Leita í fréttum mbl.is

Prúðir og hógværir útgerðarmenn

Íslenskir útgerðarmenn eru fram úr hófi prúðir og hógværir.  Þeim virðist ekki koma til hugar að spyrja nokkurrar gagnrýnnar spurningar þegar kemur að vægast sagt sérkennilegri veiðiráðgjöf Hafró s.s. friðun á sýktri og dauðvona síld. 

Hvernig væri nú að spyrja örfárra spurninga s.s.: 

1) Hverju skilaði síldveiðibannið sem skellt var á  snemma á árinu?

2) Breiðafjörðurinn er fullur af síld - hvaðan kom síldin ef að stór hluti af stofninum mældist dauðvona fyrir fyrir um ári síðan?

3)  Hvað missti þjóðarbúið af miklum verðmætum við að stöðva síldveiðarnar?

4) Hverju breytir það að veiða sýkta síld til bræðslu sem hvort eð er, er sögð dauðvona?

Útvegsbændur landsins eru eins og áður segir mjög hógværir og eru almennt á móti gagnrýnni hugsun og má vera að sú sé skýringin á því þegar þeir afþökkuðu návist Finnboga Vikars Guðmundssonar á LÍÚ þinginu.  Finnboga Vikari hafði nefnilega orðið á að skrifa skýrslu sem dró í efa að íslenska kvótaerfið væri alveg gallalaust og jú svo hafði honum ekki verið boðið á fundinn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Já þetta er nú meira bölvað ruglið, og ekki það eina, sem kemur frá þessari stofnun. Eg heyrði einn fiskifræðinginn segja í fréttum í morgun að  það yrða að stöðva veiðarnar út af sýkingu og 40% af stofninum mundi drepast. Fréttamaðurinn spurði hann ekki, af hverju mætti þá ekki veiða í bræðslu. Það virðist vera búið að koma því inn í hausinn á fólki að það sé allt heilagt sem kemur frá hafró,og fréttamennirnir eru verstir. Að taka viðtal við fiskifræðing og spyrja einskis, finnst mér vera hámark meðvirkninnar.  

Bjarni Kjartansson, 2.11.2009 kl. 20:31

2 Smámynd: Ragnar Eiríksson

Af hverju í andskotanum svara HAFRÓ-menn aldrei þeim spurningum sem til þeirra er beint og sýna með því að þeir gangi enn uppréttir og hafi rök fyrir máli sínu.       Síldarmálið í Vestmanneyjum var furðulegt og ekki ætlar þetta að batna núna!   Það þarf engin stóryrði af hálfu HAFRÓ en mér finnst spurningar þínar hér vera kurteislegar og skýrar og því alveg hægt að svara þeim.  

Annars finnast mér skrif Agnars Kr. Þorsteinssonar - AK 72 - vera óvenju skörp og skýr, sérstaklega upphafið og endirinn!
---------------

"Eitt sinn vann ég í fjölda ára á ríkisstofnun sem kallast Hafrannsóknastofnun. Þar á bæ vinnur fjöldi fólks við vanþakklát vísindastörf í þágu þjóðar, búandi við orradrífu skítkasts, misgáfulegra upphrópanna og stanslausar ákúrur og heimtingar hagsmunaaðila sem þola ekki að heyra annað en það sem þeir vilja að sé sagt við þá.

.........

 Sú svelta vísindastofnun sem Hafró er og fólkið sem vinnur þar á það skilið hið minnsta, að borin sé virðing fyrir störfum þeirra sem unnin eru af fagmennsku og heiðarleika og þeirra miklu vinnu sem skilar eingöngu vanþakkæti og skítkasti í þeirra garð sem þau þola þögul, allan ársins hring af hálfu gráðugra gasprara með einhliða, fyrirfram mótaða rörsýn á hlutina og jafnvel brjálæðislegar samsæriskenningar um annarlegt alþjóðasamsæri fiskifræðinga."
----------------

Þetta verður varla orðað skýrar en þess má geta að nefndar eru rannsóknir á "Fáskrúðsfjarðarmanna" og "túrtöppum" af sömu miðum!

Mér þótti mjög skemmtilegt að Agnar þurrkaði út mjög varfærna og orðvara athugasemd frá mér - ég átti sannarlega ekki von á því og tók því ekki afrit og geri honum ekki til geðs að skrifa aftur.

Skyldi annars "Fáskrúðsfjarðarmanni" vera spilaður á HAFRÓ?

Kveðja,

Ragnar Eiríksson

Ragnar Eiríksson, 2.11.2009 kl. 21:20

3 Smámynd: Haraldur Baldursson

ég spaíði einmitt í lið 4)...hvers vegna ekki þá til bræðslu ?

Haraldur Baldursson, 4.11.2009 kl. 15:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband