Leita í fréttum mbl.is

Hvaðan kemur vítamínið?

Þær eru oft furðulegar, kenningarnar sem rata í fjölmiðla. Fyrir nokkru var ein um úrkynjun þorsksins á Íslandsmiðum og svo var umfjöllun um sænska vísindamenn sem gátu reiknað út stofnstærð þorsksins í Eystrasaltinu fyrir 4500 árum.

Í dag fjallaði Ríkisútvarpið ítarlega um sænska rannsókn þar sem greint var frá því að sjófuglar dræpust ekki úr fæðuskorti heldur vítamínskorti. Hvaðan í ósköpunum skyldu mávarnir fá þessi ágætu vítamín annars staðar en úr fæðunni? 

Þetta er svona álíka og að þvertaka fyrir það að einhver drepist eða að einhver dýr séu þjökuð af þurrki þar sem meinsemdin er vatnsskortur. Ég hef ekki kynnt mér þessa rannsókn en gæti trúað að það væri nokkuð flókið að kryfja dauða fugla og fullyrða að það væri skortur á vítamínum, B-1, þíamíni sem aðstoðar við að brjóta niður orkurík efni, sem í sjálfu sér veldur dauða þeirra.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

en spurningunni svaraðir þú ekki eins og ég hafði vonast til Sigurjón.. hver er uppspretta B1 vítamíns ?  Hvaðan fá fuglarnir B1 vítamín ?  hvaða fæðustofn gefur þetta vítamín ?

en hit er svo annað mál að þessir fuglar drápust úr næringaskorti.. hvort sem það var af völdum B1 eða einhvers annars :)

Óskar Þorkelsson, 15.7.2009 kl. 10:59

2 identicon

Tók land á Álftanesi eftir kajakróður og fyrsta sem við sjáum er dauð grindhoruð langvía og ég fór strax að kennum ofveiði loðnu og sóun vítamína við bræðslu hennar, félagi minn var á öndverðameiði enda reyndur loðnusjóari taldi loðnuna óútreiknanlega hún birtist bara sísona í milljónavís og taldi mig hinn mesta glóp að halda hana auðveiddasta lax hafsins.

Sigurjón Silfurmávur nú einn algengasti fugl landsins hefur sérstaka aðlögunarhæfni og einsog maðurinn og etur nánast allt og má þar nefna,matarleyfa á víðavangi,sorphaugaæti,allan fisk,egg,ungum annara máva ef þarf,nóg B-1 þíamín í þessu ágæta fæði.Gaman væri ef svartfuglinn tæki uppá þeirri kænsku að flykkjast um bræðslur landsins um von um að einkver færði honum næringarikt fæði áður en það yrði brennt upp til agna svo til Sigurjón.

Lúðvík (IP-tala skráð) 15.7.2009 kl. 16:16

3 Smámynd: Arnar Pálsson

Þessi hugmynd, að vítamín skortur geti plagað heil vistkerfi er mjög athyglisverð. Mér þætti gaman að sjá frumheimildina og vita hvort einhverjir aðrir hafi haldið viðlíka fram áður. Ef satt reynist þá er heilmikil breyting á vistfræðinni, sem er alltaf að eltast við orkueiningar en ekki takmarkandi efni (nema náttúrulega fósfór!).

Arnar Pálsson, 16.7.2009 kl. 09:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband