Bloggfærslur mánaðarins, september 2008
30.9.2008 | 13:58
Samfylkingin sátt og ánægð með ríkisvæðinguna
Það hefur vakið mikla athygli hversu sátt og ánægð Samfylkingin er með ríkisvæðingu Glitnis og þá sérstaklega með hliðsjón af miklu vinfengi Samfylkingarinnar við Baugsveldið.
Ráðherrar Samfylkingarinnar hafa ekkert sett það fyrir sig þó að aðgerðir hafi farið fram í skjóli nætur og svarinn andstæðingur Baugsfeðga hafi stjórnað aðgerðum.
Það er helst að skáldið Hallgrímur Helgason láti í ljós einhverja óánægju með myrkraverk Davíðs Oddssonar en eflaust má finna skýringu á tómlæti Samfylkingarinnar í eftirfarandi ljóðlínu:
Já, sagt er að, þegar af könnunni ölið er,
fljótt þá vinurinn fer.
29.9.2008 | 10:11
Gríðarlega hátt verð
Nú er ljóst að ríkið leggur Glitni til 84 milljarða en bankinn hefur verið gullnáma stjórnenda sem hafa mokað milljörðum í eigin vasa í gegnum siðlausa kaupréttarsamninga. Eigendur bankans hafa stundað það að lána sjálfum sér og skáka sjóðum bankans í fyrirtæki sem ekkert hafa gefið af sér nema feita samninga fyrir stjórnendur fyrirtækjanna, s.s. Fl.
Það er rétt að halda því til haga að Geir Haarde og Árni Mathiesen hafa miklu frekar mært framgang fjármálafyrirtækjanna en hitt á síðastliðnum árum og fjármálaráðherrann sjálfur hagnast vel vegna sölu á stofnbréfum í Sparisjóði Hafnarfjarðar.
Verðið 84 milljarðar fyrir 75% hlut í Glitni er gríðarlega hátt ef mið er tekið af því að ríkið seldi FBA á 14,4 milljarða en FBA var forveri Íslandsbanka og síðast Glitnis.
Ríkið eignast 75% í Glitni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (24)
29.9.2008 | 09:29
Hvurs lags forsætisráðherra er þetta?
Ráðamenn funduðu fram á nótt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
29.9.2008 | 00:49
Ráðaleysi og uppvask
Margir landsmenn hafa eflaust sest spenntir við sjónvarpstækin í hádeginu í þeirri von að fá upplýsingar um einhverjar efnahagsráðstafanir ríkisstjórnarinnar og þá sérstaklega í ljósi þess að forsætisráðherra virðist loksins búinn að átta sig á því að hlutirnir eru ekki sem skyldi. Í vor sem leið reyndi Geir að auglýsa vandann á brott með því að fara í hringferð um jörðina til að kynna það að efnahagslíf Íslands væri í blóma og að hér væru allar efasemdir á hreinum misskilningi byggðar. Nú hefur bráð af honum og loksins virðist sem raunveruleikinn sé kominn í flasið á honum. Eins og áður segir hafa ýmsir vonast eftir því að minni spámenn stjórnarflokkanna sem birtust í Silfri Egils hefðu einhver tíðindi fram að færa.
En svo var ekki.
Það var gamla tuggan um að stækka gjaldeyrisforðann og síðan að taka upp evru. Samkvæmt minni skordýrafræði er helsta gagn af stórum gjaldeyrisforða að minnka sveiflur og stemma stigu við spákaupmennsku, en það getur verið strembið með minnsta gjaldmiðil í heimi.
Talið um evruna, lækningamátt hennar og að hún hreinsi efnahagslífið af öllum meinum er stórundarlegt. Það er álíka og ef húsfaðir stæði frammi fyrir gríðarmiklu óhreinu leirtaui og ætlaði að stytta sér leið með því að byrja á að þurrka upp. Það hlýtur að vera frumskilyrði þess að góður þvottur á efnahagslífinu náist að menn byrji á að ná jafnvægi. Greiðasta leiðin til þess er að öngla saman meiri gjaldeyri, t.d. með því að stórauka þorskveiðar og nýta orkuauðlindir og að sama skapi minnka flottræfilshátt og eyðslu á gjaldeyri.
Hver sér þetta ekki?
27.9.2008 | 23:14
Góður félagi orðinn utanríkisráðherra
Við Jørgen Niclasen höfum ferðast víða, bæði innanlands og utan, og kynnt skynsamlega stjórn fiskveiða þar sem tekið er mið af vist- og líffræðilegum þáttum. Við héldum m.a. fyrirlestur hjá sjávarútvegsnefnd ESB og breska umhverfisráðuneytinu og sömuleiðis víða hér um land. Jørgen er frábær fyrirlesari og náði oft og tíðum að opna sýn áheyrenda á að hægt væri að stunda fiskveiðar með öðrum hætti en með aflakvótum, enda hefur það kerfi hvergi í heiminum gefist vel.
Mér fannst oft undrum sæta hvað íslenskir fjölmiðlar og þó sérstaklega íslensk hagsmunasamtök voru áhugalítil um að kynna sér málefnið. Þeir sem þó mættu voru svo gjarnan bergnumdir og sáu að Jörgen hafði lög að mæla.
Óneitanlega var samt sem áður á brattann að sækja þar sem allir svokallaðir fiskifræðingar sem miklu frekar ætti að kalla reiknisfiskfræðinga halda fast í arfavitlaust kvótakerfi þar sem markmiðið var að byggja upp fiskistofnana. Það gera þeir þrátt fyrir að það hafi hvergi í heiminum gengið upp.
Nú reikna ég með að íslensk stjórnvöld leggi við hlustir þegar Jørgen rekur upp að ströndum Íslands og fari þá einu sinni með opnum hug í gegnum tillögur hans.
26.9.2008 | 00:16
Einar er fórnarlamb skrifræðisins
Maður lærir ýmislegt nytsamlegt í skóla. Ég hef verið í námi hjá einum virtasta stjórnmálafræðingi þjóðarinnar og þreytti próf í morgun þar sem farið var yfir veikleika og styrkleika hinna ýmsu aðferða við að stjórna. Kennslan leiddi mér fyrir sjónir að Einar Kristinn Guðfinnsson, sem uppalinn er í sjávarútvegi, er saklaust fórnarlamb faglegs skrifræðis. Sömuleiðis líður hann fyrir uppburðarleysi sitt.
Ein skipulagsheildin nefnist því fróma nafni Fagskrifræði og gengur út á að sérfræðingar uppfræði og móti komandi nýliða í greininni sem munu síðan taka við keflinu og setja enn aðra nýliða á sama bás. Einn helst galli þessarar aðferðar er að ef menn hafa tekið snarvitlausan pól í hæðina í upphafi eins og er með reiknisfiskifræðina ungar vitleysan út enn meiri vitleysu.
Nú er að sjá hvort skilningur minn sé réttur eða rangur en hann fæst væntanlega staðfestur með niðurstöðu fyrsta prófs míns í félagsvísindadeild.
20.9.2008 | 11:39
Heimsendirinn sem ekki varð
Í síðustu viku voru þó nokkrir sem töldu að stór hætta væri á að heimurinn færist. Það er ekki nýtt af nálinni að menn spái heimsendi og má sjá dæmi um það í sögu trúarbragða fyrr og nú, og sömuleiðis koma fram kenningar í vísindum um að allt sé að farast. Fyrir um áratug var t.d. í gangi gríðarleg aðgerðanefnd til að ráðast gegn svonefndum 2000-vanda. Þá áttu allar skrifstofuvélar heimsins að stöðvast um aldamótin og jafnvel töluðu menn um kjarnorkuslys. Þegar til kastanna kom var vandinn ekki til staðar frekar en að heimurinn hafi farist í síðustu viku. Það er erfiðara að eiga við kenningar um að allt sé að fara fjandans til vegna gróðurhúsaáhrifa þar sem ýkt áhrif eiga að koma fram eftir áratugi en vera þá svo svakaleg að þau skerði búsetuskilyrði mannkynsins.
Sömu sögu má segja um margtuggðar ofveiðikenningar, en samkvæmt þeim virðist þorskstofninn vera nánast í útrýmingarhættu á Íslandsmiðum þrátt fyrir að sjaldan eða aldrei hafi verið minna veitt af honum síðustu 100 árin en einmitt núna og vöxtur hans sé í sögulegu lágmarki sem bendir eindregið til skorts á æti.
Staðreyndin er sú að hvergi í heiminum hefur tekist að klára einhvern fiskistofn og þar sem sannarlega hefur verið veitt margfalt umfram ráðgjöf, s.s. í Barentshafinu, dafnar þorskstofninn engu verr en áður.
Nú spá ýmsir mjög illa fyrir efnahagslífinu. Það er samt ekki rétt að dvelja of lengi við dómsdagsspár, leita frekar leiða út úr vandanum og setja um leið spurningarmerki við vonleysisráðgjöf sem hvergi hefur gengið eftir í heiminum.
Ónýtt tækifæri til að afla gjaldeyris felast í bættri nýtingu á fiskveiði- og orkuauðlindum, og síðast en ekki síst ferðaþjónustunni sem alltaf er að verða mikilvægari. Til að ráða niðurlögum verðbólgunnar er vísasta leiðin að afla meiri gjaldeyris en það myndi hífa upp íslensku krónuna og gera afborganir af erlendum lánum og vörum viðráðanlegri. Það að ætla að skipta um gjaldeyri og taka upp evru og reyna að ráðast á mein efnahagslífsins með því einu er hálfgerður barnaskapur en þegar jafnvægi er náð, búið að ná verðbólgunni niður, er skynsamlegt að fara þá leið.
Grein sem birtist í DV
18.9.2008 | 21:52
Grétar Mar næsti þingflokksformaður Frjálslynda flokksins
Það líður mörgum í Frjálslynda flokknum sem mér að finnast miður að horfa upp á deilur í flokknum og jafnvel blanda inn í deilurnar hlutum og fólki sem koma málinu ekkert við. Í kvöld var stungið að mér þeirri hugmynd að fulltrúi hinna vinnandi stétta á Alþingi, Grétar Mar Jónsson, yrði gerður að næsta þingflokksformanni til að skera á þann hnút sem hefur myndast. Á meðan gefst ötulum þingmanni Reykvíkinga, Jóni Magnússyni, kostur á að efla starf flokksins, og dugnaðarforkurinn og baráttumaðurinn Kristinnn H. Gunnarsson gæti beitt sér gegn óréttlátu kvótakerfi sem Sjálfstæðis- og Framsóknarflokkur komu á í sjávarútvegi og leikið hefur vestfirskar byggðir grátt.
Ef mál skipast með þessum hætti getur Guðjón Arnar verið sáttur.
18.9.2008 | 14:43
Messíasarkomplex Kristins
Kristni H. Gunnarssyni virðist vera einkar lagið að magna upp allar deilur, hvort það sem hefur verið í stjórnmálaflokkum eða stjórnum stofnana, s.s. Byggðastofnunar. Um nokkra hríð hefur staðið mikill styrr um formennsku hans í þingflokki Frjálslynda flokksins og í stað þess að líta í eigin barm og viðurkenna að honum hafi ekki alltaf tekist vel upp, reyna að gera minna úr ágreiningnum og leita sátta virðist hann vilja magna upp ágreininginn og láta hann snúast, ekki um sig og sín störf heldur formennskuna í Frjálslynda flokknum. Búin er til einhver dellusamsæriskenning sem fjölskylda Kristins endurómar af bloggsíðum. Hann reynir síðan á mjög óskammfeilinn hátt að draga upp þá mynd að hann sé verndari formannsins þegar raunin er sú að hann hefur miklu frekar bakað honum gríðarleg vandræði með stífni.
Í umræðum kemur Kristinn fram eins og hann sé handhafi stefnu flokksins og borinn til að gegna sérstöku hlutverki við að túlka hana þótt hann hafi ekki komið að samningu hennar.
Einn helsti vandi Kristins er að hann virðist haldinn einhvers konar messíasarkomplex sem birtist m.a. með þeim hætti að honum líkar það afar illa ef viðmælendur hans eru ekki nákvæmlega á sömu og réttu skoðuninni og hann einmitt hefur. Þessi komplex birtist þjóðinni nú um helgina í Silfri Egils þegar Kristinn setti allsvakalega ofan í við Andrés Magnússon lækni. Kristinn sagði lækninum nánast að hann ætti ekki að hafa ranga skoðun.
Það er löngu orðið tímabært að Kristinn H. hætti að leita stöðugt eftir núningi við flokksbræður og -systur sínar og taki miklu frekar upp harða baráttu fyrir helstu stefnumálum flokksins.
Ég er nokkuð viss um að margur frjálslyndur væri til með að fyrirgefa núverandi formanni þingflokks Frjálslynda flokksins ef hann tæki upp á því að berjast af oddi fyrir skynsamlegra og réttlátara fiskveiðistjórnunarkerfi. Fyrsta skref í því væri að taka trillurnar út úr illræmdu kvótakerfi en þær voru settar inn í braskkerfið af ríkisstjórn Framsóknar og Sjálfstæðisflokks með skelfilegum afleiðingum fyrir Vestfirði.
17.9.2008 | 18:06
Össur - maður milljarðanna en lítilla verka
Össur Skarphéðinsson er maður milljarðanna. Í gegnum árin hefur hann séð milljarðana í hillingum, fyrst í fiskeldinu og eftir að hann varð ráðherra hefur hann séð þá á færibandi. Það voru REI-milljarðarnir sem áttu að streyma inn í landið í gegnum gullverkefni í Afríku og Asíu. Svo voru milljarðar í olíuleit, milljarðar í vatnsútflutningi, ekki má gleyma milljörðunum í Hvalárvirkjun og núna síðast sér hann eflaust milljarðavon í að fá Kristin H. Gunnarsson inn í þingflokk Samfylkingarinnar.
Össur býður Kristin H. velkominn í Samfylkinguna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggvinir
- Helga Þórðardóttir
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Jens Guð
- Hallgrímur Guðmundsson
- Ásta Hafberg S.
- Jóhann Elíasson
- Aðalheiður Ámundadóttir
- Óskar Helgi Helgason
- Georg Eiður Arnarson
- Óskar Þorkelsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Baldvin Jónsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Ragnheiður Ólafsdóttir
- Hallur Magnússon
- Sigurður Þórðarson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Katrín
- Þarfagreinir
- Samtök sjálfstæðra í sjávarútvegi
- Frjálslyndi flokkurinn í Eyjafirði
- Hallgrímur Óli Helgason
- Jón Kristjánsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Jón Valur Jensson
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Kjartan Eggertsson
- Halla Rut
- Ingólfur Þór Guðmundsson
- Grétar Pétur Geirsson
- Guðrún Þóra Hjaltadóttir
- J. Einar Valur Bjarnason Maack
- ragnar bergsson
- Bjarni Harðarson
- Rannveig Þorvaldsdóttir
- Sigurður Sigurðsson
- Eiríkur Guðmundsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- erlahlyns.blogspot.com
- Agný
- Guðjón Ólafsson
- Einar Ben
- Jón Aðalsteinn Jónsson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Gunnar Freyr Hafsteinsson
- Ólafur Ragnarsson
- Guðrún Magnea Helgadóttir
- Ólafur Björn Ólafsson
- Halldór Jónsson
- Elvar Atli Konráðsson
- Kristján H Theódórsson
- Guðjón Sigþór Jensson
- Helgi Már Barðason
- Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir
- Víðir Benediktsson
- Valgerður Sigurðardóttir
- Jens Sigurjónsson
- Vestfirðir
- Sigurður Ásbjörnsson
- Jón Magnússon
- Viðar Friðgeirsson
- Axel Jóhannes Yngvason
- Svava S. Steinars
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Quackmore
- Árni "Gamli" Einarsson
- Haukur Már Helgason
- Þóra Guðmundsdóttir
- Heiða Þórðar
- Steingrímur Ólafsson
- Vefritid
- Ársæll Níelsson
- S. Einar Sigurðsson
- Rannveig H
- Gísli Gíslason
- Bjarni Kjartansson
- Steingrímur Helgason
- Fiðrildi
- Baldur Fjölnisson
- Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
- Linda Lea Bogadóttir
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Hanna
- Sverrir Stormsker
- Ottó Marvin Gunnarsson
- gudni.is
- Einar Vignir Einarsson
- Hákon Unnar Seljan Jóhannsson
- Valgerður Halldórsdóttir
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Fríða Björk Einarsdóttir
- Jóhann Kristjánsson
- Oddur Helgi Halldórsson
- Guðrún Jóna Gunnarsdóttir
- María Harðardóttir og Þorsteinn Narfason
- Grétar Rögnvarsson
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Róbert Guðmundur Schmidt
- Steinn Hafliðason
- Landssamband ungra frjálslyndra
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Þórir Aðalsteinsson
- Vilborg Traustadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Sævar Einarsson
- Ketilás
- Ómar Pétursson
- Eyþór Grétar Grétarsson
- FF
- Jón Þór Bjarnason
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Vilhjálmur Árnason
- Alexander Kristófer Gústafsson
- Róbert Tómasson
- Landvernd
- ThoR-E
- Haraldur Baldursson
- Sigurður Jón Hreinsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- busblog.is
- Sigríður Inga Sigurjónsdóttir
- Himmalingur
- Svanhildur Karlsdóttir
- Gísli Birgir Ómarsson
- Árni Árnason
- Grétar Mar Jónsson
- Perla
- Ingunn Guðnadóttir
- Irma Þöll
- Skattborgari
- Gulli litli
- Jón Snæbjörnsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Sigríður Elfa Eyjólfsdóttir
- Mál 214
- Bullukolla
- kreppukallinn
- hreinsamviska
- Arinbjörn Kúld
- Orgar
- Guðjón Baldursson
- Gunnar Þór Gunnarsson
- Hörður B Hjartarson
- Gunnar Björn Björnsson
- Haraldur Hansson
- Þórólfur S. Finnsson
- Birna Steingrímsdóttir
- Gestur Guðjónsson
- Jónas Rafnar Ingason
- Stríða
- Götusmiðjan
- Brynja skordal
- Haraldur Bjarnason
- Guðmundur Óli Scheving
- Ásta
- Markús frá Djúpalæk
- Jörundur Garðarsson
- MIS
- Þorsteinn H. Gunnarsson
- Björn Júlíus Grímsson
- S Kristján Ingimarsson
- Bryndís Haraldsdóttir
- Þórður Björn Sigurðsson
- Magnús Kristjánsson
- Bergur Sigurðsson
- Guðrún Ólafía Brynleifsdóttir
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Ólafía Herborg Jóhannsdóttir
- Heimssýn
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Óskar Arnórsson
- Sigurbjörn Svavarsson
- Árni Davíðsson
- Lúðvík Lúðvíksson
- Árelíus Örn Þórðarson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Jakob Þór Haraldsson
- Guðrún Katrín Árnadóttir
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- L.i.ú.
- Rafn Gíslason
- Vilhjálmur Sveinn Björnsson
- Samtök Fullveldissinna
- Vaktin
- Arnar Guðmundsson
- Lárus Baldursson
- Sveinn Elías Hansson
- Þórarinn Baldursson
- Kjartan Magnússon
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Berglind Steinsdóttir
- Bjarney Vigdís Ingimundardóttir
- BJÖRK
- Björn Emilsson
- Dagný
- Dominus Sanctus.
- Friðgeir Sveinsson
- Guðmundur Ásgeirsson
- Guðmundur Pálsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Högni Snær Hauksson
- Inga Sæland Ástvaldsdóttir
- Jón Þórhallsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Ragnar Stefán Rögnvaldsson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Samstaða þjóðar
- Sigurður Ingólfsson
- Stefán Júlíusson
- Sumarliði Einar Daðason
- Sveinn Björnsson
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Úrsúla Jünemann
- Valdimar H Jóhannesson
Tenglar
Mínir tenglar
- Losnað við pestina Þetta hefur reynst mér vel við að losna við allar pestir þá 5 mánuði sem ég hef reynt immiflexið
- Ginseng Hér fæ ég kraftinn
- Frjálslyndi flokkurinn Vill breyta kvótakerfinu
- Ungmennasamband Skagafjarðar Ég er formaður
- Hér kaupi ég tölvudótið Ódýrt og gott
Sjávarútvegsmál
- Hafró Stofnunin þar sem ákveðið er hversu mikið má veiða
- Landssamband íslenskra útvegsmanna LÍÚ
- Landssamband smábátaeigenda LS
- Jörgen Niclasen Formaður Fólkaflokksins í Færeyjum
- Helgi Áss Grétarsson Sérfræðingur í HÍ á vegum LÍÚ
Fréttamiðlar
- Al Jazeera Gefur Bandaríkjamönnum engin grið
- BBC BBC
- Börsen Dönsk fjármálasíða
- Seðlabankinn Musteri Davíðs
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 108
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 60
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Myndaalbúm
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Janúar 2024
- Apríl 2023
- Október 2022
- Október 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Janúar 2019
- Apríl 2018
- Desember 2017
- Október 2016
- Ágúst 2016
- Janúar 2016
- Nóvember 2015
- Nóvember 2014
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Desember 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007