Leita í fréttum mbl.is

Mikill mađur fallinn frá

Bobby Fischer setti mark sitt á skáklíf heimsins, og sömuleiđis íslenskt ţjóđlíf, síđustu fjóra áratugi, allt frá ţví ađ heimsmeistaramótiđ var haldiđ hér áriđ 1972, í skákeinvígi aldarinnar í Laugardalshöll. Fischer lenti í ótrúlegum vćringum gagnvart bandarískum stjórnvöldum vegna brota á viđskiptabanni ţegar hann tefldi í fyrrum Júgóslavíu. Ţćr hremmingar skoluđu honum hingađ til Íslands eftir langa dvöl í japönskum fangelsum.

Ég kynntist kappanum ađeins persónulega ţegar ég fiskađi hann upp ţar sem hann sat á bekk fyrir utan Kjörgarđ á Laugaveginum í sumar sem leiđ. Ég tók hann tali en ţar sat meistarinn klćddur til útiveru međ vasaútvarp, sem hann hlýddi á BBC í, og ţrjá farsíma. Ég bauđ honum ađ borđa međ mér kjúkling úr Melabúđinni međan viđ sátum og rćddum landsins gagn og nauđsynjar og heimsstjórnmálin. Ţađ er óhćtt ađ segja ađ ţađ samtal hafi tekiđ á sig skringilegt flug og dýfur og ég, sveitamađurinn Sigurjón, átti fullt í fangi međ ađ fylgja meistaranum eftir. Honum var mjög umhugađ um umhverfismál og bandarísk stjórnvöld sem hann taldi sitja á launráđum viđ sig.

Viđ vinirnir, viđ Valgeir Tómas Sigurđsson, komum ţví til leiđar ađ Fischer fór í lystireisu í sumar međ Valgeiri norđur til Siglufjarđar ţar sem Fischer og japönsk vinkona hans áttu góđar stundir í nokkra daga. Hann gat veriđ skemmtilega kenjóttur og ţađ sem honum ţótti hvađ skemmtilegast á Siglufirđi og taka öđru fram var hafragrauturinn sem hann gat látiđ ofan í sig í ómćldu magni.

Ísland er fátćkara land ţegar Fischer er fallinn frá. Viđ getum veriđ stolt af ţví ađ hafa tekiđ vel á móti honum og létt honum síđustu ćviárin. Vinir hans sem komu ţví til leiđar ađ hann fékk íslenskan ríkisborgararétt eiga ţökk skilda.


mbl.is Skákmenn minnast Fischers
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mikill mađur fallinn frá? Bobby Fischer er einn mesti gyđingahatari sem uppi hefur veriđ og afneitađi ţjóđ sinni sem hefur stađiđ ótrauđ ađ baki viđ íslendinga. Viđ getum veriđ ánćgđ ađ ţessi mannvera er horfinn inn í eilífína, heimurinn er betri á eftir.

Sveinbjörn Skúlason (IP-tala skráđ) 18.1.2008 kl. 12:23

2 identicon

Sveinbjörn, ţú ert klikkađur.

Lifi Fischer í minningunni. 

Gunnar (IP-tala skráđ) 18.1.2008 kl. 12:51

3 identicon

Sveinbjörn. Stendur Ísraelsţjóđin ótrauđ ađ baki Íslendinga? Vorum ţađ ekki viđ sem komum međ afgerandi hćtti ađ stofnun ríkis ţeirra? Önnur samskipti kannast ég ekki viđ; nema ef vera skyldi ţegar Forsetafrúin okkar var niđurlćgđ ţarna suđur frá. Ţótt menn gangi ekki heilir til skógar, ţá geta menn samt veriđ miklir; ţađ var Fischer ótvírćtt.

Guđmundur G. Hreiđarsson (IP-tala skráđ) 18.1.2008 kl. 12:55

4 Smámynd: Sigurjón Ţórđarson

Sveinbjörn:  Mín tilfinning var sú ađ Fischer gerđi aldrei flugu mein. 

Ađ mínu mati  átti hann ţađ til ađ vera vćnisjúkur og sjá óvini fyrir á fleti hverju. Ég er ekki frá ţví ađ digurbarkalegar yfirlýsingar í allar áttir hafi veriđ ákveđin varnarviđbrögđ hjá karli.

Sigurjón Ţórđarson, 18.1.2008 kl. 13:07

5 Smámynd: Sigurđur Ţórđarson

Ţek undir međ ţér mannlífiđ er sannarlega fátćklegra hér á Fróni eftir fráfall ţessa mikla meistara. Ég átti stundum tal viđ Fischer og ţá kom fyrir ađ hann viđurkenndi ađ heilsan mćtti vera betri og hafđi hann sínar skýringar á ţví sem ég lćt liggja milli hluta. Ţess vegna stundađi hann gönguferđir og sund, kyti lífrćnar vörur í Yggdrasil og passađi matarćđiđ. Blessuđ sé minning Bobby Fischer.

Sigurđur Ţórđarson, 18.1.2008 kl. 14:39

6 identicon

Heyr Heyr Sveinbjörn..  um ađ gera ađ hylla gyđingahatara sem gerđi okkar mannlíf engu ríkara á međan viđ hendum pólitískum flóttamönnum öfugum út úr landinu...... hef aldrei vitađ um land sem er međ eins mikla minnimáttarkennd og ísland...  how do you like iceland??

íris (IP-tala skráđ) 18.1.2008 kl. 19:01

7 Smámynd: Guđrún Jóna Gunnarsdóttir

Ţađ gćti svo sannarlega átt viđ ađ geislunin í fangelsinu hafi valdiđ nýrnabilun Fisher´s

Ég tek undir međ höfundi ađ merkur mađur er fallinn frá og sjónarsviptir af honum. Tel ţig lánsaman Sigurjón ađ hafa kynnst honum og ţađ međ eftirminnilegum hćtti. Ekki viss um ađ margur hefđi staldrađ viđ og bođiđ honum ađ snćđa međ sér kjúkling. Flott hjá ţér

Guđrún Jóna Gunnarsdóttir, 18.1.2008 kl. 23:05

8 Smámynd: Árni Gunnarsson

Fyrir mér er Fisher ákveđiđ "symbol."

Andleg bilun hans var ţađ mikil ađ hann hefđi sennilega ekki komist til pólitískra valda á Íslandi.

Árni Gunnarsson, 19.1.2008 kl. 22:23

9 Smámynd: Guđrún María Óskarsdóttir.

Blessuđ sé minning Bobby Fischer.

Einvígi hans viđ Spassky hér á sínum tíma, gerđi ţađ ađ verkum ađ mađur drukknađi í áhuga á skáklistinni, svo mjög ađ ég skar út taflmenn úr kertum, til ađ geta telft, ţar sem tafl var ekki til.

kv.gmaria.

Guđrún María Óskarsdóttir., 21.1.2008 kl. 01:26

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband