Leita í fréttum mbl.is

Björgvin G. Sigurðsson; mikilvægast að passa sig á vondu köllunum úti í heimi

Í ábúðarmiklu viðtali undir fyrirsögninni Djarfur leikur raunsæismanna fer sagnfræðingurinn Björgvin Sigurðsson fjálglega yfir efnahagslega sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar og mikilvægi útfærslu landhelginnar sem grunns að efnahagslegu sjálfstæði þjóðarinnar. Í lok viðtalsins upplýsir Björgvin lesendur um að þjóðir heims eigi í eilífri baráttu við að styrkja hagsmuni sína. Ekki taldi Björgvin að neitt núverandi mála sem þjóðin stríðir við stæðist nákvæmlega samjöfnuð við þorskastríðin enda þótt mál dagsins væru stór og brýn.

Helsta málið sem hann nefndi var að verja þyrfti gjaldmiðil okkar og efnahagskerfi fyrir árásum óprúttinna spákaupmanna sem hafa heiminn undir, þ.e. vondu kallanna úti í heimi. Björgvini virðist ókunnugt um að einu aðilarnir sem hafa tekið sér stöðu gegn íslensku krónunni eru íslensku bankarnir og að helsti veikleiki íslensks efnahagslífs sé að miklu meira hefur verið flutt inn en út á síðustu árum og m.a. er hægt að kenna um óheillafiskveiðistjórnunarkerfi sem brýtur í bága við mannréttindi.

Björgvin vill ekki ræða um það, heldur óskilgreinda hættu af vondum köllum úti í heimi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Það er búið að koma þeim sannleika fyrir í efnahagsumræðunni að vandi okkar sé innfluttur og bara eðlilegur skammtur af alþjóðlegri kreppu. Þá spyr ég af hverju stýrivextir í nágrannalöndum okkar séu ekki 16 % eins og hér?

Ég hitti ferðaþjónustubóndann Arinbjörn á Brekkulæk nú á dögunum og spurði hann um samdrátt í ferðaþjónustunni. Hann hló að mér og sagðist sjaldan hafa átt betri vertíð. Hann sagðist hafa spurt Þjóðverja um kreppuna heima hjá þeim. Þeir ráku upp stór augu og könnuðust ekki við neina kreppu. 

 En vel á minnst:

Af hverju þorir enginn stjórnmálamaður að segja skoðun sína á tillögu Guðjóns Arnars um auknar veiðiheimildir í þorski?.

Spillingu væri hægt að uppræta ef vilji stæði til. Heimskan er víst ólæknandi eins og Hriflu-Jónas sagði forðum. Þó hvarflar að manni óþreyja eftir einhverju skárra en þessum viðskiptaráðherra þjóðar sem safnað hefur skuldum sem nemur 30 milljónum á hvern íbúa.

Og sem er heimsmet!

Árni Gunnarsson, 5.9.2008 kl. 19:11

2 Smámynd: Árni Gunnarsson

Þessar 30 milljónir heyrði ég nefndar í fréttum. Nú upplýsist að 6,5 er rétta talan. Heildarskuldin er 2000 milljarðar, sem dugar víst í heimsmetið.

Árni Gunnarsson, 5.9.2008 kl. 19:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband