Leita í fréttum mbl.is

VG styður öfgafullan áætlanabúskap

Ég hélt sannast sagna að það væri eitthvað að rofa til hjá VG og þar væru komnar fram heilbrigðar efasemdir um kvótakerfið en þá samþykkir þingflokkurinn ályktun um að það eigi að fara í einu og öllu eftir ráðleggingum Hafró. Þingmenn eru nýkomnir úr ferð til Flateyrar og Bolungarvíkur þar sem þeir höfðu uppi stór orð um stefnu stjórnvalda gegn sjávarbyggðunum.

Kvótakerfið sem lengst af hefur verið stýrt af Sjálfstæðisflokknum grundvallast á áætlanabúskap í hafdjúpunum þar sem fræðin ganga út á að byggja upp þorskstofninn og er horft áratugi fram í tímann í þessu bulli. Ég tek undir með Kristni Péturssyni að ég efast um leiðtoga kommúnista um áratuga skeið hefði dottið í hug að framkvæma þvílíka vitleysu.

Það er ekkert annað en bull að ætla að stækka stofn sem augljóslega glímir við fæðuskort. 

Það sem er að þvælast fyrir VG er gömul arfleifð en þó ekki arfleifð Jósefs Stalíns í þessu máli heldur Steingríms J. Sigfússonar.

Foringi VG hefur lengi verið hrifinn af kvótakerfum og kemur það fram í bók Steingríms, Róið á ný mið, sem hann skrifaði fyrir um áratug.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hallgrímur Guðmundsson

Hann er væntanlega agalega stoltur með það hvað kerfið hefur gert fyrir norðausturland.

Hallgrímur Guðmundsson, 12.6.2007 kl. 18:22

2 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Ætli það ekki

Sigurjón Þórðarson, 12.6.2007 kl. 20:15

3 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Sæll Sigurjón. Þótt ég sé hvorki stuðningsmaður VG né kvótakerfisins verð ég þó að taka upp hanskann fyrir þau hér. Stuðningur við veiðiráðgjöfina hefur, eftir því sem ég best fæ séð, ekkert með kvótakerfið sem slíkt að gera. Þetta eru tvö aðskilin mál, annars vegar hversu mikið má veiða og hins vegar hvernig heimildunum er úthlutað.

Þorsteinn Siglaugsson, 12.6.2007 kl. 22:59

4 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Hafró er kórónan í kvótakerfinu og ákveður heildarveiði sem er eitt mengi og það er deilt hlutdeild úr því til handahafa veiðiheimilda. 

Þetta er því ekki eins aðskilið eins og sumir vilja telja.   

Margir útgerðarmenn sem hafa yfir aflaheimildum að ráða hafa mjög miklar efasemdir um núverandi ráðgjöf en vilja ekki gera harða hríð að Hafró.  Ástæðan er einkum sú að útgerðarmennirnir vilja ekki raska hlutdeildarkerfinu þ.e. kvótakerfinu sem margir hafa slegið lán út á og sjá að mögulegt sé að selja þegar þeir hætta útgerð.

Einhverra hluta vegna virðist sem að þetta kerfi hugnist Vinstri hreyfingunni grænu framboði og það kemur engin gagnrýni þaðan á að það sé hægt að útdeila heimildum á öllum fiskimiðum í kringum Íslandsmiðum rétt eins og að um eitt fiskabúr sé að ræða. 

Sigurjón Þórðarson, 13.6.2007 kl. 00:02

5 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Þetta er alveg rétt sem Sigurjón segir að Vinstri hreyfingin Grænt framboð, hefur nákvæmlega ekki neitt haft út á núverandi kvótakerfi að setja og ekki staðið með Frjálslynda flokknum í baráttu fyrir byggðum lands síðasta kjörtímabil á Alþingi. Því miður þannig er það. Sama gildir um Samfylkinguna. Þessir flokkar hafa hvorugir látið sig varða íslenskan sjávarútveg, líkt og hann væri ekki til.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 13.6.2007 kl. 00:37

6 Smámynd: Ólafur Ragnarsson

Sammála síðasta ræðumanni!!!!

Ólafur Ragnarsson, 13.6.2007 kl. 20:32

7 identicon

„Hafró er kórónan í kvótakerfinu og ákveður heildarveiði sem er eitt mengi og það er deilt hlutdeild úr því til handahafa veiðiheimilda.“

Það leiðir ekki af þessu að mat á borð við sem Hafró framkvæmir sé séreinkenni kvótakerfisins umfram önnur fiskveiðistjórnkerfi. Því síður er kvótakerfið háð því að framkvæmt sé mat af því tagi sem Hafró framkvæmir.

Það er alveg rétt hjá Þorsteini að vísindin og fiskveiðistjórnuna má skilja að. Að minnsta kosti eru það ekki fullnægjandi rök gegn kvótakerfinu að Hafró sé léleg.

Snorri Stefánsson (IP-tala skráð) 14.6.2007 kl. 09:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband