Leita í fréttum mbl.is

Ályktun miðstjórnar Frjálslynda flokksins

Miðstjórnarfundur Frjálslynda flokksins, haldinn í Reykjavík 25. sept. 2009,
ályktar eftirfarandi:

1. Miðstjórn Frjálslynda flokksins skorar á ríkisstjórnina að bregast við miklum og vaxandi fjárhagsvanda heimila og fyrirtækja sem ekki ráða lengur við skuldir sínar.
Frjálslyndi flokkurinn minnir á tillögur sínar frá s.l. vetri, um frystingarleið þar sem greiðsla hefði miðast við greiðslubyrði frá 1. janúar 2009, sem hefði létt greiðslubyrði og myndað grunn til afskriftar höfuðstóls, vaxta og gengishækkana lána.
Hann minnir einnig á tillögur um forleigurétt skuldara í þrjú ár til að tryggja stöðu fjölskyldna og koma í veg fyrir húsnæðishrakningar.


2. Þessa dagana er ríkisstjórnin að vinna að stórfelldum niðurskurði útgjalda og skattahækkunum. Frjálslyndi flokkurinn fellst á að niðurskurður fjárlaga við núverandi kringumstæður sé nauðsynlegur, þótt hlífa þurfi viðkvæmustu þáttum velferðarkerfisins að því er varðar sjúka, aldraða og öryrkja. Miklar skattahækkanir á almennar launatekjur eru þó ekki vænlegar til árangurs og ber að varast þær.


3. Í hugmyndafræði ríkisstjórnarinnar til bjargar þjóðfélaginu hefur verið horft  framhjá mikilvægasta þættinum, þ.e. aukinni framleiðslu og gjaldeyrisöflun. Það þarf að skapa störf og auka bjartsýni og tiltrú í þjóðfélaginu á ný.  Auknar tekjur og aukin atvinna er það sem leysir fjárhagsvandann.


4. Frjálslyndi flokkurinn telur, að stórauka þurfi fiskveiðiheimildir sem geta fært milljarðatugi í ríkiskassann á skömmum tíma. Þessi aðgerð er sú fljótvirkasta og eðlilegasta til að slá á atvinnuleysi og auka útflutningstekjur.
Tryggja verður öryggi borgaranna og efla baráttu gegn glæpum með góðri löggæslu og tryggri starfssemi landhelgisgæslunnar.


5. Frjálslyndi flokkurinn varar við óhóflegum áhrifum Alþjóða gjaldeyrissjóðsins á íslenskt efnahagslíf sem m.a. hefur komið í veg  
fyrir lækkun vaxta.
Ríkisstjórnin verður með öllum ráðum að verja hagsmuni Íslendinga í samskiptum við aðrar þjóðir.
Frjálslyndi flokkurinn er enn sem fyrr mótfallinn aðild Íslands að Evrópusambandinu.


6. Frjálslyndi flokkurinn hvetur flokksmenn til að huga nú að þátttöku í kosningum til sveitarstjórna, bæði í nafni Frjálslynda flokksins og í samstarfi við aðra þar sem möguleikar eru á slíku, án þess að grundvallarmál flokksins verði fyrir borð borin.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband