Leita í fréttum mbl.is

Spillingin fannst á Íslandi!

Það hefur löngum verið vitað að það er lítil sem engin spilling á Íslandi. Það hafa alþjóðlegar stofnanir staðfest þegar kannanir hafa sýnt að Ísland trónir í efstu sætum yfir lönd þar sem lítil spilling ríkir. Rannsóknarblaðamenn Ríkisútvarpsins hafa jafnan haft efasemdir um þessa niðurstöðu og leitað logandi ljósi að einhverju sem mögulega gæti kallast spilling á landinu bláa.

Og viti menn, hún fannst! Hún fannst hjá Ungmennafélagi Íslands. Fréttamenn Ríkisútvarpsins komust á snoðir um að hreyfingin hygðist leigja út nokkur herbergi í samvinnu við þekktustu hótelkeðju landsins. Fréttamaður RÚV hafði spæjað ýmis tengsl þar sem upp komst að forystumenn UMFÍ tengdust ýmsum í viðskiptalífinu.

Mér finnst athyglisvert hve miklu púðri er eytt í þetta mál, þ.e. að íþróttahreyfingin ætli að láta starfsemi sína bera sig í samvinnu við atvinnulífið, í ljósi þess að ríkisfjölmiðlarnir hafa þagað þunnu hljóði um ábyrgð Geirs Haarde á stjórnsýslunni fyrir örfáum árum sem var dæmd ólögleg í Hæstarétti fyrir helgi. Umrædd sala hafði í för með sér að jafnræðis var ekki gætt við sölu á eigum almennings og leiddi nokkuð örugglega til þess að ríkið varð af umtalsverðum verðmætum, þ.e. við sölu á Íslenskum aðalverktökum (ÍAV).

Það er engu líkara en að íslenskir fjölmiðlar hafi ekki kjark til að spyrja ráðamenn þjóðarinnar út í erfið mál, s.s. Geir Haarde út í einkavinavæðinguna og hvernig stjórnvöld hyggist bregðast við mannréttindabrotum gegn sjómönnum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd:  Úrsúla Jünemann

Það eru talsvert af gruggugum málum í gangi. Nefnum hér bara Grímseyjaferjuna og sölu á Baldri. Hver hagnaðist á kaup og sölu og þessu óeðlilegu verðmun sem kom í ljós? Kallast þetta ekki spilling þegar skattborgarar þurfa að blæða fyrir svona vinnubrögðum? Hvert fóru allar umframpeningar? Hver stakk þá í vasann?

Úrsúla Jünemann, 13.5.2008 kl. 14:35

2 Smámynd: Róbert Tómasson

Það þykir ekki spilling á Íslandi að gefa fyrirtæki í eigu þjóðarinnar örfáum vígðum og innmúruðum einstaklingum, það þykir ekki heldur spilling að gauka dómaraembættum og öðrum "góðum bitlingastörfum" né heldur þegar gamla húsnæðismálastofnunin greiddi ákveðnum föllnum og síðan endurreistum þingmanni styrk til þess að kanna hvernig bjálka hús plummaði sig í Vestmannaeyjum.

Hér virðist  heldur enginn ábyrgur gjörða sinna nema hann eða hún sé í láglaunastarfi, þó hef ég reyndar rekið mig á að svona rétt fyrir kosningar er reynt að "fórna" einhverjum örlítið hærra settum til þess að manni finnst að sýna fram á að einhverskonar siðferði finnist í æðstu stöðum.

Það er nefnilega eitthvað svo Íslenskt að nöldra í 2 - 3 daga þegar mönnum blöskrar og svo er allt gleymt og þetta gera ráðamenn útá.

Svona er Ísland í dag.

Róbert Tómasson, 13.5.2008 kl. 22:26

3 Smámynd: Halla Rut

Sammála Róbert.

Halla Rut , 13.5.2008 kl. 22:40

4 identicon

Höldum samt til haga að DV sagði þessa sögu fyrir um það bil ári síðan.

Brynjólfur Þór (IP-tala skráð) 13.5.2008 kl. 23:43

5 identicon

Það er enginn samnefnari yfir að það sé lítil spilling á Íslandi og því að Ísland sé ofarlega á lista yfir spillingarlaus lönd.

Johnny Rebel (IP-tala skráð) 14.5.2008 kl. 01:25

6 Smámynd: Jóhann Elíasson

Hér á landi eru kjósendur ekki til nema hálfum mánuði fyrir kosningar á fjögurra ára fresti, þess á milli geta þeir "étið það sem úti frýs" . Róbert Tómasson lýsti þessu vel, því svona er Ísland í dag.  "Kastljósið" er nú alveg sér kafli og ekki veitti af að taka vel til á þeim bæ. 

Jóhann Elíasson, 14.5.2008 kl. 08:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband