Leita í fréttum mbl.is

Ritstjóri Morgunblaðsins ræðst að Guðjóni með fáfræðina að vopni

Ritstjóri Morgunblaðsins fer mikinn í Staksteinum dagsins en þeim er að þessu sinni grýtt í Guðjón Arnar Kristjánsson formann Frjálslynda flokksins.  Ritstjóra Morgunblaðsins líst greinilega ekki á þá ábyrgu tillögu Frjálslynda flokksins að afla aukins gjaldeyris með því að efla sókn í þorskinn í stað þess að fara leið Geirs Haarde að betla stór lán úti í heimi. 

Flestir ættu að vera farnir að gera sér grein fyrir því að sú leið að veiða minna til að veiða meira seinna hefur ekki gengið eftir. Þar sem lítið hefur verið gert með sambærilega ráðgjöf og veitt margfalt umfram ráðgjöf reiknisfiskifræðinga, að þá hefur það síður en svo haft alvarlegar afleiðingar fyrir fiskistofna s.s. í Barentshafinu.

Ólafur Þ. Stephensen ritstjóri horfir í staksteinum dagsins algerlega fram hjá reynslunni í Barentshafi og vitnar í þess stað til þess að ofveiði í Kanada hafi leitt til varanlegrar þorskþurrðar.  Þessar fullyrðingar ritstjórans um ofveiðina eru  ekki réttar, en fyrir um ári síðan birtist grein í ritinu Science  eftir þá Charles H. Green og Andrew J. Pershing sem sagði frá því að breytingar á umhverfisaðstæðum þ.e. kólnun sjávar, hefði orðið til þess að Nýfundnalands Labrador þorsksstofninn minnkaði mjög og nánast hvarf.  Á sama tíma kólnaði við vesturströnd Grænlands með svipuðum afleiðingum fyrir þorskinn þar og við Kanada.

Mynd_þyngd og lifrarþyngd Á meðfylgjandi mynd má sjá þróun á holdafarsstuðli og lifrarþyngd þorsksins við Nýfundnaland en glöggir lesendur geta séð að þrif þorsksins minnkuðu mjög um það leyti sem sem hann var að hverfa af miðunum. 

Nú þegar ritstjóri Morgunblaðsins veit það sem sannara er um minnkaða þorskveiði við Kanada í byrjun tíunda áratugarins er þess að vænta að hann verði jákvæðari í garð tillagna formanns Frjálslynda flokksins um aukna þorskveiði. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Sigurjón.

Maður veit ekki hvað það þarf mörg ár til þess að augu manna opnist í þessu efni, hér á landi og ekki leggja fjölmiðlar sig mikið eftir að kynna sér málin, því miður.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 7.9.2008 kl. 23:26

2 Smámynd: Víðir Benediktsson

Skrifar Ólafur ekki bara það honum er sagt að skrifa?

Víðir Benediktsson, 8.9.2008 kl. 06:47

3 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Gmaría ég er viss um að það hljóti að það gerist á næstunni.  Ég veit svo sem til þess að það er margir sem starfa á fjölmiðlunum sem eru löngu búnir að sjá í gegnum þessa vitleysu.

Víðir ég efast um að einhver segi Ólafi til frá degi til dags en það má vel vera að hann skrifi það helst sem að hann telji að eigendur vilji sjá í blaðinu sínu og kemur flokknum vel.

Sigurjón Þórðarson, 8.9.2008 kl. 09:42

4 Smámynd: Árni Gunnarsson

Eins og við öll vitum þá er vald fjölmiðlanna afar mikið og dropinn holar steininn. Sannleikurinn er ekki áþreifanlegur lengur en búinn til með eljusemi í málflutningi eins og fjölmörg dæmi sanna.

Stjórnmál eru lík skákinni. Það þarf að hugsa út rétta leiki bæði í sókn og vörn og svo má ekki gleyma biðleikjunum sem geta haft úrslitaþýðingu. Fórnarkostnað vegna skertra aflaheimilda fá kvótgreifarnir greiddan til baka með kvótaleigu. Síðan fækkar þeim sem hafa þrek til að berjast og smám saman þokast heimildirnar á færri hendur. Stórir verktakar í virkjanaframkvæmdum öskra á fleiri virkjanir. Þegar íbúar jaðarsvæðanna eru orðnir nægilega hungraðir og þegar störfin við fiskvinnslu eru orðin ungu fólki framandi verður áætlun um virkjun og álver eða olíuhreinsun einskonar himnasending fyrir fólkið sem búið er að missa alla trú á framtíð í heimabyggð.

Þetta svínvirkar allt og: Skák og mát!

Árni Gunnarsson, 8.9.2008 kl. 10:30

5 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Sumir þakka sér sólina en frábiðja sér að taka ábyrgð á regninu.

Ritstjórinn er sammála Hannesi Hólmssteini Gissurarsyni í því að kvótakerfið sé afbragð og gott ef ekki "besta fiskveiðistjórnunarkerfi í heimi". Hefur ekki einhver heyrt þessa tuggu áður?

En hverju er þá um að kenna að veiðistofninn er aðeins 30% af því sem hann var að meðaltali á síðustu öld?  

Sigurður Þórðarson, 8.9.2008 kl. 11:23

6 Smámynd: Georg Eiður Arnarson

Sammála þér Sigurjón , láttann heiraða . kv .

P,S  má ég setja þessa grein inn á vef bæjarmálafélagsins í eyjum ? .

Georg Eiður Arnarson, 9.9.2008 kl. 13:13

7 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Endilega Georg.

Sigurjón Þórðarson, 9.9.2008 kl. 14:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband