Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2008
30.1.2008 | 23:48
Magnús saltar Einar Kristin
Það er alltaf hálfundarleg upplifun að verða vitni að því þegar núverandi sjávarútvegsráðherra ver kvótakerfið út í eitt í ljósi þess að barátta hans gegn kerfinu skolaði honum ítrekað á þing. Í gærkvöldi gat þjóðin enn og aftur fylgst með ráðherranum í algjörri nauðvörn fyrir arfavitlausu kerfi sem brýtur mannréttindi á þegnunum. Sá sem sótti að honum í Kastljósinu í gær var varaformaður Frjálslynda flokksins sem beitti yfirvegaðri rökfærslu um að kerfið væri komið í þrot.
Helsta vörn Einars Kristins var að hanga á orðinu og láta móðan mása um nánast ekki neitt, sérstaklega fannst mér grátbroslegt þegar hann sagðist endilega þurfa að koma einhverju að, alltaf bara einhverju sem var svo hvorki eitt né neitt.
Staða Einars er að mörgu leyti þröng og ég hef á tilfinningunni að hann vilji stundum fara aðrar leiðir en að fylgja nákvæmlega forskrift LÍÚ, en virðist þó ekki hafa kjark í það þegar á hólminn er komið. Kvótakerfið á sér æ færri formælendur og ég tel mig finna að ýmsir flokkshestar Sjálfstæðis-og Framsóknarflokks sem lengi voru fylgjandi kerfinu séu farnir að játa með sjálfum sér að kerfið er gjaldþrota og gengur engan veginn upp.
Það örlar þó á að einstaka samfylkingarmenn sem hafa lítið vit á sjávarútvegi séu nú hálft í hvoru orðnir talsmenn kerfisins, eflaust til að halda í hlýju hjónasængurinnar.
Hér að neðan er grein sem birtist í Brimfaxa blaði Landsambands Smábátaeigenda.
Glænýjar hafrannsóknir sem styðja gagnrýni trillukarla
Margir sem eiga afkomu sína undir sjósókn eru mjög gagnrýnir á ráðgjöf Hafró sem er engin furða. Niðurskurður á aflaheimildum hefur ekki leitt til aukinnar veiði seinna eins og lofað hefur verið síðustu 20 árin. Á yfirstandandi fiskveiðiári er ástandið þannig að leyfilegt er að veiða um 30% af því sem veitt var að jafnaði af þorski um áratugaskeið, áður en þetta sérkennilega uppbyggingarstarf Hafró hófst.
Áhrif veiða á fiskistofna
Ein meginfaglega gagnrýnin á ráðgjöf Hafró er hversu mikil áhrif veiða eru á stærð og viðgang fiskistofna. Undirritaður hefur í sjálfu sér ekki áhyggjur af stærð þorskstofnsins enda er það ekki stærðin sem skiptir máli fyrir útgerðir heldur er það leyfilegur ársafli sem hlýtur að vera í takt við það sem stofninn getur vaxið á ári hverju.
Helsta aðferðin við mat á stofnstærðarbreytingum er að meta breytingar á fjölda fiska í árgöngum í afla eftir því sem þeir eldast og tíminn rennur sitt skeið. Ef 1000 þriggja ára fiskar veiðast nú í ár og aðeins 500 fjögurra ára fiskar á því næsta leiðir það til þeirrar rökréttu niðurstöðu að helm­ingur stofnsins hafi drepist á árinu sem leið.
Samkvæmt þeim kenningum sem unnið er með skrifast alltaf 18% af dauðanum á náttúrulegar orsakir, þ.e. sjúkdóma, át annarra fiska, sela og hvala og sult en afgangurinn skrifast sjálfkrafa á veiðar. Í framangreindu dæmi reiknaðist veiðidánartalan 32%.
Gagnrýnendur hafa bent á að fráleitt sé að ætla að náttúruleg afföll sé eitthvert fast hlutfall upp á 18% enda gengur það gegn viðtekinni vistfræði þar sem eðlilegt sé að náttúrulegur dauði sé lítill í góðæri en miklu meiri þegar illa árar og fiskur hefur ekki nægjanlegt æti. Reynsla síðasta áratugar gefur til kynna að umrætt fiskabókhald með náttúrulegan dauða sem fasta gangi alls ekki upp.
Í fyrsta lagi fór fram gríðarlegt endurmat á stofnstærð þorsksins um síðustu aldamót þar sem endurskoðun komst að þeirri niðurstöðu að stofninn hefði verið ofmetinn og þess vegna hefði verið veitt alltof mikið miðað við 25% veiðireglu. Hið svokallaða endurmat fól í sér staðfestingu á skekkju í fyrri mælingum Hafró upp á mörg hundruð þúsund tonn af þorski.
Í öðru lagi sýnir árlegt endurmat á reiknaðri stofnstærð í togararalli og ákvörðun um afla næsta fiskveiðiárs í framhaldinu að fyrri spár um framvindu mála ganga ekki upp. Í raun ætti fátt að koma á óvart í ralli nema þá helst nýliðun því að afli síðasta árs er þekkt stærð og náttúrulegur dauði er fasti samkvæmt kenningunni sem unnið er með.
Miklu nærtækara líffræðilega er að skýra stórar gloppur í fiskabókhaldinu og ítrekað misheppnaðar spár um uppbyggingu, sem vænta má handan við næstu skerðingu á afla, út frá miklum breytileika í náttúrulegum dauða. Það sem eflaust hræðir reiknisfiskifræðinga frá því að taka umræddan fasta á náttúrulegum dauða til gagngerrar endurskoðunar, sem liggur þó beinast við, er að fastinn er alger forsenda þess að hægt sé að reikna út stofnstærð þorsksins. Fastinn má heldur ekki viðurkennast að vera hærri því að þá eru afföllin meiri en vaxtaraukning einstaklinganna í aflanum.
Skiptir náttúrulegur dauði máli?
Vitneskja um náttúrulegan dauða, afföll af öllum öðrum orsökum en veiði, er forsenda þess að hægt sé að reikna út einhverja stofnstærð og í öðru lagi er lágur og stöðugur náttúrulegur dauði alger forsenda þess að uppbyggingarstarf Hafró geti fræðilega gengið eftir.
Í líkönum Hafró er reiknað með að náttúrulegur dauði sé alltaf 18% af veiðistofni en ef hann væri talsvert hærri, eins og margt bendir til, er enginn ávinningur af því að geyma þorskinn í sjónum og veiða hann seinna eftir að hann hafi tekið út vöxt eins og uppbyggingarstarf Hafró gengur út á.
Það er margt sem bendir til að náttúruleg afföll séu mun meiri en þau 18% sem reiknað er með. Í fyrsta lagi benda rannsóknir á fiskamerkingum til þess og í öðru lagi hefur markviss vernd smá­fisks ekki skilað auknum afla síðar eins og lofað var. Á árinu 2007 beitti t.d. Hafró 180 skyndilokunum þrátt fyrir að viðmiðunarstærð ýsu hefði verið lækkuð á árinu úr 45 sm í 41 sm.
Hvaðan kom vitneskjan um 18%?
Eina íslenska rannsóknin um að náttúrulegur dauði sé þessi 18% fasti sem allt uppbyggingarstarf Hafró hvílir á er rannsókn sem Jón Jónsson gerði fyrir tæplega hálfri öld. Aðrar rannsóknir sem hafa haft beinlínis að leiðarljósi að upplýsa um hver náttúruleg afföll séu hafa ekki verið birtar, en hins vegar hefur hálfrar aldar rannsókn Jóns Jónssonar verið gagnrýnd með málefnalegum rökum, bæði hvað varðar aðferðafræði og úrvinnslu gagna. Þessari gagnrýni hefur ekki verið svarað.
Nýjar áhugaverðar rannsóknir
Nýjar og áhugaverðar rannsóknir á merkingum fiska gefa sterklega til kynna að náttúrulegur dauði sé umtalsvert meiri en þau 18% sem líkön sem nú eru notuð við fiskveiðiráðgjöf gera ráð fyrir, og gefa þar af leiðandi til kynna að miklum mun lægra hlutfall af veiðistofni sé veitt en Hafró hefur gert ráð fyrir. Ráðgjöfin hefur á umliðnum árum verið sú að veidd skuli 25% af veiðistofni þorsks á hverju ári. Á yfirstandandi fiskveiðiári var hlutfallið lækkað í 20% af stofnstærð. Í þessu sambandi er rétt að hafa í huga að stofnstærðin er ekki mæld heldur reiknuð út frá mjög umdeildum forsendum.
Niðurstöður úr skilum á þorskmerkjum í nýbirtum niðurstöðum liðlega 10 ára gamalla merkingtilrauna við NV-horn landsins gefa mjög skýrt til kynna að mun minna hafi verið veitt en umrædd 25% af veiðistofni árlega (Fjölrit Hafró nr. 123). Ef veiðin hefði verið svo mikil sem fjórðungur af stofninum mætti ætla að nær 25% af merkjunum hefðu skilað sér inn innan árs og eftir nokkurra ára veiði hefðu alls um 60% af merkjum átt að vera búin að skila sér. Niðurstöðurnar úr merkingatilrauninni eru allt aðrar þar sem heildarskil fiskmerkja á fimm ára tímabili eru einungis 14% sem bendir til þess að nær 80% af merktum fiski drepist af öðrum orsökum en fiskveiðum.
Í nýrri skýrslu Alþjóðahafrannsóknaráðsins um færeysk fiskimið er greint frá víðtækum merkingum Hafró á þorski á árunum 1997 til ársins 2004, en af 25.572 þorskum sem voru merktir höfðu 3.708 merki endurheimst, þ.e. einungis rúm 14% af merkjunum (ICES 2007). Það er athyglisvert að svipað hlutfall af fiskmerkjum endurheimtist þarna og í tilrauninni sem stóð yfir á árunum 1994 og 1995 við Ísland. Einnig að þessar nýju upplýsingar skuli koma fram í umfjöllun Alþjóðahafrannsóknaráðsins um færeysk fiskimið!
Á vef Hafró er ný grein eftir Þóru Dögg Jörundsdóttur þar sem hún greinir frá mismunandi kennileitum á erfðaefni þorsksins á Íslandsmiðum og merkingum fiska. Niðurstaðan er í stuttu máli sú að tvær mismunandi aðferðir til að greina erfðafræðileg kennileiti, svo og niðurstöður merkingatilrauna, bentu eindregið til að þorskstofninn við Ísland væri ekki einsleitur stofn.
Í greininni kemur fram að samtals 6.536 þorskar voru merktir á hrygningarslóð á hrygningartíma. 3.624 þorskar voru merktir árið 2002 á 10 stöðum og 2.912 árið 2003 og þá á 12 stöðum. Rann­sóknin greinir ekki nákvæmlega frá endurheimtum merkja, en þó segir að þorskurinn hafi sýnt mikla tryggð við staðinn sem hann var merktur á og hafi einkum endurheimst á sama stað eða á næstu grösum. Hópurinn sem endurheimtist fyrsta árið eftir merkingu á hrygningartíma taldi einungis 159 fiska, sem er rétt rúmlega 4% af merktum fiskum, og árið eftir reyndust heimturnar enn minni, einungis rúm 2% af merktum fiskum. Erfitt er að draga of miklar ályktanir um afföll þorskanna af umræddri skýrslu vegna þess hvernig tilraunin fór fram og birtingu gagna var háttað, en rannsóknin er þó nokkur vísbending um að veiðiálag sé miklum mun minna en þau 25-30% sem Hafró áætlar.
Loks má greina frá góðri og upplýsandi grein Hlyns Ármannssonar, Sigurðar Þ. Jónssonar o.fl. um útbreiðslu og far ufsa á Íslandsmiðum. Greinin er ný og er afrakstur merkinga á 15.800 fiskum á árunum 2000-2004 (tilvitnun, vefur Hafró). Þar kemur fram að ufsinn heldur tryggð við það svæði sem hann er merktur á því að hann endurheimtist gjarnan ekki fjarri merkingarstað. Sömuleiðis kemur fram að endurheimtur merkja batna bæði eftir því sem fiskur er eldri og stærri.
Í greininni er hins vegar í engu leitað svara við þeirri spurningu hvers vegna endurheimtur séu almennt svo lágar sem raun ber vitni, en meðaltal áranna 2000-2003 er einungis rétt um 11% sem bendir til þess að veiðar séu ekki stór affallaþáttur og að náttúrulegur dauði sé gríðarlega hár en minnki mögulega eftir því sem fiskur stækkar og eldist.
Niðurstaða
Það er deginum ljósara að uppbyggingarstarf umliðinna ára á þorskstofninum hefur engu skilað. Ef náttúrulegur dauði er í raun hærri en reiknað er með getur það eitt auðveldlega útskýrt hvers vegna góðar fyrirætlanir um uppbyggingu hafa ekki gengið eftir.
Hingað til hafa sérfræðingar Hafró haldið því fram að dauði vegna merkinga, merkjatap fiska og vanskil á merkjum geti skýrt dræmar endurheimtur.
Það er hægt að minnka áhrif merkjadauða og merkjaskila með því að skoða hvernig endurheimtur minnka hlutfallslega eftir því sem lengra líður frá því að fiskur er merktur (endurheimtur sem fall af tíma). Með þessari aðferð er hægt að komast hjá því að dauði vegna merkinga hafi áhrif og einnig merkjaskil (Jón Jónsson 1996)
Merkjatap er hægt að rannsaka sérstaklega með því t.d. að tvímerkja fiska og svo hefur tækninni fleygt fram þannig að hægt væri að afla frekari upplýsinga um ævi og afdrif þorsksins - væri áhugi á því.
Athyglisvert er að skýrslur um niðurstöður fiskmerkinga síðustu 20 árin virðast ekki vera í neinu samræmi við þann ógurlega fjölda fiska sem sagt er að hafi verið merktir í kringum landið. Mjög mikilvægt er orðið að veita öðrum en þeim sem hafa ráðið ferðinni í fiskveiðiráðgjöfinni á umliðnum árum greiðari aðgang að gögnum um fiskmerkingar því að þau gætu svipt hulunni af því hvers vegna uppbyggingarstarfið hefur ekki gengið eftir og er dæmt til að mistakast.
Telja verður ólíklegt að gögnin geti í nokkru rennt stoðum undir réttmæti forsendna núverandi fiskveiðistjórnunar þar sem reiknað er með afföllum vegna sjúkdóma, afráns, sjálfsráns og hungurs, annars stæði sennilega ekki á birtingu þeirra.
Heimildir:
Fjölrit Hafrannsóknastofnunar nr. 123: Áhrif svæðafriðunar á vöxt og viðgang þorsks. Niðurstöður úr þorskmerkingum út af norðanverðum Vestfjörðum og Húnaflóa sumurin 1994 og 1995.
ICES NWWG Report 2007. www.ices.dk
Heimild um ufsagreinina:
Jón Jónsson 1996. Göngur þorsks og ýsu við Ísland, Niðurstöður merkinga á árunum 1948-1986. Hafrannsóknir - 50. hefti. Hafrannsóknastofnunin 1996.
25.1.2008 | 01:41
Hverju var fólkið að mótmæla í ráðhúsinu?
Í dag varð mér litið á beina útsendingu frá fundi borgarstjórnar Reykjavíkur. Það fór ekki á milli mála að fólkinu sem vermdi áhorfendapallana var mjög heitt í hamsi. Æsingurinn var þvílíkur að engu mátti muna að stjórnendur mótmælanna, þau Dagur Eggertsson og Svandís Svavarsdóttir, gætu ekki hamið liðið enda þurftu þau einnig að verja tíma sínum í að hugga tárvot einn traustasta bandamann sinn, sjálfan Björn Inga sem hafði vistaskipti á fundinum.
Það er verðugt verkefni að reyna að átta sig á því hvers vegna það veldur svo miklum æsingi að meirihluti sem komið var upp á hlaupum skuli hverfa með jafn miklum hraða.
Varla hefur æsingurinn stafað af því að fólkið hafi óttast að ekkert yrði úr einhverjum vonum um að ákveðin málefni næðu fram að ganga með breyttum meirihluta þar sem fráfarandi meirihluti hafði ekki gert neinn samning um nokkurt málefni.
Sömuleiðis var málflutningur oddvita fráfarandi meirihluta oft og tíðum mjög óskýr og erfitt að henda reiður á stefnu flokkanna í veigamiklum málum, s.s. friðun húsa á Laugavegi og flugvallarmáli. Annað hvort voru mál ekki á dagskrá eða það átti að bíða eftir einhverju.
Ekki voru helstu verk fráfarandi meirihluta öll til vinsælda fallin, hvað þá í átt við þau loforð sem hann gaf kjósendum sínum fyrir síðustu kosningar, sbr. hækkun leikskólagjalda um síðustu mánaðamót og þyngri álögur á fasteignaeigendur borgarinnar.
Örugglega er það ekki framganga fráfarandi flokka í REI-málinu enda hafa þeir saltað málið í nefnd sem enn hefur ekki veitt nokkrar upplýsingar. Ekki hefur það aukið trúverðugleika flokkanna í orkumálum að saman og í mikilli sátt skipuðu fráfarandi meirihlutaflokkar fyrrum formann Framsóknarflokksins í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur en sá hinn sami hratt af stað óvissunni með orkulindir þjóðarinnar með sölu á hlut ríkisins í Hitaveitu Suðurnesja.
Einhvern tímann fræddi mig vís Húnvetningur um að eftir því sem deilur snerust minna um málefni og þeim mun meira um persónur hætti þeim til að verða illvígari, t.d. í prestakosningum. Ætli það geti verið skýringin á æsingnum, þ.e. að hann snýst ekki um neitt málefni?
Nú er að vona að fráfarandi meirihluta takist að setja málefnin á dagskrá en það hefur reynst þeim erfitt síðustu mánuðina.
24.1.2008 | 00:45
Húsamús og bretamús
Það er svona eitt og annað í blöðunum, misgóðar greinar og umfjallanir um eitt og annað, s.s. efnahagsmál, íþróttir og bíla - og jafnvel meindýravarnir. Margt af þessu er gott og fræðandi, annað síður eins og gengur.
Ég hef orðið var við að Guðmundur Óli Scheving hefur skrifað mjög áhugaverðar og fróðlegar greinar í 24 stundir um meindýr. Þau dýr vilja oft búa í nábýli við manninn og hafa gott af honum, okkur til mismikillar ánægju og yndisauka. Mér rennur blóðið til skyldunnar sem gömlum meindýraeyði og fyrrum starfsmanni Alþingis að minnast á vel unnin störf. Þessar greinar eru mjög vandaðar og auðsjáanlega hefur mikil vinna og alúð verið lögð í þær.
Ég hvet fróðleiksfúsa til að fletta ekki framhjá Guðmundi Óla.
21.1.2008 | 22:38
Ólafur F. næsti formaður?
Í dag urðu góð tíðindi fyrir Reykvíkinga og ekki síst fólk á landsbyggðinni. Það er ljóst að ekki verður hreyft við Reykjavíkurflugvelli á næstu árum sem verður vonandi til þess að kaffihúsaliðið í R-listanum nái áttum og fari ekki á taugum þótt ein og ein sjúkraflugvél trufli latte-drykkjuna sem vissulega er mikilvæg enda hafa margar lífsgátur verið leystar við þá iðju.
Það verður spennandi að fylgjast með nýja borgarstjóranum. Ég hef þá trú að hugsjónamaðurinn Ólafur F. Magnússon eigi eftir að rækja starfið af trúmennsku, einlægni og harðfylgi. Það er ljóst að ef Ólafur F. Magnússon stendur sig sem forystumaður Reykvíkinga og nær að fylkja borgarbúum um sig og stefnumálin kemur hann vel til greina sem næsti forystumaður Frjálslynda flokksins.
Framundan eru mörg brýn verkefni í Reykjavík, það er alveg ljóst. Það má nefna starfsmannahald í stofnunum, til að mynda leikskólum, skíðasvæðum og sundstöðum. Svo má ekki gleyma samgöngumálum í Reykjavík sem verða ekki bara leyst með stærri umferðarmannvirkjum, heldur hlýtur að þurfa að líta til almenningssamgangna. Auk þess þarf að draga REI-málið upp á borðið og gera gangskör að Sundabrautinni. Málið hefur snúist um leikaraskap kjörinna fulltrúa í stað þess að þeir hafi rætt kjarna málsins af einhverju viti. Fyrst var Dagur í stjórnarandstöðu og gerði sig gildandi á móti Sturlu samgönguráðherra þar sem þeir kenndu hvor öðrum um að ekki væri hægt að fara í verkið. Síðan varð Dagur borgarstjóri og samflokksmaður hans ráðherra og þá strandaði málið á því hvort bjóða þyrfti verkið út eða ekki.
Nú má gera sér vonir um að skriður komist á málið.
21.1.2008 | 14:55
Hvað verður ákveðið næst? - Mikill hringlandi á hálfu ári
Það er nokkuð snúið að átta sig á því hvert HB Grandi ætlar sér í reksti félagsins en fyrir rétt um hálfu ári tilkynnt félagið að það hygðist alfarið hætta allri fiskvinnslu í Reykjavík og þess í stað byggja upp á Akranesi.
Yfirlýsing Granda frá 10. ágúst sl.Landvinnsla botnfisks verður því fyrst og fremst á karfa og ufsa. Til þess að haga henni á sem hagkvæmastan hátt verður hún öll sameinuð í einu nýju fiskiðjuveri, sem áformað er að reisa á Akranesi. Stjórn HB Granda hefur sent stjórn Faxaflóahafna ósk um samstarf í þessu skyni, m.a. í því fólgið að Faxaflóahafnir flýti gerð nýrrar landfyllingar og hafnargarðs á Akranesi. HB Grandi stefnir að því að reisa á þeirri uppfyllingu nýtt fiskiðjuver, sem verði tilbúið síðla árs 2009. Þegar starfsemi í nýju húsi á Akranesi hefst, verði fiskvinnsla félagsins í Reykjavík lögð af.
Hætt við að reisa nýtt fiskiðjuver á Akranesi Stjórn HB Granda hf. hefur ákveðið að falla frá fyrirætlunum um að reisa á Akranesi nýtt fiskiðjuver, sem skyldi verða tilbúið árið 2009, enda hafa Faxaflóahafnir sf. ekki talið sér fært að uppfylla óskir félagsins, m.a. um gerð nýrrar fiskihafnar á Akranesi.
Nýja yfirlýsingin nú í janúar 2008 er svo fyrir þess efnis að það eigi að leggja af hefðbundna vinnslu og fækka störfum í fiskvinnslu HB Granda á Akranesi um 2/3 á næstu mánuðum.
Hvað verður næst?
Grandi hættir landvinnslu botnfisks í núverandi mynd á Akranesi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
18.1.2008 | 12:14
Mikill maður fallinn frá
Bobby Fischer setti mark sitt á skáklíf heimsins, og sömuleiðis íslenskt þjóðlíf, síðustu fjóra áratugi, allt frá því að heimsmeistaramótið var haldið hér árið 1972, í skákeinvígi aldarinnar í Laugardalshöll. Fischer lenti í ótrúlegum væringum gagnvart bandarískum stjórnvöldum vegna brota á viðskiptabanni þegar hann tefldi í fyrrum Júgóslavíu. Þær hremmingar skoluðu honum hingað til Íslands eftir langa dvöl í japönskum fangelsum.
Ég kynntist kappanum aðeins persónulega þegar ég fiskaði hann upp þar sem hann sat á bekk fyrir utan Kjörgarð á Laugaveginum í sumar sem leið. Ég tók hann tali en þar sat meistarinn klæddur til útiveru með vasaútvarp, sem hann hlýddi á BBC í, og þrjá farsíma. Ég bauð honum að borða með mér kjúkling úr Melabúðinni meðan við sátum og ræddum landsins gagn og nauðsynjar og heimsstjórnmálin. Það er óhætt að segja að það samtal hafi tekið á sig skringilegt flug og dýfur og ég, sveitamaðurinn Sigurjón, átti fullt í fangi með að fylgja meistaranum eftir. Honum var mjög umhugað um umhverfismál og bandarísk stjórnvöld sem hann taldi sitja á launráðum við sig.
Við vinirnir, við Valgeir Tómas Sigurðsson, komum því til leiðar að Fischer fór í lystireisu í sumar með Valgeiri norður til Siglufjarðar þar sem Fischer og japönsk vinkona hans áttu góðar stundir í nokkra daga. Hann gat verið skemmtilega kenjóttur og það sem honum þótti hvað skemmtilegast á Siglufirði og taka öðru fram var hafragrauturinn sem hann gat látið ofan í sig í ómældu magni.
Ísland er fátækara land þegar Fischer er fallinn frá. Við getum verið stolt af því að hafa tekið vel á móti honum og létt honum síðustu æviárin. Vinir hans sem komu því til leiðar að hann fékk íslenskan ríkisborgararétt eiga þökk skilda.
Skákmenn minnast Fischers | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
17.1.2008 | 11:14
Til hamingju með daginn, seðlabankastjóri
Einn hópur manna á Íslandi er enn án gildandi kjarasamninga, sjómenn á minnstu bátunum. Sumir þessara báta eru í raun ekki litlir, heldur hafa verið stækkaðir út í ystu mögulega afkima furðulegra reglugerða sem gilda um smábáta þannig að þeir líta út eins og risavaxnir skókassar. Í sumum þessara báta eru jafnvel sjálfvirkar beitningarvélar. Smábátarnir geta sumir aflað mikilla fjármuna, jafnvel hátt í milljón á dag.
Ef marka má viðtökur sem kjarasamningur Landssambands smábátaeigenda hefur fengið í aðildarfélögunum virðist ekki vera borð fyrir báru í rekstrinum til að gera kjarasamninga þrátt fyrir gríðarlegur tekjur þessara útgerða. Ástæðan er næstum örugglega sú að margar útgerðanna leigja aflaheimildir af einhverjum sem fékk þær gefins eða eru að reyna að festa kaup á þeim og greiða þar af leiðandi mikinn fjármagnskostnað.
Ég hef oft verið nokkuð undrandi á því hversu aðgerðalaus verkalýðshreyfingin hefur horft á þetta fiskveiðistjórnunarkerfi þar sem það gríðarlega fjármagn sem hefur farið út úr greininni hlýtur að koma niður á þeim sem vinna í atvinnugreininni. Það segir sig sjálft. Og það bitnar líka á sjávarbyggðunum.
Ef marka má færslu Halla er gerjun í félagsmálum útgerðarmanna. Það er greinilegt að þeir aðilar sem vilja breytingar á kerfinu virðast vera að þjappa sér saman.
Að lokum er rétt að óska Davíð Oddssyni til hamingju með daginn. Það væri ráð fyrir hann í tilefni dagsins - úr því að kvótakerfið er komið að fótum fram - að festa sér miða til Kanarí. Hann taldi í eina tíð það ráð vænst þegar allt útlit væri fyrir að kvótakerfið væri á síðustu metrunum. Við hin getum þá fengið að stunda þá vinnu sem við kjósum og búa við sanngjarnar leikreglur.
12.1.2008 | 23:28
Haraldur Árnason ætlar á sjó
Í kvöld hringdi í mig Siglfirðingurinn Haraldur Árnason og tjáði mér að hann væri staðráðinn í að halda til hafs á næstu dögum til þess að láta á það reyna hvort stjórnvöld virtu mannréttindi og leyfðu honum að nytja fjörðinn sinn.
Haraldur komst í fréttirnar fyrir nokkrum árum í kjölfar þess að hann lagði nokkur rauðsprettunet á gúmmíbát á Siglufirði en þá var Halli um áttrætt. Þegar Halli var að koma í land með netin og örfáar rauðsprettur mættu honum lögreglumenn sem gáfu skýrt til kynna að ef hann héldi áfram uppteknum ólöglegum netaveiðum yrði hann kærður, sem hefði það í för með sér að hann yrði sektaður upp á mörg hundruð þúsund og að afli og veiðarfæri yrðu gerð upptæk.
Nú er Haraldur hálfníræður og staðráðinn í að láta reyna á hvort hann fái að ná sér í sprettu í soðið eins og hann hafði gert um margra áratuga skeið en var stöðvaður af vörðum laganna í nafni landslaga sem nú hafa verið úrskurðuð af mannréttindanefnd SÞ óréttlát.
Það verður spennandi að fylgjast með því hvort Ingibjörg Sólrún og Geir Haarde muni enn á ný senda útsendara sína til þess að stöðva gamla manninn frá því að ná í soðið fyrir sig og sína.
11.1.2008 | 14:50
Prófessor Björg, hvað er það sem er ekki skýrt?
Björg Thorarensen, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands, kvakar í frétt á mbl.is að niðurstaða mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna í máli tveggja sjómanna sem íslensk stjórnvöld beittu órétti og sviptu atvinnuréttindum sé ekki skýr og rökstuðningur sé knappur.
Hvernig er það, er það ekki lágmarkskrafa til þeirra sem kvarta yfir að frekari rökstuðning vanti að þeir rökstyðji það álit sitt? Það gerir Björg Thorarensen prófessor ekki.
Það er svo annað mál að flestum landsmönnum er ljóst að niðurstaðan er skýr. Kvótakerfið er óréttlátt og jafnræðis þegnanna er ekki gætt.
Það er fjarstæðukennt ef Ísland sem ætlar sér stóra hluti í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna í að bæta mannréttindi þjóða heimsins ætlar algerlega að hunsa tilmæli mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna um að leiðrétta misrétti í eigin landi.
Álit mannréttindanefndar ekki þjóðréttarlega bindandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggvinir
- Helga Þórðardóttir
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Jens Guð
- Hallgrímur Guðmundsson
- Ásta Hafberg S.
- Jóhann Elíasson
- Aðalheiður Ámundadóttir
- Óskar Helgi Helgason
- Georg Eiður Arnarson
- Óskar Þorkelsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Baldvin Jónsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Ragnheiður Ólafsdóttir
- Hallur Magnússon
- Sigurður Þórðarson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Katrín
- Þarfagreinir
- Samtök sjálfstæðra í sjávarútvegi
- Frjálslyndi flokkurinn í Eyjafirði
- Hallgrímur Óli Helgason
- Jón Kristjánsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Jón Valur Jensson
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Kjartan Eggertsson
- Halla Rut
- Ingólfur Þór Guðmundsson
- Grétar Pétur Geirsson
- Guðrún Þóra Hjaltadóttir
- J. Einar Valur Bjarnason Maack
- ragnar bergsson
- Bjarni Harðarson
- Rannveig Þorvaldsdóttir
- Sigurður Sigurðsson
- Eiríkur Guðmundsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- erlahlyns.blogspot.com
- Agný
- Guðjón Ólafsson
- Einar Ben
- Jón Aðalsteinn Jónsson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Gunnar Freyr Hafsteinsson
- Ólafur Ragnarsson
- Guðrún Magnea Helgadóttir
- Ólafur Björn Ólafsson
- Halldór Jónsson
- Elvar Atli Konráðsson
- Kristján H Theódórsson
- Guðjón Sigþór Jensson
- Helgi Már Barðason
- Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir
- Víðir Benediktsson
- Valgerður Sigurðardóttir
- Jens Sigurjónsson
- Vestfirðir
- Sigurður Ásbjörnsson
- Jón Magnússon
- Viðar Friðgeirsson
- Axel Jóhannes Yngvason
- Svava S. Steinars
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Quackmore
- Árni "Gamli" Einarsson
- Haukur Már Helgason
- Þóra Guðmundsdóttir
- Heiða Þórðar
- Steingrímur Ólafsson
- Vefritid
- Ársæll Níelsson
- S. Einar Sigurðsson
- Rannveig H
- Gísli Gíslason
- Bjarni Kjartansson
- Steingrímur Helgason
- Fiðrildi
- Baldur Fjölnisson
- Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
- Linda Lea Bogadóttir
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Hanna
- Sverrir Stormsker
- Ottó Marvin Gunnarsson
- gudni.is
- Einar Vignir Einarsson
- Hákon Unnar Seljan Jóhannsson
- Valgerður Halldórsdóttir
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Fríða Björk Einarsdóttir
- Jóhann Kristjánsson
- Oddur Helgi Halldórsson
- Guðrún Jóna Gunnarsdóttir
- María Harðardóttir og Þorsteinn Narfason
- Grétar Rögnvarsson
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Róbert Guðmundur Schmidt
- Steinn Hafliðason
- Landssamband ungra frjálslyndra
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Þórir Aðalsteinsson
- Vilborg Traustadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Sævar Einarsson
- Ketilás
- Ómar Pétursson
- Eyþór Grétar Grétarsson
- FF
- Jón Þór Bjarnason
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Vilhjálmur Árnason
- Alexander Kristófer Gústafsson
- Róbert Tómasson
- Landvernd
- ThoR-E
- Haraldur Baldursson
- Sigurður Jón Hreinsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- busblog.is
- Sigríður Inga Sigurjónsdóttir
- Himmalingur
- Svanhildur Karlsdóttir
- Gísli Birgir Ómarsson
- Árni Árnason
- Grétar Mar Jónsson
- Perla
- Ingunn Guðnadóttir
- Irma Þöll
- Skattborgari
- Gulli litli
- Jón Snæbjörnsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Sigríður Elfa Eyjólfsdóttir
- Mál 214
- Bullukolla
- kreppukallinn
- hreinsamviska
- Arinbjörn Kúld
- Orgar
- Guðjón Baldursson
- Gunnar Þór Gunnarsson
- Hörður B Hjartarson
- Gunnar Björn Björnsson
- Haraldur Hansson
- Þórólfur S. Finnsson
- Birna Steingrímsdóttir
- Gestur Guðjónsson
- Jónas Rafnar Ingason
- Stríða
- Götusmiðjan
- Brynja skordal
- Haraldur Bjarnason
- Guðmundur Óli Scheving
- Ásta
- Markús frá Djúpalæk
- Jörundur Garðarsson
- MIS
- Þorsteinn H. Gunnarsson
- Björn Júlíus Grímsson
- S Kristján Ingimarsson
- Bryndís Haraldsdóttir
- Þórður Björn Sigurðsson
- Magnús Kristjánsson
- Bergur Sigurðsson
- Guðrún Ólafía Brynleifsdóttir
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Ólafía Herborg Jóhannsdóttir
- Heimssýn
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Óskar Arnórsson
- Sigurbjörn Svavarsson
- Árni Davíðsson
- Lúðvík Lúðvíksson
- Árelíus Örn Þórðarson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Jakob Þór Haraldsson
- Guðrún Katrín Árnadóttir
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- L.i.ú.
- Rafn Gíslason
- Vilhjálmur Sveinn Björnsson
- Samtök Fullveldissinna
- Vaktin
- Arnar Guðmundsson
- Lárus Baldursson
- Sveinn Elías Hansson
- Þórarinn Baldursson
- Kjartan Magnússon
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Berglind Steinsdóttir
- Bjarney Vigdís Ingimundardóttir
- BJÖRK
- Björn Emilsson
- Dagný
- Dominus Sanctus.
- Friðgeir Sveinsson
- Guðmundur Ásgeirsson
- Guðmundur Pálsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Högni Snær Hauksson
- Inga Sæland Ástvaldsdóttir
- Jón Þórhallsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Ragnar Stefán Rögnvaldsson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Samstaða þjóðar
- Sigurður Ingólfsson
- Stefán Júlíusson
- Sumarliði Einar Daðason
- Sveinn Björnsson
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Úrsúla Jünemann
- Valdimar H Jóhannesson
Tenglar
Mínir tenglar
- Losnað við pestina Þetta hefur reynst mér vel við að losna við allar pestir þá 5 mánuði sem ég hef reynt immiflexið
- Ginseng Hér fæ ég kraftinn
- Frjálslyndi flokkurinn Vill breyta kvótakerfinu
- Ungmennasamband Skagafjarðar Ég er formaður
- Hér kaupi ég tölvudótið Ódýrt og gott
Sjávarútvegsmál
- Hafró Stofnunin þar sem ákveðið er hversu mikið má veiða
- Landssamband íslenskra útvegsmanna LÍÚ
- Landssamband smábátaeigenda LS
- Jörgen Niclasen Formaður Fólkaflokksins í Færeyjum
- Helgi Áss Grétarsson Sérfræðingur í HÍ á vegum LÍÚ
Fréttamiðlar
- Al Jazeera Gefur Bandaríkjamönnum engin grið
- BBC BBC
- Börsen Dönsk fjármálasíða
- Seðlabankinn Musteri Davíðs
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.12.): 4
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 33
- Frá upphafi: 1014399
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 29
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Myndaalbúm
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Janúar 2024
- Apríl 2023
- Október 2022
- Október 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Janúar 2019
- Apríl 2018
- Desember 2017
- Október 2016
- Ágúst 2016
- Janúar 2016
- Nóvember 2015
- Nóvember 2014
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Desember 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007