Leita í fréttum mbl.is

Gloppótt gagnrýni á greiningardeildir

Greiningardeildir bankanna hafa gengið nokkuð harkalega fram í gagnrýni á Seðlabankann og halda því blákalt fram að bankinn kunni ekki að mæla viðskiptajöfnuðinn rétt. Ég efast stórlega um að gloppótt bókhald Seðlabankans í að gera grein fyrir greiðslujöfnuði sé stóra vandamálið í efnahagskerfi Íslendinga. Vandamálið er miklu frekar að hvorki Seðlabankinn né stjórnvöld stemmdu stigu við stórtækri erlendri lántöku íslensku viðskiptabankanna þegar hún bauðst á góðum kjörum.

Það er mitt mat að löngu sé orðið tímabært fyrir íslenska fjölmiðla að taka sig taki og skrúfa ekki gagnrýnislaust hvað eftir annað frá krana greiningardeilda bankanna sem buna út spádómum sem eru oftar en ekki undirleikur með hagsmunum eigenda bankanna.

Af þessu tilefni er rétt, þegar áreiðanleiki spádómanna er metinn, að rifja upp hver verðbólguspáin fyrir árið í ár var hjá þessum greiningardeildum. Ég tek undir með Dögg Pálsdóttur, það er meira en lítið skrýtið samfélag þegar helsta gagnrýnin á viðskiptalífið kemur úr nafnlausum myndböndum. Þetta eru mál sem snerta venjulegt fólk sem á nú í vaxandi erfiðleikum með að borga af lánunum sínum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Kristjánsson

Kosturinn við þig Sigurjón að þú þorir að tala um það sem aðrir þora aðeins að hugsa en ekki segja. Ég held að þú hafir hitt naglann aldeilis á höfuðið í þessari færslu. Reyndar er einnig hér mjög áhugaverð færsla dagssett 06.09.2008 www.jonas.is .

Jóhann Kristjánsson, 6.9.2008 kl. 23:37

2 Smámynd: Hallgrímur Guðmundsson

Sæll félagi ég vil benda á þessi skrif hér... Og síðan er ekki úr vegi að lesa þetta hér.... Ég er alveg sammála, það er stórmerkilegt hvað þessa greiningardeildir geta dælt út mikilli dellu án þess að fá svo sem eina spurningu um fyrri spár sem enduðu handónýtar í klósettinu.

Hallgrímur Guðmundsson, 6.9.2008 kl. 23:43

3 identicon

Heilir og sælir; Sigurjón og Jóhann Eyfirzki og aðrir skrifarar !

Jóhann minn ! Far þú; inn á síðu mína, og þar munt þú sjá, að fleirri ÞORA, að tala um hlutina, að þeim Skagfirzka Sigurjóni ólöstuðum.

Því miður; piltar ! Frjálslyndi flokkurinn hefir glatað tiltrú minni, auk fjölda annarra, eins og með samþykkt breytingarinnar, á þingsköpum hins; reyndar óþarfa og gagnslausa Alþingis, og ekki síður, þá áráttu, að dingla með hinum flokkunum, í að þiggja ''aðstoðarmenn'' þingmanna. Skömm; að svona starfsháttum, Jóhann Eyfirðingur.

Með sæmilegum kveðjum; samt, af Suðurlandi, á Norðurland /

Óskar Helgi Helgason       

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 6.9.2008 kl. 23:46

4 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Sigurjón.

Ég hefi margsinnis gagnrýnt greiningardeildir bankanna og hvernig þeir hinir sömu reyna að hafa áhrif á stjórnvöld og peningastefnu í landinu.

Gallinn er sá að eignarhald í fjölmiðlum er á fárra höndum og afrekin eftir því.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 6.9.2008 kl. 23:56

5 Smámynd: Gulli litli

Gagnríni á seðlabankann frá viðskiptabönkunum þýðir á mannamáli "látum almenning borga niðursveifluna og hallann á sukkinu"

Gulli litli, 7.9.2008 kl. 09:11

6 identicon

Komið þið sæl; á ný !

Hvorki Jóhann Eyfirzki; né sá mæti drengur, Hallgrímur Guðmundsson útvegsbóndi, fremur en aðrir, leggja til atlögu við mig, að svo komnu, Sigurjón.

Er ekki aumt; hlutskipti FF, að verða 5. hjól, undir vagndruslu íslenzka flokkakerfisins, gott fólk ? 

Sýnt þykir mér; að sannleikanum sé hver sárreiðastur ! 

Með beztu kveðjum; á ný /

Óskar Helgi Helgason 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 7.9.2008 kl. 14:15

7 Smámynd: Hallgrímur Guðmundsson

Óskar elsku karlinn minn, af hverju á ég að leggja til atlögu við þig, og þá um hvað? Ef ég hef eitthvað við starfsaðferðir FF að athuga og þarf að rífa kjaft yfir því þá geri ég það ekki í opinberum fjölmiðlum. Ég kem mínum skoðunum um þau mál til þeirra sem við á milliliðalaust. Það eru aðferðir sem þið íhaldsgaurar og fleiri mættu taka til fyrirmyndar.

Dapurleg er staðan minn kæri, íhaldið getur varla rætt við samstarfsflokk sinn án aðstoðar fjölmiðla og oft á tíðum ræðast samflokkamenn íhaldsins ekki við öðruvísi. Ég kýs að halda mig við mína aðferð.

Hallgrímur Guðmundsson, 7.9.2008 kl. 19:34

8 identicon

Komið þið sæl; enn !

Hallgrímur ! Enn; verð ég að minna þig á (gæti svo sem hringt í þig; kjósir þú svo) digurbarka hátt Frjálslynda flokksins, og, í upphafi ferils hans, hverju lofað var, misminni mig ekki, að hann yrði talsvert, á skjön við þá flokka, sem fyrir voru.

Mér þykir helvíti hart; hvar ég rak nokkuð mikinn áróður, í þágu FF, fyrir kosningar 2007, í Árnes- og Rangárvallasýslum, megi svo ekki ræða, fyrir opnum tjöldum, um þá annmarka, sem stefnubreytingar ýmsar, hverjar orðið hafa, innanbúðar hjá ykkur, og reikna samt með, að þvergirðingar; sem ég og aðrir, tökum þegjandi, samasem hátterni ykkar, með hinum flokkunum.

Jú; jú, víst er ég íhaldsmaður, en........... af gamla skólanum, og af allt öðrum meiði, en hægt er að kenna, við Sjálfstæðisflokks fjandann. 

Ég ætla ekkert; að biðja forláts, á hreinskilni minni, nú eða síðar, í orðræðum nokkrum, svo ljóst megi öllum vera, Norðanmenn góðir; Hallgrímur, já; og raunar beini ég þeim orðum til allra þeirra, hverjir þátt taka, í umræðu þessarri, líka sem á öðrum vettvangi.

Hitt er annað; svo sem málum er komið, hér á Fróni, vil ég, að Alþingi og Lýðveldi verði niður lögð; og við taki Alþýðuþjóðveldi á þjóðernisgrunni vinnandi stétta; með stjórn bænda - sjómanna - verkamanna og iðnaðarmanna. Þá kynnu vindar vors, að blása, í þjóðlífi öllu, gott fólk.  

Með beztu kveðjum enn; norður yfir heiðar, sem víðar um land /

Óskar Helgi Helgason  

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 7.9.2008 kl. 20:06

9 Smámynd: Hallgrímur Guðmundsson

Sjáum til hvað verður Óskar, það er enginn eilífur, ekki einu sinni í pólitík. Það er eitthvað sem segir mér að breytingar muni eiga sér stað á ólíklegustu stöðum áður en langt um líður...

Hallgrímur Guðmundsson, 7.9.2008 kl. 21:28

10 identicon

Komið þið sæl; sem oftar !

Jú; Hallgrímur minn. Sjáum; hverjum klukkan glymur, þá þar að kemur.

Skal nú kyrrt vera; um hríð.

Með hinum beztu kveðjum, sem jafnan /

Óskar Helgi Helgason 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 7.9.2008 kl. 22:32

11 Smámynd: Árni Gunnarsson

Þeir hafa nú bara gott af því þessir strákar Óskar minn að talað sé við þá á kjarnyrtu máli. Ekki hygg ég að þeir hefðu orðið borubrattir hefðu þeir lent í kjaftinum á Skarphéðni Njálssyni eða undir öxinni Rimmugýgi ef Héðinn hefði verið búinn að fá sér í tána.

Þeir voru brundillir Rangæingar um fengitíðina sem frægt er.

Árni Gunnarsson, 7.9.2008 kl. 23:19

12 Smámynd: Jóhann Kristjánsson

Ég ætla nú ekki að vera að bítast á við þig Óskar Helgi. Ég tel nú ekki neina ástæðu til þess opinberlega. Ég biðst afsökunar á að hafa sært þig með því að hafa ekki lagt nafn þitt við þá sem þora að tala hreint út um málin. Biðst velvirðingar á því ;)

Jóhann Kristjánsson, 7.9.2008 kl. 23:38

13 identicon

Komið þið sæl; sem æfinlegast !

Árni ! Þakka þér; veglyndið, sem skýra vísun, til frænda minna, á Bergþórshvoli. Rangæingar eru; reyndar, burðarásar Sunnlenzks samfélags, þótt svo Árnesingar og Skaftfellingar vilji fylgja þeim, þá mikið kann, við að liggja.

Jóhann ! Þakka þér; jafnframt, einurð þína, sem ergi allt, og,, sem betur fer, finnast þeir nú fleirri enn, okkur Sigurjóni sízt lakari, að minni hyggju, þótt þverrandi vilji verða, hin seinni misserin.

Og; til hamingju, með erfingjann, Jóhann minn. 

Með beztu kveðjum; enn, Norður um, sem víðar um land /

Óskar Helgi Helgason 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 7.9.2008 kl. 23:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband