Leita í fréttum mbl.is

Sökudólgur í viðtali

Það er ekki hægt annað en að hæla Agli fyrir málefnalegar og aðgangsharðar spurningar til forsætisráðherra í dag, mannsins sem vissulega ber mesta ábyrgð á stöðu efnahagsmála en hann hefur sýnt algjört ábyrgðar- og andvaraleysi í stjórnartíð sinni og reynt með ódýrum hætti að smeygja sér undan ábyrgð með því að benda á að ekkert sé sér að kenna heldur einhverjum aðstæðum í útlöndum.

Það sem er einna verst við viðbrögð Geirs nú er að hingað til hefur hann ekki verið tilbúinn til að skoða allar leiðir út úr vandanum, s.s. að ná meiru út úr fiskveiðiauðlindinni. Núna verður þjóðin að gera upp við sig hvort hún telji trúlegt að þeir sem komu þjóðinni í þessa stöðu séu réttu aðilarnir til að sigla skútunni út úr þessum ógöngum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Núna verður þjóðin að gera upp við sig hvort hún telji trúlegt að þeir sem komu þjóðinni í þessa stöðu séu réttu aðilarnir til að sigla skútunni út úr þessum ógöngum.

Nei ég treysti þeim ekki 

Óskar Þorkelsson, 14.9.2008 kl. 17:04

2 Smámynd: Helgi Þorkell Kristjánsson

Sigurjón, viltu meina að auknar fiskveiðiheimildir reki niður verðbólgudrauginn.

Ef kjósa á Frjálslynda í næstu kosningum ætti flokkurinn að hætta þessum skæting og koma með raunhæfar lausnir á efnahagsvandanum. 

Helgi Þorkell Kristjánsson, 14.9.2008 kl. 18:27

3 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Ég verð að minna Helga Þorkel á að Geir Haarde þakkaði sér stöðugt þensluna sem tekin hefur verið að láni á sl. árum og þess vegna hlýtur að vera sanngjarnt og eðlilegt að benda á að Geir beri fulla ábyrgð á neikvæðum fylgifiskum skuldasöfnunarinnar.

Ég vil rifja upp að fyrsta verk Geirs Haarde í byrjun ársins þegar íslenskt efnahagslíf fór að titra var að fara í langt og strangt ferðalag með þeim sem hafa verið hve stórtækastir í lántökunni s.s. bankastjórum Glitnis, Landsbankans, Kaupþings og Baugs. Erindi ferðalanganna var að koma þeim skilaboðum áleiðis að allar áhyggjur af íslensku viðskiptalífi væru á misskilningi byggðar.

Raunhæfar lausnir felast í því að afla meiri gjaldeyris og þá er nærtækast að leita í fiskveiðiauðlindina og orkuauðlindir. Sömuleiðis ætti að gæta að útgjaldaliðum en ríkisstjórnin hefur verið stórtæk í ýmsu bruðli, s.s. framboði í öryggisráðið, einkaflugi hingað og þangað og svo byggingu á músíkhúsi í miðri þenslunni. Það eru svo sannarlega greiðar leiðir út úr erfiðleikunum en þá þurfa menn að þora.

Sigurjón Þórðarson, 14.9.2008 kl. 19:38

4 Smámynd: Árni Gunnarsson

Helgi Þorkell: Það væri fróðlegt ef þú bentir á einhverjar raunhæfari lausnir en þá að nýta auðlind fiskimiðanna. Auka útflutningsverðmæti og skapa atvinnu. Ég hef meiri trú á því að búa til peninga úr verðmætum en að reyna að búa til verðmæti úr peningum sem teknir eru að láni. Við höfum prófað það síðarnefnda. Þú ert líklega í hópi þeirra sem trúa því ennþá að Hafró muni eftir 25 ára basl takast að geyma þorskinn í sjónum og veiða hann svo bara við hentugleika.

Árni Gunnarsson, 14.9.2008 kl. 20:09

5 identicon

Óskar sammála þér 100%. Skúta án áttarvita kemst hvergi og með þessa menn í brúni koma þeir ekki til með að fá sér áttarvita þeir eru of klárir til að þurfa slíkt tæki.  

Frjálslynda flokkinn tel ég ekki rétta flokkinn til að taka þátt í að koma skútunni á beinu brautina því hann er ekki stjórntækur undir stjórn Guðjóns Arnars formanns flokksins því miður. 

Það kemur mér ekki á óvart að Sigurjón Þórðarsson vilji hrista upp í þessu með þeirri yfirlýsingu að hann vilji skoða framboð gegn Guðjóni á næsta landsfundi sem verður að mér skilst  í janúar nk. Þá verður fjör á þeim bæ.  

Baldvin Nielsen Reykjanesbæ

B.N. (IP-tala skráð) 14.9.2008 kl. 23:13

6 Smámynd: Víðir Benediktsson

Egill kom á óvart í gær. Venjulega hefur hann helgað ESB þessa þætti sína og verið með einhverja jábræður í viðtölum en núna var varla minnst á ESB. Egill talar ekki um fiskveiðar í sínum þáttum og allra síst kvótakerfið. Það er bannorð í Silfri Egils. Hins vegar er alltaf nóg pláss fyrir áróðursmeistara ESB

Víðir Benediktsson, 15.9.2008 kl. 05:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband