Leita í fréttum mbl.is

Jón Bjarnason í mjög vondum málum

Jón Bjarnason sjávarútvegsráðherra hefur sýnt vanmáttugan vilja til að koma með breytingar á kvótakerfinu, s.s. með því að opna örlitla glufu til strandveiða. Ég veit eiginlega ekki hvort ég get virt viljann fyrir verkið þar sem það hefur verið mikil fljótaskrfit á útfærslunni og allt gengið út á að breytingarnar raski ekki gjladþrota kvótakerfi.

Jón Bjarnason er þar að auki flæktur í net reiknisfiskifræðinga Hafró sem telja að það eina rétta fyrir Íslendinga sé að halda áfram að berja hausnum við steininn og veiða minna til að geta veitt meira seinna.

Í fréttunum í gærkvöldi þvaðraði Jón um að ekki væri hægt að taka tegundir út úr kvótakerfinu nema með lagabreytingu. Eflaust hefur lagarefurinn og kvótavinurinn Atli Gíslason logið þessu að sveitamanninum Jóni en staðreyndin er sú að tegundir hafa verið tíndar inn í kvótakerfið með reglugerð og þess vegna ætti að vera hægt að tína þær út með sama hætti, með reglugerðarbreytingu. Reyndar eru fordæmi fyrir því að tegundir eins og steinbítur hafi verið teknar út úr kvótakerfinu.

Það er greinilegt að Vinstri grænir hafa miklu meiri áhyggjur og vilja til að fara að ýtrustu kröfum skuldugra sægreifa í stað þess að uppfylla álit mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég bjóst vid ad hrunid kaemi heilastarfsemi landsmanna í gang og fólk faeri ad átta sig á hve kvótakerfid er fáránlegt....en nei...landsmenn og stjórnmálamenn eru jafn heiladofnir sem fyrr.

Thessari thjód er ekki haegt ad bjarga.  Fólkid er einfaldlega of heimskt.

Bjössi (IP-tala skráð) 13.7.2009 kl. 15:48

2 identicon

Þú mátt nú alveg gefa kallinum prik fyrir strandveiðarnar því þær eru merkilegri en þú villt af láta, eða svo finnst þeim sem af njóta tekna.....

Gylfi Gylfason (IP-tala skráð) 13.7.2009 kl. 16:04

3 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Gylfi, ég hef s.s. gefið Jóni prik fyrir strandveiðarnar, en um er að ræða opnun til bráðabirgða til eins árs, þar sem veiðin er mjög takmörkuð þ.e. 4000 þú tonn og nýtist helst þeim sem hafa yfir kvóta að ráða og hafa flutt veiðiheimildir yfir á næsta fiskveiðiár.  Það virðist vera að andstaðan við stranveiðarnar komi úr ólíklegustu áttum s.s. Slysavarnarfélaginu Landsbjörgu en í fréttum má ráða að öll óhöpp eða vélabilanir, jafnvel í gúmmíbátum séu bein afleiðing strandveiðanna.  

Vandamálið er að Jón Bjarna stígur ekki skrefið til fulls og lætur sérhagsmunaliðið og reikningsfiskifræðinganna hræra í sér þannig að útkoman er nánast hrein vitleysa. 

Jón Bjarna hefur enn sem komið er ekki haft rænu á því eftir því sem ég best veit að leita ráða hjá þeim sem hafa í gegnum árin komið fram með vel rökstuddar breytingar á kvótakerfinu.  Sama má segja um þá sem hafa haft vistfræðilega nálgun á líffræðilega stjórn veiðanna í stað reiknislíkansins sem aldrei hefur gengið upp. 

Sigurjón Þórðarson, 13.7.2009 kl. 16:39

4 Smámynd: Óskar Þorkelsson

VG er farið að líkjast sjöllum óþægilega mikið

Óskar Þorkelsson, 13.7.2009 kl. 17:50

5 identicon

Reiknifiskifræðinga Hafró,Fiskistofa,LÍÚ,Sjávarútvegsráðuneytið,sem er eitt og sama báknið þyrfti að endurforrita fyrr er ekki hægt breyta stefnu í sjávarútvegi.þá væri pólitíkst morð hjá Jóni sterka Bjarnarsyni að fara þvert á stefnu þessara rökuðu mannapa.

Lúðvík (IP-tala skráð) 14.7.2009 kl. 09:24

6 Smámynd: Árni Gunnarsson

Sigurjón: Tek undir hvert orð í þessum pistli.

 Sonur Hjörleifs Guttormssonar er einn af fiskifræðingum Hafró og það gæti haft áhrif á Jón ráðherra. Mér dauðbrá þegar ég heyrði ráðherrann segja að fiskveiðar okkar gætum við þá fyrst aukið þegar við hefðum styrkt stofnana. Þetta segir maðurinn sem horfði á fjölda dragnótabáta með 1000 hestafla vérlarafl draga voðir sínar á stærð við fjölda knattspyrnuvalla um þveran og endilangan Skagafjörðinn frá júlímánuði til septemberloka í fyrrasumar! Þessi himnasending kom með heilsufarsvottorð frá Hafró og með fulli samþykki Einars Kr. ráðherra.

Ef þetta hefði gerst 60 árum fyrr og um hefði verið að ræða breska togara með helmingi kraftminni vélar hefðu skagfirskir sjómenn brugðist við með haglabyssur og heygaffla til að verjast innrás erlends heimsveldis.

Manstu hvort þessir dragnótabátar voru 10 eða tólf Sigurjón? 

Árni Gunnarsson, 14.7.2009 kl. 10:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband