Leita í fréttum mbl.is

Samfylkingin er flokkur glundroða

Frá því að Samfylkingin komst í stjórn vorið 2007 hefur stjórnarfar hennar einkennst af óheilindum, glundroða og vingulshætti. Samfylkingin stundaði það að grafa skipulega undan samstarfsflokknum í ríkisstjórn Geirs Haarde í stað þess að taka mark á þeim skýru viðvörunarljósum sem blikkuðu um ástand efnahagsmála.

Samfylkingin nýtti helst tímann og kraftana í fáránleg gæluverkefni, s.s. að sækja um að komast í öryggisráðið og að stofna Varnarmálastofnun. Ríkisstjórnin var sannarlega stofnuð um útrásina og þarf ekki annað en að lesa stjórnarsáttmálann til að glöggva sig á því. Eftir hrunið kenndi Samfylkingin verkstjórn Geirs Haarde um ákvarðanafælni.

Nú eru liðnir ófáir mánuðir af vinstri stjórninni og eina ákvörðunin sem tekin hefur verið var að senda sendiherrann í Stokkhólmi og sjálfan Össur Skarphéðinsson með sama bréfið með umsókn um aðild að Evrópusambandinu. Eftir að Samfylkingin tók við verkstjórninni tók ekki betra við og Samfylkingin hélt áfram að ráðast á veikustu hlekki eigin ríkisstjórnar úr röðum Vinstri grænna.

Helstu áherslurnar í gjörðum Samfylkingarinnar hafa ekki verið hinar augljósu, að auka tekjurnar í samfélaginu og ná fram hagræðingu, heldur hefur hún lagt höfuðáherslu á mál sem eru viðkvæm fyrir ,,samstarfsflokkinn", s.s. Evrópumálin.

Stjórnmálastéttin á Íslandi er í miklum vanda. Sjálfstæðisflokkurinn er kúlulánaflokkur og formaður Framsóknarflokksins hefur sem sína helstu ráðgjafa menn sem eru hugmyndasmiðir kerfisins sem hefur nú farið langleiðina með að knésetja okkur. Ég nefni Ragnar Árnason og skora á einhvern lesanda að hrekja þessa fullyrðingu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steingrímur Helgason

Ég mæli með meira fizkáti, þú greinilega verður helzkýrari af því.

Steingrímur Helgason, 1.10.2009 kl. 00:11

2 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Þú ert ótrúlega skáldlegur Sigurjón. - Hver var það annars sem hélt Samfylkingunni utan við allar upplýsingar og ákvarðanir varðandi bankamálin. Jafnvel viðskiptaráðherra var ekki hafður með allt fram að miðnætti aðfarnótt mánudagsins þegar Glitnir var yfirtekinn.

Helgi Jóhann Hauksson, 1.10.2009 kl. 00:32

3 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Björgvin Sigurðsson, var með sinn bann sem stjórnarformann í stjórn Fjármálaeftirlitsins þannig að það hafa verið hæg heimatökin að afla allra þeirra upplýsinga sem hann þurfti.  Það sem meira er að Jón Sigurðsson er enn að ráðskast með veigamikil fjármál fyrir hönd þjóðarinnar.

Sigurjón Þórðarson, 1.10.2009 kl. 07:44

4 Smámynd: Haraldur Baldursson

Stundum dettur mér í hug að xS viti að ESB fer aldrei í gegnum Þjóðaratkvæði með jákvæðum hætti, en að þeim sé sama því þetta máli hífi þau upp í að verða stærri flokkur en þau voru...skítt með ESB málið, það sé hvort eð er bara verkfæri.......

Haraldur Baldursson, 1.10.2009 kl. 12:11

5 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Sæll Sigurjón, þú hefur heyrt talað um glerhýsi? Þú manst líka eftir hvaða flokkur þurkaðist út í síðustu kosningum. Það er aðdáunarvert hversu litlar persónulegar væringar eru í Samfó miðað við stærð og fjölbreytileika í skoðunum. Mbk, G

Gunnlaugur B Ólafsson, 1.10.2009 kl. 12:53

6 identicon

Þú segir að  Samfylkingin hafi  "lagt höfuðáherslu á mál sem eru viðkvæm fyrir ,,samstarfsflokkinn", s.s. Evrópumálin."  Lestu sáttmála ríkisstjórnarinnar, þar kemur fram að umsóknarferli um inngöngu í ESB hefjist í tíð þessarar ríkisstjórnar.  Annars er þessi pistill hjá þér frekar froðukenndur (ekkert innihald).

J

Jóhann (IP-tala skráð) 1.10.2009 kl. 14:55

7 identicon

Sigurjón...   Þú minnir ótrúlega mikið á öfundsjúkt barn. Og samfylkingin virðist vera rót allrar þinnar afbrýðisemi. Endalaust skítkast að Samfylkingunni sýnir vel líðan þína og reyndu sjálfs þín vegna að hemja þig aðeins.  Þetta er óhollt til lengdar.  Ég hef stundum lesið bloggið þitt og held að ég láti af þeim leiða vana frá og með núna enda ertu alltaf við sama heygarðshornið.  Farðu að fyrigefa sjálfum þér.

Sigurður Bjarnfinnsson (IP-tala skráð) 1.10.2009 kl. 15:26

8 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Siguður, mér líður nokkuð vel þakka þér fyrir. því er hins vegar ekki á móti mælt að áhrifamenn í Samfylkingunni stóðu fyrir dreifingu á níðvísu um samráðherra sinn. 

Gulli ó jú ég man vel síðustu kosningar s.s. loforð Samfylkingar um breytingar á kvótakerfinu, velferðarbrú fyrir fólkið, taka á spillingunni og auka gagnsæji. 

Sigurjón Þórðarson, 1.10.2009 kl. 15:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband