Leita í fréttum mbl.is

Ráðherrann sem mælir einungis fyrir illræmdum lögum

Vinstri grænir boðuðu breytingar og gagnsæi en reyndin hefur verið stöðnun og leynd. Eitt af því sem stjórnarflokkarnir boðuðu og skráð var í stjórnarsáttmálann voru breytingar á fiskveiðilöggjöfinni. Ef litið er yfir frumvörp sem hæstv. sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur lagt fram er þar einungis eitt, frumvarp um matvælalöggjöf - sem Jón Bjarnason kallaði sjálfur illræmt og barðist hatrammlega gegn þegar hann var í stjórnarandstöðu.

Ekki bólar á nokkurri breytingu á fiskveiðilöggjöfinni. Ef hann er spurður hvað tefji orminn langa fer hann undan í flæmingi, rétt eins og hver annar sem á sitthvað sökótt við tilveruna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Það á að vera lágmarkskrafa til sjávarútvegsráðherra að hann stígi fram og segi þjóðinni hvaða stefnu hann hafi í nýtingu nytjastofnanna. Ég tek ofan fyrir Ólínu Þorvarðardóttur sem hefur lagt fram skarpa gangnrýni á núverandi kerfi og spurt áleitinna spurninga.

Árni Gunnarsson, 4.11.2009 kl. 18:07

2 Smámynd: Jón Kristjánsson

Ráðherrann virðist ekki þora að ráða neinu og hefur reynst enn verri en ég óttaðist þegar hann tók við embætti. Hrein drusla sem hleypur undan ákvörðunum. Ég fer að dást að Einari G. þegar hann leyfði hvalveiðarnar þó hann hafi verið þjónkari sægreifanna að öðru leiti. E.t.v. vegna þess að Kristján Loftsson er sægreifi lét hann sig hafa það að aflétta banninu.

Jón Bjarnason hefur vald til þess að gefa út reglugerð sem tekur þorsk, ýsu, ufsa og fleiri tegundir út úr kvóta. Með einu pennastriki getur hann brugðið töfrasprota yfir þetta land. En hann þorir ekki, hann er undirlægja og drusla.

Hvers vegna veljast alltaf aumingjar í stól sjávarútvegsráðherra?

Tek undir með Árna og tek ofan fyrir Ólínu. Styðjum hana! 

Jón Kristjánsson, 5.11.2009 kl. 18:39

3 Smámynd: Óskar Arnórsson

Hvers vegna veljast alltaf aumingjar í stól sjávarútvegsráðherra? Algjört æði þessir kallar eru orðnir! Það þarf að hreinsa allt landgrunnið af hval og sel, í nafni fiskiverndar, og henda kvótakerfinu algjörlega. Og láta ekki erlend öfl éta allt vit úr höfðinu á íslenskum talsmönnum okkar um allar jarðir...setjið gamlan sjóara í þetta embætti, gæti bara orðið betra ...

Óskar Arnórsson, 7.11.2009 kl. 16:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband