlabankans í ađ gera grein fyrir greiđslujöfnuđi sé stóra vandamáliđ í efnahagskerfi Íslendinga. Vandamáliđ er miklu frekar ađ hvorki Seđlabankinn né stjórnvöld stemmdu stigu viđ stórtćkri erlendri lántöku íslensku viđskiptabankanna ţegar hún bauđst á góđum kjörum.

Ţađ er mitt mat ađ löngu sé orđiđ tímabćrt fyrir íslenska fjölmiđla ađ taka sig taki og skrúfa ekki gagnrýnislaust hvađ eftir annađ frá krana greiningardeilda bankanna sem buna út spádómum sem eru oftar en ekki undirleikur međ hagsmunum eigenda bankanna.

Af ţessu tilefni er rétt, ţegar áreiđanleiki spádómanna er metinn, ađ rifja upp hver verđbólguspáin fyrir áriđ í ár var hjá ţessum greiningardeildum. Ég tek undir međ Dögg Pálsdóttur, ţađ er meira en lítiđ skrýtiđ samfélag ţegar helsta gagnrýnin á viđskiptalífiđ kemur úr nafnlausum myndböndum. Ţetta eru mál sem snerta venjulegt fólk sem á nú í vaxandi erfiđleikum međ ađ borga af lánunum sínum.


Björgvin G. Sigurđsson; mikilvćgast ađ passa sig á vondu köllunum úti í heimi

Í ábúđarmiklu viđtali undir fyrirsögninni Djarfur leikur raunsćismanna fer sagnfrćđingurinn Björgvin Sigurđsson fjálglega yfir efnahagslega sjálfstćđisbaráttu ţjóđarinnar og mikilvćgi útfćrslu landhelginnar sem grunns ađ efnahagslegu sjálfstćđi ţjóđarinnar. Í lok viđtalsins upplýsir Björgvin lesendur um ađ ţjóđir heims eigi í eilífri baráttu viđ ađ styrkja hagsmuni sína. Ekki taldi Björgvin ađ neitt núverandi mála sem ţjóđin stríđir viđ stćđist nákvćmlega samjöfnuđ viđ ţorskastríđin enda ţótt mál dagsins vćru stór og brýn.

Helsta máliđ sem hann nefndi var ađ verja ţyrfti gjaldmiđil okkar og efnahagskerfi fyrir árásum óprúttinna spákaupmanna sem hafa heiminn undir, ţ.e. vondu kallanna úti í heimi. Björgvini virđist ókunnugt um ađ einu ađilarnir sem hafa tekiđ sér stöđu gegn íslensku krónunni eru íslensku bankarnir og ađ helsti veikleiki íslensks efnahagslífs sé ađ miklu meira hefur veriđ flutt inn en út á síđustu árum og m.a. er hćgt ađ kenna um óheillafiskveiđistjórnunarkerfi sem brýtur í bága viđ mannréttindi.

Björgvin vill ekki rćđa um ţađ, heldur óskilgreinda hćttu af vondum köllum úti í heimi.


Mun Solla lítilsvirđa baráttu Guđmundar?

Í Mogganum í dag er mikill kálfur til minningar um ađ hálf öld er liđin frá útfćrslu landhelginnar í 12 sjómílur. Ţjóđin sameinađist einarđlega í baráttu fyrir yfirráđum fiskveiđiauđlindarinnar enda var litiđ á baráttuna sem forsendu efnahagslegs sjálfstćđis nýfrjálsrar ţjóđar. Helsti andstćđingur Íslendinga var Bretland sem hafđi ráđiđ heimshöfunum um langt skeiđ. Ţrátt fyrir ađ Íslendingar ćttu viđ ofurefli ađ etja höfđu Íslendingar betur í ţeirri skák sem ekki var síđur leikin á tafli alţjóđlegra stjórnmála en á fiskimiđunum viđ strendur landsins.

 

Ţorskastríđ

 

Á ţessum tímamótum er rétt ađ fara međ gagnrýnum hćtti yfir ţađ hvađ sigurinn í ţorskastríđinu  fćrđi ţjóđinni - sigurinn sem svo margir fćrđu fórnir til ađ vinna.

Áriđ 1958 var ţorskafli sem kom í hlut Íslendinga liđlega tvöfalt meiri en ţađ sem heimilt er ađ veiđa á Íslandsmiđum nú. Heildarţorskafli á Íslandsmiđum áriđ 1958 var fjórfalt meiri en hann er í ár en ţađ sem kom í hlut útlendinga einna var heldur minna magn en Íslendingar fiskuđu.

Áriđ 1958 var miklum mun meira atvinnufrelsi en nú fyrir Íslendinga til ađ stunda fiskveiđar.  Lögreglan og Landhelgisgćslan voru ţá ekki í ţeim verkum ađ elta uppi öldunga sem vilja renna fćri fyrir fisk eins og nú.

Nú 50 árum eftir ađ hetjur Íslands börđust um yfirráđ yfir fiskimiđunum sitjum viđ uppi međ kvótakerfi sem brýtur í bága viđ mannréttindi og býđur upp á ţann möguleika ađ sameiginleg auđlind verđi seld úr landi ef opnađ verđur á erlenda fjárfestingu í sjávarútvegi en raddir ţess efnis koma úr ólíklegustu áttum.

Helsta hetja Íslendinga, ađ ţeim Gretti og Ólafi Stefánssyni međtöldum, Guđmundur Kjćrnested, lét hafa eftir sér í viđtali viđ sjávarútvegsritiđ Ćgi fyrir nokkrum árum ađ hann hefđi ekki stađiđ í baráttunni um landhelgina svo árum skipti ef hann hefđi getađ séđ fyrir hvert ţetta óheillafiskveiđistjórnunarkerfi hefđi ţróast. 

Ábyrg stjórnvöld ćttu auđvitađ ađ heiđra minningu fjölmargra stjórnmálaskörunga, s.s. Lúđvíks Jósepssonar, Ólafs Jóhannessonar og Matthíasar Bjarnasonar, og frćgra skipherra, s.s. Eiríks Kristóferssonar og Guđmundar Kjćrnested.

Međ ţví ađ halda áfram međ óbreytt kvótakerfi er veriđ ađ sverta áralanga baráttu Íslendinga sem framangreindir sómamenn stóđu um skeiđ í fylkingarbrjósti fyrir.  

Ţađ vćri gríđarlegur áfellisdómur yfir íslenskum stjórnmálamönnum, s.s. Ţorsteini Pálssyni, Halldóri Ásgrímssyni, Einari Kristni Guđfinnssyni og Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, ef sagnfrćđingar framtíđarinnar komast ađ ţví ađ viđkomandi stjórnmálamenn hafi gjörtapađ ţorskastríđinu eftir á.   


« Fyrri síđa

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband