Leita í fréttum mbl.is

Voru geitungarnir ofveiddir?

Í fréttum hefur komið fram að það er umtalsvert minna af geitungum en í fyrra. Hvað veldur?

Ég er nokkuð viss um að forstjóri Hafró telur að um ofveiði á geitungum hafi verið að ræða, jafnvel mörg ár aftur í tímann, allt að áratug, ef marka má skýringar hans á sveiflum dýrastofna sem honum er greitt fyrir að hafa auga með, svo sem þorskinum.

Ég er þeim sjónarmiðum ekki sammála þar sem afrakstur eða framleiðsla dýrastofna hlýtur að markast af því hvernig stofninn er hverju sinni. Eins og ég hef áður bent á hér eru vafasöm líffræðileg rök fyrir bóndann að útskýra lélegar heimtur af fjalli með því að lítið hafi verið í fjárhúsunum fyrir 25 árum.

Í hádegisviðtali á Stöð tvö í dag var margt í máli forstjórans sem stangast á við viðtekna líffræði, svo sem að dýrastofn sé ofveiddur þegar einstaklingsvöxtur er í sögulegu lágmarki. Þetta stenst ekki.

Fleira afar sérkennilegt kom fram í viðtalinu, svo sem að brottkast skipti ekki neinu máli við mat á stærð og samsetningu fiskistofna. Aldursaflaaðferð er því marki brennd að sá fiskur sem ekki er talinn fram telst ekki vera til, þ.e. fiskur sem er hent (brottkast) telst ekki með afla sem veldur því að hann kemur ekki fram í bókum Hafró, og ef minni fiski er að jafnaði hent mælist lítil nýliðun. Inni í kvótakerfi er hvati til þess að henda litlum fiski og þess vegna hvati til þess að vanmeta nýliðun.

Nú er spurning hvort Íslendingar hafi vanmetið áhrif bjórdósa á víðavangi á tímgunarstofn geitunga. Líka er spurning hvort stóru geitungarnir hafi orðið harðar úti vegna þessa því að eins og allir vita eignast þeir lífvænlegri afkvæmi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Það vakna margar spurningar Sigurjón, það er rétt.

Forstjórinn gerði enga tilraun til þess að diskútera til dæmis brottkastið og áhrif þess ef ég tók rétt eftir.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 11.6.2007 kl. 00:43

2 identicon

Ef ég veifa háf fyrir utan húsið hjá mér og engin geitungur kemur í háfinn þá áætla ég að þeir séu útdauðir.

Smá grín..

DoctorE (IP-tala skráð) 11.6.2007 kl. 14:18

3 Smámynd: Gunnar Skúli Ármannsson

Nú hafa VG skráð sig í geitungafélagið og er það illt í efni. Ég hefði haldið að slíkt fólk ætti að hafa meiri næmni fyrir þörfum náttúrunnar. Þau virðast ekki þora að takast á um þetta mál við hin myrku náttúruöfl í kvótakaupfélaginu. Þau munu sjálfsagt verða innmúruð af geitungamömmunni í viðeigandi kassa til seinni tíma brúks.

Gunnar Skúli Ármannsson, 11.6.2007 kl. 19:50

4 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Já VG eru smitaðir af kvótakvefinu og virðist vera sem að Steingrímur J hafi gengið lengi með kvótasóttina en sjúkdómdseinkennin koma fram í bók Steingríms Róið á ný mið, sem hann skrifaði fyrir um áratug.

Nú er um að gera að læknirinn taki til sinna ráða.

Sigurjón Þórðarson, 12.6.2007 kl. 11:41

5 identicon

sæll. ég held að hafró sé á miklum villigötum. þeir hafa kannski ekki áttað sig á að fiskar hafa sporð og ugga og geta synt um milli heimshafanna. það er ekkert hægt að marka stofnstærð tegundar bara með því að skoða stofnstærð aðeins innan þessara 200 mílna. það er mín skoðun:)

jóhann kristjánsson (IP-tala skráð) 13.6.2007 kl. 01:07

6 identicon

Það er illa hægt að bera saman geitungastofninn og þorskstofninn, til dæmis vegna þess að geitungar lifa aðeins eitt ár (og þá aðeins drottningarnar) en þorskurinn margfalt lengur. Þess vegna er hægt að fjalla um árganga af þorski en ekki af geitungum og vit í að horfa lengra aftur í tímann.

Í viðtalinu sagði Jóhann Sigurjónsson ekki að brottkast skipti ekki máli í prinsipinu. Hann sagði að rannsóknir Hafró bentu til að það væri ekki nema eitt til tvö prósent og þess vegna skekkti það ekki verulega útreikningana. Það getur auðvitað verið rangt að brottkastið sé svona lítið en þá þarf að sýna fram á það. Ef það hefur einhvers staðar verið gert á sannfærandi hátt vil ég gjarnan kynna mér það.

Eflaust er margt í þessu sem þú veist og ég ekki, Sigurjón, enda hef ég aldrei migið í saltan sjó.

Haukur Þorgeirsson (IP-tala skráð) 14.6.2007 kl. 17:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband