Leita í fréttum mbl.is

Framsýni í ferđaţjónustu er ţörf

Sumariđ hefur veriđ tími ferđaţjónustunnar ţótt tímabiliđ sé sem betur fer ađ lengjast. Í fyrrasumar fór ég til Grćnlands og kynntist ţar ferđaţjónustu sem gengur út á sérstöđu grćnlenskrar náttúru, ekki síst siglingar milli tilkomumikilla ísjakanna.

Hvađ er sérstakt á Íslandi?

Ýmislegt, einstök og mjög sýnileg náttúra (engir skógar sem byrgja mönnum sýn), bjartar nćtur á sumrin, stuttir dagar á veturna, gómsćtur matur, ţýtt viđmót og mikil sérţekking heimamanna. Ég hef átt ţví láni ađ fagna á ferđum mínum innanlands ađ rekast á fjölmarga útlendinga og ţeim ber yfirleitt saman um mikla gestrisni Íslendinga.

En hvađ á ađ gera til vegsauka?

Ţađ ţarf ađ lengja tímabiliđ enn frekar. Hótel og ađrir gististađir, rútur, sumarstarfsfólk úr skólunum, leiđsögumenn, bílstjórar, afţreying ýmiss konar - allt ţetta er langar leiđir upppantađ alla háönnina. Eins ef hingađ eiga ađ koma stórir hópar frá Kína, fjölmennustu ţjóđ heims, ţarf ađ setja eitthvađ í gang til ađ taka á móti ţeim, til ađ mynda varđandi tungumál.

Suđvesturhorniđ er fyrsti viđkomustađur flestra sem ţýđir ađ mest mćđir á ţví og ţangađ fer ţá líka obbinn af tekjunum.

Nú er fariđ ađ bjóđa upp á millilandaflug frá Akureyri. Vonandi veit ţađ á gott og vonandi verđur ţađ heilladrjúgt til framtíđar. Akureyri er ţegar öflugur ferđamannastađur og býđur upp á ýmislegt til afţreyingar, fallegan bć, góđa sundlaug, forvitnileg söfn og fjölbreytilegt mannlíf. Skammt undan er líka Mývatn sem hefur mikiđ ađdráttarafl og svo er Húsavík t.d. međ hvalaskođun.

Myvatn in the morning

Ţetta allt ţarf ađ efla og líka yfir dimma vetrarmánuđina. Myrkur og hćfilegur kuldi, átök viđ náttúruna, norđurljós, útivera, huldufólk og tröll sem sjást í rökkrinu, íslensk menning og jafnvel ásatrú - ţetta er söluvara sem ţarf ađ komast í umferđ.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband