Bloggfærslur mánaðarins, maí 2008
16.5.2008 | 18:54
Þjóðin styður Magnús Þór
Skoðanakönnun sem fór fram á einum fjölfarnasta vef landsins, visir.is, ber með sér að málflutningur Magnúsar Þórs varðandi komu flóttafólks frá Írak á sér víðtækan stuðning meðal þjóðarinnar. Í könnuninni kom fram að 68% þeirra sem tóku þátt sögðust vera sammála röksemdafærslu Magnúsar Þórs Hafsteinssonar varðandi flóttamannaaðstoð á Akranesi.
Þessi er niðurstaðan þrátt fyrir að ýmsir sjálfskipaðir verðir hinnar leyfilegu umræðu, s.s. leiðarhöfundar, þingmenn, fjölmiðlamenn og ráðherrar, hafi reynt að rangtúlka og leggja út á versta veg vandaða greinargerð sem lögð var til grundvallar þess að F-listinn á Akranesi með einni undantekningu lagðist alfarið gegn því að taka í skyndi ákvörðun um að taka við fjölda flóttamanna frá Írak.
Ástæðan er ekki sú að fólkið sem sagðist vera sammála röksemdafærslu Magnúsar Þórs sé vont fólk eins og stjórnmálamenn á borð við Össur Skarphéðinsson og Björk Vilhelmsdóttur hafa látið í veðri vaka heldur vill fólkið opna og hreinskilnislega umræðu um málið.
Það er mín skoðun að stjórnmálamenn á borð við Össur Skarphéðinsson, Björk Vilhelmsdóttur og Sigurð Kára Kristjánsson verði að hugsa sinn gang, þ.e. hvort framganga þeirra í þessu máli, að úthrópa eðlilega umræðu, sé til heilla.
Ég er þeirrar skoðunar að úthrópanir af þessu tagi sem þjóðin hefur orðið vitni að, eins og að kalla málsmetandi fólk kynþáttahatara, séu miklu frekar til þess að póla umræðuna og setja í hnút.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (128)
16.5.2008 | 00:11
Lundinn og heimsendir
Nýlega bárust fréttir af því að örfáir fuglafræðingar sem hafa atvinnu af því að rannsaka lífríki lundastofnsins í Vestmannaeyjum hefðu komist að þeirri niðurstöðu að nauðsynlegt væri að takmarka mjög lundaveiðar eða banna þær vegna lélegrar nýliðunar. Þessar fréttir komu mér verulega á óvart vegna þess að lundastofninn er sérdeilis langt frá því að vera í útrýmingarhættu, vel á þriðju milljón fugla verpir í eynni en örfá prósent þeirra lenda sem hátíðarmatur á borðum Eyjamanna.
Það sem stakk þó verulega í augu var að fækkunin var af sömu vísindamönnum rakin til minna fæðuframboðs, þ.e. í sandsílastofninum. Það var engu líkara en að ráðgjöfin gengi út á að svelta enn fleiri til bana.
Það verður fróðlegt að kynna sér þessi fræði enn frekar, en enn er ekki að finna á netinu neina skýrslu með gögnum. Ég hef gert ráðstafanir til að redda þeim. Ef það gengur ekki er ég viss um að Árni Johnsen, einn virkasti þingmaður landsins í að veita stjórnvöldum aðhald, muni snara þeim norður með póstinum.
Sá grunur læðist að mér að það sé erfitt að afla rannsóknarfjár nema það sé eitthvað meiriháttar að, og helst að útdauði tegunda eða heimsendir sé á næsta leiti. Það er eins og að venjuleg og verðug rannsóknarverkefni sem felast í að fylgjast með og kortleggja skrykkjóttar sveiflur dýrastofna fái ekki fjármagn.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
14.5.2008 | 23:42
Konan sem ber út börn
Það var staðfest endanlega sem ég hef haldið fram - að margir talsmenn Samfylkingarinnar séu alls ófærir um að skiptast málefnalega á skoðunum um bágstatt flóttafólk - á Bylgjunni í morgun. Í viðtalinu gaf Björk Vilhelmsdóttir það sterklega í skyn að ég væri kynþáttahatari og hélt því reyndar fram berum orðum að Magnús Þór bæri hatur í brjósti til fólks af öðrum kynþáttum.
Þessu til staðfestingar benti samfylkingarmaðurinn á skrif mín á heimasíðu minni, þessari hér. Ég verð að segja að mér finnst þessi yfirlýsing hennar vægast sagt glannaleg og óábyrg. Miklu nær væri með sömu röksemdafærslu að kalla Björk Vilhelmsdóttur konuna sem ber út börnin en hún varði sannarlega með kjafti og klóm að fólk sem ekki stæði í skilum væri borið út úr félagslegu húsnæði Reykjavíkurborgar.
14.5.2008 | 10:20
Ofsinn í Samfylkingunni
Ekki fyrir löngu datt einhverjum í Samfylkingunni það í hug að kenna landslýð upp á nýtt hvernig ætti að skiptast á skoðunum um landsins gagn og nauðsynjar. Nýja aðferð Samfylkingarinnar kallaðist samræðustjórnmál og átti að leysa af hólmi átakastjórnmál sem var víst ekki eins fínt fyrir síviliseruðu intelligensíuna í Samfylkingunni.
Það skýtur óneitanlega skökku við að liðsmenn flokksins sem vildi kenna sig við samræðustjórnmál skuli ítrekað grípa til gífuryrða og ofsafenginna úthrópana þegar þeir verða undir í rökræðu.
Í harðri kosningabaráttu Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur til að hljóta sæti í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna er öllu tjaldað til. Í skyndingu var ákveðið að fá til landsins mikinn fjölda flóttamanna frá Írak. Nú brá svo við að varaformaður Frjálslynda flokksins og formaður félagsmálaráðs Akraness taldi ýmsa meinbugi á að setja umrædda flóttamenn niður á Akranesi og lagði með sér í þá umræðu vandaða greinargerð.
Það er umhugsunarvert að fulltrúar samræðustjórnmála skuli ekki gera sér far um að ræða málefnalega um greinargerðina í stað þess að missa sig í einhverjum ofsaköstum eins og prúðmennið Össur Skarphéðinsson gerir sig sekan um ásamt fjölda annarra nafntogaðra samræðukvenna og -karla.
Össuri er greinilega mikið kappsmál að staðsetja flóttafólkið uppi á Akranesi og hvergi annars staðar þrátt fyrir rökstuddar efasemdir eins og áður segir.
Ég vil benda á að ef stjórnarflokkunum er svo umhugað um að fá umræddan hóp til landsins þá er fjöldi bæjarfélaga þar sem stjórnarflokkarnir eru einráðir, s.s. á Seltjarnarnesi eða Hafnarfirði. Saman starfa þeir síðan í bæjarstjórn Akureyrar.
Það er mjög erfitt að átta sig á ofsa ýmissa í Samfylkingunni í þessu máli og því algera getuleysi sem opinberast hjá fólki þess flokks í að taka þátt í málefnalegri umræðu.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
13.5.2008 | 13:53
Spillingin fannst á Íslandi!
Það hefur löngum verið vitað að það er lítil sem engin spilling á Íslandi. Það hafa alþjóðlegar stofnanir staðfest þegar kannanir hafa sýnt að Ísland trónir í efstu sætum yfir lönd þar sem lítil spilling ríkir. Rannsóknarblaðamenn Ríkisútvarpsins hafa jafnan haft efasemdir um þessa niðurstöðu og leitað logandi ljósi að einhverju sem mögulega gæti kallast spilling á landinu bláa.
Og viti menn, hún fannst! Hún fannst hjá Ungmennafélagi Íslands. Fréttamenn Ríkisútvarpsins komust á snoðir um að hreyfingin hygðist leigja út nokkur herbergi í samvinnu við þekktustu hótelkeðju landsins. Fréttamaður RÚV hafði spæjað ýmis tengsl þar sem upp komst að forystumenn UMFÍ tengdust ýmsum í viðskiptalífinu.
Mér finnst athyglisvert hve miklu púðri er eytt í þetta mál, þ.e. að íþróttahreyfingin ætli að láta starfsemi sína bera sig í samvinnu við atvinnulífið, í ljósi þess að ríkisfjölmiðlarnir hafa þagað þunnu hljóði um ábyrgð Geirs Haarde á stjórnsýslunni fyrir örfáum árum sem var dæmd ólögleg í Hæstarétti fyrir helgi. Umrædd sala hafði í för með sér að jafnræðis var ekki gætt við sölu á eigum almennings og leiddi nokkuð örugglega til þess að ríkið varð af umtalsverðum verðmætum, þ.e. við sölu á Íslenskum aðalverktökum (ÍAV).
Það er engu líkara en að íslenskir fjölmiðlar hafi ekki kjark til að spyrja ráðamenn þjóðarinnar út í erfið mál, s.s. Geir Haarde út í einkavinavæðinguna og hvernig stjórnvöld hyggist bregðast við mannréttindabrotum gegn sjómönnum.
11.5.2008 | 14:12
Er innflutningur flóttafólks liður í kosningabaráttu utanríkisráðherra?
Ég get ekki annað en tekið undir með varaformanni Frjálslynda flokksins, Magnúsi Þór Hafsteinssyni, sem leggst gegn því að taka við fjölda flóttamanna frá Írak og hópa þeim saman á Akranesi. Hann rökstyður skoðun sína einkar vel í greinargerð sem er að finna á Skessuhorni. Það er umhugsunarvert að stjórnvöld ætli að fara þessa leið í einhverjum flýti og bráðræði án þess að skýra út hvað þau ætli að gera öðruvísi og betur en t.d. Danir sem hafa lent í ýmsum árekstrum.
Það verður ekki litið framhjá því að ýmsir hópar nærast á verkefnum sem þessum, s.s. félagsráðgjafar, túlkar o.fl. sem þurfa að hlynna að þessum hópum. Þetta er einmitt fólkið sem spurt er álits á gagnsemi móttöku þessara flóttamanna. Ég er sannfærður um að það sé hægt að ná betri árangri fyrir þá upphæð sem er varið í að afla húsnæðis og eytt í alls kyns hjúkrun og ráðgjöf í heimkynnum þeirra sem til stendur að flytja hingað, þ.e. upphæðin hér nýtist margfalt betur heima hjá þeim.
Þetta lyktar svolítið af því að utanríkisráðherra sé að kippa hópi fólks úr allt öðrum menningarheimi og upp á Skaga til að fá stuðning til setu í öryggisráðinu og eflaust er Haarde með einhvern móral yfir einlægum stuðningi sínum við ólögmæta innrás í Írak.
Stjórnmál og samfélag | Slóð | Facebook | Athugasemdir (101)
10.5.2008 | 09:29
Verður þáttur Geirs Haarde rannsakaður?
Það þarf ekki að velta þessu máli ÍAV lengi fyrir sér til þess að sjá að formaður Sjálfstæðisflokksins Geir Haarde ber mesta ábyrgð á þessu máli. Hann sat ekki einungis sem fjármálaráðherra í ráðherranefndinni sem skipaði og bar ábyrgð á framkvæmdanefnd um einkavæðingu heldur gegndi hann algjöru lykilhlutverki í henni þar sem hann bar ábyrgð á öllum starfsmönnum nefndarinnar.
Geir átt að vera fullkunnugt um að eitt og annað misjafnt færi fram þar sem fulltrúi hans Steingrímur Ari Arason sagði sig úr framkvæmdanefnd um einkavæðingu um það leyti sem umdeildar sölur ríkiseigna stóðu yfir s.s. þegar Landsbankinn var seldur og lægsta tilboði tekið og Búnaðarbankanum ráðstafað til innanbúðarmanna stjórnmálaflokks í nafni einhvers kjölfestufjárfesti sem síðan gufaði upp.
Einhverra hluta vegna hefur Geir Haarde komist algerlega hjá því að svara efnislega fyrir vægast sagt verulega vafasöm vinnubrögð sem hann ætti að bera alla pólitíska ábyrgð á.
![]() |
Sala á ÍAV úrskurðuð ólögmæt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
9.5.2008 | 21:58
Beitir Össur Sivjar bragði?
Nú stendur upp á Össur Skarphéðinsson að taka neðri hluta Þjórsár eignarnámi ef það á virkja Urriðafoss eins og ríkisstjórn Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks stefnir ljóst og leynt að. Þórunn reynir að friða grænjaxlana í Samfylkingunni og nú er Össur karlinn á milli steins og sleggju. Það kæmi mér ekki á óvart, ef ég þekki kauða rétt, að hann reyndi með einhverju móti að smeygja sér úr þessari klípu og jafnvel nota sömu aðferð og Siv Friðleifsdóttir notaði þegar hún kom sér undan því að úrskurða í málefnum Þjórsárvera. Þá setti hún Jón Kristjánsson í verkið og gaf þá skýringu að hún hefði einhvern tímann tjáð sig efnislega um málið.
Ég var reyndar ekki sammála þeim skilningi á stjórnsýslulögum sem hún lagði upp með.
Það er allt eins líklegt að Össur reyni að fara sömu leið og Siv og segja sig vanhæfan í málinu þar sem hann hafi einhvern tímann bloggað um það. Sú aðferð gæti þó verið skrambi erfið fyrir Össur þar sem hann bloggar um flestallt með stórkarlalegum hætti.
9.5.2008 | 00:00
Hvenær verður skot skeið?
Forsætisráðherrann var í dag að kvarta undan einelti fréttastofu Stöðvar 2 sem minnti á að Samfylkingin hefði ekki staðið við það kosningaloforð að aflétta þeim ósið að sendiherrar gætu jafnframt verið á fullum eftirlaunum. Fleiri fulltrúar ríkisstjórnarinnar kvörtuðu í blöðunum í dag, lærður aðstoðarráðherra skrifaði grein í 24 stundir um efnahagsmál og bjóst ég sannast sagna við lærðri grein um væntanlegar aðgerðir ríkisstjórnarinnar. Því miður var því ekki að heilsa, heldur var hann að kvarta undan Framsóknarflokknum sem truflaði að einhverju leyti þá stefnu ríkisstjórnarinnar að gera ekki neitt.
Það sem ég hins vegar varð mjög hugsi yfir eftir að hafa hlýtt á viðtal við forsætisráðherrann í hádeginu var hversu hróðugur hann er yfir þeirri stefnu sinni í efnahagsmálum að gera ekki neitt. Hann hafði m.a.s. reiknað út gróðann af stefnunni sem var upp á þúsundir milljóna. Gróðinn fólst í því að björgunaraðgerðirnar fyrir bankana væru núna miklu ódýrari en þegar staðan var hvað verst. Það er hins vegar spurning hvað fyrirhyggjuleysið og stefnuleysi ríkisstjórnarinnar hafi kostað þjóðarbúið nú þegar.
Það sem mér er núna hugleiknast - þegar forsætisráðherra talar um eitthvert verðbólguskot þótt verðbólgan hefur verið langt yfir markmiði stjórnvalda síðustu þrjú árin og nú stefnir í mjög mikla verðbólgu á þessu ári - er að vita hvenær skotinu léttir. Hvenær breytist verðbógluskot í verðbólguskeið?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
7.5.2008 | 23:33
Vafasöm ráðning á flekkuðum manni
Ólafur F. Magnússon er prinsippmaður í íslenskri pólitík. Hann hefur staðið og fallið með skoðunum sínum, t.d. í umhverfismálum og flugvallarmálinu. Það er mín skoðun að nú hafi hann gert stór og mikil mistök með því að ráða fyrrum varaþingmann Samfylkingarinnar án þess að rökstyðja það á fullnægjandi hátt.
Jakob Frímann flutti á sínum tíma áhrifamikla ræðu á Alþingi sem fjallaði m.a. um það hvernig hann var spjallaður af Bandaríkjamanni. Í kvöld hlýddi ég á Svandísi Svavarsdóttur hneykslast æsta í Kastljósinu yfir pólitískri ráðningu. Þessi æsingur Svandísar yfir pólitískum ráðningum kom mér algjörlega í opna skjöldu vegna þess að ég hef aldrei heyrt hana andmæla svívirðilegum sendiherraráðningum þar sem íslenski stjórnmálaklúbburinn hefur sent gamla klúbbfélaga úr landi með sendiherranafnbót, og þar að auki á fullum eftirlaunum.
Bloggvinir
-
Helga Þórðardóttir
-
Gunnar Skúli Ármannsson
-
Jens Guð
-
Hallgrímur Guðmundsson
-
Ásta Hafberg S.
-
Jóhann Elíasson
-
Aðalheiður Ámundadóttir
-
Óskar Helgi Helgason
-
Georg Eiður Arnarson
-
Óskar Þorkelsson
-
Jakob Falur Kristinsson
-
Kolbrún Stefánsdóttir
-
Baldvin Jónsson
-
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
-
Ragnheiður Ólafsdóttir
-
Hallur Magnússon
-
Sigurður Þórðarson
-
Gunnlaugur B Ólafsson
-
Guðrún María Óskarsdóttir.
-
Katrín
-
Þarfagreinir
-
Samtök sjálfstæðra í sjávarútvegi
-
Frjálslyndi flokkurinn í Eyjafirði
-
Hallgrímur Óli Helgason
-
Jón Kristjánsson
-
Hrannar Björn Arnarsson
-
Hlynur Þór Magnússon
-
Jón Valur Jensson
-
Gunnar Th. Gunnarsson
-
Kjartan Eggertsson
-
Halla Rut
-
Ingólfur Þór Guðmundsson
-
Grétar Pétur Geirsson
-
Guðrún Þóra Hjaltadóttir
-
J. Einar Valur Bjarnason Maack
-
ragnar bergsson
-
Bjarni Harðarson
-
Rannveig Þorvaldsdóttir
-
Sigurður Sigurðsson
-
Eiríkur Guðmundsson
-
Stefán Friðrik Stefánsson
-
erlahlyns.blogspot.com
-
Agný
-
Guðjón Ólafsson
-
Einar Ben
-
Jón Aðalsteinn Jónsson
-
Georg P Sveinbjörnsson
-
Gunnar Freyr Hafsteinsson
-
Ólafur Ragnarsson
-
Guðrún Magnea Helgadóttir
-
Ólafur Björn Ólafsson
-
Halldór Jónsson
-
Elvar Atli Konráðsson
-
Kristján H Theódórsson
-
Guðjón Sigþór Jensson
-
Helgi Már Barðason
-
Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir
-
Víðir Benediktsson
-
Valgerður Sigurðardóttir
-
Jens Sigurjónsson
-
Vestfirðir
-
Sigurður Ásbjörnsson
-
Jón Magnússon
-
Viðar Friðgeirsson
-
Axel Jóhannes Yngvason
-
Svava S. Steinars
-
Guðsteinn Haukur Barkarson
-
Quackmore
-
Árni "Gamli" Einarsson
-
Haukur Már Helgason
-
Þóra Guðmundsdóttir
-
Heiða Þórðar
-
Steingrímur Ólafsson
-
Vefritid
-
Ársæll Níelsson
-
S. Einar Sigurðsson
-
Rannveig H
-
Gísli Gíslason
-
Bjarni Kjartansson
-
Steingrímur Helgason
-
Fiðrildi
-
Baldur Fjölnisson
-
Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
-
Linda Lea Bogadóttir
-
Félag Ungra Frjálslyndra
-
Hanna
-
Sverrir Stormsker
-
Ottó Marvin Gunnarsson
-
gudni.is
-
Einar Vignir Einarsson
-
Hákon Unnar Seljan Jóhannsson
-
Valgerður Halldórsdóttir
-
Guðmundur Jónas Kristjánsson
-
Sæþór Helgi Jensson
-
Fríða Björk Einarsdóttir
-
Jóhann Kristjánsson
-
Oddur Helgi Halldórsson
-
Guðrún Jóna Gunnarsdóttir
-
María Harðardóttir og Þorsteinn Narfason
-
Grétar Rögnvarsson
-
Ragnar Þór Ingólfsson
-
Róbert Guðmundur Schmidt
-
Steinn Hafliðason
-
Landssamband ungra frjálslyndra
-
Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
-
Þórir Aðalsteinsson
-
Vilborg Traustadóttir
-
Arnþrúður Karlsdóttir
-
Sævar Einarsson
-
Ketilás
-
Ómar Pétursson
-
Eyþór Grétar Grétarsson
-
FF
-
Jón Þór Bjarnason
-
Óskar Þ. G. Eiríksson
-
Vilhjálmur Árnason
-
Alexander Kristófer Gústafsson
-
Róbert Tómasson
-
Landvernd
-
ThoR-E
-
Haraldur Baldursson
-
Sigurður Jón Hreinsson
-
Eyþór Laxdal Arnalds
-
busblog.is
-
Sigríður Inga Sigurjónsdóttir
-
Himmalingur
-
Svanhildur Karlsdóttir
-
Gísli Birgir Ómarsson
-
Árni Árnason
-
Grétar Mar Jónsson
-
Perla
-
Ingunn Guðnadóttir
-
Irma Þöll
-
Skattborgari
-
Gulli litli
-
Jón Snæbjörnsson
-
Þráinn Jökull Elísson
-
Sigríður Elfa Eyjólfsdóttir
-
Mál 214
-
Bullukolla
-
kreppukallinn
-
hreinsamviska
-
Arinbjörn Kúld
-
Orgar
-
Guðjón Baldursson
-
Gunnar Þór Gunnarsson
-
Hörður B Hjartarson
-
Gunnar Björn Björnsson
-
Haraldur Hansson
-
Þórólfur S. Finnsson
-
Birna Steingrímsdóttir
-
Gestur Guðjónsson
-
Jónas Rafnar Ingason
-
Stríða
-
Götusmiðjan
-
Brynja skordal
-
Haraldur Bjarnason
-
Guðmundur Óli Scheving
-
Ásta
-
Markús frá Djúpalæk
-
Jörundur Garðarsson
-
MIS
-
Þorsteinn H. Gunnarsson
-
Björn Júlíus Grímsson
-
S Kristján Ingimarsson
-
Bryndís Haraldsdóttir
-
Þórður Björn Sigurðsson
-
Magnús Kristjánsson
-
Bergur Sigurðsson
-
Guðrún Ólafía Brynleifsdóttir
-
Hildur Helga Sigurðardóttir
-
Ólafía Herborg Jóhannsdóttir
-
Heimssýn
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
Óskar Arnórsson
-
Sigurbjörn Svavarsson
-
Árni Davíðsson
-
Lúðvík Lúðvíksson
-
Árelíus Örn Þórðarson
-
Friðrik Hansen Guðmundsson
-
Jakob Þór Haraldsson
-
Guðrún Katrín Árnadóttir
-
Þorsteinn Valur Baldvinsson
-
L.i.ú.
-
Rafn Gíslason
-
Vilhjálmur Sveinn Björnsson
-
Samtök Fullveldissinna
-
Vaktin
-
Arnar Guðmundsson
-
Lárus Baldursson
-
Sveinn Elías Hansson
-
Þórarinn Baldursson
-
Kjartan Magnússon
-
ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
-
Berglind Steinsdóttir
-
Bjarney Vigdís Ingimundardóttir
-
BJÖRK
-
Björn Emilsson
-
Dagný
-
Dominus Sanctus.
-
Friðgeir Sveinsson
-
Guðmundur Ásgeirsson
-
Guðmundur Pálsson
-
Helgi Þór Gunnarsson
-
Högni Snær Hauksson
-
Inga Sæland Ástvaldsdóttir
-
Jón Þórhallsson
-
Kristján P. Gudmundsson
-
Ómar Bjarki Smárason
-
Ragnar Stefán Rögnvaldsson
-
Rósa Aðalsteinsdóttir
-
Samstaða þjóðar
-
Sigurður Ingólfsson
-
Stefán Júlíusson
-
Sumarliði Einar Daðason
-
Sveinn Björnsson
-
Tryggvi Gunnar Hansen
-
Úrsúla Jünemann
-
Valdimar H Jóhannesson
Tenglar
Mínir tenglar
- Losnað við pestina Þetta hefur reynst mér vel við að losna við allar pestir þá 5 mánuði sem ég hef reynt immiflexið
- Ginseng Hér fæ ég kraftinn
- Frjálslyndi flokkurinn Vill breyta kvótakerfinu
- Ungmennasamband Skagafjarðar Ég er formaður
- Hér kaupi ég tölvudótið Ódýrt og gott
Sjávarútvegsmál
- Hafró Stofnunin þar sem ákveðið er hversu mikið má veiða
- Landssamband íslenskra útvegsmanna LÍÚ
- Landssamband smábátaeigenda LS
- Jörgen Niclasen Formaður Fólkaflokksins í Færeyjum
- Helgi Áss Grétarsson Sérfræðingur í HÍ á vegum LÍÚ
Fréttamiðlar
- Al Jazeera Gefur Bandaríkjamönnum engin grið
- BBC BBC
- Börsen Dönsk fjármálasíða
- Seðlabankinn Musteri Davíðs
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (31.3.): 0
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 26
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 20
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Myndaalbúm
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Janúar 2024
- Apríl 2023
- Október 2022
- Október 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Janúar 2019
- Apríl 2018
- Desember 2017
- Október 2016
- Ágúst 2016
- Janúar 2016
- Nóvember 2015
- Nóvember 2014
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Desember 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007